Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 54
58 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 HelQarhlað DV <i Baleno Wagon 4x4. Skr. 1/99, ek. 79 þús. kr. 1170 þús. Suzuki Baleno Wagon, ssk. Skr. 10/99, ek. 46 þús. Verð kr. 1170 þús. Suzuki Jimny JLX, bsk. Skr. 6/02, ek. 15 þús. Verð kr. 1480 þús. Suzuki Swift GX, 5 d., bsk. Skr. 9/96, ek. 72 þús. Verð kr. 450 þús. Suzuki Grand Vrtara V6 2,5, ssk. Skr. 5/02, ek. 22 þús. Verð kr. 2650 þús. Suzuki Grand Vitara 2,0, bsk. Skr. 6/01, ek. 67 þús. Verð kr. 1790 þús. Suzuki Vrtara JLX, 5 d., bsk. Skr. 5/00, ek. 49 þús. Kr. 1360 þús. Skoda Octavia Elegance, ssk. Skr. 10/02, ek. 1 þús. Verð kr. 1890 þús. Nissan Primera Comf., bsk. Skr. 7/01, ek. 25 þús. Verð kr. 1490 þús. Daihatsu Feroza SE. Skr. 7/96, ek. 109 þús. Verð kr. 580 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---////------Í-------- SUZUKI BILAR HF. Skeifunni 17, síml 568-5100 Evrópskt yfirbragö hjá Toyota Bílasýningtn í Genf 2003 Toyota-menn voru mjög evr- ópskir í bragði í Genf en þeir eru nú komnir með nýja bíla í þremur stærstu flokkunum þar, Corolla, andlitslyftingu á Yaris og alveg nýjan Avensis. Hann var Evrópu- frumsýndur í Genf og er væntan- legur til landsins fljótlega í fram- haldinu. Hann kemur í þremur út- gáfum, stallbaks, hlaðbaks og langbaks, en hlaðbakurinn mun ekki vera seldur hérlendis. Til að geta keppt í þessum sterka flokki þurfti bíllinn að batna mikið og er óhætt að segja að því markmiði hafi verið náð hjá Toyota með þessum bíl. Hann er örlítið hærri en samkeppnisaðilarnir og A-biti framrúðunnar er framar en hjá samkeppnisaðilunum. Vélarnar eru þær sömu og í gamla bílnum, 1,8 og tveggja lítra bensinvélar og einnig tveggja lítra dísilvél og því vöntun á stærri vél fyrir þá sem það kjósa. Toyota tilkynnti líka um að Avensis verður fyrsti bíll þeirra til að verða fluttur inn til Japans, en Avensis verður fram- leiddur í verksmiðju þeirra í Bret- landi. Stærri Lexus RX300 Lexus-menn voru meðal þeirra fyrstu til að kynna lúxusjeppling árið 1998, Lexus RX300 sem þá þótti dálítið sér á parti. Á þeim fimm árum sem liðið hafa hefur mikið breyst, svo ekki sé meira sagt og nánast allir framleiðendur keppast við að bjóða slíka bíla. Bíllinn var líka á fólksbílagrind- inni úr Toyota Camry og varð h^nn því strax þekktur fyrir fólks- bíla aksturseiginleika. Nú þótti Lexus tímabært að skipta út þess- um vel heppnaða bíl fyrir aðeins stærri útgáfu með öflugri vél. Nýja vélin skilar 230 hestöflum við 5600 snúninga. Bíllinn er 150. mm lengri og 18 mm breiðari en fyrirrennarinn og hjólahafið er líka meira eða 10 mm lengra. Þannig verður hann samkeppnis- hæfari við aðra lúxusjepplinga sem komnir eru til sögunnar, eins og BMW X5 og Volvo XC90. Mesta útlitsbreytingin er að aftan þar Allir nú framleiddir og hannaðir í Evrópu, frá vinstri: Toyota Yarisi Corolla og Avensis. sem afturhurðin hallar mun meira en áður en flutningsrýmið hefur samt aukist mikið. Bíllinn verður betur búinn og má þar nefna skrikvörn, spólvörn og átaksdreifingu á hemlum. Hægt verður að fá hann meö skynvædd- um framljósabúnaði sem eltir beygjurnar eftir hreyflngum stýr- isins. Einnig er hægt að fá bakk- myndavél sem aukabúnað og Mark Lewinson hljómkerfi með 11 hátölurum. Tvinnbflar og vetnisbfll Framleiðendur Toyota til- kynntu í Genf um metnaðarfull áform þeirra varðandi markaðs- setningu tvinnbílanna, en þegar hafa verið settir á markað 130.000 slíkir af Toyota og áætlaö er að 300.000 verði komnir á götumar árið 2005. Mest hefur verið selt af Prius-tvinnbílnum en vænta má nýrrar útgáfu hans á næsta ári sem er stærri en núverandi bíll. Lexus RX jepplingurinn kemur á markað í haust sem tvinnbíll líka, sem er í fyrsta skipti í þessum flokki. Hann mun koma á markað í Evrópu á næstu tveimur árum. Einnig sýndi Toyota hugmynd sína að vetnisbíl framtíðarinnar en hann kallast FINE-S og er væg- ast sagt mjög framúrstefnulegur. -NG Lexus RX300 er mi stærri og betur búinn en áður en einnig var þessi tvinnbíls útgáfa sýnd í Genf. FINE-S er vetnisbíll framtíðarinnar að mati Toyota. Sportlegt þema hjá Mercedes og Mazda Bílasýningin íGenf 2003 Mazda frumsýndi á sérstökum blaðamannafundi við Genfarvatn nýjan tilraunabíl er kaliast Mazda MX Sportif. Bíllinn þykir gefa góöa hugmynd um hvemig vænt- anlegur arftaki Mazda 323 lítur út, en sá bíll mun einfaldlega verða kallaður Mazda 3. Líkt og á öðrum tilraunabílum í þessum flokki, sem sýndir vom á bílasýningunni í Genf, bílum eins og Opel GTC og Nissan Evalia, er Mazda MX sportlegur hlaðbakur með áherslu á stíl og gott innanrými. Bíllinn líkist nokkuð Mazda 6 í útliti sem gefur til kynna að hann muni ekki breytast mikið í endanlegri út- færslu sinni. MX Sportif er með tveggja lítra MZR vél sem er af nýrri kynslóð Mazda-véla. Við hana er fimm gíra beinskiptur kassi og til að auka öryggið er búið að koma fyrir skrikvöm. Opinn Mercedes CLK BlæjubOar em ailtaf vinsælir í Genf enda markar sýningin sum- artískuna í bílaiðnaðinum og þar em árlega veitt verðlaun fyrir opna bU ársins. Mercedes-Benz frum- sýndi þar CLK-bUinn sem er með rafdrifinni blæju, ólíkt því sem flestir framleiðendur hafa gert að undanfomu, að bjóða upp á bUa með feUanlegum stáltoppi. Blæjan er þó í mörgum lögum svo að hún heldur betur hita og einangrar bet- ur hávaða en hefðbundnar blæjur. Með því að ýta á einn takka feUur toppurinn niður í skottið og upp koma veltibogar fyrir aftan fram- sætin. Einnig er hægt að gera þetta með fjarstýringunni úr lyklinum. Bíllinn tekur fjóra í sæti og tvöfold loftræstingin er með sérstakan blásara fyrir afhu'sætin líka. Far- þegamir era vemdaðir með sex ör- yggispúðum, flóram frammi í og tveimur aftur i. Undir húddinu er hægt að velja um annaðhvort 215 hestafla V6 vél eða fimm lítra V8 vél sem skUar 302 hestöflum. Báðar nota fimm þrepa valskiptingu. -NG Mercedes frumsýndi CLK með blæju til að fagna vorinu í Genf. Mazda MX Sportif er nánast eins og Mazda 3 mun líta út en hann var forsýndur kvöldið fyrir bílasýninguna í Genf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.