Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979.
Hver er afstaða stjóm-
málamanna til kirkjunnar?
Guðjón St. Garðarsson, starfsmaður
Bústaðakirkju, skrifar:
Þar sem athugasemdir hafa kom-
ið fram vegna greinar í DB 22/11
á baksíðu þá vil ég að þetta komi
fram til lesenda DB, til frekari
umhugsunar:
Nú fara brátt í hönd alþingis-
kosningar, og eins og flestirviia, sem
lesið hafa dagblöðin undanfarnar
vikur, þá er margt skrifað, og þar eru
loforðin ófá, hvað svo sem hægt
verður að standa við eftir kosningar.
Það vekur eflaust furðu þína, kjós-
andi góður, hvað málefni kirkjunnar
hafa fallið í gleymsku hjá hinum
mörgu góðu frambjóðendum hinna
ýmsu stjórnmálaflokka, sem í fram-
boði eru. í grein á baksíðu DB 22/11
var þessi spurning: Stjórnmálamenn
áhugalitlir um málefni kirkjunnar?
Ekki hefur þessi grein getað farið
framhjá neinum en svo virðist vera,
allavega hafa engar raddir komið frá
frambjóðendum. Er engin stefna hjá
frambjóðendum varðandi íslenzku
þjóðkirkjuna? Hinir fjölmörgu
Islendingar sem láta sig málefni
kirkjunnar einhverju skipta hafa úr-
slitavald vegna komandi kosninga.
Þessi stóri hópur hefur ekki mikinn
áhuga á hinum f jölmörgu gylliboðum
sem í boði eru fyrir þessar kosningar.
Loforðin eru bæði stór og mörg en
hvað verður hægt að efna mörg
þeirra eftir kosningar?
í guðsþjónustu sunnudagsins
18/11 1979, sem er 23. sunnudagur
eftir Trinitatis, var textinn úr Matt
22, 15—22: Gjaldið þá keisaranum
það, sem keisarans er og Guði það,
sem Guðs er. í Bústaðakirkju vár
boðið upp á umræður á eftir messu
og mátti vonast eftir að einhverjir
frambjóðendur kæmu til kirkju í
Bústaðasókn þar sem auglýst var í
Mbl. 17/11 að boðið væri til
umræðna eftir messu. En svo fór, að
ekki kom neinn til kirkju og vakti
þetta mikla undrun kirkjugesta,
umræðurnar voru mjög góðar og
gagnlegar og fengu þær margan
manninn til umhugsunar varðandi
afskipti ríkis og kirkju. Hefði verið
óskandi að sérhver sá sem í framboði
er hefði fengið að vera með og heyra
það sem fram fór. Við í Bústaðasókn
höfðum samband við presta í eftir-
töldum kirkjum: Kópavogskirkju,
Langholtskirkju og Dómkirkju og
þaðan var sömu sögu að segja: Ekki
hafði sézt til nokkurs stjórnmála-
manns.
Við í Bústaðasókn höfðum síðan
samband við blaðamann DB og
sögðum honum að ekki hefði verið
mikill áhugi stjórnmálamanna, sem
nú væru allir á fullum farti í
kosningabaráttunni, með að koma í
kirkju. Við tókum það skýrt fram að
við hefðum haft samband við áður-
nefndar kirkjur og væri sama þaðan
að segja. Það skal tekið fram hér að
blaðamaður DB tók ekki fram í grein
sinni, að við hefðum sömu sögu að
segja frá Kópavogskirkju, Langholts-
kirkju og Dómkirkju og þar liggur að
mínu mati misskilningur sóknarprest-
anna í Neskirkju sem hafa gert at-
hugasemd við grein mina.
Ég vil þó benda á aðþað er hvergi
að finna í grein DB 22/11, sem sr.
Guðmundur Óskar Ólafsson hefur
eftir mér, þar segir orðrétt upp úr at-
hugasemdargrein i DB 24/11: Frétt
DB síðastliðinn fimmtudag þar sem
haft var eftir starfsmanni Bústaða-
kirkju, að engir stjórnmálamenn
hefðu sýnt sig við guðsþjónustur í
Reykjavík sl. sunnudag þrátt fyrir að
texti dagsins hefði boðið upp á
umræður um samskipti ríkis og
kirkju. Það er hvergi að finna í grein
DB 22/11 þá fullyrðingu mína að
engir stjórnmálamenn hefðu sýnt sig
við guðsþjónustur í Reykjavik. Það
var mjög skýrt að hér var rætt um
Bústaðakirkju en þó verð ég að segja
að það mátti misskilja það sem
blaðamaður skrifaði á þessa leið:
„Við könnuðum þetta í fleiri
kirkjum og alls staðar var það sama
sagan: Engin stjórnmálamaður hafði
sýnt sig.” Þarna vantaði það sem ég
hef greint frá fyrr í þessari grein, frá-
sögn blaðamannsins um það sem við
gáfum honum upp um könnun okkar
í þremur áðurnefndum kirkjum.
Það var þó virkilega gaman að
heyra að það hefðu komið stjórn-
málamenn í Neskirkju og mætti svo
vera víðar. Væri gaman að fá að
heyra frá þessum ágætu mönnum
sem þar hlýddu á texta dagsins. Hver
er stefna stjórnmálaflokks þeirra i
málefnum kirkjunnar?
Nú, það hefur eflaust ekki farið
framhjá þér, lesandi góður, að í
athugasemd frá sr. Frank M. Hall-
dórssyni, sóknarpresti Neskirkju, er
varí DB26/ll,er sami misskilningur
Sr. Ólafur Skúlason prófastur og
prestur í Bústaðasókn.
á ferðinni, þar er eftir mér haft að
enginn stjórnmálamaður hafi mætt í
kirkju sunnudaginn fyrir viku. Nú,
það er aldeilis að mönnum er sýndur
heiður í Neskirkju, þar eru nöfn
upptalin eins og það sé verið að
minna á að kosningar séu í nánd og
ég tala ekki um þegar myndir eru
birtar til undirstrikunar.
Hin íslenzka þjóðkirkja styður
ríkið og stjórn ríkisins.
Er ekki hægt að tala um kirkjuna í
kosningabaráttunni? Það er eflaust
betra að heyra frá ykkur, kæru fram-
bjóðendur. Tíminn er stuttur til
stefnu. Við viljum svör um afstöðu
ykkar til kirkjunnar. Hver er afstaða
ykkar til kirkjunnar?
VERDBÓLGUSTHÍÐ
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur hneykslazt á auglýsingaskrumi A-flokkanna,” segir
bréfritari.
Vasapóker íhaldsins
Ingibjörg Norðkvist skrifar:
íslenzka þjóðin er nú búin að eign-
ast draug til að glima við. Það er
verðbólgudraugurinn og er sá að
verða ærið magnaður. Glíma þessi
fer að minna á viðureign þeirra
Grettis og Gláms nema hvað Grettir
sigraði Glám að lokum en við eigum
eftir að leggja okkar draug að velli.
Hingað til hafa ríkisstjórnii
íslands glímt við verðbólgudrauginn,
hver eftir aðra, með misjöfnum ár-
angri. Það stafar m.a. af því að
þjóðin hefur ekki staðið einhuga að
baki neinnar þeirra í glímunni. Það
vilja auðvitað allir losna við verð-
bólguna í orði en ekki á borði. Það
sem ég á við er það, að sú ríkisstjórn
sem mynduð verður að kosningum
loknum má ekki mæta andstöðu
meðal þjóðarinnar í formi þrýsti-
hópa, sem t.d. eru að heimta fleiri
verðlausar krónur. Það verður einnig
að sjá til þess að laun og styrkir
þeirra sem minnst bera úr býtum dugi
til lífsviðurværis og síðan verða þeir
sem hærra kaup hafiað lækka seglin
aðeins á meðan draugurinn er lagður
að velli.
Meginmálið er að íslenzka þjóðin
verður að standa saman um þetta
markmið, annars tekst það ekki og
þá er mikil vá fyrir dyrum.
Þá er að tala um leiðirnar sem
kynntar hafa verið af stjórnmála-
flokkunum til að sigrast á verðbólgu-
Glámi:
1. „Leiftursókn gegn verðbólgu”,
Sjálfstæðisflokkur.
„Hinn flokkurinn” hefur þegar
gefið Geir Hallgrímssyni hinn bezta
hlífðarhjálm til að setja á höfuðið
þegar „breiðsíðan” hefst og byrjað
verður að sprengja „draugsa”. Ég
legg til aö einhver skenki honum
hliföargleraugu til að hlífa alvarleg-
um augum. En án alls gamans tel ég
þetta ófæra og þjóðhættulega leið.
„Þettaerekkihægt, Matthías”.
Þegar ég sé eða heyri þessi orð,
„Leiftursókn gegn verðbólgu",
koma mér næst í hug orðin: Sam-
kæk, sem Kjartan Jóhannsson kallar
stefnu, og það er að standa upp úr
stólnum einmitt þegar mest á
reynir,” segir bréfritarí.
dráttur — Atvinnuleysi — Kreppa —
Hrun. Verðbólgan er því miður mein
sem vaxið er inn í alla vefi þjóðarlík-
amans og af þeirri ástæðu er þessi
leið ekki fær.
2. Alþýðuflokkurinn hefur á sinni
stefnuskrá samræmdar aðgerðir gegn
verðbólgu, og kannske eru þær
góðar, en flokkurinn hefur alvarleg-
an kæk, sem Kjartan Jóhannsson
kallar stefnu, og það er að standa
upp úr stólum einmitt þegar mest á
reynir. Kjartan er sem sagt búinn að
marglýsa því yfir að þeir standi upp
úr stólum og láti kjósa aftur og aftur,
jafnoft og þeim þurfa þykir, og með
því ætla þeir að lækna verðbólguna.
En núna i fyrsta sinn sem þeir
standa upp úr stólunum gera þeir það
til þess að setjast aftur 1 sömu stóla,
þeir sitja jú í þeim núna og virðist
líða nokkuð vel. Og það sem meira
er, félagar þeirra, Vilmundur, Sig-
hvatur og Bragi, fengu líka góða
stóla og nú stunda félagarnirvel aug-
lýstar kraftaverkalækningar, einkum
þeir Vilmundur og Sighvatur, og eftir
því að dæma sem sagt og skrifað
hefur verið um dómsmál og fjármál
undanfarið verður ekki mikið að í
þeim ráðuneytum þegar þeir kappar
tveir standa þar upp úr stólum og
verður möppudýrum þá mikil eftirsjá
að þeim.
En „Dúkkulísa” (núverandi ríkis-
stjórn) á sér stóran bróður sem passar
hana, Sjálfstæðisflokkinn, og svo
fær hún og hinir kratarnir að koma í
„Viðreisnarsængina” eftir kosn-
ingar. En þá kemur upp vandamál í
þeirri hjónasæng og ég sé ekki
hvernig það má leysast.
Aðferðir Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks í baráttunni við títtnefnd-
an verðbólgudraug eru allsendis ólík-
ar og þá er ekki um annað að ræða
fyrir Alþýðuflokkinn en að standa
upp úr stólunum skv. yfirlýstri stefnu
Kjartans sjávarútvegsráðherra, ekki
fara þeir að svíkja sitt aðalkosninga-
loforð. Þegar þeir eru svo staðnir upp
úr stólunum eru sjálfstæðismenn
eftir einir i leiftursókninni, því að
þeir verða að standa við sitt leiftur-
sóknarloforð, eða hvað?
Það er nú kominn til þess tími að
stjórnmálamenn fari að læra að segja
það sama fyrir og eftir kosningar. En
það, hversu seint þeir læra það, er
okkur kjósendum að kenna því að
við bítum meira og minna á agnið hjá
þeim, kosningaloforðaagnið.
Það er einn stjórnmálaflokkur á ís-
landi sem hefur verið að segja það
sama nú um skeið, hvað snertir að-
gerðir gégn verðbólgunni. Það er
Framsóknarflokkurinn, sem í fyrri
ríkisstjórn lagði fram tillögur til þess
að stigminnka verðbólguna með sam-
ræmdum aðgerðum i samráði við
launþega, Vinnuveitendasambandið
og önnur samtök sem inn i dæmið
koma.
Þetta kom ekki til neinnar af-
greiðslu í rikisstjórn né á Alþingi
vegna skyndilegs brotthlaups krata.
Þetta hlýtur að vera leiðin sem við
íslendingar getum sameinazt um að
fær sé til þess að leggja „Verðbólgu-
Glám”, hún virðist gæfuleg. En til
þess að hún sé fær þarf þjóðin að
standa saman einhuga, eins og þegar
landhelgin var færð út í 200 mílur, og
flestir þurfa þá að neita sér um eitt-
hvað, samt aðeins þeir sem geta það
með góðu móti. Og það er eitt sem
kjósendur geta gert, ef þeir vilja velja
þessa leið, það er nú fyrst að snúa sér
til kosningaskrifstofa Fram'sóknar-
flokksins, hver á sínum stað, og fá
nánari upplýsingar um málið og ef
þeim lízt vel á þessar aðferðir i glím-
unni við „draugsa” þá er ekkert ann-
að eftir en að setja xB á kjördag.
Brynjólfur Steingrímsson skrífar:
Fyrir nokkrum dögum sátu fyrir
svörum í sjónvarpi tveir af herfor-
ingjum íhaldsins í leiftursókninni
svonefndri, þeir Ellert Schram og
Matthías Bjarnason. Efdr ummælum
þeirra að dæma er hér um nýjung í
hernaðarlist að ræða, það er að segja
leiftursókn er héfst með hæfilegri að-
lögun, t.d. 5^7 ár.
Ellert benti á að nú skyldi kné látið
fylgja kviði gagnvart bændum og
niðurgreiðslur lækkaðar um 7 millj-
arða. Hvort hér er um nettó eða
brúttó tölur að ræða fékkst ekki úr
skorið, þó mátti skilja hann svo að
hluta þessara 7 milljarða yrði varið til
láglaunabóta. Skrýtinn niðurskurður
það.
Varla bætir það hag bænda ef
landbúnaðarvörur stórhækka í verði.
Næg eru harðindi bænda fyrir þó
ekki séu gerð af mannavöldum.
Matthías Bjarnason dró upp
langan lista er hann sagði hafa að
geyma skatta vinstristjóma síðasdið-
inn áratug, líklega búinn að gleyma
Friðþjófur Þorgeirsson hringdi:
Ég var að lesa það sem haft var
eftir Ólafi Jóhannessyni, að skipan
Vilmundar Gylfasonar í embætti
dómsmálaráðherra væri til ævarandi
skammar.
Ég vil minna á það, að Ólafur
Jóhannesson hefur fengið á sig dóm
fyrir mafíu-ummæli. Síðan gerði
hann þjóðinni þá hneisu að taka við
doktorsnafnbót við háskóla i
Kanada. Ég hef staðið i bréfaskiptum
við Vestur-íslendinga og þeir trúðu
því að hann var sjálfur ráðherra í 4 ár
og bættust þá nokkur ný skattanöfn
á listann. Þennan lista kvað hann þá
sjálfstæðismenn ætla að stytta um
eina 35 milljarða. Ljómaði hann nú
allur eins og smákrakki er fengið
hefur umbun fyrir að bleyta sig ekki í
heilandag.
Að vísu skyldu þær framkvæmdir
er niður féllu hjá ríkinu færast yfir á
sveitarfélögin, en það væri annarra
að bjarga því við. Af því hefðu sjálf-
stæðismenn ekki áhyggjur.
öllum má ljóst vera að hér er um
vasapóker íhaldsins að ræða, pen-
ingar eru fluttir úr vinstrivasanumi
yfir í þann hægri. Þannig er sparn-
aður íhaldsins.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
hneykslast á auglýsingaskrumi A-
flokkanna svonefndu fyrir síðustu
kosningar og ekki að ástæöulausu.
Það skyldi þó ekki vera að með að-
lögunarskyndisókn væri Sjálfstæðis-
flokkurinn búinn að slá öU fyrri met
á þessu sviði.
Margt er líkt með skyldum.
því ekki fyrr en ég sendi þeim dóms-
niðurstöður að þetta gæti verið rétt.
Þetta eru því öfugmæli hjá Ólafi.
Enginn annar íslendingur hefur setið
í ráðherrastóli með dóm á bakinu
fyrir mannskemmandi ummæU, sbr.
mafíumálið.
Mér og öðrum finnst sem Ólafur
hafi með þessu gert þjóðinni mikla
svívirðu. Þá verð ég líka að segja, að
mér finnst það mikið kjarkleysi hjá
Ólafi að þora ekki fram í sínu gamla
kjördæmi.
Hringið
ísíma
27022
milli kl. 13
og 15,
eða skrifið
Raddir
lesenda
ÓLAFUR JÓ. MED
DÓM A BAKINU