Dagblaðið - 19.11.1979, Síða 16
16
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979.
Landakotsspítali
og þvottahús
ríkisspítalanna
í Dagblaðinu birtist hinn 12. þ.m.
frásögn af skoðunarferð blaðamanns
um þvottahús ríkisspítalanna 1 fylgd
með þeim Davið Á. Gunnarssyni
framkvæmdastjóra og Símoni Stein-
grímssyni verkfræðingi, ásamt
viðtölum við þá.
Ekki er nema gott eitt um þá frá-
sögn að segja og er ánægjulegt, að
þeim skuli líka vel rekstur þvotta-
hússins.
í frásögn þessari kemur fram álit
Davíðs Á. Gunnarssonar á viðskipt-
um Landakotsspitala við þvottahúsið
og reyndar stöðu spítalans almennt.
Í greininni'Stendur m.a.: „Davíð
kvaðst gremjast að nú klyfi Landakot
sig út úr samvinnu spítalanna um
þvottahús og leigði sér þvottahús úti í
bæ” og síðan: ,,En fyrst Landakot
væri eins og aðrir spitalar alveg upp á
ríkissjóð komið með rekstrarfé, væri
fáheyrt að einu litlu sjúkrahúsi
leyfðist að kljúfa sig út úr sameigin-
legum rekstri og hefja eigin rekstur,
sem engin trygging væri fyrir að gæfi
betri fjárhagslega útkomu er til
lengdarléti.”
Vel má vera, að þessi orð séu ekki
rétt eftir höfð, en út frá þvi verður að
ganga meðan ekki hefur verið
leiðrétt.
Ekki verður hjá því komizt að gera
nokkrar athugasemdir við þessi
ummæli.
1...... að nú klyfi Landakot sig
út úr samvinnu spítalanna um
þvottahús”....... að kljúfa sig
út úr sameiginlegum rekstri. . . ”
Viðskipti Landakotsspítala við
þvottahús ríkisspítalanna hafa aldrei
komist neitt nálægt því á það stig, að
kalla mætti það samvinnu, hvað þá
sameiginlegan rekstur.
Landakotsspítali hefur aðeins
verið einn af viðskiptavinum þvotta-
hússins, fengið sína reikninga og
greitt þá. Hins vegar hefur ekkert
samráð verið um rekstur, verðlagn-
ingu eða annað, sem flokka mætti
undir samvinnu.
Þaðan af síður er um að ræða sam-
eiginlegan rekstur. Ef um slíkt væri
að ræða hlyti það að leiða til hlut-,
deildar Landakots í stjórn fyrirtækis-
ins, þátttöku i kostnaði og tapi, eða
hagnaði ef því er að skipta.
Ekki nýr
rekstur
2...... og leigði sér þvottahús úti
í bæ til að annast sinn þvott ” og
,,. . . að einu litlu sjúkrahúsi
leyfðist að kljúfa sig út úr. . . og
hefja eigin rekstur. . . ”
Við Landakotsspítala hefur verið
starfandi þvottahús svo lengi sem
spítalinn hefur starfað eða í 77 ár og
er enn. Það er því fjarri lagi að spítal-
inn sé að „hefja eigin rekstur”. Það
er ekki einu sinni rétt, að spítalinn
hafi leigt sér þvottahús úti í bæ.
Hið rétta er, að vélar í þvottahúsi
spítalans eru orðnar mjög gamlar og
þurftu nauðsynlega endurnýjunar
við. Varð því að ráði að kaupa
notaðar vélar í þeirra stað af þvotta-
húsinu Eimi. Hentugt þótti að leigja
það húsnæði sem vélarnar voru í og
koma þannig í veg fyrir röskun á
þeim. Með þessu vannst einnig til
annarra nota það húsnæði, sem
þvottahúsið er nú í.
Til marks um að hér er ekki um
nýjan rekstur að ræða er það, að
þvottahús Landakotsspítala þvoði,
þar til á síðasta ári, allan þvott spital-
ans. Síðan hefur nokkuð af þvotti
verið sent til þvottahúss rikisspital-
..anna, en meiri hluti af honum hefur
eftir sem áður verið þveginn í þvotta-
húsi spítalans.
Vissulega er engin trygging fyrir
því, að reksíur Landakotsspítala
gæfi betri fjárhagslega útkomu þegar
til lengdar léti. En þessi röksemd
verkar á báða vegu og ég hef ekki enn
fengið tryggingu fyrir þvi, að þvotta-
hús ríkisspitalanna gefi slíka útkomu.
Ekki upp á
ríkissjóð kominn
3. Ofangreind atriði um þvotta-
húsin hefðu tæpast orðið mér tilefni
til að drepa niður penna. Hins vegar
eru höfð eftir Davíð Á. Gunnarssyni
orð, sem ég tel óhjákvæmilegt að
gera athugasemdir við. Eftir honum
er haft:
,,En fyrst Landakot væri eins og
aðrir spítalar alveg upp á ríkis-
sjóð komið með rekstrarfé, væri
fáheyrt að einu litlu sjúkrahúsi
• „Landakotsspítali er ekki upp á ríkissjóð
kominn meö neinar greiöslur. Trygginga-
stofnun ríkisins greiðir spítalanum þjónustu
hans, eins og öðrum heilbrigðisstofnunum,
með daggjöldum.”
ri
KOSNINGAGLEÐI
OG VALKOSTIR
Hvers konar rottuholupólitík er
það, sem við íslendingar búum við í
dag? Eða hæfir henni citthvað örlítið
virðulegra heiti? Máske væri réttara
að tala um andle an skollaleik í þeim
efnum.
Nú á enn að arga okkur út í einn
kosningaslaginn, þótt eigi sé liðið
nema eitt og hálft ár frá því við létum
síðast ginnast af froðusnakki og
fögrum fyrirheitum stjórnmálatrúða.
Okkur er tjáð að það vanti nýja
stefnu, ný úrræði og nýja forustu.
Höfum við ekki heyrt þetta áður?
Hverjir eru að hafa hverja að fiflum?
Eða er þetta kannski allt við hæfi? Er
andleg eymd okkar svona mikil og
sálarlegt volæði okkar svona algert
að við eigum þetta skilið?
Og hvað skyldi svo vera um að
velja? Jú, fjórir eru stjórnmálaflokk-
arnir.
En það er eins o mann rámi í að
þeir séu allir búnir aó kynna allræki-
lega vilja sinn og getu við stjórn
þjóðarskútunnar. Að vísu hefur eng-
inn þeirra átt þess kost að búa við al-
gert einveldi í ríkisstjórn, heldur hafa
minnst tveir orðið að starfa saman að
landsstjórninni um langt skeið. En
það er skammt að minnast þess, að
tveir, ekki ýkja ólíkir flokkar í
stefnumálum, fóru með ríkisvaldið
og höfðu að baki sér meira en tvo
þriðju hluta allra þingfulltrúa.
Máske ættu háttvirt atkvæði að
reyna með fulltingi sínu að fela sér-
hverjum núverandi flokka stjórnun
landsmála, sitt kjörtímabilið hverj-
um. Þá fengist væntanlega ’ fram
marktæk könnun á vilja og getu
þeirra hvers og eins. En hætt er við
að sú könnun yrði orðin þjóðinni all-
dýrkeypt, þegar upp væri staðið.
Nei, þaðerekki lausnin.
Afkvæmi kjósenda
Varðandi allt þetta grútfúla, for-
heimskandi stjórnmálaþras, og þá
barnalegu sjónleiki og sýndar-
mennsku, sem því fylgir, ber að hafa
eitt grundvallaratriði í huga: Allt
endurspeglar þetta andlegt ásigkomu-
lag okkar elskulegu þjóðar. Hún er
bara svona, hvort sem okkur líkar
betur eða verr að þurfa að viður-
kenna það.
Mjög er í tísku um þessar mundir
að hallmæla störfum Alþingis og
kjörnum fulltrúum þess. Því miður
hefur margur of mikið til sins máls í
þeim ádrepum. Þó mættu allir vita,
að enginn skúrkur kemst í þing-
mannssess nema hann njóti til þess
fulltingis ntegjanlega margra skúrka.
Störf Alþingis hverju sinni hljóta þvi
að mótast af óskum og valhæfni
kjósenda. í þeim skilningi eru þing-
menn eins konar afkvæmi kjósenda,
enda þótt hinum siðarnefndu veitist
stundum erfitt að meðganga sitt for-
eldrishlutverk i þeim efnum á milli
kosninga.
Vi
r
Jakob G. Pétursson
Kjallarinn
Já, ennþá á að fara að kjósa. En
um hvað? Eru ekki allir valkostir
fullreyndir? Svör fulltrúa stjórnmála-
flokkanna um það eru ekki marktæk.
Ættum við þá að hafna þessum fjór-
um stjórnmálaflokkum með öllu? Og
gera hvað? Tryggir ekki tilvera
frjálsra stjórnmálaflokka okkur það
lýðræði, sem við æskjum? Víst gera
þeir það að nokkru marki, þótt þeir
sýnist eiga það helst sameiginlegt um
þessar mundir að stefna hagsmunum
okkar sem þjóðar norður og niður.
Næstum allir bölva ástandinu eins
og það er í efnahagsmálum okkar:
Verðbólgu, skuldasöfnun, kröfum
þrýstihópa, þ.e.a.s. þeir sem utan við
þá standa hverju sinni, og óráðsíu í
peningamálum o.s.frv. Þó mun
sagan halda áfram að endurtaka sig.
Á ■ hinum skuggaríku kjördögum
skammdegisins, 2. og 3. desember,
munu hinir mörgu óánægðu, sem og
aðrir, storma í kjörklefana og skipa
sér þjónustusamlega hver og einn i
einhvern hinna fjögurra dilka stjórn-
málanna. Og þótt einhverjar til-
færslur verði milli flokka, er vandséð
hvort það komi til með að breyta
nokkru til batnaðar sem máli skipti.
Heilindi vantar
En hvað er til ráða? Hefðu hinir
mörgu óánægðu átt að sameinast um
sérframboð? Vantar okkur fleiri
stjórnmálaflokka? Hæpiðer það. En
okkur vantar heilindi og heiðarleika í
stjórnmálastarfið. Sérhver þáttur
heilbrigðrar skynsemi kallar á endur-
bætur, og þá helst innan þeirra
flokka, sem fyrir eru.
Ef fólk meinar nokkuð með sínu
óánægjumasi, þá ber þvi að hefjast
handa og það strax. í komandi kosn-
ingum yrði það helst gert með því að
hafna stuðningi við ríkjandi óráðsíu,
og annaðhvort sitja heima, eða skila
auðu.
Ef það ætti sér stað í allríkum
mæli, þá væri það ótvíræð van-
HVAR A AÐ SPARA?
Stefna Sjálfstæðisflokksins,
leiftursókn gegn verðbóigu, hefur
vakið mikla athygli, miklar umræður
og ekki sízt nýjar vonir í hugum fólks
um að til séu raunhæfar leiðir til þess
að kveða verðbólgudrauginn niður í
eitt skipti fyrir öll með djörfum og
harðskeyttum aðgerðum.
Djörf stefna
Við ætluin að lækka skattlagningu
ríkisins um 35 milljarða, ef kjósendur
veita Sjálfstæðisflokknum brautar-
gengi í komandi kosningum. En hvar
á að spara — hvar á að skera niður á
móti? — spyrja kjósendur. Verður
ekki afleiðing niðurskurðarins
kreppa og atvinnuleysi, eins og and-
stæðingar okkar halda fram?
Þeir, sem hafa lagt eyrun við
kreppuvæli og móðuharðindatali
vinstri manna undanfarin ár og ára-
tugi, eru ekki hissa á því, þótt enn
kveði við slikan tón í þeim
herbúðum. Við teljum þvert á móti,
að stórfelld lækkun skatta muni
verka eins og vítamínsprauta á þjóð-
lífið, einstaklingar og fyrirtæki munu
fá meiri hluta tekna sinna til eigin
ráðstöfunar, athafnaþrá þessara
aðila, sem rikið hefur lagt á þunga
klafa, fær nú lausan tauminn, og við
getum hafið alhliða uppbyggingu
arðsamra atvinnufyrirtækja um allt
land.
Frelsi einstaklinga
— frelsi lands
og þjóðar
Allt hið hjáróma tal vinstri aflanna
um samdrátt og kreppu er ekkert
annað en neyðarvæl þeirra, sem í dag
eru i aðstöðu til þess að ráðskast með
fjármuni samfélagsborgaranna, en
sjá nú þeirri aðstöðu ógnað. En hvar
á að spara? Hvaða ríkisútgjöld ætla
sjálfstæðismenn að skera niður eftir
kosningar, ef kjósendur veita þeim
fylgi til að framfylgja stefnu sinni?
Kjósendur ganga eftir svari við
þessari spurningu, og þeir eiga rétt á
að fáskýr svör.
Æfðii stjórnmálamenn svara sem
svo, að ekki sé hægt að ætlast til, að
sparnaður upp á 35 milljarða sé
tiundaður lið fyrir lið í stuttri grein.
Það kann að vera bæði satt og rétt.
En það er í rauninni ekkert svar, og
kjósendur láta ekki bjóða sér slíkt.
Nefnt hefur verið, að lækka eigi .
niðurgreiðslur, sem eru áætlaðar
hvorki meira og minna en 23 millj-
arðar í fjárlagafrumvarpi Tómasar
Árnasonar. Sjálfstæðismenn hafa
með gildum rökum bent á, að þar er
um að ræða opinber afskipti af tekju-
ráðstöfunum heimilanna, sem i raun
eru óþörf og óþolandi. Hag þeirra
verst settu og láglaunahópa i þjóð-
félaginu á að verja með aukinni
tekjutryggingu.
Nefnt hefur og verið, aðalls staðar
í ríkisbákninu þurfi að gæta aðhalds,
spara og sýna ráðdeildarsemi. Til
urnar o.s.frv. Og þarna þarf að gera
betur en að spara, það þarf hrein-
lega að taka hverja opinbera stofnun
fyrir sig og raunar hverja einstaka
fjárveitingu og réttlæta tilvist
hennar, ekki bara einu sinni, heldur í
hvert sinn, sem ný fjárlög eru sett.
• Víða má skera niður útgjöldin til land
búnaðar og hjá opinberum stofnunum.
þess er ætlazt af einkafyrirtækjum.
Þau geta ekki sent skattgreiðendum
reikninginn, ef endar ná ekki saman,
eins og ríkisreknu fyrirtækin gera,
sbr. Póstur og sími, rafmagnsveit-
Hér á landi hefur viðgengizt, að alls
konar þrýstihópar ná fjárveitingum
af fjárlögum til misjafnlega nytsamra
málefna og þessir liðir hanga inni á
fjárlögum ár eftir ár vegna þess að