Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 34

Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 34
42 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NOVEMBER 1979. NORÐURLAND VESTRA halda sínum feng Norðurland vestra er talið til róleg- heitakjördæma í pólitík. Þar blása pólitiskir staðvindar árum saman, en þó hefur gengið á með byljum einstaka sinnum. Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið sterkasta stjórnmálaaflið í kjör- dæminu. Fylgi flokksins . hefur þó rýrnað talsVert í gegnum tíðina. í júnikosningunum 1959 fékk Framsókn 43.7% atkvæða og 3 menn kjörna. 1973 var fylgið 39% og Alþýðubanda- lagið hirti mann af flokknum. Fylgis- hlutfallið i kosningunum 1978 fór niður í 32.4% og hefur ekki verið lægra síðan 1956. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið inni tveimur þingmönnum í gegnum súrt og sætt og hlutfallsfylgið ekki breytzt mikið allt frá því 1956. Þó tapaði flokkurinn umtalsvert 1978 og annar maður á D-listanum stóð tæpt. Finn Torfa Stefánsson af A-listanum vantaði aðeins 8 atkvæði til að fella Eyjólf Konráð Jónsson. Alþýðubandalagið bætti verulega við sig í síðustu kosningum, fékk 21,4% atkvæða í stað 15,7% áður. Hannes Baldvinsson skorti um 100 at- kvæði til að hljóta kosningu sem landskjörinn þingmaður. Alþýðuflokkurinn bætti lika við sig, fékk 13,6% í stað 8,2% áður. Finnur Torfi, efsti maður á lista flokksins, hlaut kosningu sem 2. landskjörinn þingmaður. Atli Runar Halldórsson Finnur Torfi heldur sætinu Búizt er við að Alþýðuflokkurinn haldi að mestu fyrra fylgi i kjör- dæminu og að Finnur Torfi komi til með að sitja í þingsölum á ný innan skamms. Hann þykir hafa haldið dável á sínum spilum og höfðar meira til vinstri manna í málflutningi sínum cn margir aðrir frambjóðendur krata eru þekktir fyrir að gera. Þá er til þess tekið að Finnur Torfi á nokkur at- kvæði í sveitum kjördæmisins og er ekki að vita nema hann haldi þeim áfram. Er óspart rifjað upp af hans mönnum að drengur hafi haldið uppi andófi innan þingflokks krata gegn landbúnaðarstefnu þeirra. Meðal bænda var þingflokkurinn þekktur fyrir flest annað en vinskap við framleiðendur mjólkur og smjörs. Ólafur horf- inn suður Framboðslisti Framsóknar er að þessu sinni Ólafslaus Jóhannessonar. Undir forystu foringjans Ólafs, sem þekktur er fyrir að brosa út í annað og gefa svör í véfréttarstíl, tapaði Framsókn drjúgt í kjördæminu. Nú hefur Ólafur tekið hatt sinn og staf og haldið í höfuðstaðinn. Þar ætlar hann að raka fylgi að flokknum sínum. Páll Pétursson á Höllustöðum tók sæti Ólafs Jóhannessonar. Páll fór fyrst á þing 1974. Hann er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1957 og hefur búið á Höllustöðum siðan.Páll á sterka að i kjördæminu og flokkast undir þá sem sagðir eru fæðast inn i Framsóknarflokkinn, alast upp og lifa með honum alla tíð. Fífilbrekkufram- sóknarmenn eru þeir kallaðir í Mývatnssveit sem svo er ástatt um. Stefán Guðmundsson, fram- ívæ'Aiáastjóri á Sauðárkróki, er i 2. sætvlistai^, og þar með á þröskuldi alþingis. Hann hefur setið á þingi sem varamaður og er'auk-. þess sjóaður sveitarstjórnarmaður. Stefán situr í bæjarráði á Króknum. Líklegt er að Framsókn tapi ekki fylgi að þessu sinni í kjördæminu, miðað við siðustu kosningar, og haldi sínum tveimur mönnum. Stefán fer á þing. Eyjólfur Konráð heldur sætinu Þrjú efstu sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins eru óbreytt frá því í siðustu Allir flokkamir Efstu menn Sjálfstæðisflokks: Eyjólfur Konráð Jónsson, Pálmi Jónsson og Jón Asbergsson. Óbreytt ástand Spáin hljóðar því upp á óbreytt á- stand í Norðurlandskjördæmi vestra í kjölfar kosninga að því er varðar þing- mannatölu. Að allir flokkar haldi sínum feng. Ekki er hægt að merkja að krappar pólitískar lægðir séu á kreiki í kjördæminu —að minnsta kosti ekki nógu krappar til að valda stórvægi- legum breytingum. önnur kjördæmi munu sjá um að ferja fylgi á milli flokka í einhverjum mæli sem enginn veit. -ARH. Efstu menn Alþýðuflokks: Finnur Torfi Stefánsson, Jón Karlsson og Jón Sæmundur Sigurjónsson. kosningum. Efstur á blaði er Pálmi Jónsson á Akri. Hann hefur verið þing- maður kjördæmisins síðan 1967 og tók upp merki föður síns, Jóns Pálmasonar á Akri. Jón á Akri sat á þingi í átta kjörtímabil en féll fyrir kempunni Birni Pálssyni á Löngumýri. Eyjólfur Konráð Jónsson er í öðru sætinu. Hann hefur verið kjördæma- kjörinn þingmaður síðan 1974, þar áður sat hann á þingi sem varamaður. Eyjólfur Konráð er lögfræðingur að mennt og ritstýrði Morgunblaðinu i ein 14 ár. Heyra má einstaka óánægjuraddir í röðum fylgismanna Sjálfstæðis- flokksins með framboð Eyjólfs Kon- ráðs. Þæreruekkiháværar. Sjálfstæðismenn munu halda sínum tveimur mönnum kjördæmakjörnum og bæta við sig fylgi frekar en hitt. Kratar skila atkvæðum til sjálfstæðis- manna, sem þeir fengu lánuð síðast. Alþýðubandalagið vinnur ekki á Alþýðubandalagið mun ekki eflast að atkvæðafylgi i kosningunum. Bandalagið fékk „framsóknarat- kvæði” síðast frá fólki sem vildi hefna sin á samstjórn Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokk. Eitthvað af þeim mun skila sér á ný í hlaðvarpann hjá Páli og Stefáni. Ragnar Arnalds er efstur á G- listanum. Hann hefur verið kjördæma- kjörinn þingmaður síðan 1971. Áður var hann varamaður og þar áður lands- kjörinn þingmaður. Ragnar er innfluttur i kjördæmið frá Reykjavík. Harinvarkennari og síðar skólastjóri í Varmahlið. Hannes Baldvinsson, framkvæmda- stjóri á Siglufirði, er næstur Ragnari á listanum. Hannes skorti um 100 at- kvæði til að komast inn í hlýjuna á þingi í síðustu kosningum. Hann verður liklega að láta sér lynda að standa úti í kuldanum áfram. Efstu menn á lista Framsóknan Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson, Ingólfur Guðnason og Bogi Sigurbjörnsson. DB-myndir: Ómar Valdimarsson. Efstu menn Alþýðubandalagsins: Ragnar Arnalds, Hannes Baldvinsson og Þórður Skúlason.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.