Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 Helgarblað DV Osama bin Laden er á lífi og við hestaheUsu í Qallahéruðum Pahistans - segir Khalid Sheikh Mohammed, háttsettur al-Qaeda-foringi sem nýlega var handtekinn Khalid Sheikh Mohammed Khalid Sheikh Mohammed segist auömjúkur þjónn bin Ladens. „Osama bin Laden er á lífi, við góða heilsu og dvelur einhvers staðar í fjallahéruðum Pakistans við landa- mæri Afganistans," er haft eftir al-Qa- eda-foringjanum Khalid Sheikh Mo- hammed, sem handtekinn var í Pakistan um síðustu helgi ásamt tveimur öðrum lykilmönnum al-Qa- eda-samtakanna, þeim Mustafa Ah- med al-Hisawi, sem talinn er hafa staðið að fjármögnum hryðjuverka- árásanna í Bandaríkjunum, og nán- um félaga hans, Ahmed Abdul Qadus. Þessar fullyrðingar Mohammeds um bin Laden munu hafa komið fram þegar pakistanskir leyniþjónustu- menn yfirheyrðu kauða í vikunni en sjálfur heldur Mohammed því fram að hann sé þriðji háttsettasti foringi al- Qaeda-samtakanna á eftir Egyptanum Ayman al-Zawahri, andlegum leiðtoga samtakanna og sjálfum Osama bin Laden. Að sögn ónafngreinds leyniþjón- ustumanns kvaðst Mohammed, sem talinn er helsti skipuleggjandi hryðju- verkaárásanna á New York og Penta- gon í Bandaríkjunum þann 11. sept- ember í hittifyrra, hafa hitt bin Laden fyrir nokkrum vikum og hafi þeir náð saman i gegnum flókið síma- og sendi- boðakerfi þar sem boðin hafi jafnvel borist á tveimur jafnfljótum. Mohammed hefði þó ekki vitað hvar bin Laden hefðist við núna en sagt hann örugglega vera einhvers staðar á umræddu svæði þar sem hann færi huldu höfði með aðstoð stuðningsmanna sinna. Stoltur af bin Laden Mohammed var handtekinn á laug- ardaginn þegar pakistanska öryggis- lögreglan gerði ásamt liðsmönnum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, innrás í íbúðarhús í útjaðri Rawal- pindi og var hann yfirheyrður í marg- ar klukkustundir bæði af pakistönsk- um og bandarískum leyniþjónustu- mönnum áður en hann var afhentur bandarískum stjórnvöldum og síðan fluttur úr landi til ónafngreinds stað- ar, sem talinn er vera Bergram-her- stöðin í nágrenni Kabúl í Aganistan. Að sögn áðurnefnds leyniþjónustu- manns sagðist Mohammed stoltur af þvi að bin Laden væri hetja íslams en sjálfur væri hann auðmjúkur þjónn hans. „Hann sagðist fóma öllu fyrir bin Laden, lífinu, fjölskyldunni og hverju sem væri,“ sagði leyniþjón- ustumaðurinn. Bin Laden sást á ferli Nýlegar yfirlýsingar fyrrum yfir- manns afgönsku leyniþjónustunnar á dögum talibanastjórnarinnar styðja fullyrðingar Mohammeds um að bin Laden sé enn á lífi og dvelji í umrædd- um fjallahéruðum Pakistans við landamæri Afganistans. Hann sagði fyrr í vikunni í síma- viðtali frá Kandahar í suðurhluta Afganistans að bin Laden hefði sést fyrir um það bil tveimur mánuðum á ferli í fjallahéruðum Suður-Wazirist- an í Baluchistan-héraði þegar hann fundaði þar með hópi stuðnings- manna sinni úr rööum talibana. Ekki er enn vitað hvort þessi full- yrðing fyrrum leyniþjónustustjóra talibana eigi við rök að styðjast en alla vega hafa bandarískir sérsveitar- menn verið á svæðinu að undanfornu þar sem þeir hafa aðstoðað pakist- anka herinn við að leita uppi liðs- menn talibana og al-Qaeda-samtak- anna og þar með bin Laden. „Bin Laden skiptir stöðugt um dval- arstaði og sefur aldrei meira en eina nótt á hverum stað. Hann hefur um Hetja Mohammeds Mohammed segist hafa hitt bin Laden fyrir nokkrum vikum. sig lítinn hóp dyggra stuðningsmanna sem gæta hans dag og nótt og fylgja honum hvert fótmál. Hann notar aldrei farsíma heldur sendir hann skilaboð boðleiðina til trúnaðar- manna sinna gegnum mUligöngu- menn,“ sagði leyniþjónustuforinginn. Innan um herforingjana Annar fyrrum leyniþjónustumaður frá talibanatímanum sagði frá innrás bandarískra sérsveitarmanna í hús í borginni Wana í Suður-Waziristan fyrr á árinu eftir að vísbendingar bár- ust um að Ayman al-Zawahri, næst- æðsti foringi og trúarlegur leiðtogi al- Qaeda-samtakanna hefðist þar við. Sérsveitarmennirnir gripu í tómt en aðgerðin leiddi tU handtöku nokkurra afganskra liðsmanna talibana. Þrátt fyrir þetta telja pakistönsk stjórnvöld fráleitt að bin Laden leyn- ist eða hafi leynst innan landamæra Pakistans og sagði Iftikhar Ahmad, talsmaður innanríkisráðuneytisins, að ef svo hefði verið hefði hann strax verið handtekinn. Vestrænir stjómarerindrekar segja það athyglisvert að Mohammed hafi verið handtekinn í nágrenni borgar- innar Rawalpindi þar sem margir helstu foringjar pakistanska hersins búi innan um fjórar mUljónir íbúa þessarar troðfullu borgar, sem einnig sé heimaborg Musharrafs forseta. Það sé einnig athyglisvert að Mo- hammed hafi verið handtekinn á heimUi eins leiðtoga Jamaat-e-Islami- flokksins, sem sé elsti trúarlegi flokk- urinn í Pakistan með sterk tengsl við leyniþjónustu landsins, ISI. Þau Harölínumenn mótmæla Pakistanskir harölínumenn hafa mótmælt handtöku Mohammeds. tengsl eiga rætur að rekja tU níunda áratugarins þegar flokkurinn studdi dyggUega við bakið á leyniþjónust- unni í viðleitni hennar tU þess að styðja baráttu andstæðinga kommún- ista í stríðinu gegn herjum Sovétríkj- anna sálugu. Handtekinn viö fjársöfnun? Pakistanskur embættismaður, sem ekki vildi láta nafns sín getið, sagðist gruna að Mohammed hafi verið í þeim erindagjörðum í Rawalpindi að verða sér úti um fjármagn tU frekari árása gegn bandarískum hagsmunum. Hann hafi ekki verið óvanur því þar sem hann hafi áður stjómað og rekið íslamskan góðgerðarsjóð í Peshawar ásamt bróður sínum á tima sovét- stríðsins i Afganistan. Sjóðnum var ætlað að styrkja ísl- amska skæruliða í baráttunni gegn sovéthernum í Afganistan og rekstur íslamskra trúarbragðaskóla í Peshaw- ar og Pubbi auk þess aö styrkja rekst- ur Jalozai-flóttamannabúðanna þar sem margir arabískir stríðsmenn bjuggu. Enn fleiri arabískir stríðsmenn, sem þátt tóku í striðinu gegn sov- éthemum, bjuggu í Shamshatoo-búð- unum sem reknar voru af skæruliða- hreyfingu hins vafasama stríðsherra, Gulbuddin Hekmatyar, sem er á svörtum lista Bandaríkjamanna yfir hættulega hryðjuverkamenn. Varaöist útsendara CIA Palestínumaðurinn Abu Yusuf, fyrrum liðsmaður Hekmatyars, sagði nýlega í viðtali að Mohammed hefði að undanfömu farið allra sinna ferða innan Pakistans án afskipta þarlendra stjórnvalda. Hann hefði aðeins varast útsendara bandarísku leyniþjónust- unnar, sem þefað höfðu uppi vísbend- ingar, sem á undanffórnum vikum og mánuðum höfðu leitt til handtöku nokkurra félaga hans og þar með handtöku eiginkonu Mohammeds og tveggja barna þeirra í hafnarborginni Karachi þann 10. september sl. Daginn eftir var Jemeninn Ramzi Binalshibh handtekinn á svipuðum slóðum, en honum var ætlað að taka þátt í hryðjuverkaárásunumn í Bandaríkjunum, en var snúið frá þeg- ar hann reyndi að komast inn í Bandaríkin. Hann var náinn sam- starfsmaður Mohammeds og lék stórt hlutverk í fjámögnun hryðjuverkanna í Bandaríkjunum. Binalshibh bjó um tíma í Þýskalandi og er grunaður um að hafa verið lykilmaður al-Qaeda- sellunnar í Hamborg eftir að hafa sótt þar um landvistarleyfi seint á tíunda áratugnum. Pakistanskir embættismenn segja að nýlegar handtökur meintra al-Qa- eda-liða í Quetta, höfuðborg Baluch- istan-héraðs, hafi leitt til handtöku Mohammeds í Rawalpindi en ekki vís- bendingar sem bandaríska leyniþjón- ustan, CIA, segir að hafi náðst við símahlerun. Að sögn bandarískra embættis- manna, sem ekki vilja upplýsa hvar Mohammed er í haldi, er hann þegar farinn að gefa mikilvægar upplýsing- ar sem hugsanlega gætu leitt til hand- töku fleiri lykUmanna al-Qaeda-sam- takanna eins og tveggja bræðra Mo- hammeds og jafnvel sjálfs Osama bin Ladens, sé hann enn á lífi. Þeir óttast þó að handtaka Mohammeds gæti haft þær afleiöingar að liðsmenn al-Qaeda grípi tU örþrifaráða með skelfilegum afleiðingum. Menntaöur í Bandaríkjunum Khalid Sheikh Mohammed er fædd- ur í Kúveit, annaðhvort árið 1964 eða 1965, en er ættaður frá Baluchistan- héraði í Pakistan, sem liggur að landamærum Afganistans. Hann er vel menntaður og útskrif- aðist frá Landbúnaðar- og tæknUiá- skólanum í Norður-Karólínu í Banda- ríkjunum árið 1986 og er sagður tala reiprennandi arabísku og ensku og auk þess úrdú sem talað er í Pakistan og balushi - máUýsku sem töluð er í ættarhéraði hans. Árið 1980 flutti hann tU borgarinn- ar Peshawar í norðurhéruðum Pakist- ans en þar mun hann fyrst hafa komist í kynni við Osama bin Laden. Khalid varð fyrst illræmdur árið 1995, þegar upp komst um ráðagerðir hans og al-Qaeda-samtakanna um að sprengja bandariskar farþegaþotur yf- ir Kyrrahafi. Fyrirhuguð aðgerð, sem gekk undir nafninu Bojinka-aðgerðin, gekk út á það að sprengja tíu eða eUefu farþega- vélar á flugleiðinni frá Suð-Austur- Asíu tU Bandaríkjanna i janúarmán- uði umrætt ár en var afhjúpuð þegar lögreglan komst óvænt yfir tölvugögn við rannsókn á öðru máli, sem var meint samsæri al-Qaeda-samtakanna um að myrða páfann í heimsókn hans tU FUippseyja árið 1995. Síðan hefur Khalid, sem sjálfur hef- ur titlað sig sem yfirmann herráðs al- Qaeda-samtakanna, verið ofarlega á lista Bandaríkjamanna yfir hættuleg- ustu hryðjuverkamenn heims, en auk áðurnefndra ráðagerða er hann eins og áður segir sterklega grunaður um að vera heUinn á bak við hryðju- verkaárásirnar í Bandaríkjunum í hittifyrra. Þar að auki er hann grunaður um aðUd að ráninu og morðinu á banda- ríska blaðamanninum Daniel Pearl í Pakistan í fyrra og sjálfsmorðs- árásinni á bænahús gyðinga í Túnis sama ár þar sem 21 lét lífið. Stríðsundirbúningur á fullu Bandaríkjamenn og Bretar héldu áfram undirbún- ingi sínum fyrir stríð i írak, þrátt fyrir síaukna and- stöðu annarra ríkja sem eiga sæti í Ör- yggisráði Samein- uðu þjóðanna. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi á fimmtu- dagskvöld að farið yrði fram á at- kvæðagreiðslu í Öryggisráðinu um nýja ályktun sem heimUaði hemað- araðgerðir. Þá hafa bresk stjóm- völd síðustu daga reynt að miðla málum um nýja ályktun. Meini blóðsúthellingar Miklu blóði var útheUt fyrir botni Miðjarðarhafsins í vikunni. Fimmtán manns týndu lífi þegar palestínskur sjálfsmorðsliði sprengdi sjálfan sig i loft upp í strætisvagni í ísraelsku hafnar- borginni Haifa á miðvikuda. ísra- elski herinn réðst inn í Gaza-svæð- ið þegar næstu nótt og drap þar að minnsta kosti efiefu Palestínu- menn. Þá réðust ísraelar aftur inn í Gaza næstu nótt á eftir, í þeim tUgangi, að sögn, að koma í veg fyrir eldflaugaárásir Palestínu- manna á byggðir gyðinga i ná- grenni Gaza. ífeitt Bandaríkjamenn komust heldur bet- ur í feitt þegar Khalid Sheikh Mo- hammed, einn helsti forsprakki al-Qaeda- hryðjuverkasamtak- anna, var handtek- inn í borginni Rawalpindi í Pakistan síðastliðinn laugardag. Mohammed er talinn einn helsti skipuleggjandi árásanna á New York og Washington 11. september 2001. Mohammed var fluttur tU Afganistans þar sem ver- ið er að rekja úr honum garnimar. í húsinu þar sem hann hafðist við fundust meðal annars vísbendingar um að æðsti foringi al-Qaeda, sjálf- ur Osama bin Laden, væri á lífi og hefur leit að honum verið hert. Grænlendingar reiðir Nokkur reiði er nú á Grænlandi 1 garð danskra stjórn- valda vegna hugsan- legrar aðUdar rat- sjárstöðvarinnar í Thule að fyrirhug- uðu eldflaugavama- kerfi Bandaríkj- anna. Grænlenskir stjómmálamenn hafa sagt að for- senda þess sé að varnarsamningur- inn við Bandarikin frá 1951 verði endurnýjaður. Per Stig Moller, ut- anríkisráðherra Danmerkur, viður- kenndi hins vegar í vikunni að dönsk stjórnvöld hefðu látið tæki- færi tU viðræðna við Bandaríkja- menn um endurskoðunina sér úr greipum ganga. Fyrirhuguð eru mikU mótmæli þegar Per Stig kem- ur í heimsókn tU Grænlands eftir helgi. Ólga í landstjópninni Ólga hefur verið í landstjórn Fær- eyja síðustu daga vegna þeirrar ákvörðunar An- finns KaUsbergs lögmanns að víkja Annlis Bjarkhamar úr starfi mennta- málaráðherra. Það geröi hann eftir umdeUda ákvörð- un Bjarkhamar um að ganga þvert á ráðleggingar þar tU skipaðrar nefndar þegar hún veitti embætti þjóðminjavarðar. Hogni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins, sam- flokksmaður Bjarkhamar, hefur verið óvenjuharðorður í garð lög- manns og óljóst er hvaða afleiðing- ar þetta kann að hafa á samsteypu- stjómina. Hoydal hefur verið gerð- ur að menntamálaráðherra tU bráðabirgða. Kanar komust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.