Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 24
32 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979. ........... ^ > ÚDÝR SKÍÐASETT 80 cm, kr.10.570.- fyrir 3-4 ára OPIÐÁ LAUGARDÚGUM PÓSTSENDUM Sími 13508. Úrvals folaldakjöt KJÖTBÚÐ SUÐURVERS STIGAHLÍÐ - SÍMI35645 VEGIRUGGIA TIL ALLRA ÁTTA Landsmenn eru að líkum orðnir þreyttir á ýmsu pólitísku skrafi sem mikið hefur verið haldið á lofti und- anfarið og hefir aðallega byggst upp á skömmum og hártogunum en minna farið fyrir haldbærum rökum, gögnum og áætlunum. Til að breyta út af þeirri venju ætla ég að taka fyrir nokkra punkta úr áædunum Sjálf- stæðisflokksins sem ég tel að sem flestir ættu að kynna sér. Ég met þá stefnuyfirlýsingu er þeir tóku upp í þessum kosningum á þann veg að hún sé bæði óraunsæ og óþjóðholl og hættuleg íslenskri menningu og þjóð- lífi. 1. „Verðmætasköpun aukin með skynsamlegri nýtingu náttúruauð- linda.” Engar raunhæfar áæd- anir hafa ennþá sést á prcnti. 2. „Ákvarðanir um vexti verði færðar frá ríkisvaldinu til mark- aðarins, einstakra banka, spari- sjóða, fyrirtækja og einstakl- inga.” „Þessi stefna leiðir til vaxtalækkunar, en tryggir um leið hag sparifjáreigenda og eykur innlendan sparnað.” Færsla á ákvarðanatöku um vexti I því formi sem þarna er boðað mun örugglega valda algerum glundroða i vaxtamálum. Óhæft þess vegna. Full- yrðing um að þetta lækki vexti er staðlaus firra, mun að líkum hækka þá. 3. „Til að vega á móti tekjutapi ríkissjóðs vegna lækkunar skatta verði dregið úr niðurgreiðslum, rekstrarkostnaði og framkvæmd- um ríkisins.” í sjónvarpsumræðum um þjóð- málaviðhorf gaf fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins það upp að niðurgreiðslur ættu að lækka um 7 milljarða, óbætt, og síðan ætti hluti af 16 millj- arða niðurgreiðslum að fara í tekju- tryggingu fyrir láglaunafólk en engin upphæð hefir verið ætluð i þá tekju- tryggingu neins staðar í þeim áætlun- um er flokkurinn hefir gert. Brottfall niðurgreiðslna hækkar verð og mun það valda auknum kaupkröfum og aukinni verðbólgu. Ekki er nægjan- lega farið í saumana á því hvar eigi að lækka reksturskostnað. Ekki er til- greint hvaða framkvæmdum eigi að fresta, þannig að kjósendur geti myndað sér rökrænt mat um niður- stöður og afleiðingar. 4. „Áætlanir verði gerðar um þjóðarhag til nokkurra ára er sýni svigrúm til neyslu og fjármuna- myndunar einstaklinga, fyrir- tækja og opinberra aðila og verði notaðar til viðmiðunar við stefnu- mörkun og ákvarðanir. Jafnframt verði gerðar raunsæjar áætlanir um þróun atvinnuvega og byggða til lengri tímalitið.” Þetta er sett fram 21/2 1979 og síðan eru liðnir átta mánuðir og eng- ar áætlanir liggja fyrir unnar á þenn- an hátt. Lögmál frumskógarins 5. „Samningar um kaup og kjör verði geröir á ábyrgð launþega og vinnuveitenda.” Afleiðing stétta- stríð. 6. „Frelsi einstaklinga og fyrirtækja til sjálfstæðra ákvarðana á eigin ábyrgð verði stóraukið á öllum sviðum efnahagslifsins og al- mennar reglur komi i stað ein- stakra ákvarðana stjórnvalda. Verðlag verði gefið frjálst undir eftirliti og samkeppni og framboð vöru aukið jafnframt því sem frjáls samtök neytenda verði studd. Losað verði um þau inn- flutnings- og gjaldeyrishöft sem enn gilda. svo sem á ferðamanna- gjaldeyri, og allir bankar fái rétt til þess að versla með erlendan gjaldeyri. Almennt verði tekin upp sú meginregla að fella úr gildi hvers konar boð og bönn á sviðum efnahagslífsins sem ekki verður ótvírætt sýnt fram á að séu nauðsynleg. Sjálfstæðisflokkur- inn vill þannig nýta kosti frjálsra viðskipta og markaðskerfis og fá heilbrigðu framtaki og þekkingu einkaaðila nýtt svigrúm.” Þessar áætlanir eru forsenda þess að „lögmál frjáls markaðar” verði allsráðandi í þjóðfélaginu og menn munu vita það að í slíku ástandi ríkir „lögmál frumskógarins”. Hinir ríku verða ríkari en hinir fátæku fátæk- ari. Hverjir óska eftir slíku ástandi aðrir en stórauðvaldssinnar? 7. „Atvinnufyrirtækjum í eigu ríkis- ins verði breytt í hlutafélög og hlutaféð selt starfsmönnum, al- menningi eða sveitarfélögum að hluta eða í heild. Söluandvirði þeirra verði varið til aðstoðar við að koma á fót nýjum atvinnu- fyrirtækjum með hlutafjárfram- ' Iögum og til framkvæmda.” Útskýra ætti þetta atriði betur af hálfu flokksins en það hefir ekki verið gert. Það er næsta furðulegt ábyrgðarleysi þar sem um qr að ræð^ að líkum tugmilljarða þjóUáíeignir. Ekki er getið um hvaða fyrirtæki á að selja, nema lauslega, né hvernig sala yrði fjármögnuð. Einnig er á engan hátt rökstutt hvers vegna á að selja. Spyrja mætti hvernig flokkurinn hugsar sér að t.d. starfsmenn Áburð- arverksmiðjunnar og Sementsverk- smiðjunnar eigi að geta keypt þessar eignir eða hvort þeir vilji það. Einnig mætti óska eftir skýringum á því hvort þess yrði gætt að hlutabréf lentu ekki í fárra manna höndum, ennfremur í hvaða fjárfestingu sölu- andvirði færi. Þannig mætti lengi, lengi spyrja en illa líst mér á svona vanbúnar og vanhugsaðar áætlanir í jafnmikilsverðum málum. Skrautyrðasúpa 8. „Dregið verði úr opinberri íhlut- un í starfsemi fjármagnsmark- aðarins, hann verði efldur og að- stæður á hverjum tíma fái að hafa Kjallarinn Bjarni Hannesson eðlileg áhríf til jafnvægis milli framboös og eftirspurnar. Unnið verði að því að koma á skipuleg- um verðbréfa- og peningamark- aði hér á landi.” Þannig hljóðar fyrri hluti klausu í 4. lið þessa dæmalausa plaggs, um aukinn sparnað og hagkvæmari fjár- festingu. En i beinu framhaldi af þessu kemur þversögn á fyrri hlutann. Orð- rétt: „Starfsemi ríkisbankanna og opinberra fjárfestingarlánasjóða verði endurskoðuð með það fyrir augum að styrkja stjórnun þeirra, auka aðhald, koma á eðlilegri verka- skiptingu og tryggja að fé sé ráðstaf- að til þjóðhagslega arðvænlegrar fjárfestingar og rekstrar.” Hvernig ætla þeir að framkvæma þetta eftir svona prógrammi er fyrst dregur úr heildarstjórnun en síðan á að auka hana? Þetta er að mínu mati dæmalaus þversögn, sannkölluð skrautyrðasúpa. Svona má segja að báðar stefnubreytingaráædanir sjálf- stæðismanná séu: Yfirborðskenndar áædanir og óraunsæ hughyggja, unnar án þekkingar og ábyrgðar gagnvart þjóðmálum. Að mínu mati má segja að i þeim „liggi vegir til allra átta og allir ofan í fen”, þetta getur hver og einn kynnt sér ef þeir hinir sömu vilja. En skammsýnir og vitlitlir eru landsmenn, aðmínumati, ef þeir greiða slíkum áætlunum at- kvæði í kosningunum um næstu helgi. Læt ég hér með lokið athugun- um á þessum áætlunum. Bjarni Hannesson Undirfelli. RÆÐUR ÆVIKVÖLDI ÞEIRRA Tryggjum tekjur þeirra öldruðu. Látum ekki verðbólguna bitna á þeim lægst launuðu. Leiftursókn gegn verðbólgu er forsenda bættra lífskjara. Samstaða okkar um stefnu Sjálf- stæðisflokksins getur ráðið úrslitum um lífskjör okkar allra. Þú hefur áhrif—Taktu afstöðu! SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Frelsi til framfara—Nýtt tímabil ■

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.