Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 18
HelQarblacf lySJ"
LAUGARDAGUR S. MARS 2003
Líf óperusönqvara er ekki sá dans á rósum sem
margir halda. Kolbeinn J. Ketilsson ákvað seint
að qera sönqinn að lífsstarfi sínu en hann lauk
námi fqrir rúmum 10 árum. Hann sqnqur nú tit-
ilhlutverkið íóperunni Don Carlos eftir Verdi á
fjölum dönsku óperunnar en stærri hlutverk
bíða ífarvatninu. DVhitti Kolbein íKaup-
mannahöfn á döqunum.
Danska óperan er tii húsa í því sem heitir Det Kongelige
Teater og er reisuleg gömul bygging við Kongens Nytorv. Þar
renna Danir sér á skautum á köldum vetrardögum á sérsmíð-
uöum skautahring. 1 óperunni er um þessar mundir verið að
sýna óperuna Don Carlos eftir Verdi og það vekur ögn af
þjóðarstolti að sjá nafn Kolbeins Jóns Ketilssonar stórum
stöfum utan á húsinu en Kolbeinn syngur titilhlutverkið.
Óperan Don Carlos fjallar um ástir f meinum. Don Carlos
leggur hug á Elísabetu en faðir hans ákveður að taka hana
sem sína eiginkonu og veldur þannig sjálfum sér og öllum
öðrum mikilli óhamingju. Þetta fjölskyldudrama gerist á
Spáni á fimmtándu öld og í bakgrunni vofir hinn iliræmdi
spænski rannsóknarréttur yfir lifi manna og limum og trú-
villingar eru brenndir. Það er stórkostlegt að sitja í þessu
næstum tvö hundruð ára gamla óperuhúsi og fylgjast með
þjáningum persóna Verdis.
Það er æpt og stappaö í gólfiö að loknum flutningnum og
söngvarar koma fram og hneigja sig og uppskera bravóhróp,
köll og stapp.
Á eftir fórum við um langa rangala og alla leið í búnings-
herbergi Kolbeins og þar er íburðurinn heldur minni en á
sviðinu en hinir praktísku Danir eru augljóslega ekki að
eyða of fjár I aðbúnað óperustjamanna. Héma niðri við höfn-
ina er einhvers staðar verið að byggja nýtt óperuhús þar sem
ekkert er til sparað. Það er ekki hið opinbera sem þar bygg-
ir heldur aldraður forríkur skipakóngur danskur, A.P. Möll-
er að nafni. Hann hefur hagnast á rekstri Mærsk-skipafélags-
ins og vill nú gefa samborgurum sínum hlutdeild í auðæfum
sínum og ást á óperunni.
Það glæsilega hús verður tekið í notkun í ársbyrjun 2005
og danska óperan hefur ráðið Kolbein til þess að syngja hlut-
verk Radamesar í óperunni Aidu en með sýningum á henni
verður húsið vígt. Þetta er allnokkur heiður fyrir Kolbein og
staðfesting þess að hann er á leiðinni upp á stjömuhimin óp-
eruheimsins hægt og rólega.
Dagskrá Kolbeins staðfestir áþreifanlega að vinnutími og
álag ópemsöngvara er ekki alveg eins og venjuleg skrifstofu-
vinna. Morguninn eftir á hann að fljúga eldsnemma aústur
til Berlínar og mæta á æfingu og síðan aðalæfmgu á sviði
með Fílharmóniusveit Berlínar og syngja á rússnesku undir
stjóm Kent Nagano sem er rísandi stjama á sínu sviði.
Sendu njósnara til Genf
Fyrr um daginn hittum við Kolbein á torginu fyrir framan
ópemna og hann gengur með okkur baksviðs og inn í kaffi-
sal óperunnar. Þar situr hópur fólks og skrafar og maður fær
netta minnimáttarkennd yfir því að lesa ekki nótur eða neitt.
Það er ágætt kaffi og sumir heilsa Kolbeini, þar á meðal hvít-
hærður maður sem er píanóleikari og var byrjaður að vinna
við ópemna þegar Einar Kristjánsson og Magnús Jónsson
vom að syngja þar einhvem tímann á sjötta og sjöunda ára-
tugnum. Síðan mun ekki hafa staðið íslenskur söngvari á
þessu fomfræga sviði.
En hvemig fá menn hlutverk eins og þetta?
„Ég var að syngja í Carmen i Genf og þar sá umboðsmað-
ur mig og bauðst tii að útvega mér hlutverk. Hér er ekki fyr-
irsöngur heldur kom einhver frá dönsku óperunni til Genfar
og hlustaði á mig. Ég kom svo hingað sl. sumar til þess að
syngja í danskri ópera sem heitir Antichrist, eftir Ruud
Langgaard, og var sett upp í öðm húsi, gömlum reiðskóla. f
sama pakka var þetta hlutverk," segir Kolbeinn sem reyndar
heitir Jón Ketilsson i leikskránni því hann hefur löngu gefist
upp við að kenna útlendingum að segja Kolbeinn svo eitt-
hvert vit sé í.
Veikindaskrekkur
Kolbeinn er búsettur í Köln 1 Þýskaiandi og gerir sig út
þaðan og hefur sannarlega öll spjót úti því hann er á skrám
hjá fimm umboðsmönnum. öfugt við ýmsa aðra söngvara
hefur hann kosið hin seinni ár að vera lausráðinn eftir að
hafa reynt hitt. Hann er búinn að vera viðloðandi í Kaup-
mannahöfn síðan sýningar á Don Carlos hófust í byijun febr-
úar en næsta verkefhi hans á ópemsviði er að syngja í Das
Rheingold eftir Wagner sem verður sýnt f Múnchen.
Hann fékk góða dóma í dönsku blöðunum fyrir hlutverk
sitt í Don Carlos en segist alltaf hafa verið með hnút í mag-
anum því hann var lasinn á frumsýningunni og fann sig ekki
að eigin sögn í hlutverkinu þótt gagnrýnendur væm ánægð-
ir.
„Ég hef verið lausráðinn i um þrjú ár núna og get ekki sagt
annað en að það gangi vel því ég er að ganga af mér dauðum
með vinnuálagi. Ég var dauðlasinn á frumsýningu á Don Car-
los og vildi helst fá að hætta við. Ég gat varla sagt gott kvöld
þegar ég mætti.
Gagnrýnendur vom samt ánægðir hvemig sem á því
stóð.“
- Hvemig kanntu við Don Carlos?
„Þetta er ekki meðal frægustu ópera Verdis eins og Rigo-
letto eða Aida en meðal þeirra sem elska óperur er þetta ein
þeirra sem þeir elska hvað mest. Carlos er veikgeðja maður
sem þjáist og gengur ef til vill ekki alveg heill til skógar.
Ég vildi gjaman prófa þetta hlutverk en það situr svolítið
í mér að hafa verið veikur á frumsýningunni. Það getur
stressað mann þótt mér sé löngu batnað. Ég hefði þurft að
taka mér frí eftir þessi veikindi en það var ekki svigrúm til
þess.“
- Danska óperan hefur þann háttinn á, eins og mörg fleiri
óperuhús, að uppsetningin á Don Carlos er í raun gömul svið-
setning sem er dregin fram á nokkurra ára fresti.
„Það era nýir söngvarar í öllum hlutverkum en leiktjöld og
þess háttar era óbreytt svo þetta er auðvitað mjög hagkvæmt
fyrir óperuhúsið enda hafa þau flest þennan háttinn á.“
LAUCARDAGUR s. MARS 2003
HeIgarblað H>V
19
Kolbeinn í hlutverki hins þjáða Don Carlosar á sviði
óperunnar. í baksýn er Susanne Resmark sem söng
hlutverk Ebólí prinsessu
DV-myndir Rósa Sigrún Jónsdóttir
Wagner eða Verdi
Kolbeinn segir að það sé ákveðin nýbreytni fyrir hann að
takast á við Verdi eftir að hafa sungið Wagner bæði í Fidelíó
og Hollendingnum fljúgandi við góðar undirtektir.
„Þetta er annar söngmáti og getur verið snúið að finna
rétta gírinn ef svo má segja.“
- En er hann á heimavelli hjá Verdi eða hentar Wagner
honum betur?
„Það em skiptar skoðanir um það. Ég var að fá tilboð frá
Bastillunni í Paris um að syngja Wagner-hlutverk þar vorið
2005 og það kemur strax á eftir söngnum héma í Aidu. Ég er
auðvitað svolítið upp með mér af þessu. Sjálfur er ég til í að
syngja hvað sem er ef það passar minni rödd og karakter. Það
er kostur að hafa eins breitt svið og hægt er. Margir eru
bundnir í einu til tveimur hlutverkum allan sinn feril og
ferðast um allan heim til þess. Það vildi ég helst forðast eins
og er en kannski verð ég einhvem tímann svo latur að ég
verði til í það.
Tvo síðustu mánuði þessa árs fer ég til Leipzig og syng í
nýrri uppfærslu af Les Troyens eða Trójufólkinu eftir
Berlioz. Það verður mín fjórða uppfærsla af þessari ópem eft-
ir Dortmund, Lissabon og Salzburger Festival.
Svo var ég að fá tilboð um að syngja í ópera eftir Smetana
í sumar en mig langaði svolítið í sumarfrí svo ég veit ekki al-
veg hvað verður ofan á. Ég hef reyndar ekki farið í sumarfrf
í þrjú ár.“
Föðurlandið á balánu
- Þegar Kolbeinn stígur á sviðið í óperunni í Kaupmanna-
höfh, sem er fom höfuðborg Islands, finnur hann þá þunga
fóðurlandsins á baki sér?
„Maöur vill alltaf standa sig sérstaklega vel fyrir hönd
lands og þjóðar svo það er álag aukalega. Ég vil síður gera
mistök héma á sviðinu en heima á íslandi. Ég verð samt ekki
var við neinn nýlenduanda héma í óperunni þar sem allir
hafa tekið mér alveg sérstaklega vel.“
- Kolbeinn er í þessari sýningu eini gestasöngvarinn en
annars era það fastráðnir söngvarar óperunnar sem sjá um
önnur hlutverk. Líf hins lausráðna söngvara hljómar eins og
hálfgerður tætingur.
„Það verður mjög gott núna um miðjan mars að geta farið
heim og slakað á stuttan tíma. Þá gefst tími til að þegja í
nokkra daga áður en maður byijar að læra næsta hlutverk.
Ég hef í augnablikinu engan áhuga á fastráðningu en ég gæti
alveg eins búið héma í Danmörku en skattalega séð er Þýska-
land betra."
Ákvað að hætta að rembast
- Það er sagt að þegar Halldóri Laxness rithöfundi var boð-
ið starf forseta íslands hafi hann blimskakkað augunum á
viðmælanda sinn og sagt: Er það gott jobb? Margir telja áreið-
anlega að starf ópemsöngvarans sé draumastarf. Er það svo?
„Þegar maður er kominn upp í vissan klassa er það gott.
Það er fyrst og fremst spurt um markaðsvirði söngvarans og
sem betur fer virðist ég loksins vera að hækka í verði. En
þetta er auðvitað draumastarf fyrir þann sem elskar söng-
inn.“
- Kolbeinn segir að meðal óperusöngvara skipti miklu
máli hvar þeir hafa sungið og með hvaða hljómsveitarstjóra
og hvaða verkefni. Þannig verði til orðspor í tónlistarheimin-
um sem þýði að söngvarar hætta að þurfa að mæta í prufu-
söng eða að syngja fyrir eins og það er kallað.
„Leikstjórar tala saman og hljómsveitarstjórar líka. Svo
vilja menn líka hafa sungið í ákveðnum húsum eins og á
Scala, í París, New York, Múnchen og London. Þau em topp-
urinn.
Ég ákvað fyrir fáum árum að hætta að rembast á þessu
sviði og sækjast eftir ákveðnum viðmiðum. Það má segja að
ég hafi slakað á gagnvart ferlinum og ákvað að ég vildi frek-
ar syngja erfið hlutverk í litlu húsi en lítil hlutverk í frægum
húsum og einbeita mér bara að mínum hlut.
Óperuheimurinn er miskunnarlaus veröld sem er gott að
brynja sig gegn og láta hann ekki hafa of mikil áhrif á sig.
Þama er allt fullt af slúðri og oft talað illa um náungann.
Svo á maður sína góðu og slæmu daga. Stundum vildi mað-
ur helst fara heim í miðri sýningu en verður að syngja hlut-
verkið í gegn.“
- Kolbeinn segir alla söngvara dreyma um að komast t.d.
einu sinni á ferlinum á Scala en skyldu menn eiga sér uppá-
haldshljómsveitarstjóra?
„Ég missti af Karajan og Solti svo það veröur að bíða. Mér
líkar afar vel við Nagano og Antonio Pappano þykir um þessar
mundir mjög góður. Ég söng undir hans stjóm í Brussel og það
var alveg draumur. Hljómsveitarstjóramir elska sumir hljóm-
sveitina meira en söngvarana og þá þarf að ráða við það.“
Hið sterka skin sviðsljóssins
Kolbeinn segir að á stundum sé líf óperusöngvarans hálf-
gert basl og þótt fastráðning fáist í byijun ferils þá séu laun-
in varla fyrir nauðsynjum.
„Lengi vel er maður einfaldlega að fjárfesta í sjálfum sér
og syngja fyrir kostnaði á sultarlaunum. Mér finnst sígandi
lukka hafa verið best í þessum efiium og hef reynt að sýna
þolinmæði og taka sem flestum tækifærum sem mér hafa
boðist. Maður getur ekki stokkið í einu vetfangi upp á svið í
frægustu húsum heimsins án þess að hafa sannað sig eitt-
hvað áður.
Ég hef séð afar marga fara flatt á því að komast í sterkt
sviðsljós of snemma á ferlinum. Margir þeirra era þegar
horfhir af sjónarsviðinu og hefur ekkert til þeirra spurst. Það
þarf sterk bein til að þola mikið hrós og ofboðslega athygli og
menn brenna upp á tveimur til þremur árum.
Ég er ekki viss umaðég hefði sjálfúr þolað það. Ég hef líka
verið latur að trana mér fram heima í blöðunum með frétt-
um og viðtölum til að fólk viti hvað ég er að gera. Ég vil bara
syngja og láta sönginn sýna hvar ég stend.
Þetta er gríðarlega mikil pressa, ekki síst þegar menn era
komnir upp undir toppinn. Þegar Pavarotti sögn í Don Car-
los fyrir rúmum 10 árum á Scala og klikkaði á einum tóni var
það fréttaefhi um alla ítalfu. Mjög frægur söngvari Ben
Heppner var að syngja á dögunum á Met í New York eftir 14
mánaða hlé. Á netinu er hægt að fylgjast með skoðanaskipt-
um ópemunnenda um frammistöðu söngvara svo ef maður
gerir mistök em það ekki bara áhorfendur á staðnum sem sjá
það. Það fer út um allt. Að þessu leyti hefur maður enga
stjóm á umfjöllun þótt maður vildi stundum fá að vera í
friði.“
Einmana óperusöngvarar
- Lausráðinn ópemsöngvari býr eðli málsins samkvæmt í
ferðatösku og það þýðir ekkert annað í ókunnri borg en að
fara beint heim á hótel eftir sýningu og láta sér ekki verða
kalt og hvíla röddina með því að þegja. Er líf farandsöngvar-
ans ekki einmanalegt?
„Það getur verið það. Maður þarf að forðast hávær sam-
kvæmi þar sem er reykt og passa röddina vel. Það er gaman
að syngja en það er ekki alltaf gaman að vera söngvari. En
það er oft gaman á æfingatímanum ef það er skemmtilegt fólk
í kringum mann.“
- Kolbeinn býr I Köln með eiginkonu sinni, Unni Astrid
Wilhelmsen sem er söngkona. Hún fylgir honum oft á vett-
vang þegar hann er að syngja ef verkefhaskrá hennar leyfir.
„Hún syngur lítið í óperum, frekar á tónleikum og hefur
verið talsvert á Ítalíu og Austurríki. Hún skilur vel hvað ég
er að gera. Auðvitað getur maður orðið dálítið spenntur og
viðskotaillur á sýningardag og vill helst að allir segi já og
amen í kringum mann. Þá getur verið best að vera einn.“
Faðir og frændur með feiknarödd
- Faðir Kolbeins var Ketill Jensson ópemsöngvari sem
margir eldri íslendingar muna eftir. Bræður hans vom Ólaf-
ur Jensson blóðbankastjóri og Guðbjöm Jensson togaraskip-
stjóri sem er faðir Gunnars Guðbjömssonar óperusöngvara
en þessir bræður höfðu allir mikla söngrödd.
Það tók samt nokkum tíma fyrir Kolbein að ákveða að
verða söngvari. Hann lauk Verslunarskólanum, var í lögregl-
unni og á sjó á sumrin og fór seint í söngnám og var reynd-
ar skilgreindur sem barítonsöngvari fyrst sem þýddi að nám-
ið tók enn lengri tíma.
„Ég prófaði að fara í lögfræði en fannst það ógurlega leið-
inlegt. Ég var heldur ekkert viss um það fyrst í stað að ég
hefði hæfileika í söng. Ég söng mitt fyrsta stóra óperuhlut-
verk rétt fýrir þrítugt sem er mjög seint. Það var í rauninni
Kolbeinn Ketilsson er um þessar mundir að syngja
titilhlutverkið í Don Carlos eftir Verdi á fjölum
dönsku óperunnar. Þetta mun vera í fyrsta sinn í
nærri fjörutíu ár sem íslcndingur er þar í stóru hlut-
verki í þessari fornu höfuðborg íslands.
Kolbeinn er sonur Ketils Jenssonar óperusöngvara
sem margir muna eftir. Hann er búsettur í Köln og
er lausráðinn söngvari með þétta verkefnaskrá.
Hann ntun m.a. fá að opna nýja óperuhúsið í Kaup-
mannahöfn árið 2005.
ekki fyrr en ég fékk fjarlægð á Island sem ég fékk sjálfstraust
sem söngvari en eftir að ég loksins lauk námi hefur ferillinn
gengið vel.“
- Verða ekki tenórar að vera montnir?
„Það sem kallað er mont er falskt sjálfstraust, held ég, og
ég þoli illa montna söngvara. Sjálfstraust er nauðsynlegt en
mont er óþarfi. Það á að vera nóg að syngja. Það er annar
hver maður stórsöngvari heima á íslandi og ég held að þar
séu lýsingarorð svolítið fijálslega notuð."
Pabbi eklri fjTÍrmyndin
„Faðir minn fór og lærði á sínum tima en það vora engin
tækifæri heima á íslandi og hann sinnti söngnum lítið eftir
að heim var komið. Það er ekki nóg að hafa góða rödd, það
verður líka að hafa brennandi áhuga eða hálfgert ópemæði
sem hann hafði kannski ekki.
Hann var ekki mín fyrirmynd í þessum efnum og hvatti
mig ekkert sérstaklega. Hann náði samt að sjá mig syngja í
óperunni í Prag áður en hann dó og það skipti mig miklu
máli og ég held að það hafi skipt hann máli líka.“
Versta sönghús í heimi
- Það er ekki hægt að tala við íslenskan ópemsöngvara án
þess að ræða aðeins stöðuna í íslensku tónlistarlífi og þar er
aðeins eitt stórt umræðuefni. Það er tónlistarhúsið sem hef-
ur verið beðið eftir áratugum saman og nú þegar það er í
sjónmáli em menn að vakna upp við þann vonda draum að
þar innan veggja er ekki gert ráð fyrir íslensku óperunni.
„Ég hef heyrt að rfkisstjóm Islands hyggist verja 6 millj-
örðum í atvinnuuppbyggingu. Mér sýnist tilvalið að veija
hluta þess fjár í byggingu tónlistarhúss og húsið verður að
vera alhliða svo það geti hýst alla tónlist og verði notað sem
allra mest. Að byggja svona dýrt hús fyrir sinfóníutónleika
einu sinni í viku er auðvitað út i hött
Sennilega er Borgarleikhúsið versta sönghús í heimi og
hugmyndir um að setja óperuna þar inn em algerlega fárán-
legar," sagði Kolbeinn að lokum. -PÁÁ