Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Blaðsíða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Blaðsíða 65
LAUGARDAGUR IA-. DESEMBER 2002 Hetqarblaö 30 V Eitt lítið ævintýri lystugt af þremur riddurum: Mikið til af gömlum almúgabókmenntum - segir dr. Einar G. Pétursson hjá Amastofnun „Ég er menntaður cand. mag. í ís- lenskum fræðum samkvæmt gamla laginu, þ. e. í málfræði, sögu og bók- menntum," segir doktor Einar G. Pét- ursson, vísindamaður hjá Ámastofn- un. Doktorsverkefni Einars fjallaði um Eddurit Jóns lærða Guðmundssonar en fyrir skömmu lauk hann við að ganga frá til prentunar bók sem nefhist „Eitt lítið ævintýri lystugt af þremur riddur- um, klámsaga og fjögur önnur misjafn- lega siðlát ævintýr frá sautjándu öld.“ Langur titill á stuttri bók. Einar segist hafa kynnst ævintýrinu um riddarana þegar hann var að skoða uppskrift Jóns Eggertssonar að Tíðforsdrífi Jóns lærða fyrir mörgum árum. „Ég sýndi reyndar fram á að í hand- ritinu er Tíðsfordríf aukið af Jóni Egg- ertssyni og einnig að hann hafði samið rit um útilegumenn sem nefnist „Lítið ágrip um hulin pláts og yfirskyggða dali“, og eignað það Jóni lærða og selt Svíum sem uppskrift af gömlum texta.“ Mig hefur lengi langað að koma æv- intýrunum á prent og ákvað að hafa samband við Söguspekistiftið og sjá hvemig þeim litist á hugmyndina og nú er bókin komin út.“ Þrætugjam æráitýraniaður Að sögn Einars var Jón Eggerts Bækurnar fóru manna á milli f handritum Doktor Einar G. Pétursson segir að sig hafi lengi langað til að koma sögunni unt riddarana þrjá á prent og það sé mikið til af göml- um reyfurum og almúgabókmennt- um í handritum. mikil ævintýrakall og deilugjam. „Hann átti til dæmis í hörðum mála- ferlum um Möðravallaklaustur, var duglegur handritasafnari og skrifaði upp bækur fyrir Svía. Jón náði í Hómelíubókina í Sfokkhólmi á sín- um tíma, Nikulás sögu og Heiðarvíga sögu svo eitthvað sé nefnt. Hann skrifaði upp Heimskringlu fyrir Svía og nappaði einu blaði úr henni til að sanna að uppskriftin væri eftir skinnbók en blaðið er það eina sem hefur varðveist því handritið brann með Háskólabókasafninu í brunan- um mikla í Kaupmannahöfh. Jón Eggertsson sat í skuldafang- elsi í Kaupmannahöih veturinn 1686 til 1687 þar sem hann skrifaði upp og líklegast þýddi söguna um riddarana þrjá. Hann lést í Svíþjóð 1689 áður en hann tók við embætti sem honum hafði verið boðið þar.“ Almúgabókmenntir „Það var blómleg útgáfustarfsemi í Svíþjóð á sínum tíma sem hefur mikið gildi fyrir íslenska bók- menntasögu og þar er viðamikið starf enn óunnið, en einkum voru þar gefnar út fornaldarsögur." Ein- ar segir löngu tímabært að auka fjölbreytnina i útgáfu handrita hér á landi. „Mér finnst menn spóla of mikið í sama farinu og gefa það sama út aftur og aftur. Það er tölu- vert til í handritum af svonefndum almúgabókum, þýddum reyfurum og afþreyingarbókmenntum, sem eru alveg þess virði að koma á prent. Bækumar gengu manna á milli í handritum og útbreiðslan gat nálgast það sem gerist í prenti." Einar segist ekki hafa hugsað sér að gefa út fleiri bækur í sama stíl og ævintýrið um riddarana. „Það segir þó ýmislegt um áhugann á þessari gerð bókmennta að ekkert sem ég hef gert áður í fræðunum hefur hlotið jafnmikla athygli." -Kip Jólagjöfin í ár! Handa a£a, pabba eða stráksa. Heimilisveðurstöð með veðurspá til næstu 12-24 klst O R E G O N SCIENTIFIC Stöðin sýnir nákvæma stöðu loftþrýstings í hp/mba með súluriti og 24 klsí. minni í stöðinni er útihitamælir með þráðlausum útiskynjara sem má staðsetja í al t að 30 mtr. fjarlægð. Einnia innihitamælir, rakamælir, klukka og tunglklukka sem sýnir tunglstöðu og sjávarföll næstu 100 árin. Kr. 17,900 Auðlesanlegur skjár. íslenskur leiðarvísir Nú em komnar margar útgáfur af þessari vinsælu klukku sem varpar Ijósstöfijm á loft eða vegg. Gjöf sem nittir beint í mark ia-38 Barnaklukka með næturljósi. þessi spáir í veðrið svo eigandinn sér hvort það borgi sig að fara á fætur. Laser-vekjaraklukkur S: Verð frá kr. 4,990 þráðlausir útihitamælar þráðlausi útiskyniarinn kemur í veg fyrir að varmi fiá td. gluggum eða veggjum váldi skekkju. Mögulegt er að setja 3 skynjara á hvern hitamæli en nverjum mæli fylgir einn slíkur. Drægni er 30-100 mtr. Minni fyrir hámarks- og lágmarkshita. Verð frá kr. 4,990 Einfaldir í notkun Islenskur leiðarvísir Söluaðilar: Eico, Reykjavík Húsgagnaval, Höfn. Leonarg Reykjavik , Klassík, Eqilsstöðum Gilbert ursmiður, Reykjavik Mareind, Grundarfirði Rafrnætti, Hafarfirði Radiónaust Akureyri. Árvirkinn, Selfossi Rás, þorlákshöfri. Jólagjöf fjölskyldunnar! ÍSMM&BEÁ Gervihnattasjónvarp. Jólatilboð: Diskur, nemi og móttakari Verð frá kr. 34,900 EICO Skútuvogi 6, 104 Reykjavík Síml 570 4700 Fax 570 4701 oíco@eico.is www.oico.is hvTtahö*o/*a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.