Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 27.11.1978, Blaðsíða 24
24 pess» W»«f 3t6rg' jteBS®®**1 Chevrolet Monte Carlo 1974 i toppstandi. 8 cyl., sjáUskiptur, afl- stýri, aflhemlar, rafmagnsrúður, rafmagnslæsingar, snúningsstólar, sportfelgur og lituð gler. Skipti mögu- leg. (Jpplýsingar veittar i sima 19235 (35433) eftir kl. 5 og um beigina. 'Akurnesingar------------ nærsveitamenn! Vélastillingar með nýjum tækjum. Veitum félagsmönnum FlB 15% afslátt. Bílatækni Vallholti 1 - Akranesi - Simi 1477 c/o Kr. Ingólfsson — Sfmi 2196. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1978. Ferðalög embættis- manna kostuðu 286.7 millj. 77 — ekki beðið um upplýsingar f rá Alþingi í bækling fjármálaráðherra Ulanlandsferðir íslenzkra embættis- manna kostuðu rikissjóð 286,7 milljónir á siðasta ári. Þar af notaöi samgönguráðuneytið 58 milljónir rúmar, en félagsmálaráðuneytið aðeins 4.9 milljónir. Undir samgöngu- ráðuneytið heyrir m.a. allt flug auk póstsogsima. 1 fjölrituðu svari fjármálaráðhcrra við fyrirspurn Geirs Gunnarssonar á alþingi, er getið um allar þær ferðir sem farnar voru á vegum rikisins og stofnana þess á síðasta ári. Plagg þetta er á margan hátt mjög óaðgengi- legt og hvergi nokkrar niðurstöðutölur dregnar. Má vænta þess, að á Alþingi verði einhverjir þingmenn til að gera athugasemdir við þann frágang. Þess er getið á forsíðu bæklingsins, að upplýsingar hafi ekki borizt frá Alþingi. Þar i er að finna upplýsingar um nokkrar ferðir alþingismanna á vegum nokkurra rikisstofnana, en ekkert um ferðir á vegum alþingis, sem hefur sjálfstæðan fjárhag. Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri alþingis, sagði I samtali við fréttamann blaðsins, að skrifstofa alþingis hefði ekki verið beðin um upplýsingar i þetta svar fjármálaráðherra. DB spurði Friðjón hvort skrifstofa alþingis gæti lagt þessar upplýsingar fram. „Það tekur sinn tima að vinna það, þeir eru nú búnir að vera nokkuð lengi að þessu,” sagði Friðjón. „En ég geri ekki ráð fyrir að nokkuð hefði verið því til fyrirstöðu að þessar upplýsingar hefðu verið gefnar. Eftir þeim var bara ekki óskað." Þrjú ráðuneyti fóru með yfir 40 milljónir i ferðakostnað á sl. ári. menntamálaráðuneyti og heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti auk samgöngu- ráðuneytisins, sem áður var nefnt. Forsætisráðuneytið kostaði næst minnst, 8.3 milljónir. ÓV. HÁRGREIÐSLUSTOFAN Pirola Njálsgötu 49 Sími 14787 • Lagningar Klippingar Blástur Opið laugardaga. ÞETTA KOSTUÐU FERÐALÖGIN 77 Ferðakostnaður hinna ýmsu ráðu neyta er mjög mismunandi, enda ráðu- neytin mjög mismunandi stór og með misjafnlega viðtæka starfsemi. Flér er listi yfir ferðakostnað ráðuncytanna 1977: millj. 1. Samgönguráðuneyti..........58.0 2. Menntamálaráðuneyti........42,7 3. Heilbr.- og tryggingar.n..40.4 4. Viðskiptaráðuneyti.........38,2 5. Utanrikisráðuneyti.........25,3 6. Iðnaðarráðuneyti...........24,5 7. Dóms-og kirkjum.ráðun. ... 14.5 8. Sjávarútvegsráðuneyti.....11,9 9. Fjármálaráðuneyti.......... 9,3 10. Landbúnaðarráðuneyti...... 8.5 11. Forsætisráðuneyti.......... 8,3 12. Félagsmálaráðuneyti.........4,9 Sjömeistarasagan eftir Halldór Laxness Jólabókin 1978 Heillandi verk, unnið úr minningabrotum Nóbelsskáldsins. Himinfagur skáldskapur Minnst er í bókinni af miklum hlýhug margra æskuvina höfundar. Gerið vinum yðar minningabœkur Halldórs Laxness í túninu heima. Úngur ég var. Sjömeistarasagan Helgafell Unuhús við Veghúsastíg

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.