Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Page 11
LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 11 Skoðun Pringles Laugardagspistill „I messulok verður gengið til alt- aris,“ sagði presturinn og horfði yflr söfnuð sinn í upphafi sunnu- dagsmessunnar. Sá samanstóð af fermingarbömum og foreldrum eins og gjaman á þessum árstíma. Stöku amma og afl voru þama líka. Krakkamir litu hver á annan með spum í augum þegar presturinn nefndi altarisgönguna. Þótt ferming- arfræðslan væri komin vel á veg virtist sem unglingamir stæðu ekki alveg klárir á þeirri athöfn. Prestur- inn tók eftir þessu og sagði alla vel- komna að altarinu, unga sem aldna. Dóttir mín pikkaði í mig og bað um skýringar. „Ja, það er þannig,“ hvíslaði ég, „að maður borðar eigin- lega likama Krists og drekkur blóð hans.“ Stelpan horfði á mig skelfd- um augum. „Ertu frá þér,“ sagði hún loks, „hver heldurðu að borði svoleiðis?" Aðeins táknrænt Krakkamir á bekknum fyrir framan okkur höfðu snúið sér við, svipaðir í framan og dóttir mín. Þeim leist ekki á blikuna. Ég óttað- ist að viðbrögð þeirra við skýring- um mínum trufluðu athöfnina og lagði flngur á munn. Kirkjukórinn bjargaði okkur, sem betur fer, með kröftugum sálmi. Sópraninn fór fyr- ir en bassaraddimar römmuðu inn kirkjutónlistina. Presturinn sneri að altarinu og meðhjálparinn rísl- aði við vín og oblátur. Helstu trún- aðarmenn messunnar urðu því ekki varir við uppnámið á bekkjunum tveimur. „Þetta er ekki svona í alvörunni," hélt ég áfram á lágu nótunum. Krakkarnir sneru enn öfugt í bekknum. „Þetta er táknræn athöfn þar sem söfnuðurinn tekur í raun þátt í síðustu kvöldmáltíð frelsar- ans og postulanna. Við borðum vígt brauð og drekkum. Það er kallað líkami og blóð Krists," sagði ég og vonaði að ég færi rétt með hin helgu fræði frammi fyrir fermingarböm- unum. Það brakaði í heilanum. Efnið var sótt í snarhasti inn á harða diskinn enda 37 ár síðan faðir fermingar- stúlkunnar stóö í sömu sporum og fermingarbömin í kirkjunni þenn- an sunnudagsmorgun. Bikar og obláta „Hvað drekkum við á eftir?“ spurði siðhærður fermingarstrákur á fremri bekknum. Hann gleymdi að hvísla sem varð til þess að mæð- ur annarra fermingarbama sendu okkur auga. Ég sussaði á piltinn en þakkaði enn fyrir styrk kirkjukórs- ins sem var, þegar hér var komið sögu, í þriðja erindi góðkunns sálmaskálds. „Þetta er einhvers konar rauðvínsblanda," hvíslaði ég, „kölluð messuvín." Neðri kjálkinn á síðhærða fermingardrengnum seig i messunm ,Ja, það er þannig, “ hvísl- aði ég, „að maður borðar eiginlega líkama Krists og drekkur blóð hans. “ Stelpan horfði á mig skelfdum augum. „Ertu frá þér, “ sagði hún loks, „hver heldurðu að borði svoleiðis?“ niður við tíðindin og jafnaldra ferm- ingarsystur hans jesúsuðu sig. „Eigum við að drekka vín hér í kirkjunni?" spurði strákurinn þeg- ar hann mátti mæla. „Oj,“ heyrðist í fermingarsystrunum í kór. Ég sá að ég varð að draga úr óróanum svo ég hvislaði því að væntanlegu ferm- ingarbömunum að þau drykkju eig- inlega ekki heldur dreyptu senni- lega á bikar og fengju aðeins einn sopa með oblátunni. „Ob hvað?“ spurði dóttir mín fyrir sína hönd og hinna og var greinilega ekki inni í meðtöku hinna heilögu sakramenta. Ég sagði þeim að oblátan væri ör- þunnt brauð sem presturinn gæfi þeim, brauð sem táknaði líkama Krists. „Já,“ sagði strákurinn á fremri bekknum, eins og hann hefði fengið uppljómun, „er það svona eins og Pringles?" „Það má eiginlega segja það,“ sagði ég, „samt ekki eins kryddað." Ég lét þess ógetið að oblátan væri búin til úr ósýrðu hveitimjöli. Ég var ekki viss um að það hvetti börn- in til altarisgöngunnar. Óþarft að hrópa Kirkjukórinn lauk söng sínum og presturinn sneri sér að söfnuðin- um. Trúarjátningin var næst. Söfn- uðurinn var beðinn um að fara með hana hátt og snjallt. Við stóðum upp. Presturinn fór með játning- una. Kórinn tók vel undir, með- hjálparinn lika og nokkrar ömmur sem komið höfðu með barnaböm- unum. Ég leit á fermingarbömin. Sum tuldruðu eitthvað, önnur hreyfðu aðeins varimar. Síðan voru þau sem tóku alls ekki undir. Ég sá að dóttir mín bærði varimar en heyrði ekki að hún flytti trúar- játninguna hátt og snjallt eins og um var beðið. „Kanntu hana ekki?“ hvíslaði ég og hallaði mér að baminu. Mér kom ekki í hug að taka hart á því, væri það svo, enda vissi ég með sjálfum mér að ég var nokkuð tekinn að ryðga í þeim fræðum. „Ég kann hana víst,“ hvíslaði stelpan á móti og tuldraði áfram, „það er bara óþarfi að hrópa þetta yfir alla.“ Ég lét gott heita og reyndi ekki einu sinni að bæra varimar. Kunnátta stúlkunnar kom mér ekki á óvart þótt hún básúnaði hana ekki. Hún er samviskusöm og á auðvelt með að læra. Óvanur bragðinu Fermingarbörnin voru hikandi þegar kom að altarisgöngunni í messulok. „Komið að altarinu," sagði presturinn uppörvandi. Hluti fuUorðna fólksins fór strax og rað- aði sér fyrir framan prest og með- hjálpara. Presturinn rétti fólkinu obláturnar, meðhjálparinn fylgdi í kjölfarið með messuvínsbikarinn. Sá háttur var hafður á að kirkju- gestir dýfðu brauðinu í vínið og meötóku sakramentin. Krakkarnir á kirkjubekknum mínum og þeim fyrir framan fikruðu sig varlega fram eftir kirkjugólfinu og tóku sér stöðu við hlið hinna fullorðnu. Við feðginin gengum saman, stilltum okkur upp á réttum stað og biðum þess að að okkur kæmi. Presturinn fór virðulega að öllu enda athöfnin helg. „Blóð Krists, bikar lífsins," endurtók hann fyrir hvem og einn, rétti fram oblátuna og meðhjálparinn bikarinn. Út und- an mér horfði ég á síðhærða strák- inn taka við brauðinu, stinga því í bikarinn og meðtaka. Hann japlaði líkt og jórturdýr og ekki var laust við að hann hryllti sig lítillega, óvanur messuvíninu. Fermingar- stúlkan mín fór að öllu með gát, það var varla að víndropi snerti oblát- una. Ég bleytti vel í og meðtók sakramentin. Misjafn smekkur „Vá, maður,“ sagði síðhærði gutt- inn þegar við vorum sest. Hann sneri öfugt i sætinu - treysti því að presturinn væri upptekinn við ann- að. „Þetta var alveg eins og þerri- pappír og festist í gómnum," sagði hann. „Og bragöið af þessu víni,“ bætti hann við og hryllti sig enn, „áttu tyggjó?" „Pabbi,“ hvíslaði dóttir mín að mér og horfði á mig með einlægni fermingarbarnsins, „Pringles er miklu betra en þetta.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.