Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 Fréttir DV Fjórip Pólverjar dæmdir í allt að sex mánaða fangelsi - einn þeirra er eftirlýstur af Interpol Pólverjarnir fjórir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi frá því í byrjun desember voru dæmdir fyrir innbrot og þjófnað í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Tveir mannanna hlutu sex mánaða fang- elsi og sá þriðji fimm mánuði. Fjórði maðurinn hlaut þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm til tveggja ára - enda bar hann því við að hann hefði verið sofandi í bílnum þegar afbrotin voru fram- in. Gæsluvarðhaldsvist mannanna dregst frá dómnum. Mennirnir sem eru á aldrinum tuttugu og fimm til fjörutíu og níu ára voru dæmdir fyrir stuld á tveimur bifreiðum, innbrot í Böövarsholt í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi, þaðan sem þeir höfðu með sér ýmis verðmæti, og tilraun til innbrots í þjónustumiðstöðina Vegamót á Snæfellsnesi. Innbrotsþjófanna varö vart við Vegamót og var lögreglunni í Stykkishólmi gert viðvart. Þjófamir lögðu á flótta á hvítum sendibíl þegar þeir urðu varir við mannaferðir en voru stoppaðir við Hítará af lögreglunni í Borgar- nesi. Þegar lögreglan stöðvaði sendibílinn var bílstjórinn einn í bílnum en hliðardyr hans opnar. Skömmu síðar fann lögreglan tvo menn liggjandi í skurði skammt frá þar sem bíllinn var stöðvaður. Fjórði maðurinn fannst lengra frá, slasaður á fæti. Polverjarnir koma fyrir héraðsdóm Dómur féll í máli fjögurra Pólverja í gær. Ljóst er aó þrír mannanna eru ekki á heimleió á næstunni en þeir voru dæmdir til aö sæta fimm Einn Pólverjanna, tæplega fimmtugur að aldri, er eftirlýstur af Interpol. vegna brots á lögum um vopnaburð, nauðgun og lík- amsrárás í heimalandi sínu. Hann til sex mánaöa fangelsisvist. Sá fjóröi hefur einnig verið sakfelldur í Bandaríkjunum. Einn hinna þriggja hefur brotið af sér í Dan- mörku. Auk fangelsisvistar eiga þrir hlaut skilorösbundinn dóm. sakborninganna að greiða hundr- að þúsund krónur í málsvamar- laun en sá fjórði, sem vægastan dóminn hlaut, greiðir rúmar þrjá- tíu þúsund krónur. -Kip Snjór fluttur í Hlíðarfjall Vegna lítillar snjókomu í vetur gripu forráðamenn Skíðastaða í Hlíðarfjalli til þess örþrifaráðs nú í vikunni að safna saman snjó sem skafið hafði ofan í skurði og dældir í nágrenni skíðasvæðis- ins og fluttu hann inn á skíða- svæðið. Notast var við traktor með snjóblásara framan á til að blása snjónum upp á vagn sem dreginn var áfram af snjótroð- ara. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðumanns Skíða- staða, var snjórinn notaður til að búa til brautir fyrir skíðamenn til að renna sér niður að stóla- lyftunni frá hótelinu og brautir til að komast að skíðahótelinu frá skíðabrekkum ofan þess. Undanfama daga hefur snjóað lítillega í fjallinu og skíðafærið batnað töluvert. Veðurspá næstu daga gefur vísbendingar um að bjartari tíð sé fram undan fyrir skíðaáhugafólk á Norðurlandi og þá fjölmörgu ferðamenn sem ætla sér að heimsækja vetrarbæ- inn Akureyri á næstunni og fara á skíði. -ÆD Dúfum í Reykjavík ler stöðugt fækkandi - dúfur í hópum aöeins á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu Söknuöur Halldór Guöbjörnsson er meö dúfur í garöinum hjá sér þar sem hann ræktar þær. Hann segir aö dúfurnar geti hvergi fengiö skjól og því geti þær ekki lifaö eölilegu lífi. Dúfúm á höfuðborgarsvæðinu fer stöðugt fækkandi að sögn fuglafræöinga. Eftir því sem best er vitað er í dag aðeins að finna tvo staði þar sem dúfur halda til í Reykjavík, fyrir utan þær sem eru í Húsdýragarðinum. Það er við Sundahöfn og við Reykjavíkur- tjöm. Á báðum stöðum hefur dúfnastofninn þó minnkað veru- lega á síðustu árum og telur Hall- dór Guöbjörnsson, dúfnaræktandi og mikill fuglaáhugamaður, þetta vera mikið áhyggjuefni. Kveðst hann sakna dúfnanna. „Hér á árum áður voru þær á ýmsum stöðum, m.a. gömlu mjólk- urstöðinni, sem nú er Osta- og smjörsalan, og hjá Jóni Ólafssyni og fleiri fyrirtækjum sem vom með kom í gamla daga. Þá voru sumir landsmenn að gera gat í ris- ið heima hjá sér til að dúfurnar fengu skjól,“ segir Halldór og bæt- ir við að með þessu móti hafi dúf- umar getað lifað góði lífi og náð að fjölga sér eðlilega. Nú sé ekkert skjól að finna og því stendur stofn- inn í stað. „Nú eru engir svona staöir fyrir þær og korn er geymt í lokuðum hlöðum,“ segir Halldór. „Ég veit það að Meindýravamir bregðast við þegar kvartanir ber- ast en mér finnst þetta orðið ein- um of mikið þegar dúfur eru illsjá- anlegar, jafnvel við Tjömina. Ég fer oft niður á Reykjavíkurtjöm til að athuga dúfumar og þar eru þær oft ekki fleiri en í mesta lagi 20 talsins. Fyrir 10 ámm sá maður dúfur hér og þar í bænum, annað- hvort á flugi eða á jörðu niðri. Nú er ekki svo,“ segir Halldór. Dúfur eru ekki vandamál Guðmundur Bjömsson hjá Mein- dýravörnum Reykjavíkur segir að dúfum hafi ekki fækkað mikið á síðastliðnum árum og þvertekur fyrir að verið sé að eyða þeim með reglulegu millibili. Hann segir þó að dúfur hafi vissulega verið vandamál á siðasta áratug. „Við erum skyldugir til aö bregðast við ef kvartað er undan þeim. En við höfum eytt sárafáum dúfum að undanfórnu. Ég held að frá síðasta sumri hafi ekki borist nema þrjár kvartanir sem við brugðumst eðlilega við og þá var, að ég held, samtals sjö dúfum eytt. Það er alveg sáralítið miðað við það sem var fyrir 10 árum. Þá var mikið kvartað og við þurftum að eyöa dúfum mun oftar, einkum vegna kvartana frá íbúum,“ segir Guðmundur og ítrekar að dúfur séu ekkert vandamál í dag. -vig Meiri fiskur á land í Skagafiröi Talsverð aukning varð á lönd- uðum fiskafla í Skagafirði á síð- asta ári og nam hún 1.232 tonn- um miðað við árið á undan. Langmestu var landað á Sauðár- króki, tæplega 8.600 tonnum sem alls 26 skip báru að landi. Þau eru ekki öll gerð út frá Skagafirði því nokkuð var um að aðkomu- bátar lönduðu á Sauðárkróki í fyrrasumar líkt og undanfarin ár. Togarinn Hegranes var það skip sem landaði mestum afla, eða 3.844 tonnum. Auk Sauðárkróks var 561 tonni landað á Hofsósi og tæpum 12 tonnum í Haganesvík. Samkvæmt upplýsingum Gunnars Steingríms- sonar hafnarvarðar var heldur minna um aðrar skipakomur á siðasta ári. Þær urðu alls 81, að langstærstum hluta fraktskip, en einnig var um olíurannsóknarskip og varðskip að ræða. Á síðasta ári jókst viðlegupláss í Sauðárkróks- höfn um 60 metra þegar lokið var við steypu og frágang á svokölluð- um Norðurgarði í höfninni. í sum- ar er áætlað að dýpka höfnina á Króknum og verður verulegu magni dælt upp úr henni. Við það mun batna til mikilla muna að- staða fyrir fraktskipin að koma þar inn og athafna sig í höfninni en sandburður hefur verið þar til baga síðustu ár. Þess má geta að það efni sem dælt verður upp úr höfninni verður nýtt í landfyll- ingu á Sauðárkróki vegna til- færslu á svokölluðum Strandvegi en hann er hluti af Þverárfjalls- vegi. -ÖÞ Héraðsdómur Vestfjarða: Dæmdur fll greiöslu 22 ndlljóna Útgerðarfélagið Tjaldur höfðaði fyrir Héraðsdómi Vestfiarða mál gegn Biminum ehf. þar sem kraf- ist var liðlega 25 milljóna króna en Básafell, sem síðar sameinað- ist Tjaldi, hafði selt Biminum varanlegar veiðiheimildir, 0,065161% hlutdeild í þorskafla- marki. Umsamið kaupverð var 83 milljónir króna. Bjöminn greiddi 41,5 milljónir króna af kaupverð- inu í desember 1998 en síöan urðu aðilar sammála um að hluti af verðmæti afla sem stefndi lagði upp hjá stefnanda skyldi reiknast sem greiðslur inn á kaupverðið. Samkvæmt því voru greiddar 4,3 milljónir króna og síðan 12,1 milljón króna 1998 og 1999. Deilt var um það hvort með sama hætti hefðu verið greiddar 2,8 milljónir króna. Með framburði vitna þykir sannað að ekki hafi verið farið eftir skriflegum kaupsamningi um greiðslur fyrir aflaheimildim- ar en stefhdi mundi þess í stað greiða helmings andvirði þeirra með hluta af verðmæti afla sem hann legði upp hjá Básafelli, og jafnframt yrðu ekki reiknaðir vextir á eftirstöðvar meðan það fyrirkomulag stæði. Stefnandi hætti rekstri fiskvinnslu á Flat- eyri í árslok 1999 og lauk þar með greiðslu með afla. Héraðsdómur dæmdi stefnda til þess að greiða 7% vexti frá þeim tíma, eða 1. desember 1999, eða 22,3 milljónir króna meö 7% árs- vöxtum frá þeim tíma til 3. maí 2002, en frá þeim degi með drátt- arvöxtum til greiðsludags, ásamt 500 þúsund krónum í málskostn- að. -GG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.