Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Síða 4
4 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ2003 Verð til íslenskra nautabænda NAUTAICJÖT: Landssamband kúabænda hefur tekið saman upplýsingar um verð á nauta- kjöti til bænda í Danmörku og í samanburði við Island kemur fram að danskir bændur fá 25% hærra vérð fyrir ung- nautakjöt en íslenskir. Niður- staðan kemur sambandinu ekki á óvart en þar sést að verð á nautakjöti á fslandi hefur hríðlækkað undanfarin ár og stendur í dag ekki undir kostn- aði. Að sögn sambandsins er Island eina landið í Evrópu þar sem nautakjöt er selt neytend- um án þess að kjötið sé niður- greitt með einum eða öðrum hætti. Landssamband kúa- bænda segir Ijóst að fleiri og fleiri kúabændur séu farnir að draga úrframleiðslunni vegna lægst í Evrópu? hins lága afurðaverðs og hafi margir þegar hætt framleiðslu nautakjöts. Að mati sambands- ins verður erfitt að tryggja ís- lenskum neytendum hágæða íslenskt nautakjöt um ókomna tíð ef ekki verður gripið til ráð- stafana til að bæta afkomu greinarinnar, s.s. með aðkomu opinberra aðila. Hættulegar eftirlíkingar ÁFENGI: Einn maður hefur lát- ist í Finnlandi og nokkrir veikst alvarlega eftir neyslu eftirlík- inga af þekktum áfengisteg- undum. I Noregi er einn maður í öndunarvél af svipuðum or- sökum. Um er að ræða eftirlík- ingar af m.a. Absolut vodka og Captain Morgan rommi. Eftirlík- ingarnar innihalda m.a. met- anól og etylenglykól sem eru betur þekkt sem tréspíri og frostlögur. Ekki er ástæða til að óttast vöru sem seld er eftir við- urkenndum leiðum og hægt er að rekja beinttil framleiðanda. Full ástæða er til að varast vöru þar sem uppruni er óviss. Öll vara sem seld er í vínbúðum ÁTVR er keypt af viðurkennd- um umboðsaðilum og fer í gegnum strangt gæðaeftirlit. Rjúpnaveiðibannið vekur reiði skotveiðimanna í garð Náttúrufræðistofnunar: Sökuð um að hag- ræða upplýsingum Ákvörðun Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra að banna rjúpnaveiðar næstu þrjú árin hefur sætt mikilli gagnrýni skotveiði- manna. Sigmar B. Hauksson, for- maður Skotveiðifélags íslands, hef- ur skrifað bréf á heimasíðu félags- ins sem hann kallar: Heyra rjúpna- veiðar á íslandi sögunni til? í bréfinu er Sigmar harðorður í garð Náttúrufræðistofnunar og segir meðal annars: „Ekki verður betur séð en Náttúrufræðistofnun hafi hagrætt rannsóknargögnum til að auðvelda umhverflsráðherra að SIGMAR B. HAUKSSON, FORNIAÐUR SKOT- VEIÐIFÉLAGS ÍSLANDS: Segir Náttúru- fræðistofnun hafa hagrætt gögnum til að auðvelda ráðherra að taka ákvörðun. taka ákvörðun um að alfriða rjúp- una. Flestar upplýsingar um ástand stofnsins koma frá talningarsvæð- um þar sem byrjað var að telja eftir síðasta hámark, eða þegar stofninn var í niðursveiflu.“ Vísað til viðauka Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun íslands, segir að hann telji lfldegt að Sigmar sé að vísa til viðauka sem Náttúru- fræðistofnun gerði við álitsgerðina frá því í fyrra. ÓLAFUR K. NIELSEN FUGLAFRÆÐINGUR: Segir Sigmar skrifa (hita augnabliksins. Honum hefði verið nær að telja upp að tíu áður en hann birti bréfið. FRIÐUÐ I ÞRJU AR: Akvörðun Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra að banna rjúpnaveiðar næstu þrjú árin hefur sætt mikilli gagnrýni skotveiðimanna. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Islands, hefur skrifað bréf á heimasíðu félagsins sem hann kallar Heyra rjúpnaveiðar á fslandi sögunni til? „Umhverfisráðuneytið bað um tillögur frá Náttúrufræðistofnun um það hvernig bregðast skyldi við því að tillagan um sölubann á rjúpu félli á þingi og stofnunin skilaði viðauka sem byggður var á talning- um frá síðasta sumri og í sjálfú sér breyta þær talningar engu um heildarmyndina. f bréfinu segir meðal annars að flestar upplýsingar um ástand stofnsins komi frá talningarsvæð- um þar sem byrjað var að telja eftir síðasta hámark, eða þegar stofninn var í niðursveiflu, og ef ég reyni að skilja þetta verð ég að heimfæra það yfir á viðaukann. Myndin frá því í fyrra er fullmótuð og viðauk- inn breytir í raun engu um hana.“ Skrifað í reiði Ólafur segist hafa átt gott sam- starf við Skotveiðifélagið í gegnum tíðina og hann telji að bréfið sé skrifað í hita augnabliksins. „Þegar menn skrifa svona bréf eiga þeir að geyma þau í sólarhring og lesa yfir áður en þau eru birt. Ef menn ætla að eiga gott samstarf þá sakar mað- ur ekki menn um svik.“ kip&dv.is FLOTT MÓDEL Það er margur gæðagripurinn til sýnis (Smáralind. Flugdúndur í Smáralind í gær hófst í Smáralind í Kópavogi sýningin Flugdúndur, en til hennar er efnt f tilefni af hundrað ára af- mæli flugs í heiminum. Á sýning- unni, sem stendur fram á sunnu- dag, er að finna flest það sem teng- ist flugi - þessum samgöngumáta nútfmans - svo sem flugvélar, fall- hlífastökksbúnað, svifflugur, flug- dreka, mótorsvifdreka, fjarstýrð módel og ýmsa flugsögulega gripi. Tugir flugmódela af öllum gerðum eru í Vetrargarðinum og raunar víðar í Smáralind. Þá verða í Vetrar- garðinum kynningar á klukku- stundar fresti á léttum nótum þar sem fjallað verður um listflug, einkaflug, flugkennslu, flugsöguna og sitthváð annað. -sbs étt og mllt (veöri. Víða dálftil rignlng eða súld "'nu 10tHl7stlg. Veðriðídag Sólarlag í Sólarupprás á kvöld morgun Rvík 22.53 Ak. 22.59 Rvík 04.17 Ak. 03.31 Síðdegisflóð Rvlk 17.00 Ak. 21.33 Árdegisflóð Rv(k 04.36 Ak. 09.03 VeðriOkl. Uígm Akureyri rigning Reykjavík alskýjað Bolungarvík rigning Egilsstaðir léttskýjað Stórhöfði skýjað Kaupmannah. skýjað Ósló rigning Stokkhólmur Þórshöfn rigning London rigning Barcelona léttskýjað New York hálfskýjað París skýjað Winnipeg heiðskírt 12 16 11 11 13 23 16 20 11 16 30 23 22 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.