Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Side 28
28 Hetgarblaö DV LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 _ i' N ágrannaerj ur Eins manns þak er annars manns qólf. / öllum húsum þarf ákveðna tillitssemi sem hús’ bílastæði °g §aröinn Þar sem aspirnar eru ört vaxandi vandamál og miklar tilfmningar í gangi. sumum okkar er ekki qefin. Undarleq lukt, ofsóknir qeqnum innstunqur oq sífelld Skemmtiiegustu deiiumáiin segir Sigurður þó snúast v v y y y y um hávært kynlíf í fjölbýli. samfarahljóð eru aðeins fá dæmi um það sem qetur valdið deilum ífjölbýli. Deilur íbúa fjölbýlishúsa og erjur nágranna um hin fjölbreyttustu mál koma gjarnan inn á borð Hús- eigendafélagsins. Sigurður Helgi Guðjónsson, formað- ur félagsins, segir að þrátt fyrir að slík mál séu oft og tíðum grafalvarleg í augum deiluaðila, þá séu mörg þeirra vægast sagt grátbroslegt. Hann telur ekki ólík- legt að slíkar deilur séu jafnvel algengari hér en í mörgum öðrum löndum þar sem enn búi í okkur ríkt víkingaeðli, enda landamerkjadeilur fom íþrótt sem færst hafl inn í hús eftir að byggð fór að þéttast. í mörgum okkar búi miklir einstaklingshyggjumenn og jafnvel frekjuhundar sem ekkert gefi eftir. Hin gullnu gildi, tillitssemin og umburöarlyndið, vilji því oft gleymast og þá fari allt í háaloft. Sigurður segir að oftast stangist á óiíkt hagsmuna- mat nágranna sem verða að sætta sig við viss óþæg- indi sem af auknu nábýli leiðir. „íslendingar eru flest- ir fastir í hugsun Gamla testamentisins sem boðar hefndarhug og refsigleði með auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Þannig eiga menn oft erfitt með að umlíða grönnum sínum að vera til. Þannig orti sænskt skáld ljóö sem lýsir þessu vel, en það er svona: Á loftinu er kœti og kliöur þótt klukkan sé senn oröin tólf og þá lýstur þanka nióur aö þak mitt er annars gólf. Það er almennur mælikvarði sem veröur að leggja á athafnir fólks. Sá sem vinnur t.d. á nætumar á ekki kröfu á því að grafarkyrrð ríki þegar hann þarf að sofa á daginn." Sigurður segir kvörtunarmálin geta snúist um ótrú- legustu hluti, m.a. hávaða, lykt og jafnvel of mikil vingjarnlegheit. Fjárans góðsemin „Þannig kom tif okkar fólk sem var að verða vit- laust út af umhyggju og vingjamlegheitum konunnar á hæðinni fyrir neðan. Hún var alltaf að koma til þeirra meö pönnukökur, vöfflur og sultu og spyrja hvernig fólk hefði það.“ Sigurður segir að oft liggi víglínan þó um þvotta- Kynlífshamfarir „Oft á fólk fullt í fangi með að bjarga sér í gegnum eigið kynlíf þó það verði ekki óbeinn þátttakandi í kynlifi nágrannanna líka. Þarna gildir meðalhófið, en sumir gera allt með látum meðan aðrir gera það hægt og hljótt. Stundum er þetta þó hreinar náttúruhamfar- ir. Þó nokkur dæmi hafa komið inn á borð til okkar varðandi þetta, en ég hef sagt fólki að engar ákveön- ar reglur gildi um slíkt. Stundum er þetta dulið með öðrum hljóðum, en sumum getur þó orðið á í mess- unni. Það kom t.d. til okkar fólk og bar sig aumlega yfir því hvað útvarpið var hátt stillt hjá nágrönnunum á efri hæðinni með útvarpsmessunni á sunnudags- morgnum. Útvarpseigandinn varð þó í framhaldinu greiðlega við tilmælum um að draga niður í útvarp- inu. Þá bárust í staðinn þessi ógurlegu samfarahljóð niður til nágrannanna. Af tvennu illu fannst fólkinu á neðri hæðinni messan vera skárri og bað nágrann- ann um að hækka aftur í útvarpinu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.