Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Blaðsíða 46
4-6 H e Iqo rt> lctð 3Z>"V LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 SKEIFAN 17 Bígsin^í: JÓn Jónsson Cjefati^í; Ég Cjíl&ír fyrit: Þig Cjít^ír tíl: EilífSar T.k. Bénftiivar HjájMti 3oxt$ KrUf)AaUoa Bónstöð hjá Jobba - Skeifan 17,108 Reykjavík • Simi 568-0230. Heimasíóa: www.simnet.is/hjajobba - Netfang: hjajobba@simnet.is Smáauglýsingar sölutilkynningar og afsöl ny 550 5000 Fyrst og fremst Magnús Ver Magnússon Sterkasti maður heims, fjórum sinnum Ég vel Sekonda af því að þau eru sterk, traust og á fínu verði. Varlst dýrarl ©ftirlfkingar 9.900 kr. „Mér var í skóla kennt uin hinar myrku miðaldir. En það er sama hversu myrkrið er þrúgandi; alls staðar er ljós og mikill bjarmi ef maður ber sig rétt eftir því,“ segir Thor Vilhjálmsson. DV-mynd GVA Mannauður Sturlungu Thor Vilhjálmsson hefur skapað nijja skáldsögu úr hugmgndaheimi íslenskra miðalda. Bókin nefnist Sueigur. I viðtali talar Thor um hógværðina, farveg skáld- skaparins og erótíkina. Það er kvöld og Thor býður mér kaffi sem reynist gott og sterkt. Ég sé fram á andvöku en læt það ekki á mig fá og fæ mér ljúffenga eplatertu með. Thor segir mér frá því að hann hafi lagst í ferðalög eftir að hann lauk við bókina. Hefurðu þann sið að losa þig út úr sögum með því að leggjast í ferðalög? spyr ég hann. „Það er allur gangur á því,“ segir Thor, „en það hentar oft vel að gera slíkt.“ Hann segir mér sögu af ferð i norðlenskri stórhrið, nánar tiltekið mývetnskri. Sú ferð hafði sama til- gang; að losa hann frá sögu. „Svo bíða kannski aðrar hugmyndir úr- vinnslu," segir Thor. Fjögur ár eru liðin frá því ég sat í þessari stofu og ræddi við skáldið um síðustu skáldsögu þess: Morgunþula í stráum. í henni skrifaðirðu um Sturlu Sighvatsson, segi ég. „Já og fleiri," segir Thor. Og nú er það Guðmundur skáldi. Er það skáldið sem heillar? „Kannski er það hógværðin,“ svarar hann. „Ég var mjög feginn að komast alla leið með Sturlu. Þegar ég þreifaði mig áfram í heimi Sturlungu fann ég þennan mann, Guðmund skálda, þessa andhetju, og ákvað að leggjast með honum í ferðalag. Mig langaði að sjá heiminn frá sjónarhomi þessa hæverska manns sem þráir að þroskast, þráir visku; reynir að flýja eitthvaö sem virðist hans uppruni sem einhverjir myndu kalla dreggjar en það vil ég ekki: það verða lesendur að dæma um ef einhver viil vera með mér í ferðinni sem ég á góða von um. Ég vil ekki taka frelsið frá lesandanum. Og það fmnst mér kostur við na& bókar- innar, Sveigur, sem var að þessu sinni með mér alla leiðina. Það má sveigja nafnið og skilja á ýmsa- vegu. Ég vil ekki skíra bækur þannig að þær taki frelsiö frá lesandanum. Mig dreymir um að lesandinn hafi svigrúm til að skilja eigin skilningi og nái til sjálfs sín.“ Þú talar um hógværð skáldsins. Frá- sagnarháttur þessarar sögu er mjög hógvær og gaman að fylgjast með hvemig þú sveigir frásögnina til hliðar við atburðarásina. „Það gerist margt í senn og hægt er að sjá hvemig ólíkt fólk upplifir sama atburðinn. Ég vildi gjaman ýja að ein- hverju svo menn sæju atburði fyrir sér með sínum hætti og sínu eðli. Sjónarhomið virðist kannski flökt- andi en er það ekki. Birta frásagnar- innar er flöktandi og það er missýnt. Bamið þráir að verða því ekki að bráð sem kynnu að verða örlög þess. Það kemst til vitra mannanna í klaustrinu og reynir að heyra og skilja án þessa að trufla þá. Annars er ég ekki laginn við að segja frá sögum mínum,“ segir Thor og hlær. Ég les upphátt textabrot úr bókinni þar sem segir frá því hvemig skáld- skapurinn hellist yfir Guðmund skálda. Er ekki gott að geta nýtt reynslu sina fyrir hönd hans? spyr ég Thor. „Ég nota ýmislegt sem mér hefur áskotnast og fleyti mér áfram í þeirri viðleitni. Þá lærir maður að það getur gengið vel ef setið er við verkið. Hall- dór Laxness sagði að það gæti verið erfitt að hafa sig í verkið. Stundum þeg- ar maður heldur að maður sé tómur og geti ekkert gert er gott aö setjast og rissa á blað. Áður fyrr gerði ég það að ég hlustaði á plötur með tónlist eftir Jo- hann Sebastian Bach til að frnna hrynj- andi og farveg skáldskaparins. Þá getur orðið góður dagur en það fæst ekkert fyrirhafnarlaust; ég er ekki trúaður á slíkt.“ Þú sagðist treysta lesandanum fyrir því að fara þessa ferð með þér og skilja á sinn hátt. Það eru ekki allir sem bera slíkt traust til lesenda. „Það verður hver að hafa sína henti- semi. Ég læt engan segja mér hvemig ég haga skrifum minum. Ég þarf ekki að fara eftir fyrirmælum og þótt ein- hver reyndi að knýja mig til þess gerði ég það ekki. Ég er bjartsýnn og býð þeim um borð sem vilja sigla; vona að fari vel um þá og þeir fái sitt út úr ferð- inni. Ég held engan aga nema þann sem mér hefur lánast að koma yfir sjálfan mig. En á tímum afþreyingarinnar. Af- þreyingin er voðaleg áþján sem við verðum að berjast gegn því hún hund- eltir mann; skilur mann eftir öreiga í sálinni. Og máttur auglýsinganna er voðalegur. Menn verða að vera stæltir til að standa það af sér og það geta flest- ir ef þeir átta sig á hættunni og varast afþreyinguna. Það er svo margt gott í boði hér að enginn þarf að láta afþrey- inguna hremma sig.“ í þessari bók er kannski meiri erótík en hjá mörgum ungum höfundum. „Tja, ég veit ekki hvert meðalhófið er hjá ungum höfúndum. Erótík er rík- ur þáttur í tilverunni og góð ef menn kunna að fara með hana. Án þess að klæmast. Sumir þurfa að klæmast og þá þeir um það. Erótík getur verið fóg- ur en veldur hver á heldur. Ég vona að þetta sé ekki argvítugt." Þú hlýtur að vera orðinn vel inni í Sturlungu eftir ferðalögin með Sturlu og Guðmundi skálda. „Ég hef haft mikið gagn af þeim ferð- um. Hér áður fyrr lásu þeir sem hænd- ust að Sturlungu hana einu sinni á ári. Þar býr óskaplegur auður, mannauður. Sturla Þórðarson er makalaus snilling- ur. Ég er ekki að reyna að skrifa sög- una upp, það er ekki hægt og hreinn óþarfi, nema ég væri bísi á hlaupum og á þvi hlutskipti hef ég engan áhuga. Ég er ekki að reyna að skrifa sagn- fræði heldur vil ég búa til bók handa samtíðarmönnum mínum. Ef rýnt er djúpt í manneskjuna getur hún orðið samtíða manni. Það getur gerst meira inni i mönnum en virðist í frásögnum Sturlungu; ekki er allt sem sýnist. Þeim sem koma illa fyrir er kannski einhver vorkunn. En það verður að fara að með gát. Nú er ég svolítið eins og skipstjóri sem er kominn í land og sér á eftir skipi sínu. Mannskapurinn um borð er góður og skipstjórinn er viss um að áhöfhin klárar verkefnið. Þá fer hann kannski eitthvað annað; fær sér jafnvel trillu." Þá þarf hann að kaupa kvóta! „Þá er sá andskoti. En ég er svo vel settur að ég þarf ekki að kaupa kvóta. Ég er heldur ekki til sölu sjálfur." Heldurðu að þú munir vinna áfram með heim Sturlungu? „Ég þori ekki að segja til um það. Þaö er margt sem leitar á mig. Mér var í skóla kennt um hinar myrku miöald- ir. En það er sama hversu myrkrið er þrúgandi; alls staðar er ljós og mikill bjarmi ef maður ber sig rétt eftir því.“ -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.