Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 24
24 Helgarblac) I>"Vr LAUGARDAGUR S. MARS 2003 Maturog vín Basilíka Basilíka er einær indversk jurt af varablómaætt. Flest afbrigði hennar hafa sag- tennt blöð og bera hvít eða rauðleit blóm íaxi. Á Indlandi og víðar var basilíka tal- in heilög jurtsem notuð var til lækninga en lítið ímatargerð. íbúar Miðjarðarhafs- landa komust upp á lag með að nota hana sem krgddjurt fgrir um 2000 árum, hófu ræktun á henni og síðan hefur hún skipað veglegan sess ímatargerð þeirra. Basilíka er til ígmsum afbrigðum sem hafa mismunandi stór blöð. Yfirleitt þgkir hún betri eftir þvísem blöðin eru minni. Hún er notuð bæði fersk og þurrkuð en við þurrkun bregtist bragð hennarsvo mikið að tæpast er hægt að segja að um sama krgdd sé að ræða. Hér á Islandi hefur basilfkan verið ræktuð á síðari árum ígróðurhúsum og glugg- um og einnig vex hún ígörðum þegar veður er best og blíðast en þolir mjög illa kulda. Ferska basilíku er best að setja ímatinn rétt áður en hann er borinn fram. Umsjón Gunnþóra Gunnarsdóttir Einkennandi fyrir ítalska matargerð - segir Jakob Már Harðarson á Kringlukránni Hvitlauksbrauð „Basilíka og tómatar fara sérstaklega vel saman, eins og ítalir hafa uppgötvað fyrir árþúsundum, því einmitt þessar tegundir eru einkennandi fyrir ítalska matargerð," segir Jakob Már Harðarson, yfirmat- reiðslumaður á Kringlukránni. Hann segir reyndar basilíku passa afar vel með eggaldini og spínati líka og telur þessa eðaljurt, basilíkuna, ómissandi þegar matreitt er samkvæmt hefðum Miðjarðarhafslanda. „Hún er mjög góð í pottrétti, súpur og sósur og fer einkar vel bæði með fiski og kjúklingi. Svo er hún grundvallarbragðefni í pestósósu," segir hann. Á matseöli Kringlukrárinnar er forréttur sem er einmitt einkennandi fyrir italska matargerð. Jak- ob Már gefur lesendum DV fúslega uppskrift að honum. Tómatsalat á stökku hvítlauksbrauði með klettasalatsolíu Fvrir fióra 2 stórir tómatar. vel broskaðir 1 dl vatn, vlvolat 10 a aer 1 msk. ólífuolía 1/2 tsk. salt 150 q hveiti 1/2 rauðlaukur 1/2 búnt basilíka 1/4 tsk. svartur pipar. nvmalaður 1/4 tsk salt 1 knippi klettasalat 2 hvítlauksrif 1 dl Extra Viroin ólífuolía Gerið er leyst upp í vatninu. Olíu, salti og hveiti hrært saman við og að síðustu hnoðað. Látið lyfta sér í klukkustund, þá hnoðað aftur og flatt út. Ólífuolia og hvítlaukur borin á deigið í jöfnu lagi. Bak- að í ofni við 200 gráður þar til brauðið er orðið guliið, eða í ca tíu mínútur. í stað pitsudeigsins má notast við sneiðar af snittubrauði og rjóða hvítlauksolíunni á þær áður en þær eru sett- ar í ofn smástund áður en þær eru framreidd- ar. Klettasalatsolía Afganginum af ólífuolíunni og megn- inu af klettasalatinu er blandað saman í mat- vinnsluvél eða blandara og kryddað með salti og pipar. Þó er haldið eftir smá blöðum af salatinu tU að nota tU skrauts. / Tómat- salat Tómatamir eru skomir í teninga, basilíkan söxuð eða rifin smátt og rauðlauk- urinn og hvíUaukurinn saxaður smátt. síðan er tómötum, rauðlauk, basUíku og helmingnum af hvít- lauknum blandaö saman, ásamt pipamum og einni matskeið af olíunni. Framreiðsla Hvítlauksbrauðið er skorið í fjórar faUegar sneiðar og raðað á miðja diska. (Eða snittubrauðinu ef það er notað.) Tómatsalatinu skipt á sneiðarnar. Olían sett í hring á diskinn og skreytt með laufum klettasalats- ins. 4- LAUG ARDAGU R 8. MARS 2003 Helgorbloö I>"V 25 DV-myndir ÞÖK Jakob Már hrærir salatiö úr smátt skornum tómötunum, rauðlauk, basilíku og helm- ingnum af hvítlauknum vel saman. ásamt ögn af olíu og pipar. Stór Jiður í að gera matinn Úirnileiian er að skreyta diskinn ofl Jakob fiaskar ekki á því, Hór liamlfjatlar hann klettasal- atlð eftir kúnstarinnar regluiu. Nú er brauðið úr pitsudeigiuu komið úr ofninum. gullinbrúut af olíunni og hvítlauknum og tómatsalatið er sett þar ofaii á. Eins og sjá má er það vel úti látið. Kröftugt vín frá Toskana og ljósgyllt frá Ástralíu - er val Hildar Harnar Daðadóttur hjá Karli K. Karlssyni Nú, þegar daginn er tekið að lengja og nánast bjart er þegar lagt er af stað í vinnu reikar hugur- inn gjarnan til suðlægari slóða. Það sést fljótt á eldamennskunni þar sem hvers kyns salöt fara að verða fyrirferðarmikil. Hildur Höm Daðadóttir hjá Karli K. Karlssyni er á itölskum og áströlskum nótum í dag, velur fyrst Pasiteo Vino NobOe di Montelpulciano frá Toskana-héraðinu á Ítalíu. Pasiteo kemur frá hjarta Toskana-héraðsins, nánar tiltekið frá norðausturhluta Montelpuiciano- svæðisins. Víngarðamir eru um 400 metra frá sjáv- armáli og eingöngu 35 hektarar að stærð. Vínið er unnið úr þrúgu héraðsins, Sangiovese, en þó blandað lítillega með Canaiolo og Mammolo. Pasiteo er látið þroskast á slóvenskri eik í 12 mán- uði og þar næst í 12 mánuði á franskri eik. Eftir geymslu í eikartunnunum fær vínið um 6 mánaða hvíld á flösku. Þessi meðferð þýðir að vínið er afar kröftugt, hefur einkenni þroskaðra berja í ilmi ásamt fíngerðum kryddjurtum. Vínið er þurrt, mjúkt og með góða fyllingu sem endar í keim af lakkrís og hnetum. Pasiteo er lokkandi vín sem kostar 1770 krónur í ÁTVR. Annað vín sem kemur vel til greina er Nottage Hill Chardonnay frá Ástralíu. Þetta er ljósgyllt vín sem ber keim af suðrænum ávöxtum og vanillu sem tóna vel saman 1 nefí. Vínið er bragðmikið með mjúkri en þurri endingu. Það er best borið fram kælt og hentar einkar vel sem fordrykkur sem og til drykkjar með léttari réttum og fiski. Fyrirtækið Hardy’s Wines var stofnað 1853 af Thomas Hardy. Fimm kynslóðum seinna eru Hardy’s vínin vel þekkt um allan heim enda ein- kennist framleiðslan af stöðugum vínum í háum gæðaflokki. Þrúgurnar eru teknar að nóttu til, í svalanum. Er það gert til að viðhalda ferskleika. Eftir blöndun og geymslu á eikartunnum er vínið geymt á stáltönkum til að viðhalda ferskleikan- 1 um áður en það er sett á flöskur. Nottage Hill Chardonnay kostar 1290 krónur í verslunum ÁTVR. Ekki verður skilið við skriftirnar að þessu sinni án þess að minna á sýninguna Vín 2003 sem fram fer í ráðstefnusal Hótels Loftleiða í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag. Helstu vínbirgjar landsins verða á sýningunni sem hefst kl. 14 og stendur til kl. 18 báða sýningardagana. Auk almennra vinkynninga verða fyrirlestrar og vín- smökkun ofarlega á blaði. Þeir sem hafa áhuga á vínum eru hvattir til að mæta, upp- lifa fróðleik og gæla við skilningarvitin. Umsjón Haukur Lárus Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.