Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 10
10 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aöairitstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Abstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlið 24,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.ls - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Eignarhald fjölmiðla Fjölmiðill sem enginn veit hver á er eins og maður sem vill ekki kann- ast við sjálfan sig. Það er enda svo að krafa almennings í þessum efnum er einföld: Mikill meirihluti fólks vill vita hver á þá miðla sem mata það daglega á fréttum og skoðanaskiptum i landinu. Og það er ekki einasta að fólk vilji vita hverjir eiga fréttamiðlana, sem er bæði eðli- leg og sjálfsögð krafa, heldur vilja íslendingar ganga lengra og skylda fjölmiðla til að upplýsa um eigendur sína. Þetta er afdráttarlaus krafa. Þeirri skoðun hefur einhverra hluta vegna verið haldið á lofti á íslandi um nokkurt skeið að það skipti ekki máli hverjir eigi íjölmiðla, svo lengi sem þeir stundi heiðarlega og sanngjarna fréttamennsku. Látið hefur verið að því liggja í þröngum hópi íjölmiðlamanna að fólki standi nokk á sama hverjir leggi til fé svo fréttamiðlarnir fái þrifist. Niðurstaða skoðanakönnunar DV um viðhorf almennings til eignarhalds á íjölmiðlum sýnir, svo ekki verður um villst, að þessir menn hafa rangt fyrir sér. Spurning blaðsins er skýr: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að islenskir fjölmiðlar verði skyldaðir til að upplýsa um eigendur sína? Og hér er gengið lengra en sem nemur ákafri umræðu síðustu daga um eignarhald á íjölmiðlum; það er ekki aðeins spurt um vilja heldur skyldur. Niður- staðan tekur af öll tvímæli. Rúm 80 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja að fjölmiðlum sé skylt að upplýsa um eigend- ur sína, tæpur fimmtungur er því andvígur. Athygli vekur lágt hlutfall óákveðinna. Greinilegt er að fólki finnst það skipta máli hverjir eiga fréttaveitur landsins. Og hér væri við hæfi að segja; þó það nú væri. Með gildum rökum má segja að engum fyrirtækj- um sé jafnmikilvægt að upplýsa um eignarhald sitt og einmitt fj ölmiðlafyrirtækj um sem skrifa og túlka samtíma- söguna jafnóðum og hún gerist. Fréttir lúta fréttamati og snúast um val og áherslur og því er mikilvægt að almenn- ingur geti vegið og metið hvað það er sem kann að hafa áhrif á frétíaflutninginn. Stjórnmálamenn og fjölmiðlar eru að því leyti i sömu stöðu að fólk vill vita hver á þá. Almenningi leikur hugur á að vita hvort stjórnmálamenn eiga sig sjálfir eða eru bundnir á klafa þröngra sérhagsmuna. Á sama hátt á al- menningur heimtingu á að vita hvaða öfl í samfélaginu standa að baki fréttamiðlum landsins og velja þeim stjórn- endur og áherslur. Það á bæði við um stjórnmálamenn og fjölmiðla að hvorir tveggja verða að vera sjálfstæðir og trú- verðugir í störfum sínum. Stjórnmálamenn allra flokka eru sammála um nauðsyn þess að fólk geti gengið að því vísu hverjir eigi fjölmiðla. Og rökin eru skýr og einföld. Björn Bjarnason segir í DV í gær að vitneskja fólks um eigendur fjölmiðla sé mikilvæg fyrir „opnar og lýðræðislegar umræður." Guðmundur Árni Stefánsson segir að það liggi „einfaldlega í eðli Qölmiðla að þeir séu gagnsæir". Ögmundur Jónasson segir niðurstöðu skoðanakönnunar DV vera „gleðilegt heilbrigðisvottorð fyr- ir þjóðina“. Þessi viðhorf koma ekki á óvart og þaðan af síður að jafn- ólíkir menn og Björn, Guðmundur Árni og Ögmundur séu sömu skoðunar um þetta efni. Það snýst enda um heil- brigða skynsemi. Það er nöturlegt að sjá menn verja vond- an málstað i þessum efnum og hlaupa i felur með upplýs- ingar sem varða mikilvægan þátt í lýðræðislegri umræðu. Og líklega er enn nöturlegra að úti í bæ sitji vellauðugir menn og hagi sér eins og prestarnir forðum; láti vinnu- mennina gangast við króganum. Sigmundur Ernir LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 DV Að standast nánari skoðun UHtKT BLS. H Olafur Teitur Guönason blaöamaður BB Niðurstaða skoðanakönnunar DV, sem var forsíðufrétt blaðsins á miðvikudag, sætir miklum tíðind- um. Hún er á þá leið að tæpur helmingur þeirra sem tók afstöðu telur að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafi verið tilbúinn til að kaupa velvild Daviðs Odds- sonar forsætisráðherra. Þetta er dapurleg niðurstaða. Stétt kaupsýslumanna hefur reynd- ar löngum mátt búa við að vera kennd við brask, óheiðarleika og jafnvel ósvífni. Hér er hins vegar um það að ræða hvort menn láti sér detta til hugar að kaupa forsæt- isráðherra! Hvort þannig sé komið fyrir íslandi að einn umsvifamesti kaupsýslumaður landsins telji að Stjórnarráðið sé eins og sjoppa - toppsjoppa að vísu - sem reynandi sé að bjóða í. Hvað sem líður þeirri skoðun margra að kaupsýslumenn svífist einskis hefði mátt ætla að þjóðin treysti því að það væri kristaltært í huga þeirra og allra annarra að það er tvennt ólíkt, Stjórnarráðið og glerhúsið hinum megin Lækjar- götunnar, svo að tekið sé nærtækt dæmi. Þar skilur ekki lækur á milli heldur himinn og haf. Óþolandi efi Það er alvarlegt að jafnmargir og raun ber vitni skuli telja að þessi mörk séu óljós í huga hins öfluga kaupsýslumanns; að vhji hans hafi staðið til þess að gera tilboð í for- sætisráðherra. Slíkt skyldu menn ekki einu sinni hafa í flimtingum, eins og réttilega hefur verið bent á. Rétt er að minna á - jafnvel þótt það sé augljóst - að niðurstaðan segir ekki á neinn hátt til um hvað er satt og hvað logið í þessu maka- lausa máli. Hún sýnir aðeins hvað fólk trúir að hafi staðið til. En það skiptir einmitt verulega miklu máli hvort fólk trúir þessu upp á svo valda- mikla menn. Eða er ekki augljóst hvað felst í því fyrir almenning að trúa því að forsætisráðherra landsins geti átt von á að fá tilboð sem jafnvel „eng- inn maður á íslandi getur staðist"? Sá sem trúir þessu kemst auðvitað ekki hjá því að spyrja sig hvort slíku tilboði kunni ein- hvern tímann að verða tekið. Ógeðfellt er að sú spuming skuli naga stór- an hluta þjóðarinnar. Þess vegna felast mikil tiðindi í könnun blaðsins. Fréttamat Ýmsir hafa efast um réttmæti þess hvemig DV sagði frá niðurstöðum könnunarinnar. í hádegis- fréttum Bylgjunnar var það berum orðum gert tor- tryggilegt að blaðið skyldi segja á forsiðu að tæpur helmingur fólks tor- tryggði Jón Ásgeir og full- yrt að allt eins hefði verið réttmætt að snúa þessu við og segja að meirihluti fólks tortryggði hann ekki. í fréttum Sjónvarps- ins var könnuninni einmitt snúið á þennan veg og sagt að samkvæmt henni teldi meirihluti fólks að Jón Ásgeir hefði ekki verið tObúinn að kaupa velvOd forsætisráð- herra! Þetta fréttamat er með talsverðum ólikindum en fyrst reyndir fréttamenn áttu erfitt með að lesa út úr könnuninni er þvi mið- ur líklegt að það hafi vaflst fyrir fleiri lesendum blaðsins. Maöur beit hund Hvers vegna setti DV það ekki á forsíðu að meirihluti aðspurðra teldi að Jón Ásgeir hefði ekki haft þetta í hyggju? Því er best svarað með einfóldu dæmi. Lesendur eru beðnir að ímynda sér að DV hefði spurt: „Telur þú að Davíð Oddsson væri tObúinn að þiggja mútur?“ Segjum nú að 55% aðspurðra teldu að hann væri ekki tObúinn tO þess. Hver væri þá fréttin? Væri hún sú, að meirihluti þjóðarinnar teldi að forsætisráðherra væri ekki tObú- inn að þiggja mútur?! Ja, hvOíkur léttir fyrir ráðherrann! HvOík stór- frétt! „Lesendur eru beðnir að ímynda sér að DV hefði spurt: „Telur þú að Davíð Oddsson vœri tilbúinn að þiggja mútur?“ Segjum nú að 55% aðspurðra teldu að hann vœri ekki tilbúinn til þess. Væri þá fréttin sú að meirihluti þjóðarinnar teldi að forsœtisráðherra vœri ekki tilbúin að þiggja mútur?“ Þetta væri auðvitað fráleitt fréttamat - þótt þeir fréttamenn virðist vera tO sem eru á öðru máli. Auðvitað kæmi ekki annað tO greina en að segja frá þeim tíð- indum að 45% þjóðarinnar teldu að forsætisráðherra væri tO sölu. Óhætt er að fuOyrða að fjölmiðill sem þegði yfir því og færi hina leið- ina yrði samstundis úthrópaður fyrir að halda hlífiskOdi yfir ráð- herranum. Eins og áður segir mætti fyrir fram ætla að enginn tryði því upp á kaupsýslumann að vilja kaupa Stjórnarráðið. í kjölfar þess að for- sætisráðherra hafði eftir Hreini Loftssyni að forstjóri Baugs hefði haft þetta á orði er eðlOegt að spurt sé hve margir telji að hann hafi raunverulega verið tObúinn að gera það. „Hve margir?" Það er spurningin. Ekki: „Hve margir telja það ekki?“ TO er alþekkt dæmi um hvað sé frétt og hvað sé ekki frétt. Það er ekki frétt þegar hundur bítur mann. Það er frétt þegar maður bít- ur hund. Fréttin felst samkvæmt þessu í því að frávik verði frá hinu sjálfsagða, frá því sem ekki er orð á gerandi. Það verður hver að meta fyrir sig hver séu „eðlOeg frávik“ frá trausti. Hvort þau liggi við 10%, 20% eða 30% vantraust. En hér hafa tvímælalaust þau tíðindi orðið að maður beit hund. Traust Vonandi blasir nú við öOum rétt- mæti þess hvernig blaðið sagði frá niðurstöðum könnunarinnar. Að vissu leyti er skOjanlegt að túlkun á henni hafi vafist fyrir einhverj- um í fyrstu. Sumir litu tO dæmis svo á að í henni fælist niðurstaða um það hvorum fólk trúði, Davíð Oddssyni eða Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, og að þess vegna væri túlkun blaðsins tO marks um sérstaka fylgispekt við Davíð Oddsson! En könnunin snýst auðvitað á engan hátt um það hvorum þessara manna fólk trúir, enda felst engin mótsögn í að trúa þeim báðum. Þeir eru örugglega fjölmargir sem trúa því að Davíð segi rétt frá fundi þeirra Hreins Loftssonar í Lundúnum og líka því að Jóni Ásgeiri hafi aldrei dottið tO hugar að bera á hann fé. Fyrir fram er ekkert sem segir að þeir gætu ekki báðir fengið „fullt hús“ í einni og sömu könnuninni. Efasemdir sumra fjölmiðla- manna og lesenda um hvort blaðið hafi gætt sanngirni í fréttaflutningi sínum eru mikOvæg áminning. Þær eru áminning tO fjölmiðla um það hve mikOvægt er að vanda tO verka. Lesendur treysta ekki fjöl- miðlum í blindni heldur eru vak- andi og veita öflugt og mikOvægt aðhald. Séu verkin vönduð stand- ast þau nánari skoðun ef og þegar efasemdir vakna. Og þá eflist traustið. • fftfrfAUOS BlS ?£ oq 54. TBL. - Þ3 . ÁMQ. - M.'ErvðKáJDAQÞM 5 MARS 2Q03 FORN- UINURINN SEMFÓR . loflssöfiaf og Þaviði Oödjwma. Hmun tiúrtáéántörfum fyfií Oavlö oq var hotdQéívlngur ettikav&'ðaigaurvwi. NÆR 900 MlLLJONfl GJALDÞROT SKÓLA Kröfur i (xoUbu RTV rnciwListofnwnar í‘bf r«ma grídarbgunt upph»óum. Gjaldþrotið kom «ftir aö uppiýjt var um erf.ðliplka i rektiri MiðnaðaíiiíOfans ----------- • tRfrr BiS J SKODANAKÖNNUN DV: TÆPUR TORTRYGGIR JÓN FATÆKTAR A BORN Njah féljgsfr»ðtfwitir tetm nwUð van' á aö •rt.'lferrðarótyggt alhu barna Wr á latrtfi: tryggt, Hún hofur onmakað fátaekt bér a lartdi orj twint tjónum trniirn sérvtaktagn að 3lHt3>ðúm f»t rta, —..—- ------- # ÚTTEKT eiS. tOon Hatt i helmingur íslenskra kjosonda, oða 45,5 prósent. telur ad Jón Ásgeu Johannesson, forstjóti Baugs, ^a*' vf>r'ö tilbuinn að kaupa |l||. velvild Daviðs Oddssonar forsætisraðherra Þ«?ssir kjósendur telja að lHL kormð hafi til tals af ‘ i ' ¥ hálfu Jons Ásgeirs ’ 8 , ^ að bera fé >> ■ a raðherrann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.