Dagblaðið - 27.11.1978, Síða 12

Dagblaðið - 27.11.1978, Síða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1978. Útgafandfc DagMaðið hf', Framkvasmdaatjöri: Sváinn R.EyjóHsson. RKsljóif: Jónas Kristjánsson. Fréttastjórt Jón Birgir Pétursson. RKstjómarfuBtrúi: Haukur Halgason. SkrHstofustjóri ritstjómar J6 hannos RaykdaL íþróttir Haiiur Sfmonarson. Aöstoóarfráttastjórar Atli Stainarsson og Ómar Valdr marsson. Menningarmál: Aðabtainn Ingólfsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Biaðamerm: Anna Bjamason, Ásgair Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttlr, EKn Afcarts dóttir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónssón, Hailur Hallsson, Halgi Pétursson, Jónas Haraidsson, Óiafur Gairsson, Óiafur Jónsson. Hönnun: Guöjón H. Pálsson. Ljósmyndir Ari Kristinsson, Ámi Páll Jóhannsson, BjamiaHur BjamleHsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn Þormóðsson. Skrrf8tofustjóri: ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorieHsson. Sölusljóri: Ingvar Svainsson. DraHÍng- arstjóri: Már E.M. Haldórsson. Rrtstjóm Siöumúla 12. Afgraiösla, áskriftadeild, augtýsingar og akrifstofur Þverhofti 11. Afiablmi blatebw ar 27022 Í1Ó Hnurl. Á.kiift 2400 kr. á mfciuÁi inípnlands. I lauiasfiiu 120 kr. eintakið. Satnkig og umbrot Dagblaöið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugarö: Hlmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. SkeHunni 10. Afbrígöilega fjöiskyldan Kína: Maogagnrýnd- ur í fyrsta sinn — varhelztistuöningsmaðurfjórmenningaklíkunnar Ósköp þætti mörgum fjölskyldum þægilegt að geta sjálfar ákveðið tekjur sínar. Við getum ímyndað okkur fund, þar sem slík ákvörðun væri tekin. Þar mundu foreldrarnir lýsa því, hve nauðsynlegt væri, að áfram sé fjárfest í húsgögnum og að keyptur verði annar bíll til viðbótar hinum fyrri. . Börnin mundu minna á peningaþörf sína vegna kaupa á gosi og gotti, íþrótta- og tómstundavörum og vegna heimsókna á bíó og diskótek. Að öllu samanlögðu kæmi ef til vill í ljós, að heimilið þyrfti 2, l milljón í tekjur á mánuði til að mæta meintri útgjaldaþörf. Auðvitað er þetta hækkun, sem er langt umfram verðbólgu. Ný skoðun útgjaldaliðanna mundi ef til vill leiða í ljós, að fresta mætti endurnýjun frystikistu og hefja mætti bruggun í stað viðskipta við áfengisverzlunina. Þar með væri tekjuþörfin komin niður í l ,6 milljón krónur. „Ágætt,” segir fundarstjóri fjölskyldufundarins. „Þeir, sem eru sammála því, að fjölskyldan fái l ,6 milljón í tekjur á mánuði, gefi merki.” Allir rétta upp hendur. Nú vill svo til, að hér á landi er eins konar fjölskylda, sem getur ákveðið tekjur sínar með þessum hætti, alveg eins og hún sé ein í heiminum. Það er ríkisvaldið. Þar leika ráðuneytisstjórar og aðrir ríkisforstjórar hlutverk barnanna, sem eru beðin um að leggja fram óskalista. Það gera þeir svikalaust og bæta jafnvel 20% ofan á til að tryggja sig gegn hugsanlegum niðurskurði. Fjármálaráðherra leikur hlutverk fundarstjóra fjölskyldufundarins. Hann leggur saman listana og sker þá niður um 20%. Útkoman er kölluð fjárlagafrumvarp. Síðan kemur röðin að alþingismönnum, sem hafa sömu hagsmuni og ráðuneytisstjórarnir og leika því einnig hlutverk barnanna. Þeir vilja ekki láta skera niður þessa brú og hinn skólann. Að lokum samþykkja þeir fjárlög, sem eru 10% hærri en frumvarpið. Auðvitað er hækkun heildarupphæðar- innar mun meiri en hækkun verðlags milli ára. Þannig hefur það að minnsta kosti verið í raun á íslandi i um það bil áratug. Að þessu sinni felur fjárlagafrumvarpið í sér hækkun hlutdeildar ríkisins í þjóðarbúinu úr 28% í 32%. Það er aukning um 14% umfram verðbólgu og eðlilegan vöxt þjóðarbúsins. Stjórnmálamenn okkar leysa málið með því að hækka skatta og taka fleiri lán, einkum með yfirboðum á skuldabréfamarkaði. Slíkar lausnir hafa venjulegar fjölskyldur ekki. Almenningur hefur fastar mánaðartekjur, sem breytast með kerfisbundnum hætti. Fólk verður að taka þessum tekjum og haga útgjöldum sínum í samræmi við það. Menn venja sig á að halda sér innan rammans og geta það. Ríkisvaldið þarf að temja sér sömu vinnubrögð, því að ekkert bannar, að þarfir þess séu uppfylltar hægar en nú gerist. Ef ekkert þak er á meintri útgjaldaþörf, fer allt úr böndum, eins og gerzt hefur hér á landi. Ríkisstjórnin á að leggja fyrir alþingi fjárlagafrum- varp, sem byggir á fastri niðurstöðutölu, föstu hlutfalli ríkisbúsins af þjóðarbúinu. Síðan á frumvarpið að skipta heildartölunni milli ráðuneyta og stofnana. Þá kemur til kasta ríkisforstjóra að hafa nægan aga á rekstri sínum og halda sér innan rammans. Ekki annað en það, sem þeir þurfa sjálfir að gera á heimilum sínum. Ásakanir og gagnásakanir á vegg- spjöldum í Peking virðast vera helzta leiðin sem notuð er til að deila á eða hrósa kínverskum stjórnmálamönn- um. Fyrir helgina hermdu fregnir frá Peking að mikið hefði borið á kröfum Verðtrygging við íbúðakaup —áhugaverð áhættulaus efnahagsráðstöfun Það er sjaldgæft, að allir íslendingar séu sammála um nokkurn hlut, en það held ég megi fullyrða, að allir séu sammála iim að lánsfjárskortur sé mikill á Islandi, og að það sé slæmt. Eins eru vist allir sammála um að allt of háar útborganir tíðkist við kaup og sölu fasteigna, sem hafi þau áhrif í þjóðfélaginu, að aukavinna sé talin af hinu góða, og unga fólkið þræli sér út, mest vegna íbúðakaupa. Fleiri foreldrar en vilja þurfi af þessum sökum dagvistun fyrir börn sín, og fjölskyldulíf sé fáskrúðugra en æski- legt væri. Þá er oft býsnast yfir því, að menn byggi of stórt, og dæmin úr gömlu hverfunum t.d. í Reykjavík sanna, að fólk minnkar ekki við sig ibúðir, þótt börnin fari að heiman. Ástæðan er að sjálfsögðu sú, að það borgar sig að eiga steinsteypu. Þessi grein er skrifuð með ofpn- - greint í huga, en auk þess eru tv6 af stefnuatriðum ríkisstjórnarinnar kveikja að greininni. Þessi tvö atriði eru áformin um að fjárfestingar lands- manna dragist saman um 10% á næsta ári frá því sem nú er, og hækkun eignaskatta um 50% á einstaklingum og 100% á fyrir- tækjum. Ég ætla þá aftur að víkja að láns- fjárskortinum, hugmynd um lausn hans að svolitlum hluta og þær afleiðingar, sem mér finnst sú hugsan- lega lausn hafa í för með sér. Kjallarinn Hvers vegna má aðeins ríkið gefa út verðtryggð skuldabréf Ég hef i mörg ár verið talsmaður þess, að allar fjárskuldbindingar — öll lán — ætti að mega verðtryggja, ef aðilar viðskiptanna vilja það sjálfir. Slíkt hefur ekki átt hljómgrunn meðal ráðamanna þjóðarinnar, þótt allar ríkisstjórnir síðustu áratuga hafi sjálfar gefið út verðtryggð spariskír- teini. Hugmyndin, sem nefnd var hér áðan, er um það, að heimiluð verði verðtrygging innan ákveðins sviðs viðskiptalífsins — við fasteignakaup. Nánar tiltekið yrði heimilt að verð- tryggja þann hluta kaupverðs fast- eignarinnar, sem venju sartikvæmt greiðist með veðskuldabréfi. - ■ 111 Með þessari heimild gætu seljéndú'r fasteigna sætt sig við lægri útborganir, og þar með verður léttara fyrir unga fólkið með stóru fjölskyldurnar að kaupa ibúðir þeirra, sem vilja minnka við sig. Það er meira að segja svo vel, að báðir fá nokkurn ávinning. Kaupandinn greiðir að visu sann- virði fyrir íbúðina — græðir ekki á verðbólgunni — en greiðslur hans dreifast á mun lengri tima og hann getur lifað mannsæmandi lifi, þrátt fyrir íbúðarkaupin. Seljandinn getur óhræddur tekið við Leó E. Löve lágri útborgun, þvi að verðtrygging eftirstöðvanna gerir það að verkum, að hann verður ekki fyrir tjóni vegna verðbólgu. Gamalt fólk, sem með þessum hætti yildi selja íbúðir sínar, ætti I verðtryggðu bréfunum lífeyris- sjóð, jafn verðmikinn og steinsteypan, sem seld var, en miklu.þæBÍlegri eigri,( sem hvorki þarf áð eyoá fé eða kröftum til að halda við. Ekki finnst mér óeðlilegt, að í fyrstu yrðu sett ákveðin skilyrði af opinberri hálfu vegna skuldabréfa þessara, auk tiess sem ríkið þyrfti að veita visitölu- bréfum þessum svipuð skattakjör og hinum rikistryggðu. Skilyrt heimild til verðtryggingar Skilyrðin, sem nefnd voru, mættu í upphafi vera þessi:

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.