Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979. UNJST FOLKOG ÞRIHÖFÐA ÞURS Guðmundur Jónsson viðskipla- fræðinemi skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn faer mitt atkvæði vegna þess að hann höfðar mjög til ungs fólks og vegna þess að stefna hans í efnahagsmálum er ný og öflug. Hún er sú eina sem líkleg er til að virka gegn 80—90% verðbólgu eins og hún er í dag. Sjálfstæðisflokkurinn boðar einnig meiri fjölbreytni í atvinnulífinu. Hann vill nýta orkuna til að skapa verðmæti, hann ætlar að lækka skattana, hann vill leyfa rekstur frjálsra útvarpsstöðva, hann er á móti höftum og bönnum, hann vill bundið slitlag á fjölförnustu þjóðvegi. Þannig er hægt að telja lengi. Ungt fólk ætti að hafa það hug- fast í kjörklefanum að Sjálfstæðis- flokkurinn vill að veitt séu 80% hús- næðismálastjórnarlán til þeirra sem eignast sitt eigið húsnæði í fyrsta sinn. En er hægt að efna þessi loforð? Ein leið gerir það mögulegt. Leiðin er sú, að Sjálfstæðisflokkurinn stjórni landinu einn eftir kosningar. Sam- kvæmt nýjustu skoðanakönnunum vantar aðeins 3—4 þingmenn. En þessi litli hluti er nóg til þess að koma í veg fyrir þau atriði sem áður voru talin. Þau gætu komizt menguð í gegn og sá möguleiki er líka fyrir hendi, að þau komist alls ekki í gegn. Það yrði ömurlegt ef ný vinstri stjórn eða „þríhöfða þurs” kæmist hér aftur til valda með skattpíningu, óðaverðbölgu og stjórnleysi. Þeir kalla sig allir vinstri og mundu því allir skríða undir sömu sængina að kosningum loknum. Sjálfstæ'ðisflokkurinn sækir fylgi sitt til fólks úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Hann er því vel í stakk búinn til að stjórna þessu landi. Framsóknarmenn telja sig beztu sáttasemjara landsins, en við skulum minnast þess, að sá flokkur sækir fylgi sitt til þröngs hóps manna, sem ber hagsmuni SÍS sérstaklega fyrir brjósti. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti við sig 6—8 þingmönnum breytir það í raun ekki miklu. „Þríhöfða þursinn” gæti enn risið úr rekkju með miklum látum. Sjálf- Sævar Sigbjarnarson skrifar: Fyrir þremur misserum völdu íslenskir kjóséndur sér sextíu menn til þess að setja landinu stjórn og semja lög fyrir þjóðina. Þeir sögðust allir ætla að minnka eða stöðva verðbólguna og draga landið upp úr skuldafeninu svo að þetta átti nú að geta verið auðvelt. Þó gekk skrykkjótt að koma sér saman um í hvaða skækil ætti að toga til þess að lyfta farkostinum. Svo var nú þetta með „bólguna”, var hún ígerð eða aðeins hreýstimerki eins og saklaus stálmi í kýrjúgri? Allir töluðu þó um eiturverkanir en á svipaðan hátt og tóbaksmaður um nikótínið. Þeir gera yfirleitt ekki ráð fyrir sínu eigin heilsutjóni af vanalegum skammti. En nóg um það. Við völdum þessa menn og þeim var ætlað að vinna að þvi sem þeim var trúað til næstu fjögur árin. Ekki virtist neinum þeirra detta í hug, þegar á vinnustað var komið, að farsælast væri að þeir hjálpuðust allir að. Að þeir létu auglýsingar á eigin ágæti bíða, fyrst svona stóð á, að allir voru sammála um hvað væri mest aðkallandi í augnablikinu. Mér fannst nú í barna- skap mínum að eðlilegt hefði verið að athuga þann möguleika. Mig minnir að slíkt væri kölluð þjóðstjórn. En þeir voru allir af vilja gerðir að búa til einhvers konar stjórn og það sem mestu máli skipti var að það tókst og meira að segja þóttust 2/3 af þingmönnum okkar ætla að styðja við hana og kannski allir til góðra mála, svo þetta leit nú bara vel út. Og Óli kapteinn fór bara vel af stað, með unga og fríska stráka i hverju rúmi. Tók skatjana þar sem af einhverju var að taka og lækkaði nauðþurftir handa þeim fátæku. í fá- um orðum sagt: tók snotra vinstri beygju á kugginum. En þegar leið fram á vorið, kom dálítiðbabb í bátinn. Olían, sem allir þurfa svo mikið á að halda til að drífa áfram bátana sína og bílana, sumir til að kynda húsin sín og aðrir til að kynda verksmiðjurnar sínar, hækkaði svo fjandalega í verði. Sumir segja að af hverjum 100 krónum, sem við gátum ráðstafað j^ fyrra í hitt og þettn, fari nú 10 kr. í oliukaup, aðrir bara 6 kr., cn það er nú mikið samt. Gerum ráð fyrir að sannleikurinn liggi þarna mitt á milli og þá eru það átta. Við getum ekki ráðstafað nema 92 kr. í ár á móti 100 í fyrra að óbreyttum tekjum. Þegar stjórnin okkar vissi þetta átti hún bara að segja öllum það, sem satt var, að nú yröu allir að fá 8% minni Inun.en í fvrra. Þn l'engi sá sem hafði 250 þús. á manuði 230 þús. en hinn sem fengi millión fengi 920 þús. Sá fátæki sleppti 20 þús. kr., sá riki 80 þús. Nl spyrja kannski einhverjir: var þetta ekki sama og að ógilda kjara- samningana? Ekki held ég að það sé nauðsynlegt. Ég hehl að bóndi sem telur sér trú um að hann hafi jafnmikið ráðstöfunarfé þegar dilkarnir hans eru 10% létiari en vanalegu sé ekki fær um að stunda búskap. Á sama hátt held ég að vísitala sem mælir mönnum hærri laun við það að ráðstöfunartekjur þjóðárinnar minnka um 6—10% sé ekki nothæf. Þvi verði að gera þannig við þessa margnefndu mæli- stiku, vístöluna, að hún mæli ekki allt rammvitlaust, og meðan það verður ekki gert verði engu stjórnað af viti á þessu landi. Ég held að við kjósendur yfirleitt ætlumst til þess að þeir sem eiga að stjóma stjórni og að þeir taki þá skatta sem ríkið þarf til að þjóðar- skútan geti haldið þeirri stefnu sem þeir ætla sér að sigla eftir.til að þjóðarbúið gangi sem sjálfbjarga og sjálfstætt . fyrirtæki, og skattana á fyrst og fremst að taka af tekjum en ekki með því að ógilda kjara- samninga, og þá á að taka af eignum sem verðbólgan hefur gefið mönnum að meira eða minna leyti. Eftir 4 ár er okkar kjósenda að dæma um stefnuna. Eftir eitt ár getur enginn sagt um hvað cr afleiðingaf stjórnarháttum í fyrra og hvaðer afleiðing stjórnarhátta í ár. Einfalt virðist þó að álykta, fyrst ástandið er svipað nú og áður (kaupmáttur smælingjanna svipaður, verðbólgan svipuð og staðan við viðskiptalöndin kannski aðeins betri þrátt fyrir olíukreppu o. fl.) þá muni hafa verið haldið heldur skár á stjórnartaumunum en lengst um áður. Þeir voru bara ekki búnir að hleypa í sig kjarki til þess að fara að gera við mælistikuna. Það trúa svo margir þvi að hún sé heilög eins og aðrir trúa um Kómení eða páfann, hversu vitlausir sem þeir eru. En sumir hásetarnir á stjórnar- skútunni vildu stjórna svo mikið betur að þeir gátu ekki unnið við neitt hálfkák. Þeir sögðu hver við annan: „Þetta er ekki vogandi, við siglum kannski í strand”, svo þustu þeir frá borði. Þar biðu aðrir menn, þeir sem áttu að vera á frívakt í 4 ár, og þeir komu nú fram fyrir bkkur með alvarleg augu og sögðu: „Þið, kjósendur góðir, verðið sem allra allra fyrst að velja ykkur ábyrga menn til þess að stjórna.’-’ Þetta sögðu þeir samt af á- byrgðarleysi því að þeir voru líka kosnir til að stjórna í 4 ár en ekki til að segja okkur eftir 3 misseri að þeir væru óábyrgir menn og nú ættum við að kjósa þá aftur og þá væru þeir orðnir ábyrgir. í öðru lagi af því að kjósendur geta ekki sagt um það hvernig stefnan reynist meðan hún er ekki fullmótuð og við skildum það vel að þetta hlaut að taka sinn tíma. Rúmt ár er stuttur tími i aldanna sæ. Hitt geta kjósendur sagt að þeir sem þykjast of góðir til að koma til hjálpar, þegar hásetinn sem átti að standa vaktina kemur hlaupandi og biður um hjálp, eru ekki traust- vekjandi.'. Og allt voru það annarleg látalæti mannanna með alvarlegu augun, líkt og þeir hefðu ánetjast einhverjum vímugjafa. Þeir svöruðu þessum aumu há- setum snúðugt: „Við snertum ekki við stýrinu fyrr en þið hafið skilað okkur atkvæðunum sem þið stáluð af okkur í fyrra.” Þeir virtust halda að kjósendur væru sauðir sem hægt væri að marka og héldu líka að eitthvað hefði verið dregið vitlaust í réttunum í fyrra. Nú mátti heyra hó og köll. Allir æptu þeir í einum kór: „Landið er stjórnlaust.” Þannig héldu þeir að smalast myndi rétt í dilkana. ,,Á meðan við erum að smala,” sögðu þeir, „skalt þú, Bensi, álpast eitthvað og einhvern veginn áfram.” Ástandið er nefnilega ekki svo slæmt. Þetta gekk næstum því hættujega vel hjá ykkur. En það gæti bara kostað okkur vináttu allra sannra höfðingja hér í heimi ef við náum ekki alveg að kúvenda en til þess þurfum við kosn- ingaþoku og stjórnleysis dimm- viðri.” „Það yrði ömurlegt ef ný vinstri stjórn eða þrihöfða þurs kæmist hér aftur til valda með skattpiningu, óðaverðbólgu og stjórnleysi,” segir bréfritari. stæðisflokkurinn þyrfti annaðhvort krata eða framsókn með sér til að geta myndað stjórn. Slíkt er ekki fýsilegt en þó skárri kostur en að endurlífga „þursann”. Við skulum’ efla einn flokk til valda. Það sem mesta athygli hefur vakið i þessari kosningabaráttu eru aum skrif andstæðinga Sjálfstæðis- flokksins. Þeir ræða helzt ekki stefnu hans og hafa gengið svo langt að gefa henni nýja titla. Með þessu háttalagi sínu er búið að kynna stefnu Sjálf- stæðisflokksins svo rækilega að einsdæmi hlýtur að teljast. Vinstri flokkarnir hafa ekkert lagt fram og engu lofað og þurfa því ekki að svíkja neitt. Þeir hafa sennilega lært það eitt síðustu misserin að lofa engu þýðir að ekkert þarf að svíkja. Við höfum engu að tapa. Kjósum einn flokk til valda, x-D. Hvað viljum við? „Ekki virtist neinum þeirra detta f hug, þegar á vinnustað var komið, að farsælast væri að þeir hjálpuðust allir að,” segir bréfritari um alþingismenn. Nú er reynt að hafa kjósendur að frflum Kjósandi skrifar: Nú þegar senn líður að kosningum hafa aðeins tveir flokkar birt okkur stefnuskrá sína og þær leiðir sem þeir telja heppilegastar til að leysa þann vanda sem við er að etja. Við skulum nú aðeins líta á nokkur stefnumál og hugsanlegar afleiðingar þeirra. Spyrj- un okkur einnig hvernig þjóðfélag við viljum byggja. ( = » merkir þar af leiðir eða gæti leitt til). Minn vilji er að vinnudeilur sóu leystar með.... Framsóknarflokkur samvinnu og samstöðu ríkisvalds, launþega og atvinnuveitenda. =» Vinnufriður haldist =» hagvöxtur aukist = » kjör fólks í landinu batni á komandi árum = » við getum farið að greiða okkar óheyrilegu skuldir = » tryggjum sjálfstæði þjóðarinnar. SjóKstœðisflokkur átökum og deilum milli atvinnuveit- Raddir lesenda enda og launafólks = » Verkbönn og verkföll =» versnandi lífskjör =» flótti duglegs fólks úr landi líkt og á árunum 1966—1969 = » Öll atvinnu- tæki úreldast = » algert öryggisleysi í atvinnumálum í framtíðinni. Minn vilji er að atvinnumál byggist á .... Framsóknarflokkur framtaki efnalega sjálfstæðra manna sem leysa sameiginleg verkefni eftir leiðum samtaka, samvinnu og félags- hyggju en aðeins i sérstökum tilvik- um með opinberum rekstri. Sam- eiginlegri nýtingu landsmanna sjálfra á íslenzkum auðlindum og náttúru- gæðum =» öryggi þeirra sem veik- indi, elli eða þroskahömlun hrjá er tryggð =» manngildi og samhjálp ofar auðdýrkun =» Manneskjulegt menningarþjóðfélag. SjáHstœflisflokkur framtaki einstaklings á frjálsum markaði á öllum sviðum = » Réttur þeirra sem minna mega sín er fyrir borð borinn =» laun og aðstöðu- munur verður mikill =» efnalegt sjálfstæði fjölda fólks verði troðið í svað auðdýrkunar =» félagsleg að- staða og samhjálp verði sem minnst = » ómanneskjulegt sóðasamfélag. OKKARER VALIÐ. „Þeir sletta skyrinu...” Helgi Hauksson hringdi: Mig langar til að minna Ólaf Jóhannesson, fyrrv. forsætis- ráðherra, á að það eru enn þungir dómar við því að bera mönnum á brýn það sem ekki er hægt að standa við. Ólafur sakar Vilmund um að skrif hans gangi gegn þeirri meginreglu að menn séu saklausir þar til þeir hafi verið sakfelldir. Ég vildi gjarnan fá nefndan einn mann, aðeins einn, sem treystir sér til að fara í meiðyrðamál gegn Vilmundi og þannig geta treyst því að Vilmundur gæti ekki sannað á hannhvertcinastaorðsem hann hefur sagt. Hins vegar er Olafur dæmdur fyrir að bera mönnum það á brýn sem hann getur ekki staðið við. Rit- stjóri Tímans hefur verið dæmdur fyrir það sama. Þeir sletta skyrinu; sem eiga það. Hvers vegna viltu verða alþingismaður? SM skrifar: Er nú ekki orðið raunhæft að verðandi alþingismenn sýni að þeir meini eitthvað af öllum þessum loforðum sínum um bættan hag al- mennings og þjóðarhag í heild. Hér er eitt ráð sem mér finnst koma til greina, þannig aö hægt verði að leggja trúnað á þennan nýja og bætta tíma, sem þeir segja að sé framundan ef við kjósum þá. Lækkið kaup alþingismanna. Bindið fast t.d. tvöfalt verkamanna- kaup og ekki krónu hærra, og sýnið þjóðinni að þið getið lifað sæmilegu lífi af. Með þessu móti fengist tvennt sem akkur væri í: Lágu launin myndu hækka, því þeir þyrftu sjálfir að fá fleiri krónur til að geta dregið fram lífið. Þá fengjust menn til starfa á al-’ þingi sem væru sennilega að bjóða sig fram vegna hugsjónar. Hættið svo að lofa upp í ermina.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.