Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979.
Veram engir óvitar
Þá er komiðað því!
Á sunnudaginn kemur koma
kosningasmalar stjórnmála-
flokkanna að sækja okkur! Fúsa sem
ófúsa munu þeir draga okkur á
kjörstað, tygjaðir reipi og skóflu, ef
einhvern skyldi hafa fennt inni í
skafli. Þeir munu einskis láta
ófreistað, storka veðri og vindum,
svo lýðræðið megi ná fram að ganga.
Það mætti jafnvel segja mér að
íhaldið væri búið að tryggja sér þyrlu
„varnarliðsins” þ.e.a.s. Bandaríkja-
hers, til að bjarga fyrir sig hugsanleg-
um atkvæðum úr óbyggðum.
Sjálf géri ég ráð fyrir að komast
hjálparlaust á kjörstað, þvi ég er svo
vel í sveit sett, búandi rétt hjá
Breiðagerðisskóla og búin að kaupa
mér bæði vaðstígvél og sjósokka.
Ófærð mun því ekki aftra mér frá að
gegna minni lýðræðislegu skyldu. Ég
veit líka, hvað ég ætla að kjósa,
nefnilega Alþýðubandalagið eins og
síðast, fyrir einu og hálfu ári. Ég
kaus það þá til fjögurra ára og það er
ekki við Alþýðubandalagið að
sakast, þótt kratar hafi ekkert út-
hald. Pólitísk barátta krefst úthalds.
íhaldið í landinu er öflugt, þótt Sjálf-
stæðisflokkurinn hafí tapað í einum
kosningum, og það þarf þrek til að
vinna á því og sameiningu kraftanna.
Og það tekur meira en eitt ár! —
Ogeitt kjörtímabil!
Aumingja-
skapur
En til þess að vinna undir því,
þarf ekkert nema aumingjaskap.
Það er þessi aumingjaskapur
kratanna, sem hefur valdið vinstri
mönnum svo miklum vonbrigðum.
Ekki bara þeirra eigin kjósendum,
sem þeir blekktu og sviku, heldur
ýmsum öðrum, sem stundum hefur
verið híýtt til þeirra, vegna gamallar
hugsjónar, sem þeir eitt sinn áttu og
unnu fyrir.
Þeir sem vilja kjósa verkalýðs-
flokk, hafa því ekki nema um eitt að
velja að þessu sinni, Alþýðubanda-
lagið. Alþýðubandalagið mun
eftirleiðis sem hingað til fyrst og
fremst gæta hagsmuna verkamanna
og annars launafólks i landinu. Þing-
menn þess munu allir sem einn
leggjast i vörn gegn þeirri leiftursókn
á lífskjör og réttindi almennings, sem
íhaldinu hefur nú þóknast að boða
Kjallarinn
Steinunn Jóhannesdóttir
grímulausa. Hvað þýðir 35 milljarða
niðurskurður í opinberri þjónustu?
Ekki bara atvinnuleysi þeirra, sem
þar vinna, heldur fyrst og fremst
lakari heilbrigðisþjónustu, lélegri
skóla, færri dagvistunarstofnanir,
minni aðstoð við barnafjölskyldur og
barnshafandi konur, aldraða fátæka,
fatlaða, sjúka. Allt menningarlíf
verður drepið í dróma vegna fjár-
sveltis, en skattlaus fyrirtæki slá
kannski saman í „frjálst” útvarp
handa Guðmundi H. og Indriða G.
til ræðuhalda og sögulesturs (ef þeir
eiga pening) með innsprengdum kók-
og tannkremsauglýsingum og öðru
listrænu flúri.
Það er ekkert grín að eiga íhalds-
fár yfir höfði sér.
Því verður að verjast og síðan að
snúa vörn í sókn til bættra lífskjara,
minna vinnuálags, aukins jafnrétds
kvenna og karla, barna og full-
orðinna, sjúkra og heilbrigðra,
vinnuseljenda og vinnukaupenda.
Og þótt Sólskinsflokkurinn, Hinn
flokkurinn og Fylkingin hafi verið
krydd í kosningabaráttunni, þá er
lífsnauðsyn að kjósa af ábyrgðar-
dlfinningu.
Verum engir óvitar!
Kjósum ekki kjánaskap!
Kjósum áreiðanlegan verka-
lýðsfiokk!
Kjósum Alþýðubandalagið!
Steinunn Jóhannesdóttir.
______________________________________/
ÆTTUM VID AÐ SKILA AUÐU?
Alþingiskosningar fara fram eftir
nokkra daga. Flokkarnir hafa í
frammi gifurlegan áróður. Allir telja
sina lista og frambjóðendur besta.
Margir verða ráðvilltir og ruglaðir
við þessar aðstæður. En mörgum
verður að orði líkt og Pétri Péturs-
syni þuli í blaðagrein fyrir skömmu
— „þeir bera fram ókjörin öll af
kökusortum, sem allar eru bakaðar
úr sama deiginu”.
Kosningabaráttan
Lið framboðsflokkanna hafa
skipst þannig í kosningabaráttunni
að annars vegar standa Sjálfstæðis-
flokkur (klofinn), Framsóknar-
flokkur og Alþýðufiokkur, auk sam-
taka atvinnurekenda. Þessir aðilar
vilja leysa verðbólguna í áföngum
eða einni svipan með stórfelldri
kjaraskerðingu, t.d. með því að
binda með lögum óbreytt kaup og
verðlag.
Hins vegar er Alþýðubandalagið
sem ræður meginstefnu verkalýðs-
hreyfingarinnar. Það prédikar
„frið” á vinnumarkaðinum og minni
kjaraskerðingu á allra lægstu launum
en á meðallaunum og hærri launum.
Mörgum finnst því munurinn á
þessum tveim hópum ekki fólginn í
þvf að annar vilji verja launafólk
fyrir stórfelldri kjaraskerðingu —
heldur í því hve hratt kjara-
skerðingin áað fara fram.
Ætli úrbætur þessara flokka
kæmu ekki ansi svipað niður á okkur
launafólki þótt umbúðirnar séu í
sumum atriðum ólíkar? Eða hvað
segir reynslan okkur af siðustu tveim
ríkisstjórnum?
Kosningaloforðin
Orð og gerðir eru ekki það sama.
Það eru ekki félagar flokkanna sem
ráða stefnu þeirra fyrir kosningar,
hvað þá eftir kosningar, heldur fá-
mennar valdaklíkur. í skjóli þessa
lýðræðisleysis telja margir að alls
konar spilling og baktjaldamakk hafi
náð að blómstra.
Framboðin á
Norðurlandi
eystra
Hvaða valkosti höfum við i þessu
kjördæmi? Eigum við um nokkuð að
velja, fremur en aðrir landsmenn?
Nei, hér er heldur enginn listi sem í
raun tekur málstað venjulegs
vinnandi fólks í okkar kjördæmi.
Allir berjast þessir listar fyrir eigin
hagsmunum og hagsmunum hinna
ríkari og voldugri, t.d. atvinnu-
rekenda. Margir hafa séð einhvern
valkost í klofningsframboði Jóns
Sólness. Þetta er því miður mis-
skilningur. Jón Sólnes hefur aldrei
varið hagsmuni annarra en sinna
líka, hvorki á Alþingi né annars
staðar þar sem hann hefur potað sér,
sbr. Kröfiuævintýri hans. Samagildir
um forystumenn allra annarra lista
hér — Stefán og Soffíu á G-listanum,
er stutt hafa kjaraskerðingu vinstri
stjórnarinnar, Árna og Jón Ármann
á A-listanum, sem telja að kjararán
vinstri stjórnarinnar hafi ekki verið
nógu mikið, Lárus og Halldór á D-
listanum, sem báðir vilja koma hér á
svipuðu ástandi og í Bretlandi með
atvinnuleysi og launalækkunum, og
Ingvar og Stefán á B-listanum, sem
báðir eru einlægir stuðningsmenn
KEA-einokunarinnar og kjararáns-
stefnu stjórnar Ólafs Jóhannessonar.
Tökumþátt —
Skilum auðul
Nokkur' hreyfing er nú meðal
kjósenda um að taka ekki þátt í
þessum loddaraleik fiokkanna og
veita þeim þá ráðningu sem þeir
muna eftir. Besti möguleikinn til þess
Kjallarinn
Guðmundur
Sæmundsson
að veita þeim slika ráðningu nú er að
mæta á kjörstað og greiða atkvæði
gegn öllum framboðslistum. Auður
seðill er tákn um andstöðu við stefnu
og gerðir allra fiokkanna, mótmæli
gegn siendurteknum svikum
kosningaloforða.
Guðmundur Sæmundsson
vcrkamaður, Akureyri.
„Auður seðill er tákn um andstöðu við
stefnu og gerðir allra flokkanna.”
sínum átti fólkið sina andlegu stoð.
Það var trúin á Guð. Ekkert barn
gekk svo til náða að það hefði ekki
áður falið sig Guði. Þá voru ekki
lesnar bænir fyrir siðasakir einar
saman, heldur af innri þörf, þvi
fólkið sá kærleiksfaðm hins
himneska föður í huga sér og hann
veitti því styrk í erfiðleikunum.
„Vertu, Guð faðir, faðir minn í
frelsarans Jesú nafni” hljómaði með
barnsröddum um baðstofurnar.
Beðið var með eftirvæntingu vors
og sumarkomu, þá var farið að
„hátta í björtu” eins og það var
kallað.
Einn var sá þáttur í lífi fólksins
sem var einna mest niðurlægjandi,
það var að allir aðdrættir til landsins
og heimilanna voru í höndum
erlendra manna, siglingar allar og
verzlun. Fyrir innan búðarborðin
stóðu íhaldskir einokunarkaupmenn
danskir og létu skósveina sína
skenkja alþýðunni þær vörur sem
menn í sínum lítilmótleik urðu að
taka við, jafnvel þótt gölluð vara
væri. Oft á tíðum urðu menn að hafa
viðskipti við kaupmennina með afar-
kostum því að ófáir voru þeir kaup-
menn sem að því voru staðnir að nota
rangar vogir og mælitæki. Ekki var
mikið um peningagreiðslur fyrir
afurðir sjómanna og bænda heldur
var oftast um vöruskipti að ræða og
réðu kaupmennirnir öllu um
verðlagningu í þannig viðskiptum.
En hvers vegna er maður að rifja
upp nú þannig brot úr umgerð þess-
arar lífssögu á fátækratímum?
Framsókn
og framfarir
Því er til að svara að þegar kemur
fram á fyrstu áratugi þessarar aldar
fer fyrst fyrir alvöru að vænkast
hagur sárþreyttrar alþýðunnar á
íslandi. Með kjarki og framsýni
framsóknar- og samvinnumanna var
hvert framfarasporið á fætur öðru
stigið til heilla og hamingju alþýðu
manna á íslandi. Undir forystu fram-
sóknar- og samvinnumanna er skipa-
stóll Iandsmanna efldur verulega og
geta má þess að á árunum 1948 til
1955 eru keypt og smíðuð verzlunar-
og vöruflutningaskip fyrir samvinnu-
menn á hverju ári. Þá var koma nýs
verzlunarskips til landsins talin til
merkari viðburða og hópaðist fólk úr
öllum byggðarlögum landsins til
hafnar til að fagna nýjum farkosti
sem var að koma í fyrsta sinn. Menn
gerðu sér að sjálfsögðu Ijóst hvað
verzlunarskip í eigu landsmanna
sjálfra raunverulega þýddi.
í þeirri framfarasókn til betri
lifskjara verður ekki hjá því komizt
að geta þess að raunverulega höfðu
erlendir fiskimenn áratugum og
öldum saman gengið að fiskimiðun-
um við ísland sem sinni eign og það
er ekki fyrr en undir forystu
framsóknarmanna sem þokast tekur
í áttina að koma útlendingum út úr
þessari auðlind íslendinga.
Hér var um raunverulegt stórmál
að ræða til framfara fyrir þjóðina því
erlendir togarar höfðu verið hér
áratugum saman bókstaflega uppi í
fjörumailt í kringum landið þar sem
þeim hentaði, jafnt að nóttu til sem
um hábjartan daginn, allt árið um
kring, án þess að íslendingar gætu
nokkrum vörnum við komið. Efiing
íslenzkra varðskipa er því eitt af þeim
stórmálum sem framsóknarmenn
hafa átt hve drýgstan þátt í að vinna
að ásamt því að færa út fiskveiði-
Iandhelgina.
Kosningar
Ýmsilegt kemur upp í hugann
þegar maður lítur augum slagorða-
vaðal sumra stjórnmálaflokkanna og
fiokkaspekina hjá þeim sömu þessa
dagana. Þó verður að segjast eins og
er að Sjálfstæðisflokkurinn virðist
ætla að taka öllu öðru fram um það
sem heyrzt hefur í öllu slagorðafárinu
og jafnframt virðist hann ætla alveg
að slá út auglýsingadeildina í Alþýðu-
fiokknum.
Einhvern tíma var slagorðið „frelsi
í verzlun og viðskiptum”—að sjálf
sögðu löngu eftir að íslendingar
höfðu rekið burt af höndum sér
einokunarkaupmennina dönsku.
Ekki alls fyrir löngu var það „endur-
reisn í anda frjálshyggju” og
„báknið burt” en nú er það hvorki
meira né minna en „leiftursókn gegn
verðbólgu”. Enginn nema Guð
einn almáttugur veit hvað það heitir
næst en það skiptir að sjálfsögðu
engu máli. Það sem skiptir máli er
það að menn átti sig á þvi að Sjálf-
stæðisfiokkurinn, sem hér í eina tíð
taldi sig vera ábyrgan stjórnmála-
fiokk, er orðinn að slagorðabullara.
En hvað er það sem raun-
verulega liggur að baki þessu hjá
íhaldinu? Rauði og blái þráðurinn í
þessu gegnum árin og áratugina er að
koma hér á hömlulausu og frjálsu
verðlagi á öllum vörum, ætum jafnt
sem óætum, hvar sem er á landinu.
Þessi speki hefur raunverulega lifað
eins og „falinn eldur” í ihaldshlóð-
unum síðan fyrir áratugum þegar
dönsku einokunarkaupmennirnir
lögðu hér upp laupana. Það hefur
sem sé verið þeirra draumur að
kaupmenn hefðu allt verðlag í hendi
sér eins og Danskurinn hafði.
Þessar íhaldsglæður eru þeim mun
varasamari fyrir þá sök að ef kjós-
endur láta blekkjast til að blása lífs-
lofti í þessar glæður gæti það skapað
það bál sem illmögulegt mundi
reynast að slökkva, á sama hátt og
það tók fólkið aldir og áratugi að
reka af höndum sér danska
fjandskinn.
Sjálfstæðismenn telja sem sé
meðal annars að lausn á okkar
vandamálum enn sem fyrr sé að
verzlunareigendur komist í þá
aðstöðu að skammta sér launin sin
sjálfir að vild sinni, á meðan aðrir
þegnar þessa þjóðfélags og láglauna-
menn skuli búa við skertar vísitölu-
bætur á laun, eða jafnvel að afnema
skuli þær með öllu.
Farmenn „færandi varninginn
heim” til alls konar verzlunarhöndl-
ara skuli búa við kauprán og kjara-
dóma, gegn þessum svonefndu
félagsmálapökkum, sem aldrei hafa
komið inn fyrir borðstokk á nokkurri
fieytu, ennþá að minnsta kosti.
Sjálfstæðismenn telja að skera
þurfi niður svona hitt og þetta. Koma
þurfi samt á meira frelsi i öllu mögu-
legu, að sjálfsögðu aðallega í verzlun,
og svonefnt frjálst markaðskerfi í
allri verzlun og samkeppni i frelsinu
leiði til lægra vöruverðs og hag-
stæðari innkaupa o.s.frv. o.s.frv.
Tvær spurningar vakna við
birtingu á þessum boðskap og
fagnaðarerindi umboðsmanna
verzlunar og höndlunar. í fyrsta lagi:
Hvað eða hver bannar kaupmönnum
að selja vörur sínar ódýrari en þeir
gera nú? Og í öðru lagi: Hvernig á að
koma við samkeppni úti á lands-
byggðinni þar sem t.d. ein smá-
verzlun þjónar fámennu byggðar-
iagi?
Auðvitað sjá allir að þetta dæmi
gengur einfaldlega ekki upp, miðað
við það sem út úr því á að koma.
Ungt og ábyrgt fólk sem vill fram til
framfara og betri lífskjara hafnar að
sjálfsögðu alfarið þessari endaleysu
sem vís er til þess eins að færa okkur
afturábak um áratugi í lífskjörum og
kaupmætti.
„Báknið burt,” jú víst er um það
að eitthvað má skera niður en allir
geta verið sammála um það að varla
komi til mála nú, þegar við höfum
náð þvi takmarki að hafa yfirráð yfir
200 sjómilna fiskveiðilandhelgi, að
fara að skera niður tækjakost land-
helgisgæzlunnar eins og boðað er.
Starfsmenn gæzlunnar og útverðir
lýðveldisins hafa um áratugi staðið í
stórræðum eins og kunnugt er og
komizt vel frá málum. Þeir eiga því
annað og betra skilið en að búa við
rýran tækjakost. Allir sæmilega
hugsandi menn sjá það að við eigum
mikla möguleika til sóknar að betri
framförum og kjörum í þessu landi
en þá verðum við að bera gæfu til
þess að hafa í forsvari í þessu þjóð-
félagi ábyrg stjórnmálaöfl en ekki
innantóma slagorðabullara. Ef á er
litið er ljóst að Framsóknarflokkur-
inn stendur eftir öðrum fremur laus
frá slagorðafárinu. Einhuga skulum
,við styðja flokk framsóknar og
félagshyggju, flokk samvinnumanna
og samvinnuverzlunar.
Einn er vor vilji, von og trú, eitt er
vort takmark, það takmark er að
gera ísland að velferðarríki jafnt
fyrir unga sem aldna, jafnt fyrir
öryrkja sem heilbrigt vinnandi fólk.
Jón Eyjólfsson
skipstjóri,
Vestmannaeyjum.
£ „Endaleysa Sjálfstæðisflokksins er vis til
að færa okkur afturábak um áratugi i
lífskjörum og kaupmætti.”