Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002
Fréttir
DV
Kristján Stefánsson, forstjóri Litla-Hrauns, um hungurverkfall tuga fanga:
Vitum ekki hverju fang-
arnir eru aö mótmæla
Londonlamb, ís, reykt
folaldakjöt með uppstúfi
og grænum baunum,
pitsa, grænmetissnitsel
og sjávarréttasúpa. Þetta
er meðal þess sem var á
matseðlinum á Litla-
Hrauni í síðustu viku.
Þegar kom hins vegar að
bjúgum í hádeginu á mið-
vikudag ákvað á þriðja
tug fanga að fara í hung-
urverkfall - þeir segja
matinn vondan, of fiturík-
an og ekki nægilega
ferskan. Á fimmtudag
bættust nokkrir fangar í
hungurhópinn en þá voru
kjúklingar og franskar i
boði. í gær var svipað
uppi á teningnum en þá
voru djúpsteiktir
rækjunaggar í boði með
súrsætri sósu og hrís-
grjónum, grænmetisrétt-
ur og súkkulaðikex.
Kristján Stefánsson,
forstöðumaður fangelsis-
ins, segist vita til þess að
hluti fanganna á Litla-
Hrauni hafi ekki borðað
hádegismat en þá er bor-
[FSffild IIMbwbö
27.11.02. miðv. Reykt folald með uppstúf og graenum baunum Grbuff. Kv. sjávarrétta súpa
28.11.02. fimt Hakkabuff með lauksósu og eggi Gr. snitsel Kakósúpa
29.11.02. föst Steiktur fiskur með salati Gr. salat Kv. beykonogegg
30.11.02. laug. Pizza Kv. grjónagrautur og salat
1.12.02. sunu. Londonlamb með steiktum kartöflum ís Kv. súpa að haetti hússins
2.12.02. mánu. Soðnar kjötbollur með hvítkáli Gr. buff Kv.skyr
3.12.02. þrið. Fiskur að hætti hússins Gr. saiat Kv. Pastaréttur
inn fram hin daglega
heita máltíð (sjá matseð-
il).
„Ég tel ekki að fangar
hafi neina ástæðu til að
kvarta yfir matnum i
fangelsinu. Þeir fá vel úti-
látinn heitan mat í hádeg-
inu og svo hafa þeir mat-
væli inni á deildum hjá
sér, til dæmis morgun-
mat, brauð, en einnig létt-
an kvöldmat,“ sagði Krist-
ján við DV.
„Við höfum ekki fengið
neina formlega kvörtun
en við vitum að hluti
fanganna hefur ekki borð-
að eða viljað borða hádeg-
ismat undanfarna daga af
ástæðum sem eru okkur
ekki kunnar.“
Sami matseðill er fyrir
fanga og þá starfsmenn
Litla-Hrauns sem borða í
fangelsinu í hádeginu.
Sjálfstæður rekstraraðili
er í mötuneyti fangelsisins
sem sér um að framreiða
mat samkvæmt útboði og
samningi sem gerður var
við Fangelsismálastofnun.
„Þessi rekstraraðili hefur alla að-
stöðu hér. Maturinn er því ekki
fluttur utan úr bæ en fangar fá mat-
inn inn á deildir til sín í bökkum,"
segir Kristján.
„Það er töluvert um liðið frá því
að fangar gerðu athugasemdir við
það magn sem þeir fengu að borða
en yfirleitt hefur þetta gengið vel í
gegnum tíðina. Við vitum í raun og
veru ekki hverju fangamir eru að
mótmæla. Ég borða reyndar yfirleitt
ekki heitan mat hér i hádeginu en
þá sjaldan ég geri það þá er þetta
hinn besti matur,“ sagði Kristján
Stefánsson. -Ótt
Varðhald framlengt
Gæsluvarðhald yfir þremur Pól-
verjum sem grunaðir eru um innbrot
víða um land hefur verið framlengt tU
9. janúar. Pólveijar, fjórir talsins,
voru handteknir við Hítará á dögun-
um en einn þeirra kastaði sér út úr bU
á ferð og hryggbrotnaði. Sá var úr-
skurðaður í gæsluvarðhald tU 20. des-
ember eftir spítalavistina. Gæsluvarð-
hald yfir hinum þremur átti hins veg-
ar að renna út í gær en var framlengt.
Pólverjamir virðast hafa brotist inn í
hús og sumarbústaði víða um land,
mestmegnis i nágrenni borgarinnar
og á Vesturlandi. Lögregla hefur þeg-
ar afhent húseigendum sem urðu fyr-
ir barðinu á þjófunum stóran hluta
ránsfengsins. -hlh
Þurrkuð epli
Möndlur
Blandaðir
ÞURRKAÐIR ÁVESTIR
... allt sem þarfí baksturínn!
Sérfræðingar í
viðgerðum og
viðhaldi á Sony
Einholti 2 • sími 552 3150
Panasonic
og Panasonic
tækjum.
DV-MVND SIGURÐUR JÖKULL
Sorapyttur hreinsaður upp á Nesjavöllum
Starfsmenn á vegum Orkuveitu Reykjavíkur unnu að því í gær að soga upp og hreinsa skólppytt sem myndast hafði
skammt neðan Nesbúðar þar sem frárennslismál voru í ólestri.
Skólpvandamálin á Nesjavöllum leyst í kjölfar fréttar DV:
Snör viðbrögö
Orkuveitunnar
- sorapyttur hreinsaður upp og frárennslismál lagfærð
Viðbrögð Orku-
veitu Reykjavíkur
við frétt DV um að1
skólpmál við Nes-'
búð væru i miklum
ólestri hafa verið
mjög snör og fum-t
laus. Þar rann
skólp óhindrað úr
opinni lögn út í
náttúruna þar sem
myndast hafði ljót-
ur skólppyttur.
Starfsmenn Orku-
veitunnar fóru á
staðinn strax sama
dag og fréttin birtist til að kynna
sér aðstæður. í framhaldinu var
kallaður út vinnuflokkur. Þá mátti
sjá menn að störfum með gröfur og
önnur tól og tæki í gær við að laga
frárennslismálin við Nesbúð. Var
þar einnig unnið að því að hreinsa
upp sorapytt sem myndast hafði
DV á þriöjudag.
skammt neðan Nesbúðar. Var allt í
fullum gangi er ljósmyndara DV bar
að garði og virðist Alfreð Þorsteins-
son, stjórnarformaður Orkuveitunn-
ar, hafa þar staðið fyllilega við orð
sín sem hann gaf í DV á þriðjudag
um að brugðist yrði skjótt við til að
skoða hvað hefði farið úrskeiðis. Al-
freð sagði í samtali við
DV í gær að svona mál
væru afar slæm fyrir
ímynd fyrirtækisins og
því hafi ekki verið um
annað að ræða en að
bregðast snarlega við
frétt blaðsins.
Er búist við að skólp-
mál við Nesbúð á Nesja-
völlum, í næsta ná-
grenni hinna miklu
hitaveitumannvirkja
Orkuveitu Reykjavíkur,
verði því komin í samt
lag á næstu dögum.
Orkuveita Reykjavíkur ætti þar
með að geta staðið við yfirlýsta um-
hverfisstefnu sína sem segir m.a.:
„Orkuveita Reykjavíkur vinnur í
sátt við náttúruna á öllum sviðum.
Stuðlað er að góðri nýtingu náttúru-
auðlinda, fegrun lands og umhverf-
is.“ -HKr.
Sekúndu frá bronsinu
Öm Amarson var einu sæti og
aðeins 8/100 úr sekúndu frá
bronsverðlaunum í 50 metra
baksundi á Evrópumótinu í 25
metra laug í gær. Örn varð
Evrópumeistari í sjötta sinn á
fimmtudaginn með sigri í 200 metra
baksundi en hann varði fjórði í 50
metra baksundi í gær á nýju
íslandsmeti, 24.70 sekúndum.
Örn synti alls fimm sinnum í gær
og setti þrjú íslandsmet því hann
setti tvö íslandsmet í 100 metra
skriðsundi fyrr um daginn og
endaði í 9. sæti á 48.57 sekúndum,
8/100 úr sekúndu frá því að komast
í úrslitasundið.
Viðræður í strand
Viðræður forsvarsmanna Heil-
brigðisstofnunar Suðumesja og full-
trúa heilsugæslulækna hafa reynst
árangurslausar til þessa. Þær hafa
strandað á kröfum læknanna, að því
er fram kemur hjá HSS. Um 'er að
ræða heilsugæslulæknana sem
sögðu upp störfum 1. nóvember sl.
Meðal annars hefur strandað á
kröfum læknanna um að fá aksturs-
tíma til og frá vinnustað metinn til
vinnutímans og kröfu um viðbótar-
launaflokka. Stjórnendur HSS teija
sig ekki hafa lagalegan grundvöll til
að semja um sérkjör af þessu tagi
við læknana og hefur þessi skilning-
ur verið staðfestur af heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu.
Stjómendur HSS hafa boðið öll-
um læknunum sem sögðu upp störf-
um kjör sem eru í fullu samræmi
við nýlegan úrskurð kjaranefndar
um laun heilsugæslulækna.
Ljóst er að þessi niðurstaða hefur
í for með sér að áfram verður tíma-
bundin röskun á starfsemi heilsu-
gæslunnar á svæðinu. Tekið er
fram að heilbrigðisstarfsmenn sem
starfandi em á Heilbrigðisstofnun
Suðumesja munu áfram reyna að
leysa úr vanda þeirra sjúklinga sem
leita til HSS.
50 rúma hjúkrunarheimili
Ákveðið hefur verið að opnað
verði um 50 rúma hjúkrunarheimili
fyrir aldraða á Vífilsstöðum. Leitað
hefur verið eftir því við Landspítala
- háskólasjúkrahús að annast nauð-
synlegar breytingar á húsnæðinu í
samráði við heilbrigðisráðuneytið.
Allt kapp er lagt á að hraða þeim
breytingum sem allra mest þannig
að hægt verði að taka hjúkrunar-
heimilið í notkun sem fyrst á nýju
ári. Heilbrigðisráðuneytið er í við-
ræðum við Hrafnistu um rekstur
heimilisins.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra sagði að tryggt hefði verið á
ijáraukalögmn fjármagn til lagfær-
inga á húsnæðinu annars vegar og
rekstrar hins vegar. Til lagfæringa
væru ætlaðar 130 milljónir króna en
310 milljónir til rekstrar. Ef ekki
tækist að semja við einhvem aðila
sem væri i þessum þjónustugeira
yrði reksturinn boðinn út.
Húðdeild er síðasta deildin sem
starfrækt hefur verið á Vífilsstöð-
um. Nú er unnið að því að finna
henni stað innan LHS, að sögn
Magnúsar Péturssonar, forstjóra
LHS. Vífilsstaðir verða áfram í eigu
ríkisins og á snærum spítalans.
. . Magnús sagði að ástand húsnæð-
isins væri gott en það var byggt fyr-
ir níutíu árum. Því hefði verið vel
við haldiö. Hins vegar þyrfti að laga
ýmislegt að nútímakröfum, án þess
að umturna öllu húsinu.
-ÓÓJ/JSS/HKr.