Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2003, Blaðsíða 34
38 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ2003 SUND - SLÖKUN EÐA LÍKAMSRÆKT? Samkvæmt könnun sem gerð var árið 2002 eru flestir þeir sundlaugagestir sem stunda laugarnar að staðaldri fólk í skrifstofustörfum en þar á eftir koma ellilífeyrisþegar. Konur synda að meðaltali lengri vegalengdir en karlar. í sundlaugar Reykjavíkur mæta árlega um 1,8 mllljónlr sundgesta. Sumir koma bara til að slaka á í pottunum eftir erfiðan dag meðan aðr- ir hamast við sundtökin. Sundstíllinn er eins misjafn og gestirnir eru margir og næsta víst að ekki fá allir eins mikið út úr hamaganginum og þeir kjósa. Helgarblaðið fór á stúfana og kann- aði hvernig best er að hegða sér vilji maður fá sem mest út úrþessari hreyfingu. Sundiðkun er talin vera góð alhliða hreyf- ing sem reynir á marga vöðvahópa, en það sem er sérlega gott við íþróttina er að hún er nánast meiðslalaus þar sem ekkert álag er á liði og sinar. Það eru þó alls ekki allir sem kæra sig nokkuð um það að fá eitthvað út úr sundlaugarheimsóknunum annað en afslöppun ef marka má rannsókn sem Björg- vin Júníusson og Rúna Lísa Þráinsdóttir unnu í fyrra, þá nemendur við íþróttakennaraskól- ann á Laugarvatni. í þeirri rannsókn sem gerð var fyrir lokaverkefni þeirra „Sundlaug- arheimsóknir almennings - líkamsrækt eða afslöppun" kemur m.a. fram að rúmlega 18% sundgesta á aldrinum 20-30 ára synda yfir- leitt ekki þegar þeir fara í sund og um 12% synda minna en 200 metra. I’ aldurshópnum 30-40 ára eru tæplega 17% sem synda yfirleitt ekki og um 24% sem synda minna en 200 metra. í eldri aldurshópum eru færri sund- gestir sem synda yfirleitt ekki. í áðurnefndri rannsókn kom einnig í ljós að flestir sundlaugagestir sem eru að synda nota einhvers konar þjálfunaráætlun. 11% synda alltaf sömu vegalengd en reyna að bæta sig f tíma, 8% sögðust fylgjast með vega- lengdinni og reyna að bæta sig reglulega og tæp 2% miða æfingaráætlunina við hjart- sláttinn. Best að blanda saman sundaðferðum „Þú brennir langmest á flugsundi en hratt bringusund er einnig gott því það er mjög orkufrekt. Hraðast kemstu samt á skriðsundi en það er léttast af sundaðferðunum," segir Erlingur Þ. Jóhannsson, íþróttafulltrúi hjá Iþrótta- og tómstundaráði og fyrrverandi landsliðsþjálfari fatlaðra í sundi, þegar DV sló á þráðinn til hans til að forvitnast um sann- leikann á bak við sundið, og þá sérstaklega það hvernig best sé að hegða sér í lauginni ætli maður að fá sem mest út úr sundlaugar- heimsókninni varðandi hreyfingu. „Best er að blanda mismunandi sundað- ferðum saman og skipta þá t.d. um aðferð eftir hverja ferð. Það er um að gera að byrja á smáupphitun og synda rólega nokkrar ferðir SUNDSEM LÍKAMSRÆKT • Gott markmið er að ná 1000 metrum á 20 minútum • Byrja skal rólega en slðan auka hrað- ann. Einn þriðja af sundtímanum á að nota í upphitun. • Skiptið reglulega um sundtegundir. Fínt er að nota skriðsundið til að ná hjartslættinum upp og bringusundið til þess að ná sér niður (stað hvíldar. • Breyta þarf prógramminu reglulega ef árangur á að nást. Bætið annaðhvort við vegalengdina sem þið eruð vön að synda eða syndið ykkar venjulegu vegalengd hraðar. í byrjun. Ég myndi segja að það væri góður árangur að synda 1000 metrana á 20 mínút- um og þá reikna ég með að fólk syndi þessa vegalengd að hluta til á skriðsundi. Það borg- ar sig ekki að sprengja sig strax heldur auka álagið jafnt og þétt. Mjög gott er að nota skriðsundið til að ná hjartslættinum upp og bringusundið til þess að ná sér niður í stað- inn fyrir að taka pásur á milli," segir Erlingur. Um sundið gildir það sama og með aðrar íþróttir að til að hreyfingin hafi tilskilin áhrif á líkamann þarf helst að stunda hana þrisvar í viku í 30 mínútur í senn. Eins þarf að bæta við álagi ef áhrif þjálfunarinnar eiga ekki að staðna því líkaminn aðlagar sig alltaf þeirri hreyfingu sem stunduð er. Sem sagt - annað- hvort verður fólk því að synda sömu vega- lengd hraðar eða bæta við lengdina hjá sér eftir einhvern ákveðinn tíma. Allir komnir með sundfit Þeir sem stunda laugarnar að staðaldri hafa líklega tekið eftir því að þeim gestum hefur fjölgað sem synda með sundfit á fótun- um. Þetta er ekki endilega einhver tískubylgja heldur segir Erlingur að sundfitjar séu frá- bært hjálpartæki við skriðsund. Að hans sögn eru bara 10 ár síðan almennt var farið að kenna skriðsund í grunnskólum og því kunni margt eldra fólk hreinlega ekki að synda þessa tegund sunds. „Áður fyrr var mesta Áður fyrr var mesta áherslan lögð á bringusund og því missti margt fullorðið fólk af því að læra þetta skemmti- lega sund sem skriðsundið er. Skriðsund skilar manni betur áfram og er einnig mjög gott fyrir mjóhrygginn. Aftur á móti stirðnar fólk með aldrin- um og því er oft erfitt að kenna fullorðnu fólki rétt fótatök enda ökklaliðirnir oft orðnir svo grónir. Sundfitjar létta fólki hins vegar sundið og eru líka góð æfing fyrirlærin." áherslan lögð á bringusund og því missti margt fullorðið fólk af því að læra þetta skemmtilega sund sem skriðsundið er. Skrið- sund skilar manni betur áffam og er einnig mjög gott fyrir mjóhrygginn. Aftur á móti stirðnar fólk með aldrinum og því er oft erfitt að kenna fullorðnu fólki rétt fótatök, enda ökklaliðirnir oft orðnir svo grónir. Sundfitjar létta fólki hins vegar sundið og eru líka góð æfing fyrir lærin,“ segir Erlingur, en sam- kvæmt rannsókn nemanna við íþróttakenn- araskólann á Laugarvatni synda reyndar flestir sundlaugagesta bringusund, enda finnst mörgum óþægilegt að sjá ekki fram fyrir sig eins og gerist í skriðsundinu. Önnur hjálpartæki sem sjást oft í lauginni eru svokölluð flotbelti sem fólk spennir um mitt- ið á sér og gengur svo um laugina í stað þess að synda. „Hér heima eru það aðallega íþróttamenn sem eiga við einhver meiðsl að stríða sem nota þessi flotbelti. Erlendis eru þau hins vegar gjarnan notuð í vatnseróbikki sem hefúr átt miklum vinsældum að fagna en vegna plássleysis í íslenskum laugum hefur það æfingarform ekki verið mikið notað hér á landi," upplýsir Erlingur. Karlar hanga meira í pottunum Ætli maður sér virkilega að taka sundlaug- arheimsóknirnar alvarlega getur maður litið til keppnisfólks og apað ýmislegt eftir því til þess að ná enn betri árangri. „Sundfatnaður keppnisfólks er t.d. úr efni sem hrindir frá sér vatni sem getur komið sér mjög vel þegar um er að ræða einhver sek- úndubrot. Þessar strandbuxur sem margir strákar klæðast í dag taka oft í sig mörg kíló af vatni og er því aukið erfiði fólgið í því að synda í slíkum fatnaði þótt vissulega sé ekk- ert að því hafi menn ánægju af slíku," segir Erlingur og jánkar því einnig að keppnisfólk raki oft af sér líkamshárin fýrir keppni til að draga enn ffekar úr mótstöðunni. Sundhett- ur eru einnig ómissandi - ekki bara vegna þess að blautt hár þyngir mann í vatninu heldur fer klórvatnið einnig illa með hárið. Sex sundlaugar er nú að finna í höfuðborg- inni og eru þær samkvæmt ofangreindri könnun meira nýttar af körlum en konum og aðrar kannanir styðja þá niðurstöðu. Sama rannsókn sýndir reyndar að konur eyða að meðaltali lengri tfma niðri f sjálfri lauginni heldur en karlar sem hanga meira í pottun- um og gufunni. Konur eru einnig duglegri að synda lengri vegalengdir en karlar en tiltölu- lega fáir sundgestir synda þó meira en 800 metra. Út frá skilgreiningu Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar um minnst 30 mín. hreyf- ingu daglega til að viðhalda og bæta líkam- lega heilsu benda niðurstöður nemanna til þess að einungis 37% sundgesta uppfylli þau skilyrði. Á heildina litið verða menn því að herða sig nokkuð ef þeir ætla sér að fá eitt- hvað hreyfingarlega séð út úr sundlaugar- heimsóknum. snaeja&dv.is FRÁIR FÆTUR; Vatnseróbikk er líkamsræktarform sem á miklum vinsældum að fagna erlendis en hefur ekki náð fótfestu hér heima. Myndirnar hér á síðunni eru frá heimsmeistaramótinu í sundi sem er i fullum gangi um þessar mundir í Barcelona. | I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.