Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 22
22
H&lgarblctcf 33V
LAUGARDA.GUR S. MARS 2003
• • •
... ldkt í snyrtibudduna
Brúnbleikt gloss
„Þetta gloss er frá No name
og er brúnbleikt á litinn. Ég nota
svo að segja alla liti á varirnar, nema
appelsínugulan. Hversdags er ég með gloss en ef ég er að fara eitthvað
fínna, eins og í leikhús, þá set ég dumbrauðan lit á varirnar."
Fyrir efri augnlínuna
„Þessi brúni blýantur er svo vel notað-
ur að ég hef ekki hugmynd um frá hvaða
merki hann er. Ég var að fjárfesta i öðrum brúnum
blýanti frá No name, en það er nauðsynlegt að eiga einn svona brún-
an fyrir augnlínurnar."
Burstinn bestur
„Síðan ég byrjaði að ganga með mask-
ara hef ég að mestu haldið mig við
Helenu Rubinstein sem þykkir og
lengir augnhárin. Ég hef prófað önnur merki en
aldrei verið eins ánægð og með HR-maskarann. Ef ég hef prófað aðra
maskara hef ég tekið burstann úr HR-maskaranum og notað hann, því
burstinn er sérlega góður.“
Seiðandi og kvenlegur
„Ilmvatnið Angel hefur verið mitt uppá-
haldsilmvatn í fjögur ár. Það er sérlega kven-
legt og seiðandi og ég nota það bara spari, spari
og þegar ég vil lokka kærastann."
í einu boxi
„Þetta kinnalita- og augnskuggabox er úr
versluninni L’occitane á Laugavegi. Ég á fleiri
vörur frá þeim eins og bodylotion en þetta er
æðisleg búð með alls konar bað- og snyrtivör-
ur, ilmvötn og rakspíra."
/ dag kl. 14 verður boðið upp á ókeypis risa
eróbikktíma íSporthósinu íKópavogi sem
öllum er frjálst að mæta í. I Sporthúsinu
vinnur m.a einkaþjálfarinn Anna Sigurðar-
dóttir og á hún örugglega eftir að skoppa
um á staðnum ídag. Anna tók vel íþað að
leyfa okkur að hnýsast ísnyrtibudduna sína
en þegar Ijósmyndari mætti á staðinn kom
reyndar íIjós að hún á enga snyrtibuddu í
þeirri merkingu orðsins heldur dró hún fram
íþróttatösku með Nike-skóm og fþróttaföt-
um, en íhliðarhólfinu var að finna gloss og
maskara og annað málningardót.
Halla Rut Sveinbjörnsdóttir og Sigrún Sæmundsdóttir, báðar snvrtifræðingar, bjóða upp á nýstárlega þjónustu
á sviði snyrtingar auk þess að reka verslunina Zistak í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði.
DV-mynd E.Ól
Konur vilja láta
dekra við sig
Partýdekur nefnist fyrirbæri sem snyrtifræðinqarnir Halla Rut
Sveinbjörnsdóttir og Sigrún Sæmundsdóttir bjóða nú íslenskum kon-
um. Það felst íþvíað þær Halla Rut og Sigrún mæta einfaldlega á
svæðið og dekra við konur - til dæmis með þvíbjóða vaxmeðferð,
plokkun, litun og förðun.
„Partýdekrið er hugmynd sem við fengum um síð-
ustu jól. Við höfum um árabil stundaö það að snyrta
vinkonuhópinn í kringum okkur - hvort sem við erum
að fara út á lífið eða ekki. Þetta hafa verið skemmtileg-
ar stundir og þess vegna datt okkur í hug að víkka hug-
myndina svolítið út. Svo vitum við auðvitað að all-
ar konur hafa gaman að
því að láta dekra svo-
lítið við sig,“ segir
Halla Rut Svein-
björnsdóttir
snyrtifræðing-
ur. Halla Rut
rekur snyrtivöru-
verslunina Zítaz í
Firði í Hafnarfirði
ásamt Sigrúnu Sæ-
mundsdóttur.
Þær Halla Rut og Sigrún eru
framkvæmdaglaðar því hug-
myndin var ekki fyrr sprottin en
þær 'hófú að auglýsa „Partýdek-
ur“ og segja þær viðtökumar
hafa verið framar vonum.
Aðspurð segir Halla Rut að
Partýdekur geti falið margt í sér -
allt eftir óskum hópsins hverju
sinni. „I stuttu máli sagt þá mæt-
um við á staðinn klyfjaðar því dóti
sem þarf í hvert sinn. Stundum eru vinkonur að búa sig
fyrir veislu eða dansleik. Þá sjáum við um fórðunina og
getum útvegað hárgreiðslumeistara ef með þarf. Hópur-
inn hittist oftast heima hjá einni og vinkonurnar geta
haldið smáteiti um leiðsegir Halla Rut.
Vaxmeöferð, plokkim, litun og naglaásetning eru auk
þess meðal þeirrar þjónstu sem þær stöllur bjóða upp á
- sem sagt eitt allsherjardekur. „Það kom okkur svolít-
ið á óvart í upphafi þegar við vorum kallaðar í sumar-
bústaði en það hefur færst nokkuð í vöxt. Það er
kannski hópur af vinkonum sem ætlar að njóta lífsins
og skemmta sér i sumarbústað eina helgi.
Við höfum þá yfirleitt komið snemma á
laugardeginum og veitt okkar þjónustu.
Stelpurnar eru svo orðnar rosafmar og
kátar um kvöldið."
En það er ekki allt búið enn því
auk Partýdekursins eru þær Halla
Rut og Sigrún með annars konar
dekur á sínum snærum. Þær
fara á sjúkrahúsin og bjóða
sjúklingum upp á alhliða
snyrtingu. Þær segja þetta
hafa gefið góða raun og
konur á sjúkrahús-
um séu ekkert
öðru vísi en aðr-
ar - þeim líði
mörgum betur ef neglur
og húð er í góðu ásigkomu-
Engar áhyggjur lagi.
Partýdekrið virðist komið til að
vera hjá þeim Höllu Rut og Sig-
rúnu en þær segjast ekki áður
hafa heyrt af svipaðri þjónustu
hérlendis. Þær einskorða hópana við fjórar til átta kon-
ur í senn - og aðspurðar um kostnaðinn segja þær hann
innan hæfilegra marka - enda sé veittur hópafsláttur og
verðið metið í samræmi við mnfang snyrtingarinnar
hverju sinni. Nánari upplýsingar um Partýdekur er
hægt að fá í síma 555 1380. -aþ
Konur þurfa ekki að stressa sig þegar
partýdekrið er annars vegar enda koma
snyrtifræðingarnir með allar græjur.