Dagblaðið - 27.11.1978, Side 27

Dagblaðið - 27.11.1978, Side 27
27 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1978. ' - Búið að eyða fé f menntun og tæki EN LAUN FÁST EKKI Þrátt fyrir að landbúnaðarvörur séu " um 90% alls sem landsmenn borða og islenzkar landbúnaðarvörur helmingurinn af því fæst rikið ekki til að borga tveini mönnum kaup við að rannsaka gæði þessara vara. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í gær hjá Rannsóknar- stofnun Landbúnaðarins, eða Rala. Kellogsstofnunin í Bandaríkjunum veitti fyrir 2 árum styrk til 5 ára til þess að vinna við fæðurannsóknir hér- á landi. Ákveðið var að rannsókn þessi skyldi fara fram i samvinnu við Rala. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar og Heilbrigðiseftirlit rikisins í stað þess að stofna eitt þáknið enn til að sjá um þessi mál. Styrkirrinn var notaður til tækjakaupa og til að mennta tvo menn annan í kjötfræðum og hinn i græn- metisfræðum. Vegna verðbólgunnar varð brátt Ijós að styrkurinn hrykki ekki nema fyrir launum handa öðrum þeirra og nú er svo komið að aðeins er hægt að veita einum manni laun. Er það Hannes Hafsteinsson matvæla- fræðingur. Þau Þuriður Þorbjarnardóttir og Guðjón Þorkelsson sem búið er að eyða peningum í að mennta geta hins vegar líklega farið að leita sér að annarri vinnu. Á meðan notar enginn tækin sem búið er að kaupa. Og við komumst ekki að neinu um gæði kjöts eða grænmetis. Hannes rannsakar hins vegar mjólk og er vitneskju að vænta frá honum innan tíðar. Beðið var um styrk frá ríkinu strax 1976 ogá hverju ári síðan en þvi hefur verið hafnað. Ekki hefur heldur verið gert ráð fyrir honum á fjárlögum 1979. Áður en styrkurinn var búinn vannst tími til að vinna að nokkrum rannsóknum. Þar á meðal á könnun á kjötgæðum dilka á Skriðuklaustri í fyrra. Við þá tilraun sem þar varð gerð kom i ljós að hægt er að auka fall- þunga lamba um 180—190 grömm á dag, með grænfóðurbeit eða alls á milli 4 og 5 kíló. Er þetta hreint ekki svo litið reiknað i peningum til bænda. Þetta hefur reyndar verið vitað lengur en þvi haldið fram að kjöt af fé öldu á grænfóðri væri verra á bragðið en fé beint af fjalli. Við ítrekaðar bragðprófanir kom hins vegar í Ijós að munurinn varekki marktækur. Mönnum þótti kjötið af græn- fóðurfénu fullt eins gott og hitt. Því hefur líka verið haldið fram að við grænfóðurbeit væri allur aukaþungi fita ein. En það reyndist líka rangt. Helmingurinn var fita, en 40% vöðvar og 10% þein. Grænfóður er það ódýrt í ræktun að það margborgar sig fyrir bændur að rækta það, þó óvist sé um að hægt sé að mæla með aukinni kjötframleiðslu eins og málin standa. En vísindamennirnir voru sammálá um að kjöt ætti að geta orðið þjóðarheild. fram kom af rannsóknum þeirra á ódýrara við þetta og það þjónaði Nánar verður greint frá ýmsu sem Neytendasíðunni á næstu viku. -DS. m<mm s8Ss . m Hi§tÍHSSll: ■ ;>k v; léMkt fÉji •'-•y ittst . ■ cy4LLT IBAÐHERBERGIÐ CBSamB ÍTÖLSKU HREINLÆTISTÆKIN IBUÐIN HF. TRYGGVABRAUT / AKUREYRI BYGGINGA MARKAÐURINN VERZLANAHOLLINNI / GRETTISG. J.L. HUSIÐ* REYKJAVÍK / STYKKISHÓLMI

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.