Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 Fréttir DV Davíð Oddsson gagnrýnir fréttaflutning af ummælum Bondeviks um ESB: Hrein fréttafölsun hjá Ríkisútvarpinu - við stöndum við fréttina, segir fréttastjóri Útvarps Davíð Oddsson forsætisráöherra segir að fréttastofa RÚV hafi falsað fréttir af ummælum Kjells Magne Bondeviks, forsætisráöherra Nor- egs, um ESB. Kári Jónasson, frétta- stjóri Útvarps, segir orðalag í frétt- inni hafa getað verið nákvæmara en fréttastofan standi við fréttina. í hádegisfréttum Útvarps í gær var sagt að Bondevik teldi aö aðild að Evrópusambandinu yrði helsta kosningamál í næstu þingkosning- um. Þá var sagt aö hann spáði þvi að innan fárra ára yrði boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Loks var gefið í skyn að Bondevik hefði sagt að til greina kæmi að hann endurskoðaði afstööu sína til ESB, en hann hefur um árabil verið eindreginn andstæðingur aðildar Noregs að ESB. „[Bondevik] ljær nú í fyrsta sinn máls á því að endur- skoða afstöðu sina til sambands- ins,“ sagði í fréttinni. „[Það er] orðin lenska aö menn hlaupa af stað með vitlausar frétt- ir,“ sagði Davíð Oddsson um þessa frétt í umræðum á Alþingi í gær. Hann vitnaði orðrétt - á norsku - í frétt norska blaðsins Aftenposten af ummælum Bondeviks. í blaðinu er haft eftir Bondevik að hann telji hugsanlegt að afstaða Noregs til ESB setji svip sinn á næstu kosning- ar. Hann telji ekki að hugsanleg að- ild verði ein og sér aðalmál kosning- anna heldur verði hún „eitt af nokkrum mikilvægum málum.“ Þá hefur Aftenposten eftir Bondevik að hann hafi ekki skipt um skoðun varðandi aðild Noregs að ESB. Hann telji EES-samninginn hafa dugað Norðmönnum vel. „Þannig að þarna var um hreina fréttafolsun hjá Ríkisútvarpinu að ræða,“ sagöi Davíð. Aftenposten og RÚV Aftenposten slær ekki upp í fyrir- sögn ummælum Bondeviks um þessi efni, heldur svari hans við spurn- ingu blaðsins um hvort hann telji liklegt að efnt verði til þjóðarat- kvæðagreiðslu um ESB-aðild í þriðja dagar til jóla Opiðtilkl. 22.00 ICrUqLA 111 jola [« Hil/iUIiyRH iAlih „Ég hef ekki komist í skemmtilegri bók í háa herrans tíð!" 1 L j Viiii/u ' % 1*0 IV. Ik ndardúmur íij.mn’iívit/u tic /orTÍUu ■ J ’t f [ Tií t. 'J 3Tr. S Otl ’ 1 1 Hans Kristján Árnason / DV 99 Iitrík sdflQ. (( Þorgeröur E. Siguröardóttir / KASTLJÓSIÐ „ ... ófeimin við að segja frá göllum sínum og mistökum. Hún er kvenhetja, lífsnautnakona og kynvera sem opinberar kinnroðalaust fjölda elskenda sem hún hefur átt." Kristín Heiöa Kristinsdóttir / MORGUNBLAÐID ijj% JPV ÚTGÁFA Bræöraborgarstígur 7 • Sími 575 5600 „Ótrúlega skemmtileg bók sem greip mig heljartökum/ Öuur Skarphéöinsson / DV Davíð Oddsson. Kári Jónasson. sinn fyrir árið 2010. Bondevik segist telja meiri líkur til þess en minni. Hann bendir á að ESB sé að ganga í gegnum breytingar á stjórn- skipulagi sem ljúka eigi fyrir lok næsta árs. Rétt sé að bíða og sjá hver niðurstaðan verður. „Verður þróunin í átt til aukins lýðræðis eða dregur úr því?“ spyr Bondevik. í frétt Útvarpsins var hins vegar haft eftir honum að „fyrir lok árs 2003 verði væntanlega samþykktar breytingar á stjómskipulagi [ESB] og það fært í lýðræðisátt." Aftenposten hefur eftir Bondevik að „allir stjómmálaflokkar sem vilji láta taka sig alvarlega verði að búa sig undir að ræða í þaula afstöðu sína til ESB í tengslum við lang- tímastefnumótun sína.“ Útvarpið hafði hins vegar eftir honum að hann teldi að „flokkur sinn Kristi- legi þjóðarflokkurinn verði því að undirbúa sig fyrir að endurskoða af- stöðu sína til ESB.“ Þá var haft eftir Bondevik í Út- varpinu að ESB „geti á skömmum tíma orðið fýsilegur kostur." Þau ummæli er ekki að fmna í frétt Af- tenposten. Blaðið hefur því annað- hvort ekki haft af þeim spurnir eða ekki talið þau sæta tíöindum. Standa viö fréttina „Við stöndum við fréttina," segir Kári Jónasson, fréttastjóri Útvarps- ins, en bætir við að nákvæmara hefði verið að segja að Bondevik teldi að Evrópusambandið yrði eitt af kosn- ingamálunum. „En hann er að koma með nýja sýn á málið því að hann hef- ur verið mjög andvígur ESB-aðild innan síns flokks,“ segir Kári. Sjá bls. 6 -ÓTG Jólasveininn í-heimsókn Stekkjarstaur kom fyrstur jólasveina til byggöa. Hann var ekki fyrr mættur í bæinn en hann birtist í DV-húsinu viö Skaftahlíö þar sem hann gladdi bæöi börn og fulloröna. Fengu börnin gotterí og sögukorn en sveinki haföi komiö viö hjá Nóa-Síríusi á leiö sinni, öllum til óblandinnar ánæg/u. Frumvarp dómsmálaráðherra afgreitt: Ráðherra vill þyngja kynferðisbrotadóma Ríkisstjómin hefur af- greitt frumvarp Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráð- herra, sem lagt verður fram á Alþingi eftir áramót, um að herða fangelsisrefsingar vegna kynferðisbrota gegn börnum. Þetta er meðal annars gert i ljósi þess að það hafi þótt skjóta skökku við að lögin hafi litið svo á að sá verknaður að misnota bam kynferðislega sé léttvægari en nauðgun gegn fullorðnum einstak- lingi. Hámarksrefsing fyrir nauðg- un er 16 ára fangelsi en hámarks- refsing fyrir að misnota kynferðis- lega bam eða stjúpbam, yngra en sextán ára, er 10 ára fangelsi. Sólveig leggur til að refsimörk vegna grófustu kynferðisbrota gegn bömum verði hækkuð upp í 8 og 12 ára fangelsi í stað 6 og 10 ára sem nú er. Þetta er gert í ljósi þess skaða sem böm verða fyrir þegar þau eru misnotuð. Gert er ráð fyrir að Sólveig Pétursdóttir. dæmd verði þyngri refsing vegna þessara brota verði frumvarpið að lögum á Al- þingi. Dómsmálaráöherra hefur greint ríkisstjóminni frá því að þegar réttarstaðan í kynferðismálum annars staðar á Norðurlöndum sé borin saman við ísland komi í ljós að meira sam- ræmi er almennt þar milli refsiramma fyrir nauðgun annars vegar og kynferðislegri misnotkun barna hins vegar. Hámarksrefsing fyrir kynferðislega misnotkun bama sé almennt ekki lægri hér á landi en annars staðar en bent er á þá staðreynd að í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi séu ákvæði um lágmarks- refsingar sem vissulega stuðli að þyngri refsingum. Ráðherra telur að í samræmi við uppbyggingu is- lenskra refsilaga sé rétt að fara framangreinda leið til að stuðla að lengri dómum i alvarlegum brotum á þessu sviði. -ótt Geðhjálp styrkt Páll Pétursson félagsmálaráð- herra hefur fært Geðhjálp styrk að upphæð 3 milljónir króna. Það er því mat ráðherra að samtökin verðs- kuldi enn frekari stuðning samfélags- ins til þess að gera þeim betur kleift að rækta hlutverk sitt. Með styrkframlagi vill ráðherr- ann þakka félaginu fyrir framlag sitt til heilbrigðara samfélags. Lækkar vexti Bankastjóm Seðlabanka íslands hefur ákveðið að lækka vexti bank- ans í endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir um 0,5% í 5,8% í næsta uppboði sem haldið verður 17. desember nk. Verðbólguspá í byrjun nóvember hefur aukið líkur á að verðlagsþróun næstu tveggja ára veði undir verðbólgumarkmiði bankans að óbreyttri peningastefnu og án stóriðjuframkvæmda. Kominn í 57.000 tonn Síldaraflinn er kominn í 57.000 tonn og þar af hafa 31.000 tonn farið til frystingar og söltunar. Mestu hef- ur verið landað í Neskaupstað, lið- lega 10.000 tonnum, og litlu minna á Homafirði. Síld hefur verið landað hjá 11 aðilum víðs vegar um land. Heildarkvóti er tæplega 130.000 tonn og því enn óveidd um 73 þúsund tonn. Eignaraðild rædd Eignaraðild Akureyrarbæjar að Landsvirkjun var rædd á fundi bæj- arráðs Akureyrar í vikunni og telur ráðið að fyrirhugaðar framkvæmdir Landsvirkjunar við Kárahnjúka- virkjun gefi ekki tilefni til endur- skoðunar á aðild Akureyrarbæjar að fyrirtækinu. Akureyrarbær á 5% í Landsvirkjun en talið er að fram- kvæmdirnar við Kárahnjúkavirkj- un kosti um 100 milljarða króna og er um að ræða dýrustu virkjunar- framkvæmdir sögunnar á íslandi. Starfandi fjölgar um 0,5% Samkvæmt áætlun Hagstofunnar voru 173.300 manns starfandi á þriðja ársfjórðungi 2002 samanborið við 172.500 árið áður. Það jafngildir 0,5 % fjölgun starfandi. Starfandi körlum fækkaði um 900 en konum fjölgaði um 1.800 á þriðja ársfjórð- ungi 2002 miðað við sama ársfjórð- ung ári áður. Þessir útreikningar eru byggðir á gögnum ríkisskatt- stjóra um staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi. Minningargjöf Landhelgisgæslunni hefur borist mmningargjöf sem nemur 10 millj- ónum króna í sjóð sem stofnaður var vegna söfnunar fyrir nætur- sjónaukum, nauðsynlegum fylgi- búnaði og þjálfun flugáhafna til notkunar á sjónaukunum. Gefendur óskuðu nafnleyndar að svo stöddu. -GG Haldiö til haga í Magasíninu síðastlið fimmtudag misritaðist aö tónlei Vox academica yrðu í dag lauj dag í Háteigskirkju. Hið rétta ei Vox academica mun syngja j< inn í Háteigskirkju á sunnudag 17. A efnisskráinni eru íslensk erlend jólalög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.