Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 19.11.1979, Qupperneq 15

Dagblaðið - 19.11.1979, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979. 15 \ Myndin er teldn á Markúsartorginu 1 Feneyjum. Húsakvnnin handan lónsins eru Cini-stofnunin þar sem ráðstefnan var haldin. tveggja af rikustu þjóðum heims, sem aidrei áttu nýiendur. Og hugsum tii Japana og Þjóðverja, sem urðu ekki forríkifr fyrr en nýlendur þeirra og leppríki höfðu verið frá þeim tekin. Og nú stunda Vesturlönd ekki frekar samsæri gegn þriðja heiminum með því að halda niðri verði á hráefn- um. Efnahagsbandalag Evrópu og Bandaríkin fljóta i offramleiddum landbúnaðatafurðum. Bandarikin eru nettó-útflytjandi landbúnaðaraf- urða og hráefna. Vesturlönd þurfa ekki einu sinni á þriðja heiminum að halda. Fyrir utan olíu, er þau kaupa dýru verði, geta þau framleitt öll þau hráefni, sem þau þurfa á að halda. Að vísu yrði slík framleiðsla dýrari, en ekki veru- lega dýrari. Hins vegar þarf þriðji heimurinn mjög svo á Vesturlöndum að halda, ef hann vill flýta för sinni i átt til iðn- byltingar. Viljafáfrið Þessar útskýringar mínar eiga að ieggja áherzlu á, að nýlendu-sektar- kennd eigi ekki að flækjast fyrir í samskiptum norðurs og suðurs. Vesturlönd voru ekki og eru ekki sek um að arðræna þriðja heiminn. Þetta atriði er mikilvægt, þvi að krafan um nýja alþjóðaskipan fjöl- miðlunar er þáttur í baráttunni fyrir nýrri alþjóðaskipan efnahagsmála. Hún er hluti vel heppnaðrar við- leitni harðstjóra þriðja heimsins við að breiða yfir græðgi sína, vangetu og arðrán og koma skömminni yfir á Vesturlönd. Þeir vilja fá að arðræna og kúga þegna sina í friði. Og þeir vilja fá vestræna aðstoð til að efla svissnesku bankareikningana sína. Þess vegna vilja þeir vitaskuld ráða því sjálfir, hvaða upplýsingar berist frá löndum þeirra og hvaða upplýs- ingar beríst til landa þeirra. Þeir hafa góöa möguleika á sliku. Þeir munu reka úr landi blaða- menn og fréttaritara vestrænna fréttastofa. Þeir munu spila á sam- keppni milli fréttastofa og reyna að kúga þær til að kyngja frelsisskerð- inguogáróðri. En við á Vesturlöndum viljum ekki að hátt stig upplýsingamiðlunar heima fyrir liði tjón vegna málamiði- unar við ráðamenn í þriðja heimin- um. Utan alfaraleiðar Sumar röksemdirnar gegn Vestur- löndum skil ég. Mitt heimaland er í eins konar þriðja heims aðstöðu gagnvart Vesturlöndum. Við verðum að búa við einátta upplýs- ingastraum. Við lesum erlendar fréttir, erlend blöð og tímarit og hlustum á erlent útvarp. Enginn les hins vegar okkar blöð, hlustar á okkar útvarp eða horfir á okkar sjónvarp. Því veldur bæði tungumálamúrinn og almennur skortur á áhuga á mál- efnum lítils lands. Stundum viljum við láta hlusta á okkur. Við fundum fyrir því i svo- nefndum þorskastríðum við Bret- land. Við gætum fundið fyrir þvi núna, þegar í uppsiglingu er eins konar loðnustrið um Jan Mayen milii Noregs og íslands. En við skiljum, að við getum engan veginn neytt umheiminn til að hlusta á rödd okkar. Jafnvel þótt við tækj- um þátt i samsæri harðstjóra úr þriðja heiminum gegn hinum vest- rænu fréttastofum, þá mundi hið miðlaða efni lenda í ruslakörfum fjölmiðlanna. Viðtakandi frétta í Nebraska eða Langbarðalandi hefur einfaldlega ekki áhuga á vandamálum íslen/.kra fiskveiða. Hvorki ég né þriðji heimurinn getum neytt okkar upplýsingum upp í ykkur. Þess vegna mun margrædd fréttastofa þriðja heimsins ekki hafa mikil tök á viðskiptum á Vestur- löndum, alira sízt ef miðlun hennar verður full af áróðri harðstjóra þriðja heimsins. Vondar fréttir Ég skil vel, að þeim líki slikt illa, en af öðrum ástæðum en þeirra. Ég sætti mig við skortinn á góðum frétt- um frá íslandi, landi utan alfaraleið- ar. En ég sakna vondu fréttanna. Einmitt þeirra frétta, sem harðstjór- um þriðja heimsins er svo illa við. Eins og alls staðar eru ráðamenn í heimalandi mínu ákaflega viðkvæmir fyrir útlöndum, imynd þeirra sjálfra í umheiminum. Þeir vilja, að allir viti, að þeir ráði fyrir lýðræðislegu og hagþróuðu ríki. Þeir vilja ekki, að umheimurinn viti um einstaka hrap þeirra niður í græðgi, spillingu og vangetu. —.......... y Þeir vilja geta staðið með fullunt sóma andspænis erlendum stéttar- bræðrum sínum. Þeir mundu gæta sín betur, ef er- lendis væri vitað um upplýsingar ís- lenzkra blaða um einstaka hrösun þeirra á vegi dyggðarinnar. Þeir mundu fremur en ella reyna að forðast græðgi, spillingu og vangetu. Slíkt yrði þjóð minni til heilla. Alveg eins og upplýsingar um græðgi, spillingu og vangetu ráða- manna þriðja heimsins gætu hjálpað þjóðum þess heimshluta. Almúgamaðurinn Við megum aldrei ruglast á ráða- mönnum þriðja heimsins og þjóðunt þriðja heimsins. Svonefnt þjóðerni og fullveldi í þriðja heiminum felur venjulega ekki í sér þátttöku fjögurra fimmtu hluta íbúanna. Alveg eins og i Evrópu fyrir aðeins 200 árum, þegar meðalaldur var jafnvel enn lægri en hann cr nú í þriðja heiminum. Það, sem við gerum fyrir þriðja heiminn, eigum við að gera fyrir fóikið þar og ekki fyrir ráðantennina. ■ Fulltrúar harðstjóranna i þriðja heiminum ráða ferðinni hjá Samein- uðu þjóðunum og i Mcnningarstofn- un Sameinuðu þjóðanna, þegar tætt er um svonefnda nýja alþjóðaskipan fjölmiðlunar. Við skulum ekki hlusta á ráð þeirra. Vesturlönd eru ekki sek unt kúgun þriðja heimsins, hvorki i et'na- hag né í fjölmiðlun. Við berum enga ábyrgð gagnvart harðstjórum þriðja hcimsins, þeim sem vilja ná tökur.i á miðlun upplýs- inga landa milli. Sú ábyrgð, sent við kunnum að hafa, er gagnvart almúgamanni þriðja heimsins, sem cr ntannlcg vera, alveg eins og stritandi forfeður okkar voru. Jónas Kristjánsson ritstjóri (Þetfa er stytl útgáfa af erindi höfundar á al- þjóðaráflstefnu ritstjóra, sem Cini stofnun n í Feneyjum stóð fyrir í upphafi þessa mánaðm.) "N f Kjallarinn Sighvatur Björgvinsson En hin leiðin er svo margfarin, að við vitum öll hvar hún endar. Hin leiðin var m.a. farin af Alþýðu- bandalaginu og Framsóknarfiokkn- um í fyrri ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar. Fyrir þeim flokkum endaði sú leið þannig, að Alþýðusamband íslands sparkaði þeim út úr ráðuneyt- unum. Þessi leið var líka farin af flokkunum, sem mynduðu ríkisstjórn Geirs Hallgrimssonar, því á miðju síðasta kjörtímabili var þessum tveimur flokkum orðið það Ijóst, að áframhaldandi samstjórn þeirra myndi engu góðu fá til leiðar komið. í það skiptið endaði sú leið þannig, að kjósendur í landinu spörkuðu fót- unum undan báðum þessum flokk- um. Það er ekki oft sem íslenskir stjórnmálamenn eru reiðubúnir tii að standa og falla með skoðunum sín- um. Það er Alþýðuflokkurinn núna. Hvernig svo sem jveir leikar fara þá tel ég að með því höfum við alþýðu- flokksmenn verið sannir gagnvart okkar fólki og okkur sjálfum trúir. Og þegar öll kurl eru komin til grafar þá er það sjálfur kjarni málsins. Ný vinnubrögð nýrrar kynslóðar í stjórn- málaheiminum. Sighvatur Björgvinsson fjármálaráðherra. Kjallarinn Hvers vegna Pétur Thorsteinsson? Vegna fréttar blaðsins mánudaginn 12. nóv. sl., þessefnis að Pétur Thor- .steinsson eigi stuðningsmenn við framboð til forsetakjörs ef og þegar núverandi forseti gefur ekki kost á endurkjöri, og undirritaður sé einn af stuðningsmönnum Péturs, þá er það rétt, og vona ég í lengstu lög að hann gefi kost á sér til starfsins, svo miklum mannkostum sem hann er búinn og með þá einstöku starfs- reynslu er hann hefur að baki. Persónulega hefi ég þekkt Pétur Thorsteinsson allt frá þeim tíma er við vorum saman í vegavinnu á Holtavörðuheiði fyrir stríð. En vegna langvarandi fjarvista hans frá íslandi við störf í þágu íslensku þjóðarinnar er hann og starfsferill hans ekki svo kunnur almenningi á íslandi sem skyldi. Ég vil nota tækifærið, i von um að Pétur fyrirgefi mér þegar hann kemur heim úr núverandi Austur- landaferð, og birti hér örstutta samantekt mína um ævi hans og störf: Fæddur7. nóvember 1917. Stúdent, Reykjavík 1937. Viðskiptafræðipróf 1941. Lögfræðipróf 1944. Starfaði í utanríkisráðuncytinu í júní—júli 1944. Sendiráðsritari við sendiráðið í Moskvu 1944—1947. Starfaði i utanríkisráðuneytinu 1947—1953 , yfirmaður viðskipta- deildar 1950—1953, jafnframt for- maður millibankanefndar 1952—53. Sendiherra i Sovétríkjunum 1953—1961., jafnframt i Ungverja- landi 1956—1961, jafnframt i Rúmeníu 1956—1961. Sendiherra í Bonn 1961 —1962, Pétur Thorsteinsson. jafnframt í Grikklandi, Júgóslavíu og Sviss. Sendiherra í Frakklandi 1962— 1965, jafnframt í Belgiu, Júgóslavíu og Lúxemborg, jafnframt hjá ráöi Atlantshafsbandalagsins og hjá OECD, jafnframt hjá EBE 1963— 1965 og hjá UNESCO 1964—1%5. Sendiherra 1 Bandaríkjunum 1965—1969. jafnframt í Argentínu, Brasilíu, Kanada og Mexíkó, jafn- framt sendiherra á Kúbu 1966— 1969. Ráðuneytisstjóri utanríkisráðu- Páll S. Pálsson neytisins 1969—1976. Ritari utanrikismálanefndar 1%9—1976. Sérstakur ráðunautur i utanríkis- þjónustunni frá 1976, jafnframt sendiherra í Indlandi, íran, Japan, Kina og Pakistan frá 1976, jafn- framt i Thailandi frá 1977 og i írak og Bangladesh frá 1978. Margsinnis nefndarformaður í samningum við erlend ríki , á sviði viðskiptamála, fiskveiðimála og flug- mála. Páll S. Pálsson

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.