Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 DV Fréttir Trúnaöarbrestur veldur sviptingum hjá Baugi: Guðflma og Þorger sogia sig úr stjórninni Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda, og Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, hafa sagt sig úr stjóm Baugs (Baugur Group). í fréttatilkynningu sem þau sendu frá sér í gær segir að ástæða þessarar ákvörðunar sé „sá alvarlegi trúnaðarbrestur sem orð- ið hefur innan sljómarinnar í kjöl- far birtingar Fréttablaðsins sl. laugardag á trúnaðarupplýsingum stjómar“. Trúnaðarupplýsingamar sem hér um ræðir er kafli úr fundar- gerð frá stjórnarfundi Baugs 14. febrúar 2002 og afrit af tölvupósti frá Hreini Loftssyni til helstu stjórnenda Baugs sem birt var í Fréttablaðinu laugardaginn 1. mars. í fundargerðinni er greint frá umræðum á stjórnarfundi þar sem stjómarmenn lýsa áhyggjum sínum vegna meintrar andúðar Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra á fyrirtækinu. í tölvupóstin- um, sem sendur var 29. janúar 2002, segir Hreinn að verið sé að brýna samkeppnisyfirvöld til ein- hvers konar aðgerða gegn Baugi. Sá tölvupóstur var sendur þremur dögum eftir margumtalaðan fund Hreins með Davíð Oddssyni í London. í tilkynningu Guðfmnu og Þor- geirs segir að trúnaður og heilindi séu forsendur fyrir samstarfi manna, hvort sem er í stjóm fyrir- tækja eða á öðrum vettvangi. „Bresti sá trúnaður era ekki leng- ur forsendur fyrir samstarfi og því treystum við okkur ekki til að starfa áfram í stjóminni. Við hörmum þær erfiðu aðstæður sem upp hafa komið, þær geta ekki þjónað hagsmunum neins, allra síst hluthafa Baugs,“ segir í til- kynningunni. Þá segja þau að með þessari ákvörðun séu þau ekki að taka af- stöðu til neins annars en þess trún- aðarbrests sem orðið hefur og þess hvort þau geti sætt sig við að starfa við slikar aðstæður. Baugur sé öflugt fyrirtæki sem hafi yfir að ráða mikl- um fjölda frábærra starfsmanna, bæði hér heima og erlendis. Hans Kristian Hustad og Kristín Jóhannesdóttir taka sæti í stjóm í Baugs í stað Þorgeirs og Guðfmnu. -hlh Blaðamenn slá ehki af aðhaldshlutvepkmu Stjórn Blaðamannafélags íslands sendi frá sér ályktun i gær þar sem það er áréttað að blaðamenn standi fast við lögmál fijálsrar og óháðrar blaðamennsku og slái hvergi af í því aðhaldshlutverki sem þeim er skylt að sinna í lýðræðissamfélagi nútímans. „Mikilvægi þess hlutverks fyrir opna og lýðræðislega umræðu í samfélaginu verður ekki vanmetið og þó blaðamenn þurfi ítrekað að þola árásir vegna þessa hlutverks síns er það einungis til marks um það að aðhald blaðamanna er fyrir hendi. Það getur aldrei og má aldrei lúta tilteknum þjóðfélagshagsmun- um,“ segir m.a. í ályktun félagsins. -GG Búnaðarbankinn: Hhitur ríhisins rauh út Samkvæmt frétt á heimasíðu Bún- aðarbanka íslands seldist 9,11% hlut- ur ríkisins í bankanum á innan við fimmtán mínútum eftir að sala hófst í gærmorgun. Seld vora bréf að and- virði 493.457.979 krónur að nafnvirði og var útboösgengið 5,05, söluand- virðið var því 2.491.962.794 krónur. -Kip DV-MYND HALLDÓR INGI ÁSGEIRSSON Þótt snjórinn hafi ekki plagaö Islendinga mikið í vetur hefur þó annaö slagiö gefist færi á aö renna sér á skíðum eöa sleöa. Elísa Gunnlaugsdóttir var aö renna sér í kirkjubrekkunni á Dalvík á dögunum, og virtist skemrnta sér konung- lega þótt hún tylldi ekki alltaf á sleöanum. Þjóðarpúls Gallups: Traust til stofnana Traust til ýmissa stofnana samfé- lagsins er heldur að aukast sam- kvæmt Þjóðarpúlsi Gallups. Traust til Alþingis og umboðsmanns Al- þingis hefur aukist mest frá því á sama tíma í fyrra eða um átta pró- sentustig og traust til heilbrigðis- kerfisins um sjö prósentustig. Traust til lögreglunnar eykst annað árið í röð og er nú 73% eöa tveimur prósentustigum meira en í fyrra. Flestir treysta Háskóla íslands eða 85% aðspurðra. Fæstir treysta dómskerfinu eða 43%. Traust til þess hefur minnkað mest eða um þrjú prósentustig, en þess má geta að 1997 treystu aðeins 25% þjóðar- innar dómskerfinu. Sé tekið meðaltal af þeim stofn- unum sem Gallup spyr um kemur í ljós að traust til þeirra hefur aukist í 63% úr 61% frá því í fyrra og úr 60% frá því árið þar áður. Traust til stofnana samfélagsins 100 RO 00 _ — - 20 ■ |íT«T^W N J 0 1997 1998 1999 2000 2001 2002 100 80 60 40 20 «• Umboðsma&ur Alþlngls Riklssáttasemjarl Hcilbrigbiskerfia ANNAÐ 1997 1998 1999 2000 2001 2002 eykst hefur verið talsvert til umræðu að undanförnu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gerði það nýverið að umtalsefni í ræðu á flokksstjóm- arfundi Samfylkingarinnar í Borg- arnesi og sagði þá meðal annars: „Heim okkar hefur borið úr stað. Það hefur dregið verulega úr trausti á öllum helstu stofnunum samfélagsins - ríkisstjórn, ráð- herrum, Alþingi, stjórnmála- mönnum, stjómmálaflokkum, lög- reglu, kirkju, fjölmiðlum og menntastofnunum. Það kveður raunar svo rammt að þessu að sjálft þjóðríkið nýtur ekki lengur trausts og þeim fjölgar sem draga í efa getu þess til að ráða flóknum verkefnum og vandamálum til lykta á farsælan hátt.“ Ræðan var flutt áöur en Gallup birti þessar nýju tölur. Eins og sést á meðfylgjandi línuritum hafði traust til Alþingis minnkað umtalsvert í næstu könnun á und- an en traust til lögreglunnar og þjóökirkjunnar hafði hins vegar aukist. -ÓTG lceland Express: Sætanýting 79,8% fyrstu vikuna Fyrstu vikuna eftir að flugstarf- semi Iceland Express hófst var sætanýting félagsins 79,8%. Um er að ræða 3.306 sæti í 28 ferðum. Nokkuð jöfn skipting er í farþega- fjölda til London og Kaupmanna- hafnar. Þessi sætanýting er tölu- vert umfram áætlanir félagsins þar sem febrúar og mars eru alla jafna fremur daufir ferðamánuðir. Frá því sala farmiða hófst þann 9. jan- úar sl. hefur bókunum fjölgað jafnt og þétt. Farmiðasala tók síðan kipp þegar þota Iceland Express fór í loftið fyrir rúmri viku. Mest hefur aukningin orðið í farmiðakaupum þeirra sem fara með skömmum fyrirvara og stoppa stutt erlendis. Bókanir erlendis frá eru nú 35% af öllum netbókunum. Iceland Express hefur ráðgert mikla kynningarherferð í Bret- landi og á Norðurlöndunum á næstunni. Nú þegar hafa 33_ bresk- ir fjölmiðlamenn komið til íslands á vegum félagsins og fleiri eru væntanlegir. Verið er að undirbúa fjölmiðlakynningu á Norðurlönd- unum og á báðum þessum mark- aðssvæðum er jafnframt unnið að auglýsingaáætlunum. Þá hefur Iceland Express ákveðið að gera tilraun með markaðskynningu á Ítalíu með því að vekja athygli á kostum þess að fara með lágfar- gjaldafélögum til Stansted-flugvall- ar í London og áfram þaðan til ís- lands. -GG Mikið um sinubruna Lögreglan í Hafnarfirði segir að mikið hafi verið um sinubruna í gær. „Þaö voru einhverjir krakk- ar að leika sér að kveikja í sinu í holtinu og við leikskólann Hvamm. Slökkviliðið var kallað út en betur fór en á horfðist. Að sögn lögreglunnar er vitað hverjir voru að verki í sumum tilfellum. -Kip Reykjanesbraut: Flytibónus 400 púsund lyrir hvern dag Framkvæmdir eru nú á fullu skriði við tvöföldun Reykjanes- brautar en að verkinu koma þrír verktakar: Háfefl og Jarðvélar sjá um vegagerðina en Eykt sér um mislægu gatnamótin við Kúagerði og Hvassahraun og hófust fram- kvæmdir við þau í síðustu viku. Ingi Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Háfells, segir að það sé of snemmt að fullyrða að verkið sé þegar mikið á undan áætlun, enda séu skil á verkinu 1. nóvember 2004. En verkið gangi vel og stefnt sé að því að koma malbiki á Reykjanesbrautina á þessu ári. Frágangsvinna verður á árinu 2004. Verktakar era nú að „ribba“ niður svokallaðan Afstapabruna sem er í Kúagerði og nær þar að núverandi vegarstæði. „Við fáum bónus fyrir að skila verkinu fyrr en samningsupphæð- in var 616 milljónir króna. Bónus- inn er 400 þúsund krónur á dag og getur orðið 24 mifljónir króna svo það er eftir heilmiklu að slægjast," segir Ingi Guðmundsson. -GG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.