Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 47
LAU GARDAGUR 8. MARS 2003 / / & i cj cf rb i a ö xy\r Gróða- galdur Umræðan síðustu missera um launakjör, starfslokasamninqa, hugsanlegar mútu- greiðslur og hlunnindi ýmissa manna ísam- félaginu vekur furðu meðal venjuleqra launamanna. Hvernig getur það verið að einn maðursé metinn svo háttað hann eigi skilið að fá á einu ári laun sem samsvarar ævilaunum fólks sem vinnursem kennari, hjúkrunarfræðingur eða almennt skrif- stofufólk. Eru þessir menn á einhvern hátt loðnari um lófana en við hin, eru þeir fæddir undir heillastjörnu, með silfurskeið ímunn- inum eða kunna þeir eitthvað fgrir sér sem við hin kunnum ekki. Þegar galdri er beitt til þess að afla fjár kallast það fé- eða gróðagaldur og til að sá galdur lukkist þarf að verða sér úti um ákveðin verkfæri: nábrók, flæðarmús, tilbera eða þjófarót. Galdrastafir og for- an múlur geta einnig komið að gagni, ferlaufasmári er sagð- * ur auka heppni manna og á 1 Netinu er hægt að kaupa handáburð sem er þeirrar yf- irnáttúru gæddur að draga tii sín fé. Skinnsokkabuxur fláðar af lifandi manni Til að komast yfir skolla- eða nábrók, sem eru eins konar sokkabuxur gerðar úr mannsskinni, þarf að gera samning við lifandi karl- mann um að fá að nota skinnið af honum eftir dauð- ann. Eftir að maðurinn sem á skinnið er dáinn og grafinn fer sá sem samninginn gerði út í kirkjugarð að næturlagi og grefur upp líkið. Síðan er hamleðrið fláð af líkinu, frá mitti og niður á tær, í heiiu lagi þannig að hvergi komi á gat. Að því loknu kiæðist skinnþeginn skinnsokkabux- unum, yfir bert hörundið, og þær holdgróa samstundis. Til þess að brækurnar verði að gagni þarf að stela pen- ingi frá bláfátækri ekkju á einhverri af þremur stórhá- tíðum ársins, á milli pistils og guðspjalls, og setja í pung nábrókarinnar. Eftir þetta þarf eigandi skollabrókarinnar aldrei að kvíða því að verða blankur því upp frá því dregur brók- in eiganda sínum peninga sem finnast í pungnum þeg- ar eftir honum er þreifað. Gæta verður .þess að eyða aldrei peningnum frá ekkj- unni því þá hætta buxurnar að virka. Sagt er að bestu gjaldbræk- ur fáist þegar skinnið er fleg- ið af lifandi manni en að þeim fylgi mikil ergi og römm kyngi, einnig er sagt að ýmsir fésælir menn hafi orðið sér úti um ilskinnsskó Móðirin gerir sér sepa innanlœris Tilberinn stækkar ört og áður en varir er liann orðinn of stór til að konan geti borið hann á milli brjósta sér. Gerir hún sér því sepa innanlæris þar sem snakkurinn sýgur sig fastan og nærist á blóði tilberamóður- innar. Skinnsokkabuxur Til að komast vfir skolla- eða nábrólt, sem eru eins konar sokkabuxur gerðar úr mannsskinni, þarf að gera samning við lif- ’andi karlmann um að fá að nota skinnið af honum eftir dauðann. Mýs sem draga að sér fé Flæðarmýs má veiða í þéttriðið net sem búið er til úr hári óspjallaðrar meyjar. Þegar búið er að veiða músina skal bera hana í barminum til altaris og dreypa á liana blóði Krists. Nútíma snakkur Eigendur tilbera eiga það til að taka við pöntunum og gera snakkinn út af örkinni til að redda því sem vantar. eða jafnvel heila mannshami sem þeir nota til að töfra til sín auðæfi. Sá sem á skinnsokkabuxur þarf að koma þeim frá sér áður en hann deyr því ekki má jarða menn í slíkum klæðnaði, ef þeir vilja liggja kyrrir í gröf- inni. Gera verður samning við einhvern sem vill taka við brókunum og þær nýtast vel hverjum þeim sem við þeim tekur. Það er þó ekki vanda- laust að afhenda öðrum skinnsokkabuxurnar því fyrst fer sá sem þær á úr hægri skálminni og jafn- skjótt fer hinn sem við þeim tekur í hana. Þegar hann er kominn í hægri skálmina getur hann ekki hætt við þótt hann vilji, ef hann hættir við og ætl- ar úr skálminni aftur er hann kominn í þá vinstri án þess hann viti af. Flæðarmús dreypt ineð blóði Krists Þeir sem ekki hafa í sér geð til að ganga í ná- brókum geta þess í stað veitt flæðarmús því sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum liggur fjöldi flæð- armúsa á stórum haugum af gulli og silfri og gim- steinum á hafsbotni. Flæðarmús á að veiða í þéttriðið net sem búið er til úr hári óspjallaðrar meyjar. Þegar búið er að veiða músina skal bera hana í barminum til altar- is og dreypa á hana blóði Krists. Músin er síðan lögð í hár hreinnar meyjar á öruggum stað, helst í hveititunnu, og peningur lagður undir hana. Pen- ingurinn á að sjálfsögðu að vera stolinn frá bláfá- tækri ekkju milli pistils og guðspjalls. Eftir það dregur músin til sín fé úr sjó. Sá sem veiðir flæðarmús verður að losa sig við mýslu í sjó fyrir andlátið því annars fer músin þangað sjálf og því fylgir mikil sjógangur og aftakaveður. Redda því sem þig vanhagar um Snakkar eða tilberar fá nafn sitt af þeirri iðju sinni að sækja eitt og annað fyrir eiga.nda sinn, það er einkum kvenfólk sem á snakk. í gamla daga skutust þeir á milli bæja og stálu mjólk og ull en nútíma snakkar útvega allt það sem eigandinn girnist. Eigendur snakka eiga það jafnvel til að taka við pöntunum og gera tilberann út til að redda því sem vantar. Til að komast yfir tilbera þarf kona að stela rif- beini í kirkjugarði á hvítasunnumorgunn og vefja það í ull eða léreft sem stolið hefur verið annars staðar. Konan ber vindinginn milli brjósta sér og fer með hann þrisvar til altaris þar sem hún lætur drjúpa á hann messuvín úr kaleiknum. Eftir það lifnar snakkurinn við barm hennar og hún getur sent hann hvert sem er. Tilberinn stækkar ört og áður en varir er hann orðin of stór til að konan geti borið hann á milli brjósta sér. Gerir hún sér því sepa innanlæris þar sem snakkurinn sýgur sig fastan og nærist á blóði tilberamóðurinnar. í gamla daga, þegar móðirin þoldi ekki lengur ^ við vegna ágangs tilberans, þótti óbrigðult að sprengja hann með því af láta hann tína lamba- spörö á þremur afréttum. Þessi aðferð dygði skammt í dag og því árangursríkara að senda snakkinn af stað til að leita að sviknum kosninga- loforðum. Þjófagras og lukkusteinar Rót holtasóleyjar kallast þjófarót og sagt er að hún vaxi upp þar sem þjófur hefur verið hengdur og sé sprottin af náfroðunni, aðrir segja að hún vaxi þar sem þjófur hefur verið grafinn. Þegar þjófarót er tekin verður að gæta þess að slíta að- eins miðrótina, annars verður hún gagnslaus. Hvellurinn sem heyrist þegar miðrótin slitnar er svo magnaður að hvert það kvikindi sem heyrir hann dettur dautt niður og þess vegna þarf sá sem slítur rótina að vera með skoffínsskinn fyrir eyr- unum eða góð nútíma heyrnarskjól. Önnur aðferð til að komast yfir þjófarót er að flétta reipi úr hundsskinni á sunnudegi á meðan prestur les guð- spjallið. Rótin er fyrst grafin upp með stálhníf sem hertur hefur verið í mannsblóði, síðan er reipið bundið í mannillt naut og það látið draga rótina upp á Jónsmessunótt. Sé þjófarótin vökvuð eins og tilberi og geymd í hveiti dregur hún að sér grafsilf- ur úr jörð eins og flæðarmús dregur fé úr sjó. Lásagras eða fjögurra laufa smári opnar allar læsinga sem hann er borinn að og ætti því aö koma _ atvinnuþjófum að gagni. Taka á smárann þegar sól gengur í ljónsmerki og herða hann í austanvindi. Grasið á að geyma í hári látins manns og undir hægri hendi eða um hálsinn í silkitvinna. Huliðs- hjálmssteinn er dökklifrauður að lit og gerir menn ósýnilega sé hann vafinn í hár þannig að hvergi sjáist í steininn og hann settur undir handarkrika vinstri handar. Til eru tvenns konar steinar sem draga að sér fé. Önnur gerðin er hvít að lit með svarta rák á öðr- um endanum, hrufóttir viðkomu og í laginu eins og kindartunga. Hann vex utan á vömbinni á sauðfé. Hin gerðin er sjórekinn, hnöttóttur og ímóálóttur að lit. Fésteinar koma eingöngu að gagni séu þeir geymdir í góðri hirslu. Óskasteinar eru þeirrar náttúru gæddir að uppfylla allar óskir þess sem steininn ber. Líklegast er að finna óskastein á hálf- föllnu flóði þegar tunglið er nítján nátta og sól í hásuðri. Satt og logið Eftir lestur ofangreindra ráða ætti enginn að þurfa að vera blankur. Aðferðirnar liggja fyrir og nú er um að gera að slá til og framkvæma gróða- galdurinn. Þeir sem eru stórtækir í eðli sínu verða sér að sjálfsögðu úti um öll hjálpartækin en aðrir láta sér nægja að eignast nábrók eða flæðarmús. Það verður enginn ríkur nema að hann erfi stóra upphæð eða taki séns í lífinu og því upplagt að slá til og reyna allar hugsanlegar leiðir. * * Amma mín á Hornafirði fór oft með eftirfarandi vísu þegar hún vissi ekki hverju hún átti að trúa og ég held að hún hafi haft rétt fyrir sér: Satt og logið sitt er hvað sönnu er best að trúa. En hvernig á að þekkja það þegar flestir ljúga? -Kip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.