Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Blaðsíða 42
4-2
H<2Igarbloö J3V
LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002
Maður verður að vera góður
við skáldagvðj una
Hilmor Örn Hilmarsson, tónskáld og tón-
listarmaður, ræðir um rímur, rapp, sinfón-
íu hafsins og flóttann undan tónlistinni.
„Ég hef af veik-
um mætti reynt
að vera
praktískur og
það hefur mis-
tekist herfilega.
Það verður að
segjast eins oj*
er að ég hef
smá-talent á
sviði tónlistar
en er vita
talentlaus á
flestum öðrum
sviðum. Ég
verð bara að
sætta mig við
það og halda
mig við tónlist-
ina.“
DV-mynd Sig-
urður Jökull
Það er btjálað veður, sannkallað gjömingaveður, daginn
sem ég legg leið mína út á Álftanes til að tala við Hilmar Öm
Hilmarsson tónskáld. Bíllinn hendist til í verstu rokunum og
ég býst allt eins við þvi aö mæta skapara himins og jarðar í
Garðabænum, eins vandræðalegt og það væri fyrir okkur
báða. Þegar ég renni í hlað hjá Hilmari þakka ég guði, Óðni
og vegamálastjóra fyrir að hafa komist lífs á leiðarenda.
Hilmar Öm stendur á bak við útgáfu hljómdisksins Rímur
og rapp þar sem kvæðamenn, tónskáld og rapparar leiða sam-
an hesta sína. Tónlistin var að mestu tekin upp á tónleikum
sem haldnir vom í Gallerí Rifi á menningamótt síðastliðið
sumar. „Það var rosaleg stemning," segir Hilmar Öm um
þessa kvöldstund. „Ég fann að þama var einstakt augnablik.
Straumurinn lá þangað, það var mikill spenningur og kemi-
strían góð. Þetta var geníalt.“
Ég sá einhvers staðar að hugmyndin hefði fæðst á
Snæfjallaströnd.
„Já, hún kviknaði við opnun rímnaseturs á Snæljalla-
strönd. Þar var stefnt saman rímum og öðm sem tengist
svæðinu. Við Stetndór Andersen kvæðamaður fluttum Snjá-
fjallavísur Jóns lærða, blöndu af kvæðamennsku, ákvæða-
skáldskapar og elektróníkur. Erpur Eyvindarson hafði ætlað
að koma á staðinn og i fjarveru hans veltum við því fyrir okk-
ur hvað hefði gerst ef hann hefði komið. Ég talaði um kenn-
ingar minar um að Islendingar hefðu fundið upp rappið og að
við ættum að fá rappið heim, rétt eins og handritin. Þá fædd-
ist hugmyndin að því aö leiða saman rappara og kvæðamenn.
Rappbyltingin er merkilegustu framfarir í varðveislu ís-
lensks máls frá því Megas hóf upp raust sína. Þar fara krakk-
ar sem hafa rosalegt gott vald á málinu og það fmnst mér frá-
bært. Mitt framlagt til dægurlagatextagerðar er fremur
rislágt; ég veit um alla fúlu pyttina. Fyrir mig var þetta verk-
efni líka ákveðin leið til að kynnast því sem er að gerast á
þessu sviði.“
Ríinur standast árásir
Rímur hafa ekki verið í hávegum hafðar á íslandi. Hvem-
ig kynntist þú þessum arfi?
„Fyrst kynntist ég rímum við lestur Sjálfstæðs fólks og
Brekkukotsannáls eftir Laxness þegar ég var krakki. Ég varð
mjög hrifrnn af Rauparímum í Brekkukotsannál og varð mér
úti um þær, ellefu ára gamall. Sextán ára gamall kynntist ég
Sveinbimi Beinteinssyni og fór alla tíð síðan vel á með okk-
ur. Upp úr 1980 var Sveinbjöm oft fenginn til að kveða rím-
ur fyrir tónleika, til dæmis hjá Purrki Pilnikk og Þey. Á þeim
tíma ræddum ég og tveirþriðjunafni minn, Hilmar Öm Agn-
arsson, um að gera eitthvað meö Sveinbimi, en feimni á báða
bóga hamlaði því. Síðar vorum við Sveinbjöm með áform um
tón- og hljóðsetta útgáfu af Eddukvæðum og þrátt fyrir ótíma-
bært fráfall Sveinbjamar hefur hugmyndin lifað með mér og
hlutgerist vonandi í einhverri mynd. En eitthvað kom þó út
úr þessu öllu saman því ég náði að hafa milligöngu um út-
gáfú plötu með Sveinbimi í Bretlandi. Rímur hafa því lengi
veriö mér hugleiknar. Það var þó ekki fyrr en ég byrjaði að
vinna með Steindóri Andersen að ég byrjaði að kafa í rímum-
ar fyrir alvöru. Það þarf að stíga yfir þröskuld og yfir í heim
rímnanna. Flestir sem fengið hafa vestrænt tónlistaruppeldi
em í ákveðnum fjötrum. Það var nokkurt átak fyrir mig að
byrja að hlusta á indverska tónlist og svipað er það með rím-
umar. Maður verður að leyfa tónlistinni að koma til sín á eig-
in forsendum; það má ekki nálgast hana með niðurbrjótandi
hugarfari og reyna að klína henni inn í einhvem ramma eða
tónskala. Ég hafði líka fordóma sem vom kveiktir af lista-
skáldinu góða, Jónasi Hallgrímssyni, og sennu hans við Sig-
urð Breiðfjörð. Ég hef lesið Sigurð Breiðíjörð mér til skemmt-
unar og dáðst að andríki hans og húmor en aldrei hleypt hon-
um alveg að mér. Jónas fór aðeins yfir strikið með skrifum
sínum eins og kemur skemmtilega fram í Ævisögu hans sem
Páll Valsson skrifaði.
Rimumar hafa staðist allar árásir hingað til og skipti engu
máli hversu hart biskupar, prestar og yfirvöld gengu fram í
baráttunni gegn þeim. Guðbrandur biskup gerði sálmabók til
höfuðs rímnakveðskapnum en honum þótti tilhneiging
manna til að velta sér upp úr fomri frægð vera mannskemm-
andi.“
Rímur og kveðskapur tengdust líka göldram, til dæmis
Snjáfjailarímur.
„Jú, það er hefð hjá íslendingum að binda hluti niður. Við
höfum átt kraftaskáld í gegnum tíðina og sagan segir að Hall-
grímur Pétursson hafi verið sviptur skáldgáfunni þegar hann
orti Tófústefhu.
Islendingar voru líka með Home Entertainment Center
sem var kvæðamaðurinn. Kvöldvökur áður fyrr voru líkar
því sem nú tíðkast með sjónvarpinu. Kveðskapur kvæða-
mannsins var upplýsandi, skemmtilegur og heillandi. Meðal-
bardagaríma tekur Ice-T og aUa þessa karla í nefið.“
Lítil eru geð guma
Það er mikill frumkraftur í sterkri hrynjandi rímnanna og
íslendingar virðast hafa einhverja þörf fyrir þessa sterku
bindingu textans. Fannstu fyrir þessari þörf hjá Dönum þeg-
ar þú bjóst þar?
„Menn hafa lengi deilt um hvað það merkti í Hávamálum
þegar segir: Lítilla sæva / litilla sanda / lítil eru geð guma.
Þegar ég kom til Danmerkur varð mér ljóst að skáldið hefúr
verið í Danmörku og horft upp á flatneskju lands og þjóðar.
Mér fmnst Danir flatir; maður finnur ekki fyrir þeirri
sturluðu ástríðu fyrir orðinu og skáldskapnum sem maður
finnur á íslandi. Þegar Danir byrjuðu að rappa þótti mér það
fyndið því hvað er hægt að rappa um í dönskum úthverfúm?
Fátækt? Eymd? Vondar löggur? Það eina sem Danir geta
kvartað yfir er ef ske kynni að bjórinn hækkaði um einhverja
aura eða að það sé erfiðara að vera á sósíalnum en áður. Dan-
ir komu hins vegar með húmorinn sinn inn í rappið og hann
er sérstakur þótt hann sé leiðigjam til lengdar. íslendingar
tóku rappformið í sínar hendur og gerðu það ólíkt öllu öðra
rappi. Það er gaman að fylgjast með því hvemig þjóðarsálin
birtist í þessu formi.“
Forgengileg popptónlist
Hvenær byijaðirðu að sýsla við tónlist?
„Ég var eiginlega kommn á kaf í tónlist fjórtán ára gamail
og alla tíð síðan hef ég verið á hröðu undanhaldi og reynt að
gera eitthvað annað."
Tónlistin hefur ásótt þig?
„Ég hef reynt að fást við aðra hluti en enda alltaf í tónlist
aftur."
Varstu ekki í hljómsveitum þegar þú varst unglingur?
„Jú, ég var í hljómsveitum og á tímabili sótti ég mikið
kvöld hjá Djassvakningu. En mér hefur alltaf leiðst að spila í
hljómsveitum. Það sem hefur heillað mig er stúdíóvinnan og
tæknin. Mér þykir gaman að vinna með fólki en best er ef
meira hangir á spýtunni en bara tónlist og verkefiiið er í bók-
menntalegu eða myndrænu samhengi. Kvikmyndin er því
draumaform fyrir mig þar sem tónlist, texti, mynd, áferð og
leiklist koma saman.“
Byrjaðirðu á hefðbundnum lagasmíðum?
„Þegar ég horfi til baka þá hef ég alltaf haft meiri áhuga á
þvi óhefðbundna. Ég er agalegt snobb í mér og þykir popptón-
list forgengilegt fyrirbæri. Eins og orðið dægurlag ber með
sér þá er slík tónlist hér í dag og farin á morgun. Ég vil sækja
í einhveija hefð, hvort sem hún er klassísk, grísk eða tónlist
Miðausturlanda. Ég vil leita út fyrir hið einfalda samhengi
hlutanna. Ég vil búa til hijóð sem aldrei hafa heyrst áður og
heyrast jafnvel aldrei aftur.“
Geltíð í púðluhundi nágrannans
Hvemig var tónlistarlegi umhverfi þitt? Þú leitar að hljóð-
um og hljóðfærum - af hveiju?
„Ég veit það ekki. Ég ólst upp á hæðinni fyrir neðan Pál ís-
ólfsson sem var kvæntur ömmusystur minni og ég var eins
og heimilisköttur hjá þeim. Ég gekk með Páli í Dómkirkjuna
og elst upp við hans tónlist. Bach er fyrsta ástin mín og til
hans sæki ég alltaf. Ég sat með Páli á Stokkseyri og hlustaði
á sinfóníu hafsins. Hann sagði mér að telja öldumar og
hlusta á tónlist umhverfisins; tónlist vindsins og öldunnar."
Stokkseyri, Álftanes ... Hvemig leið þér í Danmörku?
„Ég bjó fyrst á eyjunni Mon sem er í eftirlíkingu af sjó,
Eystrasaltinu, sem þó býr yfir öldugangi og öðrum öflum
náttúrunnar. Þar er líka hrikalegasta náttúrufyrirbæri Dana:
Mons Klint sem er eins og íslensk meðalþúfa. Það var mjög
fínt að vera þar. Síðan bjó ég í úthverfi Kaupmannahafnar
þar sem ég gat hlustað á þytinn í trjánum og geltið í púðlu-
hundi nágrannans."
Tónlistin þín er mjög náttúruleg, gæti verið lífrænt rækt-
uð.
„Þegar ég hugsa til baka er það dálítið þannig. Það kom
mér mjög á óvart þegar ég gerði tónlist við mynd eftir Henn-
ing Carlsen sem var byggð á Pan eftir Knut Hamsun að fleiri
en einn gagnrýnandi sögðu að ég hefði greinilega sökkt mér
ofan í Grieg og norska tónlistarhefð. Ég kannast ekki við það;
Keith Emerson eyðilagði Grieg fyrir mér. Það er einhvers
staðar sem hið myndræna umhverfist og fer yfir i tónlistina.
Ég var upptekinn af norsku landslagi; fjörðum, fjöllum, eyj-
um og skeijum á sama hátt og íslenskt landslag birtist í því
sem ég geri.“
Einhveijar músur á kreiki
Þú sagðist hafa reynt að flýja undan tónlistinni. Hvert flúð-
irðu?
„Ég hef af veikum mætti reynt að vera praktískur og það
hefur mistekist herfilega. Það verður að segjast eins og er að
ég hef smá-talent á sviði tónlistar en er vita talentlaus á flest-
um öðrum sviðum. Ég verð bara að sætta mig við það og
halda mig við tónlistina."
Margir listamenn tala um hlutverk sitt og skyldur við list-
ina. Hvemig litur þú á slíkar skilgreiningar?
„Ég veit það ekki. Ég á mjög erfitt með að skilgreina mig
sem listamann með ákveðið takmark. Ég held að fyrst og síð-
ast sé það skylda mín að vera sjálfum mér trúr. Þau skipti
sem ég hef bragðið út af þeirri leið hafa endaö með táram."
Tónlistin þín er því mjög persónuleg.
„Tónlistin mín á upphaf sitt og endi í mér sjálfúm. En auð-
vitað eru einhveijar músur á kreiki og hlutir sem veita mér
innblástur. Yfirleitt er það eitthvað sem kallast á við það sem
býr í manni sjálfum. Og maður verður að passa sig á því að
elta það. Það fer illa fyrir þeim sem svikja sjálfa sig. Þeir út-
gefendur sem höfnuðu verki Roberts Graves, White Goddess,
á furðulegum persónulegum forsendum enduðu á þvi að
hengja sig úti í tré í kvenmannsnærfótum. Fyrirtækið sem
var stofnað kringum útgáfu bókarinnar, Faber & Faber, hef-
ur hins vegar blómstrað. Maður verður að passa sig á að vera
góður við skáldagyðjuna og lofsyngja hana á réttan hátt.“
-sm