Dagblaðið - 04.12.1978, Síða 13

Dagblaðið - 04.12.1978, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 1978. 13 Ródesía: Met brott- flutningur hvítra f rá landinu lan Smith forsætisráðherra Ródesíu flutti sjónvarpsávarp til hvitra ibúa landsins i gærkvöldi. Þar skoraði hann á þá að flytjast ekki úr landi heldur vera heimavið og hjálpast að við að byggja upp farsælustu þjóð i Afríku. Utflutningstölur frá þvt i nóvember siðastliðnum eru mjög ískyggilegar fyrir stjórn Ians Smith. Alls fluttu .1834 hvítir menn á brott. Hafa þeir aldrei verið fleiri. ísrael og Egyptaland: Hefjast alvöru frið- arviðræður aftur í Washington? — Begin ætlar að svara nýjustu tillögum Sadats í dag Suður-Afríka: „Skandallinn” íbrezkri pólitík: Mál Thorpes dómsmál aldarinnar Strangar yfirheyrslur halda áfram í dag í máli Jeremy Thorpe fv. leiðtoga Frjálslynda flokksins i Bretlandi. Mál þetta er orðið „dómsmál aldarinnar” i Bretlandi og vekur gífurlega athygli. 1 dag verður haldið áfram yfirheyrslum yfir Norman Scott fyrrum tizkusýn- ingarmanni, sem heldur þvi fram að Thorpe hafi haft kynferðissamband við sig á árunum eftir 1960. Thorpe er nú ákærður ásamt þremur öðrum um fyrir- ætlanir um að reyna að ráða tízkusýn- ingarmanninn af dögum. Ákærandinn heldur því fram að Thorpe, sem nú er 49 ára gamall, hafi viljað þagga niður i Scott til þess að koma I veg fyrir almennt hneyksli, ef upp kæmist um fyrri lifnað með kynvillt um manni. Hann hafi því leigt sér morð- ingja til þess að losa sig við Scott. Sú til- raun á þó að hafa farið út um þúfur er meintur leigumorðingi skaut hund Scotts en ekki hann sjálfan. Sakbomingar allir neita sakargiftum og Thorpe hefur staðfastlega neitað að hafa verið i kynferðissambandi við Scott. Thorpe varð að segja af sér formennsku í Frjálslynda flokknum fyrir nokkrum árum, eftir yfirlýsingar Scotts um samband þeirra tveggja. Eftir yfirheyrslurnar nú verður lagt fyrir fullkominn dóm með dómara og kviðdómendum. Menachem Begin forsætisráðherra tsraels mun í dag svara tilboði Sadats Egyptalandsforseta, sem hann sendi Begin fyrir stuttu um að hefja friðar- viðræður þjóðanna á nýjan leik i Washington. tsraelska stjórnin hefur lýst þvi yfir aö hún sé reiðubúin að undirrita nú þegar samningsdrögin sem voru til umræðu i síðasta mánuði. ísraels- stjórn ákvað svar tsraels í megindráttum á fundi sínum i gærdag. Ráðherrar neituðu að ræða svar stjórnarinnar en sögðu að bilið væri enn breitt á milli ríkjanna. Sadat hefur ekki samþykkt þessi samningsdrög sem endanlegan friðar- samning á milli þjóðanna. Hann sendi því í lok siðustu viku persónuleg bréf bæði til Carters Bandarikjaforseta og Begins, þar sem settar voru fram tillögur um frekari friðarviðræður í Bandarikjunum. Ekki hefur verið gert opinbert hvað felst í tillögum Sadats, en talið er að hann leggi þar þunga áherzlu á tvö meginatriði í samningunum, þ.e. að timamörk verði sett á samninginn um sjálfstjórn Palestínurikis á vestur- bakka Jórdanár og Gazasvæðinu og að endurskoðuð verði klausa á samningnum um samband Egypta- lands og annarra arabaþjóða. Bandarikjastjórn hefur róið að því öllum árum, að frekari friðarviðræður verði teknar upp i Washington. Búizt er við því að Cyrus Vance utanrikis- ráðherra Bandaríkjanna muni eiga viðræður við Mustapha Khalil for- sætisráðherra Egyptalands eftir að Natoráðherrar ræða stöðu Rúmeníu gegn Moskvuvaldinu Hætt er við að Jermey Thorpe þingmaður eigi ekki afturkvæmt á stjórnmála- brautina. svar Begins berst, en forsætisráðherr- ann er nú staddur í Bandarikjunum og hefur m.a. rætt við Carter. Talið er að þótt viðræður verði teknar upp að nýju í Washington, muni líða margar vikur þar til samninganefndir þjóðanna komist að niðurstöðu. Sadat Egyptalandsforseti hefur ákveðið að fara ekki til Oslóar að taka við friðarverðlaunum Nóbels, þar sem ekki hefur auðnazt enn að undirrita friðarsamning. Þess i stað sendir hann fulltrúa sinn til að taka á móti verðlaununum. Utanrikis- og varnarmálaráðherrar Natórikjanna munu hittast í Briissel i vikunni. Megin umræðuefni fundarins verður aukið sjálfstæði Rúmeniu inn- an Varsjárbandalagsins og andstaða Rúmeniustjórnar gegn Moskvulín- unni. Undanfarið hefur Sovétstjórnin beitt Varsjárbandalagsríkin þrýstingi til þess að leggja meira fram til hern- aðaruppbyggingar. Rökstuðning fyrir þessum þrýstingi hefur stjórnin í Moskvu haft þann, að frá árinu 1979 hafa Natóríkin ákveðið að auka hern- aðarframlögsin um 3%. Nicolae Ceausescu forseti Rúmeniu hefur staðið gegn auknum fjárútlátum til hernaðarmála og haldið þvi fram að núverandi ástand í alþjóðamálum rétt- lætti ekki slík útgjöld til hernaðarupp- byggingar. Forsetinn hefur einnig neitað fullri aðild að hernaðarupp- byggingu Varsjárbandalagsins, þrátt fyrir eindregna kröfu Sovétstjórnar- innar. Natóráðherrarnir koma til Brússel á morgun og á miðvikudag. Þeir munu ræða hernaðaráætlanir Varsjárbanda- lagsins og viöbúnað Natóríkjanna á sjó, i lofti og á landi. Þá verður einnig fjallað um kjaraorkuhernað. Fulltrúar 10 Natóríkja sækja fundinn. Ulf Andersson vann skákmótið Sænski stórmeistarinn, Ulf Anders- son, krækti sér i fyrsta sætið á skák- mótinu í Buenos Aires, sem lauk á föstudaginn var. Hann gerði jafntefli við Miguel Najdorf í þrettándu og síðustu umferð. Hlaut hann þar með 9 vinn- inga eða hálfum vinningi meira en sovézku stórmeistararnir . Vasily Smyslov og Rafael Vaganin. 1 síðustu umferðinni gerði Smyslow jafntefli við Walter Browne frá Bandarikjunu og Vaganian varð einnig að láta sér nægja jafntefli við Miguel Quinteros frá Argentinu. Ulf Andersson hlaut fimm þúsund dollara i verðlaun eða jafngildi um það bil 1,7 milljóna íslenzkra króna. Fjörutíu og einn lokaður mðri i gullnámu Hætt hefur verið tilraunum til að bjarga fjörutíu og einum námamanni úr gullnámu einni nærri Jóhannesarborg í Suður Afriku. Svo erfitt reyndist að vinna að björgunartilraunum vegna mikils elds og hita auk þess. sem mikið hrundi úr námagöngunum þar sem björgunarflokkar unnu. REUTER

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.