Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Blaðsíða 64
64
HelQarblað JOV
LAUGARDAGU R 14. DESEMBER 2002
http://simnet.is/bomedecorl928/
- *
Skoðið heimasíðuna
okkar og kt'kið á tilboðin
jólagjöffrá 1928
Þeir setn versla
fyrir yfir 5000
krónurfá í gjöf
kristalsvasa eóa
skál í lit nteðan
birgðir endast
A horni Langavegar og Klapparstigs
FLEIRI TOMMUR FVRIR KRQNUNA
(JNITED
UTU3028
28" Nicam Stereó
sjónvarp með textavarpi
og 2 Scart tengjum.
Siónvarpsmldstöðin
RAFTÆKJAUERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍIUII 5G8 9080 TT'FWlnlAlb
INNRÉTTINGAR
Síðumúla 13,
sími 588 5108
Lampi m/skermi
kr. 12.467
Blaðagrind
kr. 6.244
Lampi m/skermi
kr. 18.619
FELAG
JÁRNIÐNAÐARMANNA
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu
við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags
járniðnaðarmanna fyrir starfsárið 2003 til 2004.
Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs
félagsins skal skila til kjörstjórnar á skrifstofu félagsins að
Suðurlandsbraut 30,108 Reykjavík, ásamt meðmælum
a.m.k. 100 fullgildra félagsmanna.
Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk
þess tillögur um 21 til viðbótar í trúnaðarmannaráð og 7
varamenn þeirra.
Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar og
trúnaðarmannaráðs rennur út kl. 17.00 fimmtudaginn 16.
janúar 2003.
Stjórn Félags járniðnaðarmanna
Klámsaga frá
sautjándu öld
Forleggjararnir Þorfinnur Skúlason og Örn Hrafnkelsson segjast ætla að
leggja meiri áherslu á útgáfu handrita í fraintíðinni. „Næsta bók verður
líklega safn handrita um höfuðbeinafræði og lófalestur."
Eitt lítið ævintýri lystugt af
þremur riddurum:
„Kynlíf og kynferðismál hafa á öll-
um öldum verið eins konar launhelg-
ar. Eitthvað sem nauðsynlegt er að
ræða undir rós, gefa í skyn eða færa í
búning gamanmála,“ segja Þorfmnur
Skúlason og Öm Hrafnkelsson í eftir-
mála bókarinnar Eitt lítið ævintýri
lystugt af þremur riddurum. Þorfrnn-
ur og Öm reka Söguspekingastiftið í
Hafnarfirði sem gefur bókina út en í
henni er að finna klámsögu og fjögur
önnur misjafnlega siðlát ævintýri frá
sautjándu öld.
Skrifað í skuldafangelsi
Að sögn Amar er þetta fimmta bók-
in sem Söguspekistiftið gefúr út. „Sú
fyrsta heitir Einfalt matreiðslukver
fyrir heldrimanna húsfreyjur, önnur
Uppkast tii fomsagna um brúðkaups-
siðu hér á landi, síöan kom Stuttur
siðalærdómur fyrir góðra manna
böm. í fyrra gáfum við út Víg Kjart-
ans Ólafssonar, sem er sorgarleikur í
einum þætti, og í ár er það Eitt lítið
ævintýri lystugt af þremur riddurum.
í nýju bókinni birtast í fyrsta skipti
á prenti fimm ævintýri sem vom
skrifuð og líklega þýdd af Jóni Egg-
ertssyni frá Ökmm á meðan hann sat
í skuldafangelsi í Kaupmannahöfn vet-
urirrn 1686-1687. Tvö þeirra teljast til
erótískra hókmennta en þar segir af
kvensemi þriggja riddara og ævintýr-
um smíðasveina. Tvær sagnanna em
hefðbundin ævintýri og fjalla um unga
menn sem eignast konungsríki og
kóngsdóttur með hugviti sínu. Loks
segir frá forboðnum ástum munks og
abbadísar. Ævintýrin em í handriti í
Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi
og hafa ekki áður komist á prent. Ein-
ar G. Pétursson, handritafræðingur
við Stofhun Áma Magnússonar á ís-
landi, bjó til prentunar og ritar inn-
gang.“
Tuttugu og fjiigur eintök
„Samstarf okkar hófst árið 1996 þeg-
ar við slógum inn matreiðslukverið
hennar Mörtu Maríu og gáfum það út
í tuttugu og fjórum ljósrituðum eintök-
um handa vinum og vandamönnum. í
framhaldi af því sóttum við um styrk
til Menningarmálanefndar Hafnar-
fjarðar til að gefa textann út í stærra
upplagi og eftir það fór boltinn að
rúlla. Við sáum sjálfir um að búa
fyrstu þrjár bækurnar til útgáfu en
Helga Kress hjó Víg Kjartans Ólafsson-
ar til prentunar og Einar á heiðurinn
af nýju bókinni."
Öm segir að i upphafi hafi þeir gef-
ið út texta sem þeir höfðu gaman af en
að nú sé útgáfustefhan skýrari. „Tvær
af bókum okkar eru endurútgáfur á
áður útgefnum bókum. Matreiðslubók
Mörtu Maríu er eftir prentaðri bók
sem kom út árið 1800 og það sama á
við um Stuttan siðalærdóm sem kom
út árið 1799. Hinir textamir, brúð-
kaupssiðabókin, leikritið og klámsag-
an, era útgáfúr á textum sem era að-
eins varðveittir í handritum. Ég
reikna fastlega með að við leggjum
aukna áherslu á óútgeftn handrit í
framtíðinni og fögnum því ef fólk kem-
ur til okkar með hugmyndir að textum
til útgáfu."
Að sögn Amar er næsta bók þegar í
sjónmáli. „Það er safn handrita um
höfuðbeinafræði og lófalestur, okkur
langar einnig að gefa út gömul lækn-
ingahandrit en það er stærra verkefni
og verður að bíða hetri tíma.“ -Kip
„Fyrst þú ert so kvengjam“
Ævintýrið um riddarana þrjá er
skemmtilega skrifað og bráðfynd-
ið á köflum. Hér á eftir eru tvö
stutt brott úr fyrstu sögunni, ann-
að segir frá veðmáli sem einn
riddarinn gerir við húsfreyju sína
en í hinu ræða tvær konur um
karlmennsku ungs riddara sem er
nýkominn á bæinn.
Mevjamar g;jöra hann
kvildátan
„Fyrst þú ert so kvengjam sem nú
er reynt, getur þú þá sofið nakinn í
sænginni eina nótt hjá tveimur af
mínum vænstu jómfrúm, so að þú
snertir þær ekki?“ „Já“, sagði hann.
Hún sagði það væri ómögulegt. So
kom þau veðjuðust enn um hundrað
gyllin. Nú tekur hún tali sinar jóm-
frúr og segir þeim þennan málavöxt
og býður þær skulu leggjast tvær í
sæng um kvöldið, og hann skuli
liggja nakinn i millum þeirra beggja,
og skuli þær fífla um hann og upp-
æsa til lystisemi það besta kynni, og
sjá til að hann kynni eigi sitja á sér;
annars kvaðst hún tapa peningon-
um. Þær sögðust gjaman vilja eftir
lifa hennar befalningu, drógu síðan
klæðin af sér og gengu til sængur og
lögðust niður. Þar eftir kemur þén-
arinn, dregur af sín klæði og leggst
niður nakinn millum þeirra, en
hans félagi gjörðist nokkuð óþolur.
Tók harm því það til ráðs og batt
hann fastan við sitt lær. Nú vildu
meyjamar gjöra hann kviklátan og
þreifuðu um hann mjúklega og veltu
honum á allar síður, en hann leið
það allt með þolinmæði og hrærði
sig hvorgi. Og þegar jómfrúnnar
fomumu þetta vildi eigi hjálpa, tóku
þær hnif og skáru í sundur bandið
það hcmn hafði bundið með. Og að
því gjörðu, réði hann sjálfum sér
valla og gjörði jómfrúnum full-
nægju, skildist síðan frá þeim.
En að morgni segja meyjamar
frúnni allt hvomin til hafði gengið.
Síðan heimti þénarinn veðféð af
frúnni, en hún sagði hann hefði tap-
að og vildi þar fyrir eigi greiöa hon-
um féð. Nú hugsar þénarinn með
sér, að hann skal eigi þar með láta
sér nægja heldur framar til reyna.
Og miödagsmáltíð þar frúin með sín-
um manni sat til borðs, en þénarinn
stóð fyrir borðum, þá tók þessi þén-
ari til orða og mælti: „Náðugi herra
og húsbóndi, eftir því
að eg til foma hefi
fundið náð hjá yður,
þá dirfist eg enn nú
með stæstu auðmýkt
að framkoma fyrir
yður með það efni
sem mig stórlega um
varðar yðar úrlausn,
sem er: Eg reið út á
landið fyrir nokkrum
dögum, eftir míns herra befalningu,
og sakir tilfallandi nauðsynja sté eg
af baki nálagt einu akurlendi sem
nýlega var sáð, og upp á það minn
hestur skyldi ei gera skaða þá batt
eg hann við eitt tré sem þar var all-
nálægt. En á meðan eg var í brott,
kom eim maður annar en akurlend-
isins yfirráðandi og eignarmaður og
skar bandið það minn hestur var
bundinn með. Og að því gjörðu hljóp
hesturinn inn í akurinn, sem sáður
var og gerði þar skaða nokkum. Nú
vill akurmaðurinn að eg skuli bæta
skaðann sem hestur minn gjörði, en
eg þykist saklaus þar af, - eða hvað
dæmi þér herra?“
Þá sá eg hans standara
„Alvara, mín allra kærasta vin-
kona“, segir frúin. „Já, það er satt,“
sagði bóndans kvinna. „í gærkveldi þá
þessi ungi gestur lagði sig í sæng og
hann afklæddist, gægðist eg í gegnum
eina hora sem á var veggnum og sá að
hans skyrta var mjög í sundur slitin
framan á húknum, og setti hann sig á
sængurstokkinn, tók af sér skyrtuna
og saumaði aö henni og það allnett. Þá
sá eg hans standara, og vil eg sveija
við hinn heilaga Thómas, að hann var
vissulega tólf fingra langur og hand-
fangsþykkur, en so hvítur og fagur að
hind var að sjá, og stöðuvant þá raun
af sér að standa fyrir. Það segi eg fyr-
ir mig, eg segi yður í sannleika, min
fra, hann var hjóðandi hinni ágætustu
jómfrú sem finnast kann. Og hefðu þér
séð það so sem eg, mundi yður meira
um finnast en eg nú for-
tel.“
Frúin svaraði: „Þér
skemmtið mér mjög vel
og formerki eg vel yðar
meining. Og eftir því
við tölum nú svo eins-
lega þá segi eg yður upp
á mína trú, mér lengist
mikið eftir þessum
unga manni, sem þér
segið nú frá. Eg sver við hinn helga Dí-
ónícíi. Eg hef nú í átta daga ekki
smakkað þann rétt, þú mátt nærri
geta, vinkona, hvað mér er boðið. Þá
minn gamall maður leggur sig í sæng-
ina hjá mér á kvöldtímanum, snýr
hann sér strax frá mér, hóstar og
skyrpir sem einn hryðjukall og hrærir
eigi við mér hið minnsta. Hvornin
kann ein ung og lystug frú umbera
soddan? Hraðaðu þér nú heim það
mesta þú kannt og seg að þessi ungi
maður skyndi sér það mest mögulegt
til mín. Þó vil eg að þú látir gjöra hon-
um góð klæði áður, so þá hann kemur
hingað í garðinn, mætti hann þess
meira álit hafa hjá mínum manni. Hér
era nægt af peningum sem sá gamli
hefúr saman safnað. Eg vil taka þar af
hundrað gyllin og senda honum að
kaupa sér klæði með. Það er betur
komið hjá einum ágætum ungum
manni en að sá örvasa kall mygli þá
undir sér, en eg vil gefa þér til þess að
þú skalt vera í þessum trúnaðarmál-
um með mér og honum tuttugu gyll-
ini, og hefur þú vel til þeirra unnið. Og
gjörðu honum vel til góða meðan hann
er hjá þér.“ Hún játar því.
Eitt lítið
ævintýri
lystugt