Dagblaðið - 04.12.1978, Side 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 1978. 9
*
Þúsund skjálftar af
styrk 4 á við einn af
stærðargráðunni 6
— segir Sveinbjörn Björnsson, jarðeðlisfræðingur
Litlu hægt
að spá um
jarðskjálfta
á Suðurlandi:
Rústír bxjaríns að Srlfossi. Hann hrundi I sléuslu stóru SuðuriandsskjUftum 189*. Myndina tciknaði Þorvaldur Thoroddsen aldamðtairið.
Um fyrri helgi varð vart þriggja
jarðskjálftakippa af stærðinni 3.1 til
4,2 á Richterkvarða. Upptök þeirra
voru talin vera við Árnes í Þjórsá og
skammt þar fyrir austan. Vegna
nýlegra fundahalda og skýrslugerðar
starfshópa innan almannavarnar-
kerfisins, og af nokkrum rikjandi ótta
við að nú liði senn að stærri skjálftum
á Suðurlandi eins og sagan sýnir að
búast megi við, leitaði DB til Svein-
björns Björnssonar jarðeðlisfræðings-
ins um álit hans á þessum skjálftum.
„Þessir skjálftar eru á því belti, sem
sögulegir skjálftar hafa orðið á. En við
viljum hvorki né getum gizkað á eða
spáð um að jarðskjálfta kunni frekar
að verða vart á einu svæði né öðru.
Okkur vantar yfirlit yfir smærri
skjálfta sem komið hafa og fólk varð
vel vart við, en ollu ekki tjóni. Sllkir
skjálftar virðast koma á um það bil 10
ára fresti. Nú urðu slíkir skjálftar við
Árnes. Síðast eða 1967 varð slikur
smáskjálfti rétt sunnan við Hestfjall
og varð harðastur á Brúnastöðum, þar
sem ibúðarhús hoppaði litillega og
hlaðin rétt hrundi. Sá skjálfti mældist
um 5 á Richterkvarða.
1955 kom skjálfti af stærðinni rétt
um 5 á Richter skammt frá Hvera-
gerði og raskaði legu hvera þar og olli
breytingu á jarðskorpu. Annar slíkur
varð þar 1947.
Stóru skjálftarnir sem valdið hafa
mestu tjóni á Suðurlandi gegnum ald-
irnar hafa allir verið yfir 6 að stærð á
Sveinbjörn Björnsson jarðeölislneölnfiir hefur
manna mest unnÍA að sðgulegom nuinsóknum
Suðurlandsskjilfta.
Richter. Enginn slíkur hefur komið á
Suðurlandi siðan 1912" sagði Svein-
bjöm.
Sveinbjörn kvað þrjú dæmi þess að
ef stórir skjálftar byrjuðu austast á
sprungusvæðinu t.d. á Rangárvöllum
eða Landi, þá hefðu fylgt skjálftar
vestur eftir sprungunni. Hins vegar
sýndu dæmin þrjú að það gengur
mishratt fyrir sig. 1784 gerðist slíkt á
tveimur dögum 1896 tók sú þróun
hálfan mánuð og í þriðja sinnið hefði
þróunin tekið tvö ár.
„Ef kæmu stórir skjálftar austarlega
nú,má samkvæmt sögunni e.t.v. búast
við að það leiddi út stóra skjálftar
vestar. Hins vegar er þetta landsvæði
svo litt rannsakað, að telja má
ógerning að hafa uppi spádóma. Ef við
hefðum i frammi rannsóknir eins og
Kínverjar og Japanir eða i líkingu við
þær jarðskjálftarannsóknir sem gerðar
hafa verið við Kröflu væri kannski
mögulegt að segja meira, en á það má
þó benda að áðurnefndum visinda-
mönnum gengur þó illa að segja fyrir
um jarðskjálfta eða hegðun þeirra.”
Sveinbjörn sagði að þeir smáskjálft-
ar sem orðið hefðu á Suöurlandi á
u.þ.b. 10 ára fresti á þessari öld og ekki
hefðu náð stærðargráðunni 5 á
Richter virtust lítil sem engin áhrif
hafa á hina stærri. „Þaö þarf 30
skjálfta af stærðinni 4 til að losa jafn
mikla spennu I bergi og einn skjálfti af
stærðinni 5 gerir. Og það þarf þúsund
skjálfta af þessari stærð (4 á Richter)
til að leysa það sem einn skjálfti af
skjálftastærðinni 6 gerir,” sagði
Sveinbjörn.
-ASt.
MATA HARI
Serverslun meó italskan tískufatnað
Verslanehöllinni Laugavegi26 Sími; 11244