Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 39

Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 39
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979. Útvarp ■47 Sjónvarp DROTTINN BLESSIHEIMILIÐ SELT T1L NORÐURLANDANNA —f rumsýnt hér annan í jólum —fjögur norræn mánudagsleikrit í staðinn Saga Jónsdóttir f hlutverki Olgu og Pétur Einarsson f hlutverki Dóra i Drottinn blessi heimilið. Myndin var tckin við upptöku f stúdfói. DB-mynd Bjarnleifur. Leiklistarstjórar norrænna sjón- varpsstöðva hittust nýlega í Osló þar sem skipti urðu á nýlegum leikritum hvers lands. Leikrit Guðlaugs Ara- sonar, Drottinn blessi heimilið, var boðið af íslands hálfu. Noregur, Danmörk og Finnland þáðu verkið til sjónvarpsflutnings. Drottinn blessi heimilið er fyrsta leikritið sem lokið er við af þeim verkum sem ákveðið var að taka til vinnslu að loknu leikiistarnámskeiði sjónvarpsins. Hin eru eftir Davíð Oddsson og Steinunni Sigurðardótt- Drottinn blessi heimilið verður frumflutt i islenzka sjónvarpinu annan í jólum. Á fundi leiklistar- stjóranna óskaði ísland eftir fjórum leikritum sem sýnd verða á næstunni. Að sögn Hinriks Bjarnasonar eru þau ekki ósvipuð þeim mánudagsleikrit- um sem núeru sýnd. Leikritið Drottinn blessi heimilið fjallar um líf sjómanns á hafi úti og eiginkonu hans í landi. Hjónin standa i skilnaðarmáli og hann er þegar fluttur að heiman. Þau heita Hannes og Olga og eiga tvö börn.Flsu 13 ára og Helga 10 ára. Olga hefur starfað á barnaheimili í nokkur ár og ólíkt umhverfi þeirra hjóna og tíður aðskilnaður hefur orðið ti! þess að þau þróast hvort í sína áttina. Sonur þeirra, Helgi, slasast alvarlega og það verður til þess að nánara samband skapast á milli hjónanna og þau eygja mögu- leikann á að allt verði gott þeirra á milli aftur. Leikritið var tekið upp snemma í haust og var það bæði kvikmyndað á sjó úti og eins tekið í stúdíói. Um fimmtán hlutverk eru í myndinni og með þau helztu fara: Saga Jónsdótt- ir, Þráinn Karlsson, Kristín Völundar- dóttir, Stefán Baxter, Sigurveig Jóns- dóttir, Baldvin Halldórsson, Árni Tryggvason og Hjalti Rögnvaldsson. Myndin er um klukkustundar löng. Leikstjóri er Lárus Ýmir Óskarsson og umsjónarmaður Tage Ammen- drup. -ELA. Eins og flestir vita eru þeir félagar dæmalausir hrakfallabálkar í öllum sínum myndum, og þá ekki síður í þessari. Þeir koma til Skotlands til að vitja arfs sem þeir áttu von á. En ekki eru allar ferðir til fjár og fyrir einskæra óheppni eru þeir Laurel og Hardy skráðir í herinn og sendir til Indlands. Þó að mynd þessi sé gömul og þeir félagar hálfvitlausir má alltaf brosa að fíflalátum þeirrá. Og þótt myndin sé seint á dagskrá er hún vel við hæfi barna enda hafa Gög og Gokke myndirnar yfirleitt verið sýndar i þrjú bíóum. Þeir félagar Stan Laurel (Gög) og Olfver Hardy (Gokke) I hlutverkum sfnum f myndinni Hugdirfska og hetjulund. Kannski myndin ætti frekar heima i miðviku- dögum kl. 18.00. HUGDIRFSKA 0G HETJULUND - sjónvarp kl. 22.45 HRAKFALLABÁLKARNIR GÖG 0G GOKKE SENDIR í HER í kvöld kl. 22.45 sýnir sjónvarpið Þýðandi myndarinnar, sem er klukkustundar löng, er Bjöm bandaríska gamanmynd um þá tæplega einnar og hálfrar Baldursson. -ELA. makalausu félaga, Gög og Gokke. Myndin er ævagömul eða frá árinu 1935 og er að sjálfsögðu i svarthvítu. Hún nefnist Hugdirfskaog hetjulund (Bonnie Scotland). Formenn flokkanna skiptast á' skoðunum i sjónvarpinu f kvöld og siðasta skipti fyrir alþingiskosning arnar. HRINGBORDSUMRÆÐUR —sjónvarpkl. 21.15: Formenn flokkanna skiptast á skoðunum —íbeinni útsendingu—síðasti umræðuþáttur fyrir kosningar í stað Kastljóss í kvöld verður umræðuþáttur í beinni útsendingu sem nefnist Hringborðsumræður. Þeir sem skiptast á skoðunum í þættinum eru formenn þeirra flokka sem bjóða fram um allt land: Stein- grímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins, og Geir Hall- grímsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins. Eflaust eiga þessir stjórnmálafram- bjóðendur eftir að koma af stað fjör- legum umræðum eins og þeim einum er tamt að gera. Auk þess er þetta síðasti umræðuþáttur fyrir alþingis- kosningarnar 2. og 3. desember, svo ekki er seinna vænna. Stjórnandi í umræðunum er Guðjón Einarsson fréttamaður og standa umræðurnar yfir í eina og hálfa klukkustund. -ELA. BIABW íijálsl, úháð dagblað >. 1 < NYTSAMASTA JÓLAGJÖFIN IMÁMSFÓLK! NOTIÐ LUXO VIÐ LESTURINN VERNDIÐ SJÓNINA VARIZT EFTIRLÍKINGAR ALLAR GERÐIR - ALLIR LITIR PÓSTSENDUM LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suðurlandsbraut 12 simi 84488

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.