Dagblaðið - 04.12.1978, Qupperneq 6
6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 1978.
Straffhót-
unin dró úr
aðsókn
og helgin varð
óvenjuróleg
Þó svo að mánaðamót hafi verið nú
um helgina voru lögreglumenn viðast
hvar á landinu sammála um að mjiig
rólegt hefði verið um helgina.
Hvergi var um að ræða ölvun i
meira lagi þó svo að dansleikir hafi
verið i flestum kaupstöðum og
kauptúnum landsins.
Lögreglumenn áttu þvi náðuga
helgi, lausir við skarkala og læti sem
'oft vill fylgja er menn bregða undir sig
betri fætinum og skella sór á dansleiki.
1 Reykjavík var óvenju fátt á
sumum danshúsunum enda höfðu
kvisast um það sögur fyrir helgina að
mörg danshúsin yrðu i straffi og húsin
lokuð kl. 11,30. Hefur það vissulega
átt sinn þátt í þessari óvenju rólegu
helgi, alla vega hér á höfuðborgar-
svæðinu.
-ELA.
Banaslys á Egilsstöðum:
FIMM BARNA
MÓDIR BEK>
BANA
— er fólksbíll og vörubíll skullu saman
— einnig valt jeppi á sama vegi
Það sviplega slys varð á Egils-
stöðum nú fyrir helgina, eftir hádegi á
föstudag, að fólksbíll og vörubíll
skuliu saman með þeim afleiðingum
að 39 ára gömul kona Kristín Áskels-
dóttir, Bjarkarhlið 5. Egilsstöðum beið
bana.
Kristín ók bílnumsem var:ifCitroen
gerð, en maður hennar sem sat í fram-
sæti slapp með skrámur, að lokinni
athugun á sjúkrahúsi fékk hann að
fara heim til sín.
Kristín mun hafa látizt samstundis,
en hún mun hafa hlotið slæmt höfuð-
högg. Kristín var fimm barna móðir
en börn hennar eru á aldrinum 5—18
ára.
Slysið mun hafa orðið með þeirn
hætti að ökumaður vörubilsins sem ók
austur Egiisstaðanes hafi ætlað að
hemla eða aka framúr. Mjög mikil
hálka var á veginum sem hallar litil-
lega niður til vinstri.
Mun vörubíllinn hafa runnið til við
gatnamót flugvallrrvegarins, en þar
kom fólksbillinn á móti með þeim
afleiðingum að árekstur varð. Fólks-
billinn gjöreyðilagðist og vörubillinn
munvera óökuhæfur.
Ökumann vörubílsins sakaði ekki.
Vegur þessi var oliuborinn i sumar og
mikil hálka á honum. Stuttu eftir þetta
sviplega slys, vait jeppi með fjórum
ungmennum á þessum sama vegi.
Ekki urðu slys á mönnum en bíllinn
stórskemmdist. Er því óhætt að beina
þvi til ökumanna að fara gætilega
þegar um svona mikla hálku er að
ræða á veginum.
-ELA.
Mikill eldur í
bergiðju Klepps-
spítala
Mikið tjón varð er eldur kom upp í
bergiðju Kleppsspítala aðfaranótt
laugardagsins um kl. 2.00 Þegar
slökkviliðið kom á staðinn logaði glatt
út um glugga á norður- og suðurhlið
byggingarinnar og upp úr þakinu.
Slökkviliðið réðst strax gegn
eldinum með tveimur háþrýstislöng-
um og kom bráðlega í ljós að eldurinn
var í fölsku lofti, varð því að rjúfa
þakið til að kömast að honum.
Töluvert erfitt var að komast að
eldinum þar sem mikill reykur
seinkaði starfinu, þó var lokið við að
slökkva eldinn um kl. 3,30.
Miklar skemmdir eru á byggingunni
bæði utan húss og innan, en verður
reynt að koma upp nýrri vinnu-
aðstöðu fyrir vistmenn hið bráðasta á
vestari enda byggingarinnar sem bezt
slapp úr eldsvoðanum.
-ELA.
385 dagaráári:
Ameríkanar ekki krafð-
ir um endurgreiðslu
Ekkert hefur verið gengið eftir þvi
af hálfu Flugmálastjórnar, að banda-
rísk stjórnvöld borgi náms- og dvaiar-
kostnað verkfræðinganna tveggja,
sem sagt var frá i DB á laugardaginn.
Það var upphaflega sett sem skilyrði af
hálfu samgönguráðuneytisins, að
bandarísk stjórnvöld borguðu allan
kostnað.
Samgönguráðuneytið hefur málið
til athugunar, en getur væntanlega
litið gert úr því sem komið er, nema
e.t.v. að minna Flugmálastjórn á
reikninginn sem Amerikanarnir eiga
að borga.
ÓV.
Grima reykkafarans fellur þétt að öndunarfærum hans. Sjá má greinilega nýja útbúnaðinn á grímunni, hljóðnemann sem
hann talar í og frá honum er snúra i heyrnartækið sem kafarinn hér á myndinni á eftir að festa við eyra sér.
DB-myndir Sveinn Þormóðsson.
Talsamband við menn
á kaf i í reyk
— Slökkviliðið fær ný og góð tæki
' Slökkviliði Reykjavikur hafa nýlega
áskotnast þörf og góð tæki. Tækin gera
það kleift að haft sé talsamband við
reykkafara liðsins, sem hafa það
hættulega starf með höndum að vaða
inn i brennandi hús, sem kunna að vera
full af reyk og eru engum mönnum
fær inngöngu, sem ekki hafa til þess góð
öndunartæki auk æfingar og reynslu við
starfið.
1 eldsvoða getur það skipt sköpum um
mannslíf hversu fljótir reykkafararnir
eru að komast inn í hið brennandi hús.
Að þeir geti talað við þá sem úti eru er
einnig afar mikilvægt fyrir slökkvistarfið
i heild. Þegar reykkafararnir hafa lokið
sinu fyrsta hlutverki, sem er að kanna
hvort einhver er inni, geta þeir snúið sér
að því að finna hvar eldsupptökin eru,
lýst húsaskipan og fleiru. Talsamband
milli þeirra og félaga þeirra úti fyrir er
því ómetanlegt á mörgum sviðum.
Hin nýju tæki eru af fullkomnustu
gerð, sem nú er fáanleg, en verð þeirra
ætti að skila sér í björgun mannslífa og
fleiru er að slökkvistarfi lýtur.
-ASt.
1 þessum brúsum sem reykkafarinn ber á
baki sér felst öryggi hans. Ef þeir
sködduðust, þá er hann er að störfum,
héngi lif hans á bláþræði
Sjálfstæðiskonur þinga um vinnumarkaðinn og fjölskylduna:
GÓÐ REYNSLA AF SVEIGJ-
ANLEGUM VINNUTÍMA ÚTI-
VINNANDIKVENNA
Landssamband sjálfstæðiskvenna og
Hvöt efndu til ráðstefnu laugardaginn
18. nóv. sl. um Vinnumarkaðinn og fjöl-
skylduna.
Ráðstefnan stóð frá kl. 9,30 f.h. til kl.
18,30 e.h. Þrír meginumræðuþættir
voru á ráðstefnunni, voru það i fyrsta
lagi, sveigjanlegur vinnutimi, vinnuálag-
yfirvinna. Er vinnuþrælkun á íslandi?
og fjölskyldan og fyrirvinnan.
Um sveigjanlegan vinnutima, kom
það fram hjá sjálfstæðiskonum að
reynsla þeirra sem reynt hafa sveigjan-
legan vinnutima sé mjög góð og mætti
gefa þessu máli meiri gaum hér á landi.
Einnig var bent á að vinnutiminn tak-
markaðist viö almennan dagvinnutima.
Var bent á fimnt atriði í því sambandi.
Um fjölskylduna og fyrirvinnuna,
var einnig rætt og kom þar fram að fjöl-
skyldan væri að komast i þrot vegna
ósveigjanleika vinnumarkaðarins gagn-
vart þörfum fjölskyldunnar. Vinnu-
markaðurinn verður í auknum mæli að
laga sig að þörfum fjölskyldunnar.
Félag sjálfstæðiskvenna vildi jafn-
framt benda á vanda ungs fólks, sem
þarf að sinna bæði uppeldishlutverki og
koma undir sig fótunum efnahagslega.
Aukið rými á dagvistunarheimilum og
hagstæðari húsnæðislán eru hér þung
á metunum.
Sjálfstæðiskonur héldu fund sinn í
sjálfstæðishúsinu Valhöll og voru all-
margir fulltrúar boðnir frá hinum ýmsu
félagssamtökum. -ELA.
Trade and Industry um bókina Viðskipti og þjónusta:
FYLLIR UPPIEYÐ-
URNAR UM ÍSLAND
í nýjasta hefti brezka tímaritsins
Trade and Industry, sem gefið er út i
stóru upplagi af brezka viðskiptaráðu-
neytinu, er sagt frá íslenzku uppsláttar-
bókinni Viðskipti og þjónusta sem fyrir-
tækið Árblik hf. gefur út.
Er þar lokið lofsorði á bókina sem
sérlega fyllandi og vandað uppsláttarrit.
Segir blaðið að þrátt fyrir að Bretar hafi
flutt vörur til Íslands fyrir 39 milljónir
punda, hafi brezkir útflytjendur ekki
fyrr haft aðgang að góðum upplýsingum
um fyrirtæki, stofnanir, o.fl. á Islandi
fyrren nú.
Sérstaka hrifningu vekur enski text-
inn og nokkurs konar orðasafn um
algengustu orð i íslenzkum fyrirtækja-
heitum, jafnframt fjöldi skráninga, sem
er um tíu þúsund. Birtir blaðið mynd af
þessari 870 siðana bók, sem bundin er í
svipuðu bandi og simaskrá, enda ætluð
til að vera við höndina en ekki upp i
hillu. Bókin er seld bæði í Bandaríkjun-
um og í Evrópu. -G.S.