Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 Tilboð Tilboð Tilboð Utlönd !OV Ódýrir pallettutjakkar Tllboðið gildir út desember, eða meðan birgðir endast. Standard kr 28.573,- m/vsk Galvaniseraður kr 72.808,- m/vsk Langur(180cm) kr 52.260,- m/vsk U&í*^ KRAFTVÉLAR Dalvegur 6-8 • 200 Kópavogur • Sími 535 3500 ¦ Fax 535 3509 ¦ www.kraftvelar.is Leiðtogafundur ESB í Kaupmannahöfn: Harðsoðið sam- komulag í augsýn - segir Gerhard Schröder um stækkunina Leiðtogar Evrópusam- bandslandanna, sem síð- ustu tvo daga hafa fundað í Kaupmannahöfn, virðast vera komnir langleiðina með að ná settu marki um tiu landa stækkun sam- bandsins til austurs, eftir að samkomulag náðist við Pólverja um aukna fjár- styrki, sem aðallega eru ætlaðir til uppbyggingar í landbúnaðar- og byggða- málum. Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, sagði eftir stöðug fundahöld í gær að samþykkt hefði verið að veita Pólverjum, sem eru fjölmennasta inn- gönguþjóðin, eins mflljarðs evra auka- styrk við það sem áður hafði verið ákveðið, sem greiðast ætti á næstu þremur árum og einnig hefði verið ákveðið að aðrar inngönguþjóðir Gerhard Schröder. fengju hver um sig 300 milljóna evra aukastyrk. Schröder lýsti samkomu- laginu sem náðist á síðustu stundu í gær sem tíma- mótaskrefi og sagðist sann- færður um að harðsoðinn samningur væri nú loks í höfn. Pólverjar vildu sjálfir lít- ið segja um samkomulagið, en þeir höfðu farið fram á að framlög til inngöngu- landanna, eftir að þau gengju formlega inn, yrðu aukin um tvo mflh'arða evra. „Við munum berj- ast áfram fyrir bættum aðildarskil- málum," sagði einn pólsku samninga- mannanna Enginn árangur náðist í umræð- unum um sameiningu þjóðarbrotanna á Kýpur á fundinum og var umræðum frestað um óákveðinn tíma. Gott skjól fyrir bílinn þinn Bílastæðahúsið við Vitatorg er ódýrt skjól á góðum stað fyrir þá sem eiga erindi á Laugaveginn og næsta nágrenni. Fyrsta klukkustundin kostar aðeins 8o kr. eða 1,33 kr. mínútan, síðan greiðir þú 10 kr. fyrir hverjar 12 mínútur sem þú notar. Fyrir þá sem starfa eða búa í miðborginni er í boði mánaðarkort á aðeins 4.000 kr. *) Það fæst varla betra skjól en þetta fyrir bítinn þinn. Vitatorg á homi Vitastígs og Hverfisgötu Bflastæðasjóður ...svo í borg sé leggjandi *) Ef þú kaupir 6 mánuði borgarðu aðeins fyrir 5. REUTER&MYND Flöð í Frakklandl Mikið vatnsveður hefurgert íbúum í Suður-Frakklandi /ífið /e/tt síðustu daga en í kjölfariö hafa oröiö mikil flóö sem oróið hafa tveimur ao bana. Flóðin hafa borið mikinn aur inn í borp og bæi á svæðinu og hér á myndinni sjáum við einn íbúa í bænum Sommieres ínágrenni Montpellier hreinsa aurinn af þröngri götu bæjarins. Vopnayf irlýsing íraka full af gloppum - segja bandarískir embættismenn Bandarísk stjórnvöld segja að vopnaskýrsla íraka, sem þeir skiluðu Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um síðustu helgi, sé full af gloppum og að þar hafi ekki verið gerð grein fyrir öllum efna- og sýklavopnabirgð- um sem vitað sé að írakar eigi í fórum sínum. Þetta kemur fram í grein í bandaríska dag- blaðinu New York Times í gær. Þar segir að fulltrúar Bandaríkjamanna og Rússa hafi kynnt Hans Blix, yfir- manni vopnaeftirlits SÞ, skýrsluna eftir fyrstu yfirferð í gær. Þeirri vinnu sé engan veginn lokið enda skýrslan hvorki meira né minna en tólf þúsund blaðsíður og muni taka nokkrar vikur að ljúka því verki. Haft er eftir ónafngreindum banda- rískum embættismanni að hann sjái ekki annað en írakar séu með skýrsl- Vopnaeftirlit í gangi unni að brjóta gegn settum skilmálum Öryggisráðsins sem ætti að nægja til að réttlæta aðgerðir. „Nógu gróft er það alla vega til þess að keyra skriðdreka í gegn," sagði maðurinn. Á sama tíma halda vopnaeftirlitsmenn SÞ áfram störfum sínum í írak og var m.a. leitað á sóttvarnarstofnun og í vopnaverksmiðju i nágrenni Bagdad í gær. Meira en 300 fulltrúar íraskra stjórnarandstæðinga funda í Lund- únum um helgina til að ræða hugs- anlega yfirtöku á stjórn landsins eftir væntanlega innrás en hópur- inn er samansettur af fulltrúum meira en fimmtíu áhrifahópa sem verið hafa undir auknum þrýstingi Bandaríkjamanna um aðstoð við að steypa Saddam af stóli. Stutiar fréttir Evran í hámarki Staða evrunnar gagnvart Bandaríkja- dollar hefur ekki ver- ið sterkari síðan í janúar 2000 og fór gengið upp í 1,0257 í gærmorgun eftir að hafa verið i 1,0183 síð- degis á fimmtudag en þá tók hún verulegt stökk upp á við en sérfræðingar tengja það auknum áhyggjum um hægan efnahagsbata í Bandaríkjunum. Tvöföld lukka Eldri hjón frá Belmont í Kaliforníu duttu heldur betur í lukkupottinn i vikunni þegar þau unnu tvo risalottó- vinninga sama daginn. Fyrri vinning- inn, 17 milljónir dollara, eða um 1,5 milljarðar íslenskra króna, unnu þau í Super Lottó Plus en þann seinni að upphæð 124 þúsund dollara, eða rúm- ar tíu milljónir króna, i milli-lottóleik. Hjónin notuðu númeraðar bingó- kúlur til að velja númerin. Moi hyggst boða frið Daniel Arap Moi, forseti Kenía, sem I nú leitar sér lækn- inga í London eftir umferðarslys, segir það þvætting að hann hyggist stjórna | á bak við tjöldin eft- ir forsetakosning- arnar sem fram fara í landinu þann 27. desember nk. „Ég ætla að vinna að friði í Afríku og til þess þarf ég góðan tima. Ég mun styðja kosinn forseta og vonast eftir friðsamlegum kosning- um," segir Moi, sem setið hefur við völd í 24 ár. Tengsl milli árásanna Að sögn lögregluyfirvalda í Indó- nesíu eru tengsl milli sjálfsmorðsárás- arinnar á McDonald's-hamborgara- staöinn á eyjunni Sulawesi i síðustu viku, þar sem þrír menn létust, og árásarinnar á Balí fyrr í vetur þar sem meira en 190 manns létust. „Þeir sem handteknir hafa verið grunaðir um aðiid að árásunum þekkjast allir og eru þeir allir grunaðir um að vera liðsmenn íslömsku Jemaah-samtak- anna sem talin eru tengjast al-Qaeda- samtökunumi" sagði talsmaður lög- regluiíÉiar. Spjallrásarmorð Þýskur 41 árs gamall karlmaður frá Rotenburg hefur verið handtekinn, grunaður um morð á 42 ára gómlum manni frá Berlín sem hann komst í kynni viö á spjallrásinni. Að sögn saksóknara er málið allt hið furðulegasta því svo virðist sem verknaðurinn hafi verið framinn með vilja og vitund fórnarlambsins og hafa verið lagðar fram myndbandsupptök- ur því til sönnunar. Þar með er ekki öll sagan sögð því morðinginn hefur viðurkennt að hafa étið hluta af fórnarlambinu en bana- meinið var hnífstunga í hálsinn. Boston-biskupi veitt lausn Jóhannes Páll páfi hefur veitt Bernard Law, erkibiskupi í Boston í Bandarikj- unum, lausn frá embætti í kjölfar ásakana um að hann hafi reynt að hylma yfir kynferðisafbrot bandarískra presta gegn börnum. Erkibiskupinn fór sjálfur fram á lausnarbeiðnina. Skotiö á borgarstjórann Óþekktur byssumaður gerði í gær skotárás á embættisbifreið Doru Bak- oyianni, borgarstjóra Aþenu, með þeim afleiðingum að bflstjóri hennar særðist Ula. Sjálf slapp Dora, sem er fyrsti kvenborgarsrjóri Aþenu, með skrámur eftir glerbrot. Kjarnorkuver rannsökuð Vopnaeftirlitsmenn SÞ múnu í febrúar nk. rannsaka tvö ný kjarn- orkuver í íran en Bandaríkjamenn telja hugsanlegt að þar verði hægt að framleiða kjarnavopn. Sjálfir segja íranir að verið se einungis ætlað til orkuframleiðslu. ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.