Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 20
Vabmenn og Víkingar verða f srjðsljósiou í Evrópukeppninni f handknattleik um
helgina. Valur leikur f meistarakeppninni viö enska liðið Brentwood og ætti ekki að
verða skotaskuld að sigra það. Vfkingur leikur i Gautaborg við Heim, eitt öflugasta
Uð Sviþjóðar. Það getur orðið erfiður leikur fyrír bikarmeistara Vfkings. Sl.
miðvikudag sýndu Valsmenn og Vlkingar að þeir eru vel undir leikina búnir — það
var hörkuleikur f LaugardalshöUinni mUU þessara Uða. Myndin að ofan er frá þeim
leik. Leikmaðurínn ungj f Val, Brynjar Harðarsson reynir markaskot. Kom knettin-
um yfir Árna Indríðason og Steinar Birgisson en knötturínn fór ekki rétta boðleið.
Framhjá. Til vinstri eru Þorbergur Aðalsteinsson, Vfking, og Bjarni Guðmundsson
en tU hægri er Gunnar Lúðvfksson á Ununni. DB-mynd Bjarnleifur.
... erskemmtileg
jólagjöf
• •
g X; . •
Hjá okkurfástfalleg gjafakort fM
Nýjar ítalskar
töskur
í glæsilegu úrvali
Sendum i póstkröfu
Skólavöröustíg 7 — Sími 15814
TOSKU-OG mm
HANZKABÚEHN mSmMgmz
ÍR-Valur leika í
Laugardalshöll
Leikur ÍR og Vals i úrvalsdeildinni i körfuknatt-
leik, sem vera átti i Hagaskóla á sunnudag, hefur
verið færður fram um einn dag. Hann verður háður
á morgun kl. 14.00 f Laugardalshöflinni — ekki í
Hagaskóla. Körfuknattleiksmenn grfpa nú hvert
tækifæri sem gefst til að koma leikjum sínum i
Laugardalshöll og tækifæri gafst til að leika þar á
morgun, þegar íslandsmeistarar Fram hættu við
þátttöku f Evrópukeppni kvenna í handknatt-
leiknum.
Yorath íbann
Fyrirliði Tottenham, Terry Yorath, var f gær
settur i 3ja leikja bann. Var kominn með 20 refsistig
og Yorath, sem einnig er fyrirliði landsliðs Wales,
mun því ekki leika með Tottenham á laugardag gegn
Man. Utd. á White Hart Lane f Lundúnum.
Burnley keypti f gær Billy Hamilton frá Queens
Park Rangers og borgaði 55 þúsund sterlingspund
fyrir leikmanninn. Frank Worthington, landsliðs-
miðherji Englands hér á árum áður, hefur skrifað
undir samning við Birmingham, sem greiddi Bolton
140 þúsund sterlingspund fyrir Worthington.
Fjórir Pólverjar
settirfleikbann
Pólska knattspyrnusambandið setti fjóra lands-
liðsmenn i leikbann í gær — tvo i sex mánaða bann
og tvo í þriggja mánaða bann, vegna ummæla, sem
þeir létu falla við blaðamenn í Hollandi á dögunum,
þegar Holland og Pólland léku þar Evrópuleik sinn.
Fyrirliði pólska landsliðsins, Boniek, var settur i sex
mánaða leikbann, svo og annar pólskur landsliðs-
maður. Þá fengu þeir Lato og Szymanowski þriggja
mánaða leikbann. Þessir þrír eru kunnustu leikmenn
Pólverja, sem nú leika með pólskum liðum. Þeir fá
ekki að yfirgefa Pólland meðan á lcikbanninu
stendur. Ekki var skýrt frá því f fréttum hvaða um-
mæli voru höfð eftir leikmönnunum i blöðum.
Þau leika saman
Dregið hefur verið til annarrar umferðar í ensku
bikarkeppninni og varð niðurstaðan þessi. Rétt er að
geta þess að í 3ju umferð hefja liðin úr 1. og 2. deild
kcppni.
Blackburn Rovers — Stafford Rangers
Bury — York City
Chester — Barnsley
Chesham United — Merthyr Tydfil
Carlisle — Sheff. Wednesday
Colchester — Bournemouth
Croydon — Millwall
Darlington — Bradford City
Doncaster Rovers — Mansfield Town
Wimbledon — Portsmouth
Grimsby Town — Sheffield United
Hereford United — Aldershot
Rotherham United — Altrincham
Norwich Victoria — Wigan
Reading — Barking
Southend United — Harlow Town
Torquay United — Swindon Town
Tranmere Rovers — Rochdale
Walsall — Halifax Town
Yeovil — Slough
Stones f ékk áhuga-
mannaréttindi á ný
Bandaríski hástökkvarinn Dwight Stones, sem
fyrir nokkrum árum átti heimsmetið f háslökki, fékk
I gær áhugamannaréttindi sin á ný. Það var banda-
ríska frjálsiþróttasambandið, sem létti banni af
Stones og einnig frjálsíþróttakonunni kunnu, Kathy
Smith. Alþjóðasambandið á eftir að fjalla um
málið.
Fyrir þremur árum var Stones sviptur áhuga-
mannaréttindum sinum, þegar hann fékk 34 þúsund
dollara fyrir leik I sjónvarpsþætti „Stjörnur
iþróttanna’’ og skilaði ekki peningunum til banda-
ríska frjálsiþróttasambandsins. Það gerðu nær allir
áhugamenn, sem komu fram í þessum sjónvarps-
þáttum.
Staðan í 1. deiid-
inniíBelgíu
Staðan í 1. deildinni í Belgíu éftir ' leikina sl.
sunnudag er nú þannig:
Lokeren 15 H 2 !U$id 38- -10 24
FC Brugge 15 10 2 'J'ý‘ 32- -10 22
Standard 15 8 4 3 39- -19 20
Molenbeek 15 7 6 2 20- -13 20
Anderlecht 15 8 2 5 31- -17 18
Beerschot 15 6 6 3 18- -16 18
Lierse 15 8 1 6 27- -21 17
CS Brugge 15 7 3 5 28- -23 17
Beveren 15 5 7 3 17- -16 17
Waregem 15 4 8 3 17- -14 16
Antwerpen 15 4 6 5 16- -14 14
Berchem 15 2 8 5 18- -24 12
FC Liege 15 4 4 7 18- -24 12
Waterschei 15 2 6 7 15- -26 10
Winterslag 15 3 4 8 11- -38 10
Beringen 15 3 3 9 15- -22 9
Charleroi 15 3 2 10 8- -30 8
Hasselt 15 2 2 11 11- -42 6
Wehnert enn á ferðinni
— tví-nefbraut Pickel
Minden 26/rt 1979.
TV Grosswallstadt ætlar að takast
nokkuð auðveldlega að verja meistara-
titilinn í ár. Liðið trónar nú eitt og yfir-
gefið á toppi bundeslígunnar. Ekkert
lið virðist vera nógu sterkt til að fylgja
Grosswallstadt eftir. Þetta gerir keppn-
ina reyndar nokkuð spennulitla en ekki
er þó hægt að ganga framhjá þeirri
staðreynd, að Grosswallstadt er eitt
allra bezta félagslið I Evrópu I dag — ef
ekki það bezta. Um siðustu helgi lék
Grosswallstadt sér að Hofweier eins og
köttur að mús. Á sama tíma tapaði
Milbertshofen i Huttenberg og þar með
jókst bilið verulega á milli þessara
tveggja efstu liða dcildarinnar.
Staða TVG Bremen er heldur slæm
um þessar mundir. Sérstaklega hafa
útispilarar liðsins brugðizt að undan-
förnu. Næst neðsta sæti og aðeins tveir
sigrar í níu leikjum hefur valdið nokkr-
um óróleika innan herbúða Bremen-
manna. Ofan á allt bætist svo efa-
semdir um ágæti þjálfarans. Undirrit-
aður hefur þó trú á því að lið. Bremen
eigi eftir að yfirstíga þessa erfiðleika.
Það hefur góða leikmenn í sínum
röðum. Þrátt fyrir tap liðsins í Gumm-
ersbach lék Bremen nokkuð vel og litill
munur á liðunum í lokin, 20—18, og
reyndar allan leikinn. Aðeins heima-
völlur og leikreynsla færðu Gummers-
bach bæði stigin i leiknum.
YjÁ^ur en lengra er haldið skulnm við
lita á ufslit leikja frá síðustu helgi.
Gummersbach — TVG Bremen 20—18
21—14
18—13
17—16
23—13
26—16
16—14
Nettelstedt — Flensburg
Kiel — Dankersen
Hiittenberg — Milbertshofen
Grosswallstadt — Hofweier
Tusem Essen — Birkenau
Dietzenbach — Göppingen
GW Dankersen náði jafntefli gegn
Milbertshofen í fyrri viku, 14—14 urðu
úrslit í leiknum, sem háður var í
Múnchen. Þessi árangur Dankersen
kveikti vonarneista um að liðinu mundi
takast að krækja í sinn fyrsta útisigur í
Kiel. GWD lék nokkuð vel, skapaði sér
næg tækifæri, sem því miður voru illa
nýtt. Sjálfsagt hafa taugarnar spilað
þar nokkra rullu því nokkrir leikmanna
GWD voru að leika sinn fyrsta leik í
„ljónagryfjunni” í Kiel, fyrir framan
sjö þúsund áhorfendur, sem ekki eru
feimnir við að láta í sér heyra. En hvað
sem því líður þá vann Kiel réttilega þó
svo 18—13 sigur hafi verið of stór
miðað við gang leiksins.
Mörk Kiel: Timko 6/4, Ehardt 4/1,
Graper 2, Wiemann 2, Bauer, Made-
mann og Knop 1 hver. Mörk Danker-
sen: Axel 6/2, Seehase 2, Becker 2,
Krebs 2 og Franke 1.
Eins og búast mátti við vann Nettel-
stedt Flensburg nokkuð auðveldlega.
Eftir fyrri hálfleikinn voru úrslitin ráð-
in en þá stóð 12—4 fyrir Nettelstedt.
Liðið lék án þeirra P. Pickel og H.
Keller, sem báðir eru meiddir. Pickel er
tví-nefbrotinn og stokkbólginn í and-
liti. Ástæðan er sú að í leik Nettelstedt
gegn Dietzenbach í síðustu viku, þar
sem Nettelstedt varð að lúta í lægra
haldi, 16—12, lenti þeim saman Pickel
og Herbert Wehnert, fyrirliða Dietzen-
bach. Wehnert gerði sér litið fyrir og
sló Pickel á ruddalegan hátt í andhtið,
sem hafði þær afleiðingar fyrir Pickel,
sem á undan er lýst. Wehnert þessi er
fyrrverandi landsliðsmaður Vestur-
Þýzkalands og eitthvert mesta rudda-
menni, sem þekktist í vestur-þýzkum
handknattleik. Hann er fljótur að æs-
ast og hefur þá sjaldan vald á gerðum
sínum — slær mótherja viljandi í and-
lit, hrækir á þá eða rekur hnéð á við-
kvæma staði ef svo ber undir.
Mörk Nettelstedt: Waltke 5, Schif-
schid 3, Miljak 3, Kölling 3, Waldheim
3, Lasarevic 2/1, Kania og Grund 1
hvor. Markhæstir hjá Flensburg voru
Hoffmann 4/1, Hasen 3 og Boysen
3/2.
Eins og fyrr var getið tapaði Bremen
í Gummersbach 20—18 eftir að staðan
var 11 —10 í hálfleik. Á tímabili var
staðan 16—15 fyrir Gummersbach og
Grambke fékk þá þrisvar möguleika á
að jafna en tvö stangarskot og röng
sending leiddu til þess að Gummers-
bach tryggði sér sigur.
Mörk Gummersbach: Dammann 5,
Fey 5/3, Westebbe 3, Wunderlich 3,
Brand 2, Korkowski 2. Mörk Bremen:
Brettschneider 5, Björgvin Björgvins-
son 3, Herjes 3/1 Mastowski 3, Gunnar
Einarsson, Pries, Gross og Swenbar eitt
hver.
Nýliðar Tussem Essen hafa staðið sig
mjög vel á þessu fyrsta leiktimabili
félagsins í bundeslígunni. Vel stutt af
5000 áhorfendum vann Essen Birkenau
26—16. Van der Heusen 6, Schmitz 5
og Eickermann 4 voru aðalmenn Essen
eins og oft áður.
Markhæstu leikmenn í bundeslíg-
unni eru nú að loknum 10 umferðum:
77
71
56
50
49
49
48.
48
46
1. Timko, Kiel,
2. Ehret, Hofweier,
3. Don, Híittenberg,
4. Axel, Dankersén,
5. Horvat, Milbertshofen,
6. Wunderlich, Gummersbach
7. Spatz, Birkenau,
8. Eickermann, Essen,
9. Miljak, Nettelstedt,
Friðrik Þorbjörnsson, fyrirliði KR,
sagði. „Það verður sko ekkert gefið
eftir og leikið á fullu allan leikinn. Við
höfum tapað i tveimur síðustu leikjun-
um og það er meira en við þolum. Nú
viljum viðsigral”.
Jóhann Ingi Gunnarsson, landsliðs-
þjálfari, verður við hljóðnemann í
Laugardalshöll, þegar Fram og KR
leika og skýrir áhorfendum frá því
helzta sem gerist í leiknum.
Á sunnudag kl. 14.00 leika Týr og
Þróttur í 2. deild karla í Vestmanna-
eyjum. Keflavík og Dalvík leika í
íþróttahúsinu í Njarðvík í 3. deild karla
kl. 15.00 ásunnudag.
Enski knattspymuheimurinn nötraði fgær:
Liam Brady fer frá Arsenal I vor.
„Fer frá Arsenal í vor
til liðs á meginlandinu”
—sagði Liam Brady og Arsenal fær ekki nema 500 þúsund sterlingspund fyrir hann
er fæddur í Dublin á írlandi og hefur
leikið 20 landsleiki fyrir írland. Hann
lék eitt sinn hér á Melavellinum með
„Þegar samningur minn rennur út í
vor við Arsenal mun ég fara frá
félaginu til liðs á meginlandi Evrópu.
Ég geri það til að verða betri knatt-
spymumaður — ekki vegna pening-
anna,” sagði Liam Brady, irski lands-
liðsmaðurinn kunni hjá Arsenal, í
brezka útvarpinu I gær. Hann er nú al-
mennt talinn bezti leikmaðurínn i ensku
knattspyrnunni.
Mikið fjaðrafok varð í brezkum
fjölmiðlum vegna þessarar yfirlýsingar
Brady og sama hvar borið var niður við
að hlusta á enskar útvarpsstöðvar í gær
— Brady-málið var alls staðar á dag-
skrá. Þess vegna kom verulega á óvart í
morgun, að ekkert viðtal var við Brady
í Tímanum. Greinilegt að Bretar eru nú
á góðri leið með að missa alla sína
beztu menn til liða á meginlandi
Evrópu, Keegan i Hamborg, Cunning-
ham í Madrid, Woodcock í Köln.
Að sögn brezka útvarpsins fær
Arsenal ekki nema 500 þúsund
sterlingspund i sinn hlut fyrir Brady
samkvæmt nýrri reglugerð Knatt-
spyrnusambands Evrópu, UEFA Ef
Brady færi frá Arsenal til einhvers
ensks liðs mundi Arsenal fá að minnsta
kosti tvær milljónir sterlingspunda
fyrir hann.
Vitað er, að Bayern Múnchen hefur
mjög fylgzt með Liam Brady síðustu
mánuði og eru miklar líkur taldar á því,
að þessi snjalli íri verðir leikmaður hjá
þessu frægasta knattspyrnufélagi
Vestur-Þýzkalands næsta leiktímbil.
Liam Brady er aðeins 23ja ára og
hefur verið hjá Arsenal í átta ár. Hann
írska unglingalandsliðinu og greinilegt
var þá að þar fór mikið knattspyrnu-
mannsefni. Það sýndi þessi kornungi
leikmaður þá á hörðum Melavellinum.
„Ég fer frá Arsenal til að verða betri
leikmaður — ekki vegna peninganna,”
sagði Brady í gær en þegar til kemur
verður hlutur hans gríðarmikill sam-
kvæmt hinni nýju reglugerð UEFA.
Brady verður þá i hópi tekjuhæstu
leikmannaheims.
viku lék Heim við Vikingarna á útivelli
og varð jafntefli í mjög fjörugum og
tvisýnum leik. Greinilegt að Heim
leikur betur eftir því sem mótherjarnir
eru sterkari. Hvað um það þá ætti leik-
ur Heim og Víkings á sunnudag að
verða hörkuleikur. Síðari leikur lið-
anna verður svo í Laugardalshöll
sunnudaginn 9. desember.
Leikir í l.deild
FH og lR leika í 1. deild karla í í-
þróttahúsinu í Hafnarfirði kl. 14.00 á
Staðan að 10 umferðum loknum er
nú þessi:
Grosswallstadt 10 9 1 0 193- 136 19
Milbertshofen 10 6 1 3 156- 153 13
Tusem Essen 10 5 2 3 172- 157 12
Nettelstedt 10 6 0 4 159- ■156 12
Húttenberg 10 6 0 4 177- 180 12
Gummersbach 9 5 1 3 158- ■137 11
Dietzenbach 8 5 0 3 113- ■114 10
Göppingen 10 4 1 5 166- 165 9
Dankersen 10 4 1 5 155- •167 9
Hofweier 10 4 0 6 181- ■173 8
Kiel 10 4 0 6 182- •177 8
Birkenau 10 3 0 7 166- 190 6
Bremen 9 2 1 6 140- ■155 5
Flensburg 10 1 0 9 144- •202 2
Kær kveðja,
Axel Axelsson.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Þýzld landsliðsmaóurinn Dieter Waltke vippar knettinum yfir markvörð Flensburg
Masuhr.
Tveir Evrópuleikir og
víða fjör innanlands!
— Mikiö um að vera á handknattleikssviðinu um helginu
„Ég óttast ekki úrsliti I leiknum við
Heim ef Vikingsliðið nær upp sama
varnarleik og gegn Val á
miðvikudaginn,” sagði Eysteinn
Helgason, formaður handknatt-
leiksdeildar Vikings, þegar Vikingur
hélt til Gautaborgar í gær í
Evrópuleikinn gegn sænska liðinu
Heim frá Gautaborg. Það verður mikið
um að vera á handknattleikssviðinu um
helgina — tveir Evrópuleikir, en sá
þriðji, sem fyrirhugaður var, felldur
niður þar sem stúlkurnar í Fram hafa
hætt frekari þátttöku í Evrópu-
keppljinni vegna gifurlegs kostnaðar.
Handholfapi inktar
Lfrá V-Þýzlc ImHI alandi \
Þá VÉéftur leikið í 1. deild karla og
kvenna. Þá veröa einnig leikir i öðrum
deildum.
íslandsmeistarar Vals héldu til
Lundúna i gær og leika við ensku
meistarana Brentwood á laugardag í
Evrópukeppni meistaraliða. Sá leikur
er nánast formsatriði — enskir eru
mjög slakir í handknattleik. Enska
liðið komst reyndar í 2. umferð vegna
þess að Evrópusambandið dæmdi
færeyska liðið Kyndil úr leik. Það mál
var á sínum tíma rakið hér í blaðinu.
Valsmenn taka áreiðanlega enska liðið í
karphúsið svona til að hefna fyrir þá
óbilgirni sem það sýndi Færeyingum.
Aftur á móti lenda bikarmeistarar
Víkings í mjög erfiðum leik í Gauta-
borg á sunnudag í Evrópukeppni bikar-
hafa. Mótherji Víkings er sænska liðið,
Heim, sem um langt árabil hefur verið í
hópi beztu handknattleiksfélaga Sví-
þjóðar. Heim byrjaði keppnistímabilið
ekki vel en hefur sýnt mikinn styrkleika
á sænskan mælikvarða í siðustu
leikjunum. Fyrir nokkru sigraði Heim
efsta liðið í Allsvenskan Lugi örugglega
í Gautaborg. Við það komust
Vikingarna — Víkingarnir í Svíþjóð —
í efsta sætið í Allsvenskan. í síðustu
morgun, laugardag. FH-ingar eru
ákveðnir í að bæta þar tveimur sdgum í
stigasafn sitt. Liðið hefur unnið alla
leiki sína í 1. deildinni hingað til. Strax
á eftir leika FH og Haukar í 1. deild
kvenna. Kl. 15.30 á laugardag leika
Þór og Þróttur 1 2. deild karla í Vest-
mannaeyjum — Grótta—Dalvík í 3.
deild karla kl. 17.00á Seltjarnarnesi.
Á sunnudag kl. 14.00 leika HK,
Handknattleiksfélag Kópavogs og
Haukar í 1. deild karla í íþróttahúsinu
að Varmá í Mosfellssveit og ættu
Haukar að vinna þar nokkuð öruggan
sigur.
í Laugardalshöll leika svo Fram og
KR kl. 19.00 og tveir leikir verða á eftir
í 1. deild kvenna. Fyrst KR og Grinda-
vík, síðan Fram og Valur.Sá leikur er
mjög þýðingarmikill fyrir bæði lið. En
hvað um leik Fram og KR í 1. deild
karla?
Sigurbergur Sigsteinsson, fyrirliði
Fram, sagði í morgun. „Leikirnir við
KR hafa alltaf verið erfiðir, jafnir og
miklir baráttuleikir. í þetta skipti
ætlum við að vinna! — Það er bara
orðið tímaspursmál hvenær við getum
haldið forustu út heilan leik, en ekki
aðeins í fimmtíu mínútur.”