Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 32
40 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979. Allir vissir með einn barizt um þann fimmta —gamla kjördæmaskipunin gengur Ijósum logum Gamla kjördæmaskipunin hefur enn mikil áhrif á röðun flokkanna í efstu sæti listanna. í Vesturlandskjördæmi þarf að taka tillit til Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu, Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu og Dalasýslu. Leynivopn Fram- sóknar og ítalskur marmari Þegar Halldór E. Sigurðsson hætti þingmennsku færðist Alexander Stefánsson i Ólafsvík upp í hans sæti. Dagbjört Höskuldsdóttir i Stykkis- hólmi hafði keppt við hann um sætið í prófkjöri en laut í lægra haldi. Hún er annars frambærileg, ung og hress kona. í öðru sæti hjá framsóknarmönnum er 32 ára gamall bóndi úr Borgarfirði, Davíð Aðalsteinsson á Arnbjargarlæk. Halldór E. sagði á fundi um daginn að hann hefði geymt Davið í biðstöðu eins og leynivopn. Davíð er góður bú- maður, háskólamenntaður kennari, sem stundaði sjó frá Akranesi. Þar hitti hann konu sína og búa þau nú í sam- býli með föður Davíðs og bróður. Afi Davíðs var Davið á Arnbjargar- læk, bróðir Þorsteins Dalasýslumanns Þorsteinssonar. Til hans var farið með tigna gesti til þess að sýna þeim hvernig byggt væri á íslandi til sveita. Davíð hafði innanhúsströppur úr ítölskum marmara. Hann var talinn rikur. í þriðja sæti listans er Jón Sveinsson, fulltrúi bæjarfógetans á Akranesi, 29 ára,. og í 4. sætinu Haukur Ingibergs- son, skólastjóri Samvinnuskólans að Bifröst. Þetta framboð er sterkt. Lætur það baráttuna til sín taka um annan þingmanninn i átökum við Sjálfstæðis- flokkinn. Góö samstaða er sögð um lista framsóknarmanna i Vesturlands- kjördæmi. „Þið munið hann Jónas" — hættur en ekki farinn Jónas Árnason lætur nú af þing- mennsku. Hann hefur bætt við fylgi Alþýðubandalagsins jafnt og þétt. Skúli Alexandersson á Heliissandi hefur verið i 2. sæti listans. Hann er nú i efsta sætinu og öruggur með kosn- ingu. Skúli er ekki innfæddur í kjör- dæminu en hefur búið þar og starfað í um 30 ár. Mörg undanfarin ár hefur hann verið oddviti Neshrepps utan Ennis og tekið virkan þátt í athafna- og félagslífi. Bjarnfriður Leósdóttir á Akranesi er eðlilegt framboð og kemur ekki á Bjarnfrióur Leósdóttir. óvart. Hún hefur látið mjög að sér kveða í forystu launafólks. Um skipun hennar i 2. sætið er sagt að sitt sýnist hverjum. Það er að minnsta kosti ekki logn í kringum hana. í 3. og 4. sætinu eru skólamennirnir Sveinn Kristinsson, skólastjóri í Lauga- gerði, og Rikharð Brynjólfsson, kenn- ari á Hvanneyri. í 5. sætinu er Engil- bert Guðmundsson, ungur konrektor Fjölbrautaskólans á Akranesi, tengda- sonur Jónasar Árnasonar. Ef hann festir rætur á Akranesi á eftir að heyr- ast frá honum aftur, þótt síðar verði. G-listinn gæti tapað einhverjum at- kvæðum á Vesturlandi nú þegar Jónas Árnason hættir, en sætið er tryggt eins og fyrr segir. Friðjón Þórðarson er sem fyrr í efsta; sæti D-listans. Hann þarf ekki að kynna. Friðjón er vandaður maður til orðs og æðis, farsæll embættismaður og mannasættiri Það standa ekki stormar um Friðjón en hann er viss um Dagbjört Höskuldsdóttir. Guómundur Vésteinsson. þingsæti og líklegur til trúnaðarstarfa í flokki sínum og á Alþingi. Jósef Þorgeirsson er lögfræðingur eins og Friðjón. Innfæddur Akurnes- ingur af gróinni flokksfjölskyldu. Hann var ritari á síðasta þingi og þótti glöggur oggætinn. Lögfræðingur og Flensborgari Hann er 43 ára gamall, fram- kvæmdastjóri í Dráttarbraut Akraness og Vélsmiðju Þorgeirs og Ellerts á Akranesi. Valdimar Indríðason er í 3. sæti listans. Hann er almennt talinn sterkara framboð en Jósef. Valdimar er borinn og barnfæddur Akurnesingur. Hann er Flensborgarmenntaður og fór svo í iðnskóla og vélskóla. Hann hefur starfað sem vélstjóri á bátum og togur- I Gunnar Mir Krístófersson. um. Var víkingur til vinnu og góður félagi. Hann er harðsæknasti maður listans, í góðum tengslum við verkafólk sem framkvæmdastjóri Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjunnar. Gamla kjördæma- skipunin ekki gleymd Óðinn Sigþórsson í Einarsnesi og Davið Pétursson á Grund í Skorradal eru báðir góðir fulltrúar sinnar stéttar, virtir bændur og álitlegir menn á hvaða lista sem væri í Borgarfirði. Enda þótt Friðjón sé vinsæll á Snæ- fellsnesi og i Dölum er hætt við að Iist- inn eigi i vök að verjast i þorpunum undir Jökli. Þótt mannval sé gott á Akranesi, þá er eins og gamla kjör- dæmaskipunin gangi ljósum logum afturgengin um allt land. Þetta kann að ráða úrslitum um það hvor hlýtur 5. manninn, Framsóknarflokkur eða Sjálfstæðisflokkur. Sjónvarpsstjarnan náði strax sambandi Eiður Guðnason vann einn mesta kosningasigur Alþýðuflokksins í síðustu kosningum. Hann kom í leiftursókn í kjördæmið. Þekkt andlit á hverju heimili úr margra ára sjónvarps- starfi. Hann vann hug og hjörtu kvenna og ungs fólks. Eiður er harð- duglegur og náði strax sambandi við kratakjarnann i kjördæminu, sem var dálítið farinn að láta á sjá og þreytu- legur eftir seigdrepandi tap undanfar- inna ára. Eiður blés lifsanda í flokkinn. Eiði er spáð öruggu kjöri en þó ekki með sama ljóma og síðast, en naumst í fallhættu. Sú breyting er varasömust fyrir Eið að Bragi Níelsson, læknir á Akranesi, gefur ekki kost á sér i 2. sætið aftur. Þegar ljóst var að Bragi var inni á þingi eftir síðustu kosningar er sagt að hann hafi ráðgazt við lög- fræðing og spurt hvort hann þyrfti að sitja á þingi. F^ann ætlaði sér aldrei á þing. Slíkur maður er líklegur til að eiga jafnmikið erindi og þeir sjálfsögðu að eigin mati. Bragi er í 9. sæti listans og Guðmundur G. Hagalín rithöf- undur í 10. Gunnar Már Kristófersson, for- maður Alþýðusambands Vesturlands, er í 2. sæti. Hann er frambærilegur, maður og skammlaust framboð. Hannl er jarðtengdari í héraðinu en Eiður. Þeir eru býsna líklegir til að halda stöð- unni meö Guðmund Vésteinsson bæjarfulltrúa á Akranesi, í 3. sæti. Alþýðuflokkurinn er viss með að fá kjörinn mann. Hitt er meiri, óvissa hvort honum leggst til að ráði meira lið en til þess þarf. - BS Alexander Stefánsson, Haukur Ingibergsson, Jón Sveinsson og Davfó Aðalsteins- son. Jósef Þorgeirsson. Fríðjón Þórðarson. Eiðnr Guðnason. SkúU Alexandersson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.