Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 40
4->4- HelQorblctö I>"V LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 JÓN GNARR er af mörgum talinn skemmtilegur og 31 nefndi hann sem fremstan meðal jafningja á því sviði. DAVÍÐ ODDSSON er elskaður og hataður af þjóð sinni eins og títt er um leiðtoga en hann komst í fjórða sæti yfir skemmtilegustu menn landsins. LADDI er óumdeildur grínari og „hefur rödd úr hverjum manni" eins og sagt var til forna. Hann koinst samt ekki eins hátt á Iist- ann eins og Davíð Oddsson. SIGURÐUR SIGURJÓNSSON fvlgir kollega sínuin Ladda fast eftir og er af mörgum talinn eiturskemmti- legur náungi með gamanniál á hraðbergi. GÍSLI MARTEINN er arftaki Heniina Gunn scm konungur ís- lenskra spjallþátta. Eitthvað virð- ist liann gera rétt því allmargir nefndu hann sem landsins skemmtilegasta mann. Er eggið skemmti- legra en hænan ? Það er smekksatriði hvað er að vera skemmtilequr. Eins manns skemmtun er annars manns leiðindi. Það sem drepur einn úr hlátri svæfir annan úr leiðindum. DV gerði tilraun til þess að komast að því hvaða núlifandi Islendingur þætti skemmtileqastur. Það er svolítið erfitt að skilgreina hvað felst í því að vera skemmtilegur. Sumum finnst Spaugstofan fyndn- asta sjónvarpsefni sem þeir sjá meðan aðrir vildu frekar horfa á málningu þoma eða kartöflur mygla. Sumir missa þvag af hlátri yfir því sem öðrum finnst óskiljan- legt og leiðinlegt. DV ákvaö að leggja þá spumingu fyrir þátttakendur í HELGA BRAGA er harla merkileg kona. Hún er talin skeinmtilegasta kona á fslandi samkvæmt þessari könnun en hún komst samt ekki nema í áttunda sæti á listanum og var eina konan sem komst inn á topp tíu. ÓMAR RAGNARSSON er gamal- gróinn skemmtikraftur og grínari þótt honum sé stundum inikil al- vara. Hann er enn talinn meðal skemmtilegustu manna því liann komst inn í níunda sæti listans. einni af fjölmörgum skoðanakönnunum blaðsins hver væri skemmtilegastur núlifandi íslendinga. Það vafðist ögn fyrir þjóðinni að svara þessari spum- ingu rétt si svona og 33% treystu sér ails ekki til þess sem er nokkra hærra hlutfall óákveðinna en tíðkast þeg- ar þjóðin er spurð út í pólitík eða þess háttar mál. Það voru hins vegar mjög margir sem vora nefndir eða alls 94 karlar og konur. Listinn yfir þá tíu efstu lítur þannig út, talið aö ofan: Öm Ámason Guðni Ágústsson Jón Gnarr Davíð Oddsson Laddi Sigurður Siguijónsson Gísli Marteinn Baldursson Helga Braga Jónsdóttir Ómar Ragnarsson Jóhannes Kristjánsson. Þeir sem komu næstir þessum hópi vora síðan aðilar eins og konan mín, maðurinn minn, pabbi minn, dóttir mín eða ég sjáifur sem ber ástríku og skemmtilegu fjöl- skyldulifi þjóðarinnar fagurt vitni. Það er ljóst að hveij- um þykir sinn fugl ekki aðeins fagur heldur skemmtileg- ur líka. En horfum aðeins nánar á topp tíu listann yfir skemmtilega íslendinga. Þama eru níu karlar en aðeins ein kona. Era konur svona leiðinlegar? Ekki finnst mér það. Þama era fjórir skemmtikraftar og þrír leikarar sem þekktastir era fyrir að fara með gamanmál. Þama er einn þáttarstjómandi sem seint verður sakaður um al- vöra. Ekkert af þessu kemur á óvart. Þetta sýnir að flest- ir sem svöraðu leggja hefðbundinn skilning í orðið skemmtilegur. Sá þarf að vera einhver sem atvinnu hef- ur af að skemmta fólki eða þá einhver sem segir aldrei orð í alvöra. Þetta er eðlilegt. Þama era hins vegar tveir stjómmálamenn og annar þeirra er Guðni Ágústsson sem lendir í öðra sæti, næst- ur á eftir Emi Ámasyni. Nú skal það ekki dregið í efa í sjálfu sér að Guðni Ágústsson sé skemmtilegur maður, bæði fyndinn, orðheppinn og sérkennilegur. En ætla mætti að varaformaður Framsóknarflokksins, sem berst fyrir lifi sínu í skoðanakönnunum, vildi að fólk tæki hann alvarlegar en svo að hann mældist næstskemmti- legasti maður landsins. Davíð Oddsson forsætisráðherra er í fimmta sæti yfir landsins skemmtilegustu menn sem kemur reyndar ekk- ert sérstaklega á óvart þar sem Davíð fékkst við að skemmta fólki áður en hann hóf afskipti af stjómmálum og hann hefur oft vakið athygli með skarpri kímnigáfu. En dagana sem könnunin var unnin var Davíð ekki hlát- ur í hug því hann var einkum að ræða meintar mútur frammámanna í viðskiptalífinu í bland við vinslit. Þegar rýnt er nánar í listann rekur maður augun í það að Öm Ámason er frægur fyrir hvemig hann hermir eft- ir Davíð Oddssyni og tekst það stundum svo vel að áhorf- endum finnst forsætisráðherra vera lifandi kominn. Jó- hannes Kristjánsson er rómaður fyrir hvemig hann hermir eftir Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra og hafa menn oft beinlínis átt erfitt með að greina fyrir- myndina frá eftirlíkingunni. Hér þarf varla að rifja upp fræga maltauglýsingu þar sem Jóhannes hermdi svo vel eftir Guðna að það þótti með ólíkindum. Hér gæti skýringin á vera stjómmálamanna á þessum lista verið komin. Hún gæti verið sú að almenningur ragli því saman hver er Davíð Oddsson og hver er Öm Ámason. Almenningur veit ekki lengur hver er Jóhann- es Kristjánsson og hver er Guðni Ágústsson. Einhver lýsti þeirra persónulega vítahring svo að Jóhannes hermdi eftir Guðna sem aftur hermir eftir Jóhannesi o.s.frv. Þannig kann aö vera að menn átti sig ekki á því hvað er eggið og hvað er hænan né heldur hvort er skemmti- legra, eggið eða hænan. Þaö era síðan fjöldamargir sem era nefndir af undar- lega fáum eins og Edda Björgvinsdóttir, Siguijón Kjart- ansson, Pétur Jóhann Sigfússon, Flosi Ólafsson, Sveppi, Hemmi Gunn, Þorsteinn Guðmundsson, Bessi Bjama- son, Ólafia Hrönn, Ámi Tryggvason og Bjami Haukur Þórsson. Allt þetta fólk hefur samt skemmt þjóðinni árum og sumir áratugum saman en kemst samt ekki mjög hátt. Nokkur nöfn era á þessum lista sem erfitt er að setja í samband við lýsingarorðið skemmtilegur. Þama eru neftidir t.d. Ólafur Ragnar Grímsson, Kári Stefánsson, ísólfúr Gylfi Pálmason, Jóhannes í Bónus, Sverrir Storm- sker, séra Geir Waage, Bjöm Bjamason, Sverrir Her- mannsson og Gunnar Kvaran. Með fullri virðingu fyrir þessu fólki hefði maður haldið að ýmis önnur jákvæð lýs- ingarorð væra ofar á listanum þegar því er lýst. En þetta er sönnun þess að meðal þjóðarinnar lifa fjölbreyttar skoðanir á því hvað er að vera skemmtilegur. PÁÁ JÓHANNES KRISTJÁNSSON er injog sérhæfur skemiiitikraftur því hann er sérfræðingur í að herina eftir þekktu fólki, sérstaklcga stjórninálamönnum. Jóhannes lærði stjórnmálafræði en liefur alltaf skemmt fólki og er í tíunda sæti listans. Það kom sem sagt í ljós að ÖRN ÁRNASON er skemmtilegastur núlifandi íslendinga. Ekki verður beinlínis sagt að það komi á óvart enda hefur Örn haft atvinnu sína af því að skemmta okkur síðustu 20 árin. Það hefur augljóslega geugið vel. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra kemur næstur á eftir Erni livað varðar skemmtilegheit og munar ekki svo miklu á þeim fé- lögum. Hvort Guðni hefur ætlað sér svo öflugan feril sem skcmmti- kraftur er ekki alveg víst en þar sem pólitíkinni sleppir tekur grín- ið við og skilin eru ekki alltaf mjög skýr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.