Dagblaðið - 04.12.1978, Page 20
20
✓
Margirgrétu við
minningarathöfnina
— þegar minnzt var Moscone borgarstjóra og Milk borgarfulltrúa við ráðhúsið
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 1978.
1
Frá Hallgrimi Björgólfssyni frétta-
rítara DB i San Francisco:
Það var undarlegt andrúmsloftið á
Market st., San Francisco, þann 27.
nóv. sl. þegar S.F. þúar gengu l'rá
Castro st. að Borgarhöllinni til að
votta virðingu, sorg og undrun sína
eftir að borgarstjórinn George
Moscone og borgarfulltrúi Harvey
Milk voru skotnir til bana fyrr um
daginn. Sá sem játað hefur að hafa
framið þetta ódæði er Dan White fyrr-
verandi borgarfulltrúi er hafði þann
10. nóv. beðizt' lausnar frá starfi,
sökum þess að hann gæti ekki fram-
fleytt fjölskyldu sinni af laununt
borgarfulltrúa sem er $ 9.600 yfir
árið. En 15. nóv. sá hann sig um hönd
ogvildistarfiðaftur.
Lagalegar flækjur töfðu málið en
Moscone sagði honum að hann myndi
setja hann inn i starfið á ný-ef hann
fengi stuðning frá fólki frá því borgar-
svæði sem hann var kosinn i. Nokkrir
dagar liðu og fólk frá svæði Dan
White kom fyrir utan Borgarhöllina
og mótmælti að hann yrði settur i
starfið á ný. Óstaðfestar fréttir hernia
að, að kvöldi þann 26. nóv. hafi út-
varpsstöð hér i borg kom-zt á snoðir
um að Moscone hafi sagt að þrir af
umsækjendunt um starfið, þar á nieðal
Dan White, fengju ekki starfið.
Hún hljóðaði upp á að banna ætti
kynvillingum að kenna i skólum.
Morðinginn Dan White hefur
fengizt við ýmsa hluti um dagana.
Hans opinberi ferill byrjaði hér í San
Francisco árið 1969 þegar hann gekk i
lögreglu borgarinnar. En fljótlega
hætti hann þtar, til að fara í bakpoka-
ferðalag um Bandarikin. Ári seinna
gekk hann í lögregluna á ný og var
þar næstu 2—3 árin, fór síðan i
slökkvilið San Francisco og var þar
þangað til hann var kosinn í borgarráð
núna i september.
í fljótu bragði litur ferill hans vel út.
Þegar hann var i lögreglunni mun
tann aldrei hafa hleypt af byssu sinni.
ilökkvilið borgarinnar ætlaði i sömu
úku og morðin voru framin, að veita
Vhite orðu fyrir dugnað við að bjarga
Hringdi stöðin í White og spurðu
hann hvað honum fyndist. Hann mun
hafa orðið fjúkandi vondur og skellt
simanum á. White var pólitískur and-
stæðingur borgarstjórans og Harvey
Milk borgarfulltrúa. í síðustu
kosningum tapaði White fylgi en hann
var hlynntur svonefndri tillöeu nr. 6.
V
GÓÐ GJÖF TIL VINA ERLENDIS
EJzta sérkort, sem tH er af SeHjarnarnessvæðinu.
Útgefandi Rotaryklúbbur SeHjarnarness.
Verð kr.
3500.-.
örfá
eintök
eftir.
Fæstí
Bókasafni
Seitjarn-
arness í
Mýrar-
húsaskóia
oghjá
verzl.
Úlfarsfelli,
Hagamel
67.
< fólki út úr brennandi háhýsi en það
skeði fyrr á þessu ári. Talið er að ca.
25. þús. manns hafi farið í sorgar-
gönguna að Borgarhöllinni með
logandi kerti. Það var ekki óalgengt að
sjá fólk tárfella því allir hér í borg eru
sammála um að San Francisco hafi
misst tvogóða forystumenn.
Á tröppum Borgarhallarinnar var
fólk saman komið i kringum blóm og
kerti sem almenningur hafði sett á
tröppurnar. Fólk hafði, strax og
fréttin barst, komið að Borgarhöllinni
og staðið fyrir utan til að biða eftir
skýringu sem ekki fékkst. Fólk stóð
allt siðdegið og spurði hvert annað: Af
hverju? Kl. 8 um kvöldið byrjaði
gangan og fór hún álika langa leið og
er frá Lækjartorgi upp að Slökkvist.
v/öskjuhlið í Reykjavik. Gangan var
hægfara og dramatísk og héldu flest-
allirákertum.
Atburðir síðasta hálfa mánuðinn
hafa haft mikil áhrif á borgarbúa þar
sem að atburðirnir i Guyana eru mjög
tengdir San Francisco. Það má greini-
lega finna að borgarbúar eru mjög
hugsi og slegnir þessa dagana og er
borgin ekki sú sama áhyggjulausa San
Francisco og hún yfirleitt er. Þegar
gangan kom niður að Borgarhöllinni
var þar saman komið mikið af fólki.
Þvi næst héldu nokkrir vinir hinna
látnu minningarræður og siðan var 1.
min. þögn i virðingarskyni við þá
látnu.
Moscone borgarstjóri var 49 ára
gamall. Hann lætur eftir sig konu og 4
börn. Hann var kosinn borgarstjóri
fyrir þremur árum. Hann þykir hafa
gengt störfum borgarstjóra með
ágætum, nema hann var bendlaður
við að þiggja fjármagn frá Hughes
Airwest sem er flugfélag Howard
Hughes heitins en það félag hefur
verið að reyna að fá betri aðstöðu við
flugvöllinn í San Francisco. Skoðana-
könnun sem var gerð nokkru áður en
Moscone var myrtur sýndi að ekki
væri liklegt að hann yrði endurkjör-
inn.
Harvey Milk var 48 ára gamall og
var fyrsta opinberlega kynvillta
manneskjan sem kosin var í embætti i
San. Francisco. Meginmarkmið hans
var að fá mannréttindi kynvillts fólks
viðurkennd. I þeim málefnum vann
hann sigur þegar tillaga var felld um
að því fólki væri bannað að kenna í
almenningsskólum. Hann var vel liðinn
af almenningi, þó átti hann mesta
fylgið frá sinum líkum. Áður en
hann var kosinn á þing rak hann litla
ljósmyndabúð sem er á Castro street
(aðalgata , kynvilltra karla i San
Francisco). Daginn sem hann var
myrtur, sá ég á sjónvarpi viðtal við
nokkra úr þeirra hópi, þar sem þeir
bókstaflega grétu, við það að tala um
látinn félaga sinn, því Milk var
persónulegur vinur margra þeirra.