Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 42
46 Helgarbloö DV LAUGARDAGUR ö. MARS 2003 Lúðrasveit verkalýðsins fimmtíu Lék fyrst á þjóðarráð- stefnu gegn her í landi Lúörasveit verkalýðsins heldur árlega vortón- leika sína í Langholtskirkju í dag, 8. mars, kl. 14 en í dag eru nákvæmlega 50 ár liðin frá stofhun sveit- arinnar. Mikið er haft við í tilefni þessara merku timamóta og ails taka um 90 hljóðfæraleikarar þátt í tónleikunum. Lúðrasveitina skipa tæplega 40 hijóðfæraleikarar og leikur sveitin fjölda laga, sér í lagi íslensk lög og lög sem tengjast sögu sveitariim- ar en stjómandi hennar er Tryggvi M. Baldvins- son. Auk lúðrasveitarinnar sjálfrar kemur einnig fram á tónleikunum sveit skipuð eldri félögum sem leikur fjögur lög sem eiga það sameiginlegt að vera ýmist samin af stjómendum sveitarinnar eða útsett af þeim og þeir munu skiptast á um að halda um tónsprotann. Þetta era þeir Ólafúr L. Kristjánsson, Ellert Karlsson, Jóhann T. Ingólfsson og Malcolm Holloway. Aðgangur að afmælistónleikunum er ókeypis og að þeim loknum er afmæliskafíi í Lang- holtskirkju í boði sveitarinnar. Rússlandsferð um páskana Lúðrasveit verkalýðsins kom fyrst fram opinber- lega 5. maí 1953 á þjóðarráðstefnu gegn her í landi og 10. maí var farið suður í Sandgerði og spilað á samkomu og fyrir starfsfólk frystihússins á staðn- um. í júní sama ár var svo spilað á kosningafund- um C-listans í Reykjavík. Allt frá stofnun sveitarinnar hefur hún leikið við Lúðrasveit verkalýösins 2003 Mikið verður um dýrðir í dag í tilefni fimmtugsafmælisins. hátíðahöld í Reykjavík á sumardaginn fyrsta og 17. júní. Þá hefur lúðrasveitin skipað stóran sess í 1. maí kröfugöngu í Reykjavík ár hvert á baráttudegi verkafólks. Árlega leikur sveitin svo við fjöldamörg önnur tækifæri, auk þess að halda tvenna tónleika ár hvert. Þá hefúr sveitin nokkrum sinnum farið í tónleikaferöir út fyrir landsteinana. í tilefhi af 50 ára afinælinu mun sveitin halda til St. Pétursborgar í Rússlandi um páskana og halda þar tónleika í Rimsky-tónlistarháskólanum þar í borg. Á tónleikunum verða flutt ýmis lög sem tengj- ast sögu sveitarinnar, s.s. baráttulög og lög sem stjómendur sveitarinnar hafa samið fyrir hana í gegnum tíðina. Æfðum í skúr öskukarlanna - segir Jón Haraldsson, einn af stofnendum sveitarinnar „Að leika á blásturshljóðfæri í þijá tíma er á við tíu kílómetra göngu. Þetta er svo mikil þjálfun. Þegar ég fór í læknisskoðun síðast fékk ég þann vitnisburð að hjarta og lungu hefðu greinilega haft gott af því að blása í hljóðfærið frá unga aldri,“ seg- ir Jón Haraldsson múrarameistari. Hann var með- al stofnenda Lúðrasveitar verkalýðsins og þótt hann sé hættur að spila með aðalhljómsveitinni þá er hann í „heldri manna sveitinni" sem ætlar aö troða upp á afmælisfagnaðinum i dag. Jón spilaði á trompet framan af en er nú kominn á tenórhorn. „Það er neðri parturinn af kjallaranum,“ seg- ir hann til skýringar. Hann kveðst hafa byrjað að leika í lúðrasveit 1944 norður á Akureyri. „Þar var snilling- ur að nafni Wilhelm Lanski-Otto sem gerði mikið fyrir íslenskt tónlistarlíf, fyrst fyrir norðan og síðan hér syðra. Eg lærði bærilega mikið af honum og lika af Karli 0. Runólfssyni. Eftir að ég kom hingað suður gekk ég í Lúðrasveitina Svaninn. Það var 1947. Þá borgaði Svanurinn fyrir mann í tónlistarskóla hjá Karli 0. upp á það að maður yrði til taks að spila á sumrin þegar þörf krefði," segir hann. Hluti af stéttarvitundixuii Jón man vel tildrög þess að Lúðra- sveit verkalýðsins var stofiiuð. „Upp- hafíð var það að erfitt reyndist að fá hljómsveit til að spila undir 1. maí göngunum," rifjar hann upp og held- ur áfram. „Ég og fleiri iðnaðarmenn höfðum spilað nokkrum sinnum og þeir Guðmundur jaki, Eðvarð Sig- urðsson og Eggert Þorsteinsson komu til okkar og stungu upp á aö við stofhuðum hljómsveit. Bentu okkur á að við værum allir í fe- lögum innan ASÍ. Það skipti engu máh hvar menn vora í pólitík. Það var hluti af stéttarvitund að gera þetta. Eftir það hefur þetta alltaf verið aðalhljóm- sveitin 1. maí og ein af virkari lúðrasveitum lands- ins. Á tímabili æfðum við i kaffistofu öskukarlanna í skúr bak við Laugavegsapótek. Þar var lágt til lofts en oft gaman. Jón Ásgeirsson var stjómandi sveitarinnar þá. Svo vatt þetta upp á sig. Við eign- uðumst eigið húsnæði í kringum 1970, innréttuöum það sjálfir, fengum afbragðsmenn og það fjölgaði í sveitinni.“ Fáar konur í byijun Jón segir stofnendur sveitarinnar hafa verið 13 talsins og þeir hafi þurft að fá trommara lánaða í byrjun. „Sigursveinn D. Kristinsson hjálpaði okkur gífhrlega mikið og lika Guðmundur Norðdahl," segir haim og nefnir fleiri sem komu hljómsveit- inni til góða, eins og Ólaf Kristjánsson skólastjóra og bræðuma Láras Sveinsson og Birgi í Mos- fellsbæ sem spiluðu með um tima og sáu sveitinni síðar fyrir kröftum. „Þeir þjálfúðu upp svo skín- andi góða krakka og sendu okkur og þeir vora DV-mynd GVA Hornblásarinn „Fékk þanu vitnisburö aö lijarta og lungu hefðu haft gott af því að blása í hljóðfærið frá unga aldri,“ segir Jón. f miðborginni 1. maí 1968 Lúðrasveit verkaiýðsins skipar ávallt þýðingarmikinn sess. uppistaðan í fiölguninni. Það var nefhilega farið að kenna á klarínettu og flautu og fleira í bamaskól- unum og vora stofhaðar bamalúðrasveitir. Frum- kvöðull að því var Karl Ottó Runólfsson og þegar Tafarlausa samninga Þótt veður sé bjart er hér greinilega leikið í skugga verkfalia. Gunnar Thoroddssen var borgarstjóri komst sú skipan á, enda var hann mús- íkalskur. Lúðrasveitimar eiga honum mikið að þakka,“ segir Jón. Aðspurður segir hann karlmenn hafa verið í mikl- um meirihluta í sveitunum í upphafi og rifiar upp að þegar hann gekk til liðs við Svaninn 1947 hafi þar bara verið ein kona, Ingibjörg Þorbergs, sem spil- aði á klarínett „En eftir að bamalúðra- sveitimar komu til sögunnar skiluðu þær fólki af báðum kynjum í stóra sveitimar," segir hann. Jón kveðst ekki vita hvort framhald verði á spilamennsku þeirra „heldri mannanna" en segir æfingartímann hafa verið ótrúlega skemmtilegan. „Það er svo gaman að hittast og þótt tónlistin sé gefandi þá er felagsskapurinn númer eitt, tvö og þijú,“ segir hann að lokum. -Gun. Ástríðukvöld Sælkerakokkur- inn, píanóleikarinn og fagurkerinn Al- berto Portugheis er gestakokkur á Hótel Glymi í Hvalfirði á ástríðudögum nú um helgina. Hann á það sameiginlegt með tónskáldinu Rossini að unna tveimur listgreinum, tónlistinni og matargerðarlistinni, og á ferðum sín- um sem píanlóleikari og gestakokkur til um fiöratíu landa hefur hann haft ómetanleg tækifæri til að kynnast matarleyndarmálum hinna ýmsu þjóða. Hann mun afhjúpa nokkur þeirra á Glymi I kvöld. Samsýning Hafdís Björk Laxdal og Ólöf Sigurðardóttir (Lóa) opna sína fyrstu samsýningu í Kaffistofúnni Lóu- hreiðri í Kjörgarði á Laugavegi í dag kl. 16. Hafdís sýnir þar um 100 teg- undir af þrívíddarmyndum en Ólöf verður með tvær tegundir af hand- gerðum steyptum sveppum; ber- serkja- og brúnum mósveppum sem sóma sér vel í garðinum og við bú- staðinn. Hafdís hefúr verið á kafi í þrívídd- armyndagerð í nokkra mánuði og fengið góða dóma fýrir verk sín. Sjá má sýnishom af verkum Hafdísar á www.simnet.is/hafdisblaxdal og af verkum Ólafar á http://www.geocities.com/kfogtota/ Ólöf hefur verið að gera sveppina, sem hafa verið vinsælir, og einnig ýmislegt annað, t.d. mjög falleg flot- kerti. Sýningin stendur til 8. apríl Kóramót Þrír karlakórar á Eyjafiarðarsvæð- inu, samtals á annað hundrað karlar, munu ásamt tveimur konum sam- eina krafta sína í almennri söng- skemmtun í Glerárkirkju næstkom- andi laugardag kl 17:00. Þetta era Karlakór Eyjafjarðar, Karlakór Dal- víkur og Karlakór Akureyrar-Geysir. Þeir munu halda uppi fiölbreyttri dagskrá, þar sem hver kór um sig mun flytja nokkur lög og syngja nokkur sameiginlega. í hversdagslífinu í dag verður opnuð sýning á Caffé Kúltúre í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, á teikningum eftir Tassó. Myndir Tassós sýna á skemmtilegan hátt fólk í hversdagslífinu, teiknaöar á einfald- an en samt raunsæislegan hátt svo jaðrar við heiðarleika og hreinleika naífismans. Tassó Elías Englezos er af grískum ættum, fæddur i Aþenu. Þegar hann gerðist íslenskur rikis- borgari árið 1964 tók hann sér nafhið Elías Elíasson. Þrátt fyrir að Tassó hafi flutt frá íslandi til Svíþjóðar fyr- ir mörgum árum með fiölskyldu sinni á hann marga ættingja og vini hérlendis. Sýningin í Caffé Kúltúre stendur til 20. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.