Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Síða 23
LAUGARDAGU R 8. MARS 2003 Helgarbloö IOV 23 .. eittlivað fyrir þig? Make a Difference frá Origins, meðferð innblásin frá planturikinv: Hú&in send í vi&gerb ORICINS M»N» A Oirferoncr Skivi rajWemtín* Sajgt -Ns 048« wt,/po*d» t7 o*./50 «»* |------ — Origins hefur sent frá sér gel- kennt krem sem hjálpar hú&inni á náttúrlegan hátt að gera vi& þann ska&a sem á henni hefur oröið. Origins leit- ar hér enn og aftur til Móður náttúru í vöruþróun sinni og einblínir að þessu sinni á þær plöntur sem hafa þróað með sér þann einstaka eiginleika að lifa af og dafna undir sér- staklega erfiðum kringumstæð- um. Krem þetta er búið til úr kraftmikilli blöndu af náttúrleg- um efnum sem efla viðgerðar- ferlið djúpt inni í húðinni, eins og Jeríkórós (harðgerð planta sem getur lifað af þurrk í áraraðir). trehalose (sykur unninn úr maís), hafbaunum (brúnn þörungur sem er ríkur af c-vítamíni og áhrifaríkur gegn þurrki) og sjávarplönt- um. Saman vinna þessi efni að þvi að hjálpa húðinni við að komast yfir alvarlegan þurrk sem hún hefur orðið fyrir, f.d af völdum UV-geisla sólarinnar. Augljósasta merki þurrks í húðinni er sú að hún verður guggin, þurr og flagnar. Að auki getur ofþornun skemmt rakavörn húðarinnar sem getur leitt til roða og ertings. Stundum er ofþornun ekki mjög sýni- leg og falin djúpt inni í húðinni en það er oft bein afleiðing af geislum sólarinnar og öðrum umhverfisþáttum. Kremið smýgur undir yfirborð húðarinnar og hjálpar til við að gera við húðina langt niðri í húðþekjunni og hentar það öllum húðgerð- um á öllum aldri, enda hafa allir drýgt eina eða fleiri „sólarsynd" um ævina. Kremið er oliulaust og af því er hressandi angan af mímósu, sítrónu, appelsínu og bergamot sem hefur góð áhrif á hugann. Make a Differance frá Origins - krem sem sannar að jafnvel ellimörk þurfa ekki að endast eilíflega. Angan ástarinnar Eternity er innblásið af eilifri ást. Ilmur Eternity purple orchid frá Calvin Klein var hannaður til að fanga hlýju og tryggð þess sem elskar án skilyrða. Að sögn framleiðanda ilmvatnsins á anganinn að vekja upp hughrif um austræna tjörn þar sem blómstrandi vatnaliljur teygja sig upp úr þokunni sem liggur lágt yfir vatninu. Framleiðendur segja jafnframt að kjarna ilms- ins sé að finna í vanilluorkideunni, sætum, bleikum plómum og hvítum fresíum - tælandi blómum og tákni vellíðunnar sem kveikir losta sem brennur í skinninu. Svo mörg voru þau orð. Prinsessur á alþjóáadegi kvenna Margar litlar telpur fara í gegnum prinsessutimabil og í Ijósi þeirrar staðreyndar settust nokkrar mæður niður norður á Ak- ureyri og reyndu að upplifa þetta timabil í Ijóma æskuminning- anna. Samvinna mæðra og dætra bar ávöxt og í dag verður opnuð listsýning mæðgna í Samlaginu í Listagili á Akureyri. Til- efnið er enda ærið - í dag er Alþjóðadagur kvenna. Það eru listakonurnar, Arní, Ragnheiður Þórsdóttir, Jonna og dæturnar Þórey Lisa, Guðbjörg og Kolfinna sem sýna prinsessur í ýmsum birtingarformum. Málverk, teikningar, myndasögur, örsögur og textílverk er meðal þess sem ber fyrir augu á sýningunni. Full búð af nýjum spennandi vörum í stærðum 36-52 eolir frá 1.990 Topparfrá1.990 tískuhús SZftíttd §62 SUO. HE1LSUÁ TA§€ ÞJALFUNAR OG ÆFINGARPUNKTAR Fólk sem telst grannt (í kjörþyngd) hreyfir sig, í flestum tilvikum, meira en fólk sem á í baráttu við aukakílóin. Þegar talnalegar niðurstöður einnar rannsóknar eru skoðaðar kemur meðal annars í Ijós að feitar konur ganga að meðaltali 3,2 km á dag meðan grannar konur ganga að meðaltali 7,9 km á dag. Augljóslega er þetta mikill munur sem á árs- grundvelli jafngildir því að grannar konur gangi rúma 1.700 km umfram feitar kynsystur sínar. Hreyfing feitra og grannra mæld í km á dag Feitir Grannir Karlar um 6,0 km um 9,6 km Konur um 3,2 km um 7,9 km MATSEÐILL DAGSINS Dagur 24 Morgunverður: Fitness, kornflögur 3 dl Fjörmjólk 2,5 dl Lýsi 1 tsk. Hádegisverður: Þykkmjólk 1 dós = 170 g Hafrakex 3 stk. Ostur, 17%feitur 3 „ostskerasneiðar" Miðdegisverður: Trópí 1 ferna Epli 1 stk. Kvöldverður: Lærissneiðar, bakaðar/grillaðar 200 g Kartöflur, soðnar/bakaðar 3 „eggstórar" Grænmeti 100 g + Hvítlaukssósa 2 msk. Bjór 1 dós (5 dl) Kvöldhressing: Vínber 200 g = 55 meðalstór Hófleg neysla á alkóhóli, einn til tveir drykkir á dag, virðist draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum með því að hækka HDL kólesterólið og koma í veg fyrir myndun blóðsega (1 drykkur er t.a.m. það sama og 3,3 dl af sterkum bjór eða 2,8 cl af sterku vfni). Alkóhól virðist gagnast sérstaklega vel fólki sem er eldra en 50 ára og glímir við fleiri en einn áhættuþátt. Þess ber að geta að rannsóknir sýna að áfengisdrykkja (þrír eða fleiri á dag) auka tíðni dauðsfalla af öðrum völdum. Þar sem vitað er að neikvæðar hliðar alkóhóldrykkju eru fjölþættar er mjög mikilvægt að jákvæðar hliðar, sem hófleg drykkja hefur í för með sér, séu vegnar og metnar gegn hugsanlegum neikvæðum þáttum. Sú hætta er til að mynda fyrir hendi að hjarta- og æðasjúklingar, sem jafnvel aldrei hafa neytt alkóhóls en fara út í hóflega neyslu vegna vonar um að það hjálpi, ánetjist vímugjafanum og leiðist út í ofneyslu. Sum vín (rauðvín) innihalda fenóla og önnur plöntuefni sem kunna að vernda gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Þessi efni virðast virka sem andoxunarefni (draga úr tæringu) gegn LDL- kólesterólinu og hafa áhrif á efnaskiptaferli prostaglandíns með þeim afleiðingum að það dregur úr blóðsegamyndun. Þetta getur verið skýringin á því af hverju lægri tíðni hjarta- og æðasjúkdóma mælist meðal Frakka en til að mynda Bandaríkjamanna þó að áhættuþættir beggja þjóða séu svo til þeir sömu. Flestir sérfræðingar vilja fara varlega í sakirnar og eru ófúsir að mæla með neyslu alkóhóls til að bæta heilsu. Kveðja, Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur HReynnc

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.