Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979. MMBIAÐW frfálst, úháð dagblnð 'Útgefandi: Dagblaflið'hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóKsson. RitstjóH: Jónas Kristjánsson. RHstjómarfuHtrúi: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjórí ritstjómar: Jóhannes Reykdal. (þróttir: Hallur Sfcnonarson. Menning: Aðaisteinn Ingótfsson. Aflstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pólsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, AtJi Rúnar HaHdórsson, Adi Stainarsson, Bragi Sig- urflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Afcertsdóttir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson. Hönnun: Hilir-v Karisson. Ljósmyndir: Ami PáN Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörflur VHhjálmsson, Regnar Th. Sig- urflsson, Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: Óiafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Práinn PorieKsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing arstjóri: Már E. M. HaNdórsson. Ritstjóm Siflumúia 12. Afgreiflsla, áskriftadeHd, auglýsingar og skrifstofur Þverhotti 11. Aflalsfmi blaflsins er 27022 (10 Unur) Setning og umbrot: Dagblaðifl hf., Slflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: HHmir hf., SMkimúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Askriftarverfl á mánufll kr. 4000. Verfl í lausasölu kr. 200 ekitakifl. Látið kjósendurí friði Dagblaðið getur aðeins gefið kjós- /5 endum tvö ráð í lok þessarar kosninga- baráttu. Annað ráðið er að taka hóflegt mark á yfirlýsingum flokkanna, því að þær eru hið forgengilegasta í heimi hér. Hitt ráðið er að nota kosningaréttinn, ___ einnig þeir, sem óánægðir eru með alla kosti. Þeir geta þó alténd breytt röð og strikað út á iista þeim, sem ill- skástur er, eða í versta falli skilað auðu. Umfram allt ekki sitja héima. Hins vegar getur Dagblaðið gefið stjórnendum og starfsmönnum flokkanna nokkur vel valin ráð, sem öll beinast að auknum mannasiðum, kurteisi og tillitssemi á kjördegi. Við viljum, að stjórnmálaflokkanrr ljúki kosninga- baráttu sinni fyrir miðnætti á laugardagskvöld og láti kjósendur í friði við að gera upp hug sinn á sunnudegi og mánudegi. Slíkt tíðkast i flestum nágrannalöndun- um. Við viljum ekki, að kjósendur þurfi að þola hring- ingar síma eða dyrabjöllu á vegum stjórnmálaflokka kjörfundardagana tvo. Við viljum ekki, að þeir þurfi að þola hamingjuóskir vegna fengins kosningaréttar né áminningar um að fylgja eftir þátttöku i prófkjöri. Allra sízt viljum við, að stjórnmálaflokkarnir reyni að notfæra sér þann aðgang, sem vinir og kunningjar kjósenda hafa að heimilum þeirra. Flokkarnir hafa allt of oft gerzt sekir um að rjúfa friðhelgi heimilanna með slíkum hætti. Alveg eins og við viljum, að kjósendur fái að vera í friði heima hjá sér, þá viljum við, að þeir fái að vera í friði fyrir persónunjósnurum flokkanna í kjördeildum. Á þessu sviði hafa kjörstjórnir brugðizt hroðalega. Kjósendur hafa skilyrðislausan rétt til að ræða við kjörstjórn, án þess að persónunjósnarar flokkanna séu viðstaddir. Þetta var staðfest af réttum yfírvöldum í kosningunum í fyrra. Enda kemur flokkunum ekki við, hver kaus hvenær og hver kaus ekki hvenær. Því miður gera fáir kjósendur rekistefnu út af viður- vist persónunjósnaranna. Menn eru almennt svo áreitnislausir, að þeir þola með þögninni tillitsleysi stjórnmálaflokkanna á þessu sviði. Auðvitað mega flokkarnir hafa menn á kjörstað til að fylgjast með, að kosningarnar fari rétt fram og að meðferð kjörgagna og kjörkassa sé með eðlilegum hætti. En þeir hafa engan rétt til persónunjósna um kjósendur. Þess vegna mælumst við til þess, að flokkarnir láti af þeim ósið að hafa persónunjósnara inni i hverri kjör- deild. Við teljum, að þessi ósiður beri vott um skort á mannasiðum og skort á virðingu fyrir kjósendum. Persónunjósnir í kjördeildum hafa einkum verið notaðar til að rjúfa friðhelgi þeirra, sem einhverra hluta vegna hafa ekki gefíð sér tíma til að kjósa að áliðnum kjörfundi. Þennan séríslenzka ósið viljum við feigan. Auðvitað geta kjósendur kært fyrir yfirkjörstjórn- um þær kjörstjórnir, sem neita að vísa persónunjósn- urunum út og neita að halda leyndum fyrir þeim nöfn- um kjósenda. Auðvitað geta kjósendur líka kært fyrir lögreglunni þá útsendara stjórnmálaflokkanna, sem rjúfa friðhelgi heimila með hringingum í síma eða á dyrabjöllu. En miklu eðlilegra er, að flokkarnir rækti sjálfír með sér hliðstæða mannasiði, kurteisi og tillitssemi, sem flokkar nágrannalandanna sýna kjósendum meðan kjörfundur stendur yfír. Framfarir í þessu lýsa flokkunum betur en stefnu- skrár þeirra. /— . Pakistan: Fangelsaður blaða- maður verðlaunaður fyrir störf sín Alþjóðleg samtök fréttamiðla víðs vegar um heim og blaðamanna hafa harðlega mótmælt fangelsun blaðamanns eins í Pakistan. Ali, en svo heitir maðurinn, starfar fyrir tímarit í Hong Kong, sem nefnist Far Easttrn Economic Review og kemur út vikulega. Á þriðjudaginn var tilkynnt að Ali hefðu verið veitt svokölluð — „Mitsubishi verðlaun”, sem veitt eru fyrir mikUvægt framlag til blaða- mennsku í Asíu. Samtök aðila í blaðamennsku í Asíu hafa með höndum ákvörðun um veitingu þess- ara verðlauna. Rúmlega tvö þúsund ritstjórar blaða í sextíu og fimm löndum heims hafa sent Zia forseta Pakistan áskorun þar sem krafizt er þess að AU verði látinn laus og þvi haldið fram að fangelsun hans sé brot á mannréttindum. Samtök ritstjóra á Indlandi hafa sérstaklega fjallað um mál blaða-. mannsins. Hafa þau lýst áhyggjum sínum yfir sivaxandi árásum sem blaðamenn verða fyrir við störf sín. Gæti þessa um allan heim. Boðað hafði verið að Ali yrði leiddur fyrir rétt í Pakistan í fyrra- dag, en réttarhöldunum var frestað vegna mikils annríkis viðkomandi dómstóls. Hann er sakaður um að hafa brotið gegn gildandi herlögum í 0377 Pakistan. Var AU handtekinn í Islamabad hinn 13. nóvember síðast- liðinn. Sök hans er að mati stjórnar Pakistan sú að hinn 19. október síðastliðinn birtist grein eftir hann í Far Eastem Economic Review, blaði því sem hann starfar fyrir eins og áður sagði. Þar skýrði Ali frá óróa í Baluchistan fylki í suðurhluta Pakistan nærri landamæmm írans. Ríkjandi ættflokkur þar er skyldur stærsta ættflokkinum i fran bæði að uppruna og tungu. Reglan hefur um langt skeið verið sú að Baluchar hafa gert uppreisnir gegn rikisstjórnum Pakistan og íran á nokkurra ára millibiU. Pakistan stjórn telur að Ali hafi brotið gegn þrem greinum gUdandi herlaga í landinu. í fyrsta Iagi er það talin dauðasök að dreifa eða gefa út efni sem ýtir undir skiptingu Pakistan eftir landsvæðum eða kynþáttum. f öðru lagi er bannað að gefa út eða dreifa efni sem hvetur til andúðar eða haturs meðal Pakistana á grund- velli trúmála, mismunandi kynþátta eða ættflokka eða starfsstétta. Hámarksrefsing fyrir brot gegn þessu ákvæði eru þrjátíu vandarhögg og tíu ára dvöl í þrælavinnubúðum. í þriðja lagi er Ali talinn hafa brotið gegn banni við að ýta undir andúð á her landsins. Hámarksrefs- ing við því eru tíu vandarhögg og Fimm ára þrælavinnubúðavist. Ekki er ákveðið hvenær blaða- maðurinn verður leiddur fyrir rétt. Hann er 46 ára að aldri og því má ekki dæma hann til hýðinga sam- kvæmt pakistönskum lögum. Er það aðeins heimilt við þá sem eru 45 ára eðayngri. Réttur sá sem fjalla á um mál blaðamannsins hefur aðeins heimild til að kveða upp dóma að eins árs fangelsi. Ekki er þó vitað hvort farið verður eftir því ákvæði eða tekið mið af refsingum sem gert er ráð fyrir í herlögunum um brot við þeim greinum þeirra sem Ali er sakaður um. II JL Pj > Jt mY St / -.. Alþýðubandalagið er þjóðemissinnaður íhaldsflokkur —undir sauðargæru sóslalismans_ Snar þáttur samsæriskenningar Al- þýðubandalagsins er í því fólginn að stimpla alla aðra flokka sem íhalds- flokka. Skv. þeim kokkabókum er t.d. jafnvægisstefna Alþýðuflokksins úrskurðuð hægri stefna. Ef raun- hæfar aðgerðir gegn félagslegu mis- r.étti, spillingu og arðráni óðaverð- bólgunnar teljast vera liægri stefna, er ekki nema von að almenningur spyrji: Hvað er þá vinstri stefna? Skv. venjulegum skilgreiningum er íhaldsstefna í því fólgin, að standa vörð um óbreytt ástand. Sá maður er ihaldsmaður, sem ekki ljær máls á breytingum og telur að allt sé bezt. sem er. Skv. þessari skilgreiningu verður ekki hjá því komizt að álykta, að Al- þýðubandalagið sé í verki einhver forstokkaðasti íhaldsflokkur í Norðurálfu. Nokkur dæmi ættu að nægja til að sýna fram á þetta.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.