Dagblaðið - 19.11.1979, Page 20

Dagblaðið - 19.11.1979, Page 20
20 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979. FÓLK ÁSGEIR TÓMASSON1 Hhití af andstæðingum Horts. Hann varO að leggja á minnið stöðu 640 taflmanna og éður en leiknum lauk hafði hann leikið 687leiki. Er Hort nœsti heims- meistari í blindskák? Kjarabót annar ekki eftirspum Vlastimil Hort er ekki með öllu ókunnur í heimsmetabókum. Árið 1977 stóð Dagblaðið fyrir fjöltefli hans i Valhúsaskóla á Seltjarnamesi. Þar tefldi Hort gegn 550 skákmönn-' um á einum sólarhring. Hann lagði 477 andstæðinga, tapaði tíu skákum: og rúmum tveimur kílóum af þyngd sinni. Alls er talið að Hort hafi jiurft að ganga fjörutiu kílómetra leið á sólarhringnum sem fjölteflið stóf yfir. Fyrir þetta afrek hlaut tékknesk stórmeistarinn fjóra heimsmeistara- titla. Enginn hafði áður teflt við jafn marga andstæðinga. Hver skák tók aðeins tvær minútur og fjórtán sek- úndur, sem er heimsmet í svo fjöl- mennu tafli. í þriðja lagi tefldi Hort við 201 mann í fyrstu lotu, sem einnig er heimsmet, og síðast en ekki sízt háði hann einvígi við 0,25 prósent heillar þjóðar. Fjölteflisheimsmeti Horts var hnekkt fyrr á þessu ári. Þar var að verki svissneski skákmaðurinn, Werner Hug sem tefldi við 560' manns. Söngsvertin KJarabót 6 sviði. Fré vinstri eru Stefén Jónsson gitarieikari, Margrét ömóHsdóttir söngkona, Þórkatia Aðaisteinsdóttir söngkona, Eirikur Eiiertsson söngvari, Bragi Sigurðsson grtarleikarí og söngvarí, Fanney Jónsdóttir söngkona, Ámi Jóhannsson bassalelkari, Magna Guð- mundsdóttir fíðiuieikari og söngkona og Kristjén Ingi Einarsson grtarieik- ari og söngvari. DB-mynd Atii Rúnar. Affœðingardeildinni á fjalir Þjóðleikhússins — Óperan Orfeus og Euridice eftir 17. aldar tónskáldið Gluck sker sig frá 19. aldar óperum að því leyti að þar er ekki um neinar scrstakar stjörnuaríur að ræða en hlutur ein- söngvara, kórs og listdansara mjög jafn, segir Sigríður Ella Magnús- dóttir, en hún fer með annað titilhlut- verkið i jólaóperu Þjóðleikhússins. — Óperuformið sem slikt var kotnið í megnustu ógöngur sakir tild- urs og óhóflegs útflúrs þegar Gluck reisti það aftur til vegs og virðingar. Tónlistin í Orfeus og Euridice er mjög falleg og óperan i heild mikið augnayndi. Enda er hún á fastri verk- efnaskrá allra helztu óperuhúsa heims. Sjálf hefur söngkonan haft ólíku en engu að síður erfiðu hlutverki að sinna að undanförnu, þvi að þann 7. nóvember fæddust henni tveir stæltir synir sem vógu. rúmlega 14 merkur hvor. — Þeir gerðu óneitanlega strik i reikninginn hjá mér, segir Sigríður. — Ég þurfti að liggja meira og minna á spíiala tvo síðustu mánuðina og varð að aflýsa öllu tónleikahaldi. Og ég var áreiðanlega digrasta konan sem nokkru sinni hefur stundað sund í Vesturbæjarlauginni! — Tvíburarnir voru teknir með keisaraskurði og fæddust með mínútu millibili. Þeir eru ekki ein-, eggja og afar ólíkir, bæði að útliti og. skaphöfn. Þeir komu líka seinna í heiminn en við hjónin höfðum reikn- að með svo að pabbi þeirra varð að snúa heim til Englands skömmu eftir fæðinguna vegna tónleikahalds. Sjálf hef égaflýst öllum mínum verkefnum fram á næsta vor til að geta sinnt | þeim utan hlutverksins í Orfeus og Euridice. En þar ntunar miklu að ég hef sungið það áður og ég er satt að' segja að hugsa um að skella mér á fyrstu æfinguna á mánudaginn. Hinn nýbakaði tvíburafaðir er brezki baritónsöngvarinn Simon Vaughan og eiga þau hjón tæplega eins og hálfs árs dóttur fyrir. -JÞ Sigrrður Ella Magnúsdóttir söng- kona með strékana sina, þé Magnús Kariog Vilhjálm Pátur. DB-mynd BjamieHur. » Tékkneski stórmeistarinn Vlastimil Hort fæst þessa dagana við þá grein skáklistarinnar sem talin er langerfið- ust, blindskák. Þýzka tímaritið Der Spiegel sagði nýlega frá þvi að Hort hygðist slá heimsmetið í blindskák og æfði sig markvisst að því að ná þeim áfanga. Hort háði nýlega blindskák við tuttugu manns. Meistarinn var lok- aður inni í glerbúri með autt skák- borð fyrir framan sig. Er and- stæðingarnir léku var honum tilkynnt þáð í hljóðnema. Leikar fóru þannig að Tékkinn vann níu skákir og tapaði aðeins fjórum. Þar með hafði hann slegið þýzkt met bandaríska skák- mannsins Harry Nelson Pillsbury, sem tefldi blindskák við 21 mann árið 1902. Pillsbury vann aðeins þrjár skákir og tapaði sjö. En betur má ef duga skal. Heims- meistarinn í blindskák, Miguel Naj- dorf frá Argentinu, tefldi árið 1947 við 45 skákmenn og vann hvorki meira né minna en 39 þeirra. Met þetta var sett í Póllandi. Hort ætlar að fikra sig áfram að heimsmetinu og hyggst næst spreyta sig gegn þrjátiu andstæðingum., Þannig heldur hann áfram þar til markinu er náð. Söngsveitin Kjarabót á annríkt um þessar mundir, svo annríkt að hún tekur ekki að sér fleiri verkefni fram að jólum nema eitthvað sérstakt komi upp á. Kristján lngi Einarsson, einn níu liðsmanna Kjarabótar, sagði i samtali við DB að þegar væri byrjað að skipuleggja starfið eftir áramót. „Við ætlum að heimsækja alla menntaskólana í byrjun næsta árs,” sagði Kristján. „Einnig hefur Menn- ingar- og frajðslusamband alþýðu ráðið okkur til að koma fram á vinnustöðum. Þegar það er frá talið leikum við einnig á almennum mark- aði.” Kjarabót býður upp á tvenns konar efnisskrá. Á vinnustöðum flytur hún tónlist við kassagítarundirleik en annars staðar tekur hún rafmagnið í þjónustu sína. Að sögn Kristjáns er flokkurinn búinn að koma sér upp góðum hljóðfærakosti og söngkerfí. Hort sat krkaður inni í glerbúri með autt skékborð fyrir framan sig og tefídi biindskék við tuttugu manns. Allur hagnaður af leik Kjarabótar rennur til þess að betrumbæta tækin. Kjarabót kom mikið við sögu á Heimavarnarliðsplötunni Eitt verð ég aðsegja þér. Kristján sagði að lokum að Kjara- bót frábæði sér að koma nokkuð ná- lægt yfirstandandi kosningabaráttu. Siðast er kosið var kom flokkurinn ekki fram á vegum neinna stjórn- málaflokka. Þeir sem áhuga hafa á að fá Kjara- bót á skemmtanir eftir áramótin fá allar upplýsingar i símum 22876 og 43188. FÓLK „Tábrjóturinn” eftir Tsjaikovský fleira , F0LK Rudolf Nureyev, ballettdansarinn heimsfrægi, varð fyrir því óhappi í fyrstu viku nóvember að tábrjóta sig á sviðinu. Hann er líklega kunnasti karldansari heims og tvímælalaust einn hinn bezti. Nureyev leitaði hælis sem póli- tiskur flóttamaður er hann var á ferð með Kirov-ballettinum frá Leningrad fyrir fáum árum. Þegar áðurgreint óhapp varð, var hann að dansa í Hnotubrjótnum eftir Tsjaikovski. Ekki fylgir sögunni, hvort táin brotnaði í kaflanum með rússneska dansinum eða i lokadans- inum, Blómavalsinum alkunna. Full alvara þrátt jyrir skyggniö Helztu hvatamenn að framboði Péturs Thorsteinson sendiherra til forsetakjörs hafa nú gengið á fund forystumanna í stjórnmálaflokkun- um, Benedikts Gröndals, Geirs Hall- grímssonar, Lúðviks Jósepssonar og Ólafs Jóhannessonar. Vildu þeir með þessu gera það ljóst, að þeim væri al- vara í því að hvetja Pétur til frani- boðsins og eins mun erindið líka hafa verið að hlusta eftir hugsanleg- um stuðningi. Eins og vænta mátti var fátt um stuðningsloforð í hádegishita al- þingiskosninganna. Ljóst er þó, að full alvara býr að baki áskorunar á sendiherrann að gefa kost á sér í framboðið. ,,Ég legg það ekki á stuðningsfólk mitt að hugsa um fleiri kosningar en þær næstu eins og skyggnið er í póli- tíkinni,” sagði Albert Guðmundsson er hann heyrði þetta. Jónas enn í heims- pressuna Jónas Kristjánsson ritstjóri sat fund með forstjóra TASS-fréttastof- unnar, Vladimir Gonsiaroff, og rit- stjóra Pravda, Nikolaj Progiogin, í Feneyjum um mánaðamótin siðustu. Þarna voru reyndar margir rit- stjórar samankomnir i boði Cine- stofnunarinnar í höll hennar á eyj- unni San Giorgio Maggiore skammt undan Piazza San Marco. Meðal þeirra rná nefna Giuseppe Boffa, l’Unita, Tryggve Ramberg, Aften- posten, Gustav von Platen, Svenska Dagbladet, og Mort Rosenblum, International Herald Tribune, auk fjölda annarra. Eina erindið sem siðastnefnda blaðið birti útdrátt úr var erindi Jónasar Kristjánssonar um „Fjöl- miðlun milli Vésturlanda og þriðja heimsins”. Ekkifylgis- leysið þar Ekki hafði Tómas Þorvaldsson, stjórnarformaður í Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda, fyrr látið orð um það falla, að hann ætlaði að draga sig í hlé frá formennskunni en maður gekk undir manns hönd að biðja hann að sitja áfram. Hefur hann mikið traust félaga sinna. Ekki hcfur Tómas horfið frá fyrirætlan sinni svo vitað sé en ekkert gerist fyrr en á aðalfundinum sem verður að líkindum í júni næstkom- andi.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.