Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 44
Brennuvargs leitað
— hann er trúlega skorínn á höndum, — taliö víst að kveikt hafi verið í að Kleppi
Það þykir alveg Ijöst að brotizt hafi verið inn i vinnusaiina
við Kleppsspítala, skömmu áður en elds varð þar vart, sem
olii gffurlegum skemmdum á húsinu og stöðvar f ramleiðsiu
'uum óákveðinn tíma. Er innbrotjð sett i samband við
veikjuna i húsinu.
Lögreglumenn komu að brotnum glugga á húsinu, fjarri
þeim stað, þar sem eldsupptökin urðu. Rúðan brotnaði því
ekki af eldi. í gluggakarmi og á veggnum fyrir neðan glugg-
ann vom blóðslettur og er talið víst að sá er braut gluggann
og fór inn hafi skoriö sig við tiltækið. Enn hefur leit að
maiini með skurðarsár ekki borið árangur, hvorki á Klepps-
spítala né i slysadeild. Málið er í rannsókn.
Sjá og f rétt á bls. 6i ^St.
Við brotnu rúðuna langt frá eldinum. Lögreglumenn skoða blóðslettur á veggnum. DB-mynd Sveinn Þorm.
Jólasveinninn í umferöinni
I dag hefst jólagetraunin meö hinni fyrstu af átta þrautum. Hverri
teikningu fyigja þrjú umferðarmerki og á eitt þeirra við í hvert sinn. Þessi
umferðarmerki eru dönsk þannig að ef til vill kannast ekki allir við þau. En
myndirnar á þeim eru lýsandi og auðvelt að gera sér í hugarlund hvað þau
tákna. Þetta er alls ekki svo erfitt og öll Jjölskyldan getur tekið þátt í að
leysa vandann. Þegar þið hafið rétta svarið klippið þá út seðilinn og geymið
þar til allar áttaþrautirnar eru komnar. Seinnafáið þið að vita hvað margir
aðrir leystu þrautina.
Jólasveinamir hafa aldrei þótt góðir bílstjórar enda voru þeir komnir
nokkuð til ára sinna er bllar komu á markaðinn. Þeir félagamir eru í
vandrœðum með að koma jólagjöfunum til byggða þar sem þeir eru heldur
illa upplýstir í umferðarmerkjum. Lesendum gefst kostur á að leysa átta
þrautir með jólasveinunum og birtast þessar þrautir I blöðunum ncestu 8
daga. Leysið allarþrautirnar áður en þið póstleggið lausnirnar.
' , .....— J
frjálst, óháð dagblað
MÁNUDAGUR 4. DES. 1978.
Skólavörðustígur 14:
Mestallt
kaupverðið
í skattinn
— „Kaupandi borinn
röngum sökum”
segir lögmaðurhans
„Verði samningum rift, verður á það
fallizt af umbjóðanda mínum af því að
hann vorkennir seljanda og skilur þá
hagsmuni hans að missa ekki mest allt
kaupverðið í skattinn,” sagði Guðjón
Steingrímsson, hrl., sem er lögmaður
kaupanda hússins að Skólavörðustíg 14.
Lögmaður kaupanda segir umbjóð-
anda sinn hafa verið borinn röngum sök-
um í kæru út af viðskiptum sem DB
hefur greint frá. Meðal annars kveður
hann kaupverðið ranglega tilgreint. Það
hafi ekki verið tæpar 50 milljónir heldur
82 milljónir króna.
Þá hafi þess ekki verið getið, að selj-
andi gerðist hlutahafi i fyrirtækinu
Stjörnunni hf. að einum fimmta hluta.
Átti hann að verða stjórnarformaður og
starfsmaður þess. Ekki hafi verið hægt
að skuldbinda félagið án samþykkis
hans. Loks hafi matið á húsinu til sölu
verið vægast sagt vefengjanlegt. Reynt
verður í dag að ná sáttum og samkomu-
lagi.
- BS
Þorvaldur
Garðar lík-
lega f orseti
efri deildar
— með stuðningi
stjórnarliða
„Þorvaldur Garðar hefur áður staðið
sig með sóma í forsetastól,” sagði einn
þingmaður Alþýðubandalagsins í morg-
un. Allt bendir til þess, að sjálfstæðis-
maðurinn Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son verði kjörinn forseti efri deildar al
þingis í dag í stað Braga Sigurjónssonar
(A), sem hefur sagt af sér.
Alþýðuflokks- og alþýðubandalags-
menn i deildinni munu ætla að styðja
Þorvald. Þá er ekki gert ráð fyrir miklu
andófi framsóknarmanna, þótt þeir hafi
vonazt til að þeirra maður, Jón Helga-
son, tæki við stöðunni.
Alþýðuflokksmönnum stóð til boða
að velja annan mann í stað Braga, en
þeir höfnuðu því. Vildi enginn þeirra
„draga úr mótmælum Braga” við verð-
bólgufrumvarpinu eða verða „samein-
ingartákn ríkisstjórnarinnar”. eins og
Bragi komst að orði, þegar hann sagði af
sér.
„Ég hef aldrei litið svo á, að forseti
þingdeildar sé sameiningartákn, hvorki
stjórnar né stjórnarandstöðu," sagði
Þorvaldur Garðar i morgun i viðtali við
DB. Hann kvaðst að öðru leyti ekki geta
tjáð sig um málið á þessu stigi.
• HH