Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 16
16 DVHELCARBLAÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ2003
DvHelgarblað
i
Umsjón: Snæfríður Ingadóttir og Finnur
Vilhjálmsson
Netfang: snaeja@dv.is / fin@dv.is
Sími: 550 5891
Erguð kona?
Viðtal við dr. Arnfríði
Guðmundsdóttur
sem varð fyrst
kvennartil að hljóta
fastráðningu við
guðfræðideild
Háskóla íslands.
Svona á að
synda
Helgarblaðið gefur
þeim sem vilja fá
eitthvað meir en
afslöppun út úr
sundlaugarheim-
sóknunum nokkur
góð ráð.
' 5 t** • . Jr /■'jl4 Betri myndir .;■<+ }
A Sumir myndast alltaf
JW&yt vel en aðrir eru alltaf £‘v } k
eins og kartöflu-
pokar á Ijós-
myndum. 1 X' jfe j
Ljósmyndarar DV L jjb.
æm. gefa þeim góð ráð
sem vilja myndast ■H
betur. TS
Bls.28
Bls.38
Bls.42
Leikið í hlöðunni
LEIKHÚS f HLÖÐU: Leikstjórinn Skúli Gautason fyrir framan hlöðuna við Litla-Garð sem nú gegnir hlutverki
leikhúss. Litli-Garður er I útjaðri Akureyrar, nánar tiltekið á leið út á Akureyrarflugvöll.
Einleikurinn „Etly, alltafgóð", eftir Akureyring-
inn Þorvald Þorsteinsson, sem hlaut Grímuna nú
á dögunum fyrir verk sitt, „and Björk, ofcourse",
verður frumsýndur í hádeginu miðvikudaginn
næstkomandi. Frumsýningin ersú fyrsta affjór-
um sem sýndar verða á Akureyri. Verkið er flutt
afÆvari Þór Benediktssyni, nema í MA, og er í
leikstjórn Skúla Gautasonar, en æfingar hafa
staðiðsíðan íjúní
„Elly, alltaf góð“, er drama/gaman-einleik-
ur sem fjallar um mann sem á erfitt með að
tjá tilfinningar sínar. Hann er því sendur
heim af sálfræðingnum sínum með dúkku í
farteskinu og á hann að æfa almenn tjáskipti
með því að tala við hana. Varðandi fram-
vindu leikverksins vilja þeir félagar ekkert
segja mér en lofa því einungis að margt muni
koma upp á yfirborðið þegar ungi maðurinn
byrjar að eiga tjáskipti við uppblásnu dúkk-
una. „Þetta er sennilega einn af þeim sem
hafa haft of mikinn tíma til að hugsa,“ segir
Skúli, leikstjóri og leikhúseigandi. Einleikur-
inn var upphaflega skrifaður fyrir Björgvin
Franz Gíslason, þá leiklistarnema, sem verk-
efni í Leiklistarskóla fslands. Sýningin er
haldin heima hjá leikstjóranum, á Litla-
Garði, gegnt flugvellinum á Akureyri, en þar
hefur Skúli nýlega breytt hlöðunni sinni í lít-
ið leikhús sem tekur um 40 manns í sæti. í
miðaverði er innifalin súpa og brauð frá veit-
ingastaðnum Friðriki V.
Óvenjulegt leikhús
Blaðamaður DV leit inn á æfingu hjá þeim
félögum á dögum og þar tjáði Ævar honum
að verkið hefði blundað í um tvö ár. „Ég var
að leika í Hárinu í fyrravor og Þorvaldur kom
á eina sýninguna og vildi endilega tala við
mig eftir hana. Við hittumst hjá sameiginleg-
um vini okkar, Sverri Páli Erlendssyni, og eft-
ir spjall saman þá bauð hann mér tvo einleiki
og ég mátti gera það sem ég vildi við þá. Mér
leist betur á Elly og langaði að vinna eitthvað
frekar með það verk," segirÆvar, en þetta er
ekki í fyrsta skipti sem drengurinn er á sviði
því hann hefur getið sér orð í uppfærslum
Menntaskólans á Akureyri, bæði í Hárinu og í
Chicago, sem sýndur var í vetur. Einleikurinn
er sýndur í mjög óvenjulegu leikhúsi, nánar
tiltekið í gamaíli hlöðu sem stendur á landar-
eign sem hinn þjóðkunni leikari og skemmti-
kraftur Skúli Gautason keypti nýlega. „Ég hef
ekkert verið á Akureyri nema á veturna hing-
að til en er að vinna hérna í sumar þannig að
ég fór að líta í kringum mig varðandi mögu-
leika á því að setja verkið upp. Ég hringdi í
Skúla og athugaði hvort hann hefði áhuga á
því að vera með mér í þessu og hann sló til.
Hugmyndin var að setja einleikinn upp í
kaffihúsi niðri í miðbæ en eftir að hafa talað
við Skúla var ákveðið að setja þetta upp í
hlöðunni hans," segirÆvar, en hann telur sig
hafa verið mjög heppinn með það að detta
inn á þennan sýningarsal og telur hann henta
leikverkinu. „Það er dálitið groddalegt en um
leið er ákveðinn sjarmi yfir því sem mun ör-
ugglega eiga þátt í því að laða gesti að sýning-
unni og um leið skapa réttu stemninguna."
Fjölskyldufyrirtæki
Blaðamanni DV leik forvitni á að vita meira
um þetta um margt undarlega leikhús sem
nú hefur verið standsett í gamalli bragga-
hlöðu norður á Akureyri. „Fýrir réttum þrem-
ur árum, 23. júlí 2000, þá gerðist það að ég og
kona mín, Þórhildur örvarsdóttir, vorum að
skoða möguleika á því að flytja norður. Okk-
ur leist vel á Litla-Garð og fengum að gista
eina nótt hér. Síðan gerðist það eldsnemma
þann morgun sem við vorum hérna að við
fengum hringingu frá lögreglunni í Reykjavík
sem tjáði okkur að húsið okkar hefði brunnið
um nóttina og því var ákveðið að halda hing-
að,“ segir Skúli, en hlaðan fyrir utan húsið
hafði mikil áhrif á kaup þeirra hjóna. „Hlað-
an heillaði mig mest og ég sá strax möguleik-
ann á því að breyta henni í leikhús." Hlaðan,
sem er komin til ára sinna, örugglega smíðuð
upp úr stríði, er fyrir margra hluta sakir for-
vitnileg og það sem er furðulegast við hana
eru bílfjaðrir innan á vesturvegg hennar,
veggnum sem snýr að brekkunni. Að sögn
Skúla eru fjaðrirnar tilkomnar vegna vegg-
framkvæmda sem bræður tveir sem bjuggu á
Litla-Garði árið 1963 fóru í vegna tjóns á hús-
inu í kjölfar mikiís jarðskjálfta sem reið yfir
Norðurland það árið. Bræðurnir voru snögg-
ir til, grófu frá veggnum, púlluðu honum upp
með bflfjöðrunum og steyptu hann fastan, og
enn í dag eru fjaðrirnar á sínum stað. „Fróðir
menn þykjast þekkja þarna blaðfjaðrir úr
Rússajeppa og fjaðrir undan litlum vörubfl,
sennilega Ford,“ segir leikhúseigandi með
lúmskt bros á vör. Skúli segist hafa ákveðið
að reyna að halda bragganum í sinni upp-
runalegu mynd. „Ég fór þá leið að friða húsið
að innan. í staðinn fyrir að skipta um járn að
innan og einangra það smíðaði ég nýtt utan
um það og einangraði húsið þaðan," segir
Skúli. Einleikurinn Elly, alltaf góð, er fyrsta
leikverkið sem sett er upp i hinu nýja leik-
húsi, en milli jóla og nýárs hélt hljómsveitin
Mór þar tónleika í brunagaddi. Margt verður
um að vera í litla leikhúsinu næstu vikurnar,
auk sýninga á Elly, alltaf góð. Til Akureyrar er
væntaniegur danskur leikhópur sem ætlar að
setja upp sýningu þar. Skúli segist ekki vita
neitt um verkið sem leikhópurinn ætlar að
setja upp en þekkir ekki leikhópinn nema að
góðu einu. f haust mun einnig Sigríður Eyrún
Friðriksdóttir setja upp einleik í hlöðunni. Að
sögn Ævars stendur til að fara með einleik-
inn, Ellý, alltaf góð, í ferðalag þegar sýning-
um lýkur á Akureyri. „Þetta var hugmynd
sem kom upp í vinnsluferlinu og við stukkum
á hana um leið. Við ætlum að gera þetta í
ágúst og er stefnan tekin á Sauðárkrók, Borg-
arfjörð og Reykjavík. Ég efast ekki um að
þetta eigi eftir að verða mjög gaman." Fyrir
frekari upplýsingar um sýninguna og þá sem
að henni standa er áhugasömum bent á
heimasíðu verksins; www.castor.is/elly
akureyrí@dv.is