Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 HelQQrhlctö H>"V 3 I Hergé og Tinni heiðraðir þegar ein gata bæjarins var nefnd upp. voru staddir þekktustu útgefendur myndasögu- bóka eins og Dargaud, Delcourt, Glénat, Lombart, Casterman o.s.frv. En þar voru líka smærri útgef- endur eins og l’Association, Le Cycliste, Paquet o.s.frv. Undir þessum kúlum voru útgefendur aö selja nýja og eldri titla sína. Þetta var mest sótta svæðið á þessum fjórum dögum. Margir, sérstak- lega krakkarnir, komu þangað og voru allan dag- inn á gólfinu með bók í höndunum og lásu. Annað sem dró svo marga í þetta tjald voru sjálf- ir höfundar myndasöguhetjanna. Þeir sátu frá ein- um upp í tvo klukkutíma við löng borð og teiknuðu í bækur sem almenningur keypti og vildi fá eigin- handaráritun í. Fólkið gat beðið álíka langan tíma eftir að rétta fram splunkunýja bók og fá smá- myndskreytingu eftir uppáhaldsteiknara sinn. Fyr- ir suma er þetta eins konar tómstundaiðja sem öll fjölskyldan tekur þátt í. Faðirinn bíður í einni röð á meðan eiginkonan bíður í annarri og börnin tvö í tveimur öðrum! Þó að langflestir séu hingað komnir til að fá eig- inhandaráritun eru aðrir sérstaklega komnir til að sýna útgefendum sínar eigin myndasögur. í flest- um tilfellum strákar. Þar þarf líka þolinmæði sem oftast endar með því að mjög fáir fá að skrifa und- ir sinn fyrsta samning og upplifa það að þeirra fyrsta bók komi út að ári liðnu. Þytur í laufi í bókasafninu var sýning fertugs listamanns, Michel Plessix. Hann þekkja þeir sem hafa lesið myndasögublaðið Zeta hér á íslandi og lásu sögu hans, „Júlíus Bosevert". En á þessari sýningu mátti sjá frummyndir að myndasögunni „Þytur í laufi“ eða „The wind in the willows“, byggða á sögu Kenneth Grahame (1859-1932). Ekki var ann- að að sjá en að ungir jafnt sem aldnir væru hrifn- ir af myndunum. Fyrir yngra fólkið voru reist tjöld þar sem hitta mátti atvinnumenn í faginu. Margir hlustuðu með ákafa á allt sem teiknararnir tjáðu sig um. Það er að segja mótun aðalpersónuhetju, hvernig á að skrifa handrit, myndbyggingu o.s.frv. Yngri kyn- Plakat fyrir þrítugustu myndasöguhátíðina í Angouléme. slóðin gat nýtt sér þessar upplýsingar strax og svo gagnrýndu teiknararnir vinnu þeirra. Virkilega uppbyggjandi. í sjálfu ráðhúsinu, á efri hæð, var ævisaga pólska listamannsins Grzegorz Rosinskys, sem er um fimmtugt, stillt upp í myndum. Frumteikning- ar hans spönnuðu feril hans frá því að hann var 8 ára til dagsins í dag. Margt var að sjá og sérstak- lega áhugavert hversu mikil fjölbreytni var i verk- efnavali. Bókakápur, merki, myndskreytingar fyr- ir barnabók eða auglýsing. Hann er þekktastur fyr- ir myndasögurnar „Thorgal", „Le Chninkel“ og „Western". í annarri kúlu gat maður heimsótt teiknara sem gefa út sínar eigin myndasögur. Hvort sem það er í formi bóka eða blaða er upplagið stundum ekki stærra en 50 eintök. Þeir gefa yfirleitt vinnu sína til að sjá öðruvísi myndasögur en gengur og gerist hjá stærri forlögunum. Kannski er þetta staðurinn þar sem frumlegustu hugmyndirnar gerjast og fá að sjá dagsins ljós. Og þarna leynast líka þeir sem verða kannski teiknarar framtíðarinnar. Ég var sjálfur mjög undrandi að sjá ólíklegustu stíla vera hlið við hlið. Maður fór frá því góða yfir í það slæma án þess að það færi illa saman . Manni leið eins og á eins konar verkstæði þar sem allir áhugamenn um myndasögur væru glaðir að sýna eigin fram- leiðslu. Á sama stað voru fornbókasölu- básar þar sem finna mátti alls konar myndasögubækur, fyrstu prentun að Tinna eða Lukku- Lákabókum. En líka aðrar bækur með minna þekktum teiknurum og þar af leiðandi ódýrari. Lengra inni í kúlunni voru aðrir seljend- ur að bjóða upp á frumteikningar að blaðsíðum ákveðinna bókaser- ía. Blaðsíður sem voru seldar á bilinu 350-1500 og sumir höfðu efni á! Nýjasta nýtt frá Kóreu Það eru mörg dæmi um að liús séu skreytt með myndasögupersón- um. Hér eru Palli og Toggi. Fleiri götur voru skreyttar spjöld- um og fígúrum eins og þessi. Annað aðdráttarafl sýningarinnar var tjaldið sem tileinkað var kóreskum teiknurum. Þar voru til sýnis myndir eftir 30 listamenn. Þeirra stíll er mjög líkur mangastílnum. Að auki var sérstök kynning á nýtískulegu fyrirbæri. Stafrænar myndasögur! Hvar? í GSM-síma! Til reiðu voru margir símar og gesturinn gat valið á milli margra sagna og spilað þær. Þær voru mjög stuttar og allar á kóresku (skipanir líka). Þetta var mjög at- hyglisvert og ég er viss um að unga fólkið kunni að meta þessar nýjungar. Og kirkjan líka Fleiri sýningar voru í gangi eins og áður hefur komið fram. Til skemmtunar og fróðleiks. Ég var til dæmis hissa að sjá kirkj- una lagða undir myndasögur. Þetta voru kristilegar myndasög- ur, eins og við mátti búast, en samt. Það var sem sagt svo mikið að gera og skoða að þessir fjórir dagar liðu allt of hratt. En það var virkilega gefandi að vera einn af svona stórum hópi myndasögu- áhugamanna. Það eina sem mér fannst vera að var að peningalyktin var allsráðandi. Annað sem ég tók eftir, og þá er ég að tala um myndasögurnar, var að nýr stíll virtist vera í upp- siglingu. Stíll sem er blanda af belgísk-frönsku lín- unni, amerískum hasarblöðum og japanskri manga. Eins og við séum í einslitum stíl. Það sem maður getur hins vegar sagt er að mikið er að ger- ast í myndasöguheiminum í dag eftir að það stefndi í ógöngur á níunda áratugnum. Og þrátt fyrir vídeó, tölvuleiki og annað í þessum dúr á myndasagan góða daga fram undan. Endað á stórveislu Angouléme byrjaði hátíðina með því að heiðra Hergé og til að enda eins vel ákvað borgin síðasta kvöld hátíðarinnar að halda stórveislu líkt og er í Ástríksbókunum. Innimarkaöshús bæjarins var tilvalinn staður. Á öllum básum voru kræsingar. Ekki villigrís heldur villigrísapaté, gæsapaté, spægipylsa, ostrur, fleiri tegundir osta, jarðarber, epli, bananar, vínber og auðvitað nóg af fransk- brauði og víni eða eplasafa til að skola matnum niður með! Sem sagt, hátíðin var upplifun frá byrjun til enda og ég hvet alla áhugamenn um myndasögur til að fara þangað alla vega einu sinni. Jean Posocco
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.