Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Page 83

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Page 83
LAUGARDAGUR DESEMBER 2002 Helgarblacf DV 83 Þórir Sigurðsson 1931-2002 Fyrir stuttu lést Þórir Sigurös- son veðurfræðingur, góður vinur og bridgefélagi til margra ára. Leiðir okkar lágu fyrst saman nokkru eftir að hann kom heim úr námi frá Noregi. Það kom fljótt í Ijós að hann hafði lært fleira í Noregi en veðurfræði því hann lét strax að sér kveða í bridgelífi landsmanna. Ekki leið á löngu áður en hann vann fyrsta íslandsmeist- aratitilinn og á næstu árum fylgdu fleiri slíkir í kjölfarið. Afls vann Þórir íslandsmeistara- titilinn i sveitakeppni sex sinn- um og í tvímenningi einu sinni. Einnig vann hann bikarmeist- aratitilinn einu sinni. Þá eru ótaldir fjölmargir Reykjavíkur- meistaratitlar ásamt félagstitlum hjá Bridgefélagi Reykjavíkur, en Þórir var meðlimur þess um langt árabil. Af þessari upptaln- ingu má ljóst vera að Þórir var einn af fremstu bridgemeisturum þjóðarinnar, enda var hann fljót- lega valinn til þess að spila í landsliði íslands á Evrópumótum og Norðurlandamótum. Bar þar hæst þátttaka hans í landsliði ís- lands á Evrópumótinu í Dublin 1967, þegar ísland náði sjöunda sæti af tuttugu þjóðum eftir glæsilegan endasprett þar sem mörg af bestu landsliðum Evrópu urðu að lúta í lægra haldi. Við Þórir spiluðum oft sam- an í sveit og tvimenningi. Við vorum saman í sveit þegar hann vann fyrsta íslandsmeistaratitil- inn og margoft vorum við saman á verðlaunapalli Reykjavíkur- mótsins. Einnig spiluðum við saman í landsliðum íslands. Þórir var einn tæknilegasti spilari sem ég hefi kynnst. Enda- spil og kastþröng voru hans ær og kýr og ekki síst þess vegna vegnaði honum sérstaklega vel í tvímenningskeppni. Hann hafði yndi af spilinu og eftir vel heppn- aða kastþröng ljómaði hann all- ur. Kímnigáfa hans var einnig mjög sérstök og þótt hann væri ekki galsafenginn að eðlisfari þá var skemmtilegt að spila við hann. Aldrei brá hann skapi þótt á móti blési eins og gengur held- ur brosti góðlátlega í kampinn. Árið 1965 vann Þórir Reykja- víkurmeistaratitilinn í tvímenn- ingskeppni ásamt Eggert Benón- ýssyni heitnum, en Eggert var ásamt mér og Halli heitnum Sím- onarsyni helsti meðspilari Þóris. Ég birti þá spil með Þóri í bridgeþætti Vísis og læt það fylgja með, enda ágætt dæmi um hæfileika hans í endaspili. Sagnir gengu þannig með þess að spila. Og hér kemur upprunalegi textinn: „Austur spilaði út lauf- kóng og skipti síðan yfir í tíguln- íu. Þórir drap á kónginn heima, tók tvisvar tromp og spilaði laufi úr blindum. Austur fékk slaginn og spilaði tígultvisti. Þórir drap á ásinn í blindum, trompaði síð- asta laufið og spilaði spaða. Nú var sama hvað austur gerir, a-v fá aldrei nema tvo slagi í viðbót, einn á spaða og einn á tígul. Með svona spilamensku verða menn Reykjavíkurmeistarar og eiga það skilið.“ Stefán Guðjohnsen 4 876 * G9752 S/A-V 4. K83 *92 ♦ D3 *106 ♦ D10765 V A ♦ D1074 s é K104 * AKD3 ♦ AG4 * 653 * AG9S2 A*84 * 92 * AKG8 Þóri og Eggert í n-s: Suður Vestur 1 grand pass 3 pass Norður 2 ** pass Austur 2 * pass í þá daga spiluðu menn ekki yfírfærslur á móti grandi og þess vegna segir Þórir tvö hjörtu til Stcfán Guðjohnscn Munið að slökkva á kertunum Yfirgefum aldrei híbýli okkar án þess að slökkva á öllum kertum. ^ \ vv in EINN EINN TVEíR NEYÐARLlNAN ORYGGISNET SECNET Rauði kross íslands Rikistögreglustjórinn LÖGGÍLDINGARSTOPA /7ZT slökkvilið HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.