Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 69

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 69
LAUGARDAGUR S. MARS 2003 Helqarblctö 33V 73 c. Þorgeir Víðir Þórarinsson vélstjóri og múrari í Neskaupstað verður 70 ára á morgun Þorgeir Víöir Þórarinsson múrari, Mýrargötu 9, Neskaupstað, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Þorgeir fæddist í Viðfirði, Noröfjarðarhreppi. Hann lauk vélstjóraprófi í Neskaupstað 1957, lærði múrverk í Keflavík á árunum 1969-73 og lauk þar sveinsprófi. Þorgeir bjó í Viðfirði til ársins 1955 en þá lagðist byggð þar af. Fjölskyldan flutti í Naustahvamm á æskuheimili Guðna, fóstra hans, og þar bjó Þorgeir þar til hann flutti í sitt eigið hús. Þorgeir var á vetrarvertíðum á flestum höfnum sunnanlands og stundaði sjómennsku og vélstjórn á árunum 1957-68. Hann hefur mest unnið við sjómennsku og múrverk en síðustu tuttugu árin hefur hann starfað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstaö. Þorgeir hefur unnið ötult starf og með góðum árangri að æðarvarpi að Borgum í Norðfirði síðustu tuttugu og fimm árin. Æðarvarpið hefur átt hug hans allan ásamt hestamennsku. Einnig hefur hann mikinn áhuga á allri vísnagerð, einkum rímuðum ljóðum. Þorgeir dvelur mikið í Viðfirði en þar hefur hann, ásamt bræðrum sínum, byggt upp íbúðarhúsið þar, sem komið var í niðurníðslu. Uppbyggingin hófst 1989 og þar dvelur fjölskyldan mikið yfir sumartímann. Þorgeir hefur sinnt ýmsum félagsstörfum, s.s. í Hestamannafélaginu Blæ, Æðarræktarfélagi íslands, Kiwanis og öðrum félögum. Fjölskylda Þorgeir kvæntist 26.12. 1984 Svanbjörgu Gísladóttur frá Brún í Mjóafirði. Hún er dóttir hjónanna Gísla Vilhjálmssonar skipstjóra og Sveinbjargar Guðmundsdóttur frá Mjóafirði sem bæði eru látin. Þorgeir og Svanbjörg slitu samvistum. Börn Svanbjargar eru Krístín Björk Ingólfsdóttir, f. 1968, búsett í Hrísey; Gísli Páll Ingólfsson, f. 1970, búsettur á Akureyri. Systkini Þorgeirs eru Sveinn, f. 1930, búsettur í Neskaupstað; Ólöf Erla, f. 1934, búsett í Hafnarfirði; Freysteinn, f. 1935, búsettur í Neskaupstað; Þórarinn Viðfjörð, f. 1949, búsettur í Neskaupstað. Foreldrar Þorgeirs: Þórarinn Viðfjörð Sveinsson, f. 1902, d. 1936, bóndi og sjómaður, og Guðríður Friðrikka Þorleifsdóttir, f. 1908, d. 2000, húsfreyja og bóndi. Hjónin bjuggu í Viðfirði en Þórarinn lést í sjóslysi 1936, ásamt bræðrum sínum, Sofusi Lynge og Frímanni. Guðríður bjó áfram í Viðfirði ásamt börnum sínum og giftist síðar Guðna Þorleifssyni sem gekk börnum hennar í fóður stað. Guðríður og Guðni áttu soninn Þórarin Viðfjörð. Ætt Foreldrar Þórarins voru Sveinn Bjarnason, smiður og b. í Viðfirði, og Ólöf Þórarinsdóttir. Bróðir Sveins var doktor Bjöm Bjarnason. Annar bróðir Sveins var Halldór, faðir Halldórs prófessors, föður Halldórs, fyrrv. ritstjóra og blaðamanns. Sveinn var sonur Bjarna, b. í Viðfirði, Sveinssonar, bróður Þrúðar, ömmu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, skálds og rithöfundar, foður Ólafs Jóhanns Ólafssonar, rithöfundar og framkvæmdastjóra. Bjarni var sonur Sveins, b. í Viðfirði, Bjarnasonar og Sigríðar Davíðsdóttur, langömmu Þóreyjar, ömmu Eyþórs Einarssonar. Ólöf var dóttir Þórarins, b. á Randversstöðum í Breiðdal, Sveinssonar, bróður Bjama í Viðfiröi. Guðríður Fiðrikka var systir Guðnýjar, móður Þorsteins frá Hamri skálds. Guðríður Friðrikka var dóttir Þorleifs, b. á Hofi í Norðfirði, Torfasonar, b. í Skuggahlíð í Norðfirði, Jónssonar, b. á Kirkjubóli, Vilhjálmssonar, bróður Þóru, langömmu Þóreyjar, ömmu Eyþórs Einarssonar. Móðir Guðnýjar var Guðfinna Guðmundsdóttir, b. á Tandrastöðum, Magnússonar og Guðnýjar Ólafsdóttur. Móðir Guðríðar Friðrikku var Mekkín Erlendsdóttir, b. í Hellisfirði, Ámasonar, ættfoður Hellisfjarðarættar, föður Einars, langafa Jakobs, föður Þórs veðurfræðings og rithöfundanna Svövu og Jökuls, föður rithöfundanna Illuga, Hrafns og Elísabetar. Þorgeir tekur á móti gestum á afmælisdaginn í Sigfúsarhúsinu milli kl. 15.00 og 18.00. í síðasta þætti var fjallað um hestavísur. í fram- haldi af því barst mér í hendur vísa, áður óbirt, eft- ir skáldkonuna Erlu. Hér er enn til umræðu Gletta sú sem fyrr var ort um. Vísan er dróttkveðin og ort af mikilli bragfimi eins og Erlu var lagið: Gletta grá meö blettum, greiö á tölti og skeiöi, iöar ör í geöi, etja ei þarf né hvetja. Fljót um urö að feta, frúarhestur Dúa. Hrutu úr gráu grjóti gneistar er hann þeysti. -c Örn Scheving fyrrv. fasteigna- og skipasali í Reykjavík Öm Scheving, fyrrv. fasteigna- og skipasali, Lind- argötu 44, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Örn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vestur- bænum. Eftir barnaskólanám stundaði hann nám við Verslunarskóla íslands. Öm fór snemma til sjós og var á togurum til 1961. Hann flutti til Neskaupstaðar 1958, hóf störf hjá Síldarvinnslu Neskaupstaðar og starfaði þar um nokkurt skeið. . Öm sneri sér að verkalýðsmálum eftir að hann kom í land og var m.a. formaður Verkalýðsfélags Norðfirðinga 1961-67. Hann var ráðinn forstjóri Dráttarbrautarinnar í Neskaupstað 1967 og sinnti því starfi til 1972. Þá flutti hann suður til Reykja- víkur. Þar stofnaði hann Fasteigna- og skipasöluna Eignaþjónustan sf. og starfrækti hana síðan en hef- ur nú hætt störfum sem fasteignasali. Fjölskylda Fyrri kona Arnar var Sigrún Margrét Sigmars- dóttir, f. 29.1. 1935, húsmóöir. Þau skildu. Seinni kona Amar er Jakobína (Bibi) Guðmunds- dóttir, f. 16.7. 1932, fyrrv. skrifstofumaður. Hún er dóttir Guðmundar Snorrasonar og Sigurbjargar Jó- hannsdóttur, frá Akureyri, en þau eru bæði látin. Börn Arnar og Sigrúnar Margrétar eru Guðrún Hanna Scheving, f. 19.2. 1959, gift Gísla Hermanns- syni og eiga þau þrjú börn; Sigmar A. Scheving, f. 22.5. 1963, og á hann þrjá syni; Brynja A. Scheving, f. 5.2. 1966, en sambýlismaður hennar er Karl Jó- hann Guðsteinsson og eiga þau þrjú böm; Egill A. Scheving, f. 31.5. 1967, kvæntur Laufeyju Þórðar- dóttur. Stjúpsonur Arnar, sonur Sigrúnar Margrétar, er Hilmir Sigþór Hálfdánarson, f. 6.6. 1955, en sambýl- iskona hans er Iris Hauksdóttir og eiga þau fjögur böm. Stjúpsonur Arnar, sonur Jakobínu, er Bragi Reynisson, f. 19.11. 1959, kvæntur Eulogiu Medico og eiga þau eitt bam. Hálfbróðir Arnar, sammæðra, var Einar F. Gísla- son, f. 2.7. 1942, d. 13.6. 1968. Hálfsystkini Amar, samfeðra, eru Árni Scheving, f. 8.6. 1938, hljómlistarmaður í Reykjavík; Birgir Scheving, f. 2.9. 1941, húsasmíðameistari í Reykja- vik; Sigurlín (Lilla) Scheving, f. 27.5. 1950, flug- freyja. Stjúpsystkini Amar eru Stella Björk Baldvins- dóttir, f. 12.4. 1937; Birkir Baldvinsson, f. 7.9. 1940. Foreldrar Amar voru Einar Ámason Scheving, f. 8.9. 1900, d. 8.1. 1977, húsasmíðameistari í Reykjavík, og Guðrún (Dúna) Þórðardóttir, f. 25.8. 1912, d. 20.3. 1996, verslunarmaður í Reykjavík. Dúi sá sem nefndur er í vísunni er eigandi hryssunnar, Metúsalem Metúsalemsson á Bursta- felli. Og frá hestavísunum bregðum við okkur þangaö sem tveir tófubanar liggja á greni. Eitthvað munu þeir hafa átt viðburðaríkan samskiptaferil aö baki ef marka má vísu sem Torfi Sveinsson, þá bóndi á Hóli í Svartárdal, orti um viðskipti þeirra þarna á greninu: Saman þeir lágu og sigtuöu á rebba og samninga bundu um vináttu trygga. Siggi átti aö hœtta aö stela frá Stebba og Stebbi átti aö hœtta aö Ijúga upp á Sigga. Fyrir nokkru fjallaði ég um svokallað stafl. Þá er ekki fylgt reglum um ljóðstafi og rím heldur aðeins um braglínulengd. Mér hefur nú borist vísa sem sagt er aö hafi orðið til á skemmtisamkomu þar sem settur var fram fyrripartur til að botna. Þetta var þegar Gagarín hinn rússneski var nýkominn úr frægri för sinni út í geiminn og fyrriparturinn var þannig: Gagarín um geiminn flaug, geri aörir betur. Og botninn (sumir halda því fram að hann hafi fengið verðlaun) hljóðaði þannig: Umsjón Ragnar Ingi Adalsteinsson ria@ismennt.is Andskoti var karlinn klár aö koma niöur aftur. Þessi vísa er ekki stafl af þvi að ljóðstafir eru á réttum stööum. Hins vegar hefur rímið gleymst í hita leiksins. Eysteinn Gíslason í Skáleyjum orti nýveriö: Rugluö veröld oröin er, aumar gerast varnir. Efla heri Bush og Blair bölvaöir þverhausarnir. Við endum á sjálfslýsingu eftir frá Brún: Sigurð Jónsson Sumir hafa bakfisk bœöi og bein í nefi. En ég er eins og oflangt kvœöi ort í kvefi. V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.