Dagblaðið - 19.11.1979, Síða 23

Dagblaðið - 19.11.1979, Síða 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979. f Iþróttir Iþróttir 23 Iþróttir íþróttir 6 KR-ingar léku eins og þeir sem valdið hafa —gersigrudu ÍR-ingana í Hagaskólanum ígær 102-69 „Við tókum ÍR-ingana á góðri vörn í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari var um uppgjöf að ræða hjá þeim,” sagði þjálfari KR-inganna, Gunnar Gunnars- son, eftir að menn hans höfðu burstað ÍR 102—69 i Hagaskólanum í gærdag. „Baráttan var númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur í þessum leik og allir mínir I menn áttu góðan leik. Allir strákarnir geta komið inn á hvenær sem er og gert góða hluti eins og sást bezt í þessum leik.” Varla ofmælt hjá Gunnari því KR-ingarnir áttu hreint út sagt stór- kostlegan leik allir sem einn og ÍR átti aldrei möguleika gegn þeim. Leiki KR svipað þessu það sem eftir er mótsins þarf vart að gera því skóna hvaða lið vinnur það. Hagaskólinn var troðfullur af stuðn- ingsmönnum liðanna þegar leikurinn hófst. KR náði strax forystunni í leikn- um og lét hana aldrei af hendi það sem eftir var. ÍR-ingarnir virtust eiga erfitt með að ftnna svar gegn svæðisvörn KR sem tókst frábærlega vel. Munurinn jókst hægt og bítandi og tölur eins og 14—8, 31—22 og loks hálfleikstölurnar 49—30 eru táknrænar fyrir þróunina í leiknum. Baráttan var geysilega góð hjá KR í fyrri hálfleiknum og reyndar út allan leikinn. ÍR-ingarnir virtust gefast upp við mótlætið og innáskipt- ingarnar virtust oft vera nokkuð undar- legar. Voru sjaldnast nema þrír af sterkustu mönnum ÍR inná í einu. Slíkt er*íl(ki-hægt að Jeyfa sér gegn vestur- og höfðu algera yf irburði bæjarveldinu KR og það fengu IR-ing-' arnir illilega að reyna. KR-ingar áttu nær öll fráköst bæði í vörn og sókn og munaði þar miklu að Mark Christensen náði sér aldrei á strik í leiknum. Hafi ÍR-ingar gert sér vonir um að minnka muninn i síðari hálfleiknum hurfu þær eins og dögg fyrir sólu strax í upphafi hans. Engan bilbug var á KR að finna og leikmenn börðust eins og ljón — enginn þó eins og Ágúst Líndal sem varla hefur leikið betur um ævina. Munurinn komst í 23 stig, 55—32 strax í upphafi hálfleiksins og öll barátta ÍR var brotin á bak aftur. ÍR tókst reyndar að minnka muninn örlítið um tíma en það stóð ekki lengi. Um miðjan hálfleikinn hvíldu þeir báðir Jón Sigurðsson og Marvin Jack- son og komu ekki inn á fyrr en tvær mínútur rúmar voru til leiksloka. Þeir sem komu í þeirra stað höfðu i fullu tré við ÍR og munurinn hélzt nær óbreytt- ur. Þegar tvær mínútur voru eftir var staðan 91—68 KR i vil og lokakaflinn var einhver sá glæsilegasti sem undirrit- aður hefur orðið vitni að. KR-ingar stálu knettinum hvað eftir annað af lR og brunuðu í hraðaupphlaup. Stigin hrönnuðust upp og þegar blásið var til merkis um leikslok var munurinn orðinn 33 stigl, 102—69. Stórglæsi- legur sigur KR. Það er ákaflega erfitt og e.t.v. ósanngjarnt að gera upp á milli leik- manna KR. Allir áttu góðan dag en Öruggur sigur Vals yfir FH —FH hef ur tapað tveimur fyrstu leikjunum í 1. deild kvenna Valsstúlkurnar sigruðu kynsystur sínar úr FH úr Hafnarfirði í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik á laugardaginn í Laugardalshöll með 21 marki gegn 17 mörkum FH. Staðan í hálfleik var 11—9 fyrir Val. Kristjana Aradóttir skorar fyrsta mark leiksins, 1—0 FH í vil. Harpa Guðmundsdóttir, Val, jafnaði fljótlega i 1—1, Elín Kristinsdóttir kom Vals- stúlkum í 2—1. Sólveig Birgisdóttir jafnaði svo fyrir FH, 2—2. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleiknum. Markamunur var aldrei meiri en eitt til Núsigraði Ágúst Kópavogshlaup Frjálsíþrótta- sambands Islands var háð á laugardag- inn. Keppendur 26 í karla- og kvenna- flokki. í karlaflokki voru hlaupnir 7 km og nú sigraði Ágúst Ásgeirsson, ÍR, í einvígi við félaga sinn, Gunnar Pál Jóakimsson. Þeir komu langfyrstir í mark en höfðu hlutverkaskipti frá Öskjuhlíðarhlaupinu á dögunum. Ágúst sigraði á 28:16,0 mín. Gunnar Páll hljóp á 28:20,0 mín. Þriðji varð Ágúst Gunnarsson, UBK, á 29:11,0 mín. Styttri vegalengd var í kvenna- flokki. Þar sigraði Thelma Björnsdótt- ir, UBK, á 15:22,0 mín. Guðrún Karls- dóttir, UBK, varð önnur á 15:40,0 mín. tvö mörk. Eins og fyrr segir var staðan i hálfleik 11—9 fyrir Val. Stúlkurnar frá Hlíðarenda komu mun ákveðnari til leiks í þeim seinni. Harpa skoraði fyrsta markið i síðari hálfleiknum — var staðan þá orðin 12—9 fyrir Val. Fáum mínútum seinna fengu Valsstúlk- urnar víti. Hildur Einarsdóttir, mark- maður FH, gerði sér lítið fyrir og varði vítakast Ernu Lúðvíksdóttur, Val. Smám saman seig Valur fram úr FH. Um miðjan seinni hálfleikinn var staðan 17—11 fyrir Val. Kristjana Ara- dóttir skoraði fjórða mark sitt í leikn- um og kom hún FH stelpum í 17—12. Mínútu síðar kom hún þeim í 17—13. Kristín Ólafsdóttir skoraði siðasta mark Valskvenna í þessum leik, 21 — 14. Þegar ftmm mínútur voru til leiks- loka misnotaði Harpa Guðmundsdóttir víti — skaut hún í stöng. Katrin Dani- valsdóttir skoraði siðasta mark FH i leik .þessum, 21 —17, en það nægði þeim ekki að þessu sinni. Greinilegt er að FH stúlkurnar eru ekki þær sömu og í fyrra. Mörk Vals skoruðu Erna Lúðvíks- dóttir 6/1, Ágústa Dúa Jónsdóttir 5, Harpa Guðmundsdóttir 5, Elín Krist,- jánsdóttir 2, Kristín Ólafsdóttir 2 og Björg Guðmundsdóttir 2. Mörk FH skoruðu Kristjana Ara- dóttir 7/2, Katrín Danivalsdóttir og Ellý Erlingsdóttir 3 hvor, Svanhvit Magnúsdóttir 2 og Sólveig Birgisdóttir ogMargrét Brandsdóttir 1 hvor. - HJ Valur-FH 21-17 (11-9) Ulandunóttt i 1. ddd kvwra. Vakir - FH 21 -17 (11 -í), Laugardalahöl 17. nóvambar. Baztu latkmarm (ha»ta alnkunn 10) Agúata Dúa JAnadAMr, Val, 7, Kriatiana AradAttk. FH, 7. Ema LúðvfkadAttir. Val. 8, Harpa GuAmundadAttk, VaL 6, Ein KriatkiadAttk, Val, S. Valur Björg Quðmundadöttk, Ema Lúðvfksdöttk, Harpa Quðmundsdóttk, Eln Kristinsdóttk, Hanna Rúna Jöhannadóttk, Agústa Dúa Jónadóttk, Quðbjðrg Ekiaradöttk, KHstfn Ólafsdöttk og Þudður Hjartardöttk. FH: Hldur Elnarsdötdrir, Katrin Danivalsdöttk, Sigriður ÚHsdöttir, Kristjana Aradöttk, ENý Eriingsdöttk, Svanhvft Magnúsdöttk, Hafcfts Svsinsdöttk, Margrét Brandadöttk og Sötvaig vart verður hjá því komizt að minnast á þá Jón Sigurðsson og Ágúst Lindal. Þeir voru hreinustu púðurtunnur -í leiknum og kraftur þeirra og hraði setti ÍR margsinnis út af laginu. Ágúst hefur til þessa ekki verið talinn á meðal stór- stjarna körfuknattleiksins en sannaði það i gær að hann er á góðum degi í landsliðsflokki. Um þátt Jónsernógað segja eitt. Stórkostlegt. Hann er kóng- urinn i islenzkum körfuknattleik. Þá má ekki gleyma Birgi Guðbjörnssyni, sem skoraði mjög fallegar körfur, og svo þeim Garðari, Geir og Árna, sem allir áttu mjög góðan dag. Þá kom Gunnar Jóakimsson inná undir lokin og skoraði 8 stig á skömmum tíma. Allir leikmenn KR skoruðu stig í þess- um leik og baráttan í liðinu var einstök og varnarleikurinn er aðall þess. KR hefur fengið langfæst stig á sig af öllum úrvalsdeildarfélögunum og ekki að ástæðulausu. Varnarleikur liðsins er frábær oft á tíðum og ekki fyrir hvern sem er að komast þar í gegn. Marvin Jackson var óvenju rólegur að þessu sinni en hafði nokkuð góðar gætur á Christensen í leiknum. Hjá ÍR bar í rauninni enginn af. Liðið náði sér aldrei á strik og vonir liðsins féllu með undarlegum skipting- um. Það var helzt Kristinn Jörundsson sem stóð uppúr í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari tók litli bróðir, Jón Jörundsson, upp merki ættarinnar og átti stórleik. Mark fór í gang í síðari hálfleiknum en dugði ekki til. Kolbeinn átti ágæta kafla en aðrir voru hreint ekki með á nótunum. Dómarar voru þeir Kristbjörn Al- bertsson og Guðbrandur Sigurðsson og dæmdu prýðilega þótt ekki hafi leik- menn alltaf verið á eitt sáttir. Stig KR: Jón Sigurðsson 23, Ágúst Líndal 19, Geir Þorsteinsson 12, Mar- vin Jackson 10, Garðar Jóhannsson 10, Árni Guðmundsson 8, Gunnar Jóakimsson 8, Birgir Guðbjörnsson 8, Þröstur Guðmundsson 2 og Eiríkur Jóhannesson 2. Stig ÍR: Jón Jörundsson 18, Mark Christensen 17, Kristinn Jörundsson 14, Kolbeinn Kristinsson 8, Erlendur Markússon 6, Guðmundur Guðmunds- son 4 og Stefán Kristjánsson 2. - SSv. Jón Sígurósson er hér á fullri ferö i leiknum gegn ÍR og aóstaða Kolbeins Kristins- sonar er e.Lv. táknræn fyrir frammistöðu tR f leiknum. DB-mynd Bjarnleifur. Frakkar sigruðu Tékka Frakkar sigruðu Tékka 2—1 í lands- leik sem fram fór í París á laugardag. Leikurinn var liður í 5. riðli Evrópu- keppni landsliða í knattspyrnu en þrátt fyrir sigurinn eiga Frakkar sára- litla möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitunum í Róm á næsta ári. Tékkar þurfa aðeins jafntefli við Luxemborg í siðasta leik sínum og vcrður varla skotaskuld úr því. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af miklum yfirburðum Frakka en ekki tókst þeim að gera mark. Það var vara- maðurinn Eric Pecout sem skoraði fyrra mark Frakkanna á 67. mínútu og aðeins átta mín. síðar bætti Gilles Rampillon öðru marki við. Tékkarnir lögðu ekki árar i bát og á 80. minútu minnkaði Jan Kozak muninn með skemmtilegu marki af löngu færi. Tékkurium.tókst ekki að jafna metin þó þeir gerðu harða hríð að ntarki Frakkanna undir lokin en tapið kemur varla að sök. Frakkland: Dropsy, Battiston, Specht, Lopez, Bossis, Petit, Moizan, Rampillon, Zimako, Lacombe, Amisse. Tékkóslóakia: Hruska, Barmos, Jurkemic, Ondrus, Geogh, Stambachr, Kozak, Panenka, Gajdusek, Vizek og Kroupa, sem lck hér á Melavellinum með Zbrojovka Brnogegn Keflavik. Staðan í riðlinum: Frakkland 6 4 11 13—7 9 Tékkóslóvakía 5 4 0 1 13—4 8 Svíþjóð 6 12 3 9—13 4 Luxemborg 5 0 14 2—13 I Nr. 7650 Litir: Drappað og dökkblútt Verð kr. 31.300 Finnskar kuldaúlpur Nr. 7140 Litir: Drappað, dökkblátt og vínrautt Verð kr. 34.650,- Sendum í póstkröfu um allt land LONDON DÖMUDEILD AUSTURSTRÆTI - SÍM/14260

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.