Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979. 11 BERTOLUCCIOG LUNA Rætt við Bernardo Bertolucci um nýjustu kvikmynd hans og afstöðu hans til kvikmyndagerðar almennt Nýjasta kvikmynd Bemardo Bertokiccis, Luna, var frumsýnd fyrir skömmu á hinni áríegu kvikmyndahátfð New York-borgar. Viku siðar kom leikstjórinn til Los Angeles til að kynna myndina gagnrýnendum og kvikmyndaunn- endum. Undirritaður Hrtti leikstjórann á sýningu sem haldin var á vegum Bandarísku kvikmyndastofnunarinnar fThe American Film Institute). Þráðurinn Luna fjallar um ameríska óperu- söngkonu sem missir mann sinn og heldur til Ítalíu með fimmtán ára gamlan son sinn til að reyna að koma lifi sínu í fastar skorður. Þegar hún uppgötvar að sonurinn er forfallinn eiturlyfjaneytandi hellir hún yfir hann blíðu sinni til að reyna að bjarga honum. Sonurinn er dæmigert auðbarn, ofdekraður og lífsleiður. Hann bregst illa við bliðulátum móður sinnar. í staðinn leitar hann uppi sinn raunverulega föður sem nú er skólakennari í ítölsku smá- þorpi. Myndin endar á nokkurs konar fjölskyldusameiningu; móðirin er að æfa óperu á stóru útisviði og faðir og sonur horfa á. Gagnrýnendur gáfu myndinni yfir- leitt slæma dóma og fettu fingur út í flestöll atriði hennar: Þeir sögðu hana vera melódrama, persónurnar brúður og söguþráðinn ótrúverðug- an. Því verður ekki neitað að Luna er á margan hátt gölluð mynd. En jafnvel gölluð mynd frá Bertolucci hlýtur að vera athyglisverð, og eftir að hafa rætt við leikstjórann sjálfan um efni hennar sannfærist maður um að Luna markar viss tímamót á ferli þessa einstaka leikstjóra. Bertolucci óánægður Bertolucci var mjög óánægður með viðbrögð gagnrýnenda. Hann' sagðist telja það fremur hlutverk þeirra að útskýra fyrir lesendum myndir sem væru „öðruvísi” og Luna væri slik mynd. Hann benti á að flestar erlendu myndirnar, sem sýndar voru á fyrrnefndri kvik- myndahátíð, hefðu fengið slæma dóma. Hann sagði að leikstjórar þeirra mynda hefðu í hyggju að sýna ekki 1 framar á þessari hátíð til að piótmæla þeirri þröngsýni sem einCWinir skrif amerískra gagnrýnenda. Bertolucci sagði einnig að sér virtist að sú stað- reynd að Luna fjallaði að hluta til um blóðskömm hefði valdið miklum mótbárum. Það sannaði að blóð- skömm væri ennþá mikið feimnis- mál. Blóðskömm í meðferð Bertoluccis er blóð- skömmmin vart holdlegs eðlis. Jill Clayburg, sem leikur móðurina, gefur sig að syni sínum vegna þess hversu illa hann er á sig kominn og vegna þess að hún veit ekki hvernig hún á að bregðast við slíku vanda- máli. Það er að visunokkur mótsögn hjá leikstjóranum að lýsa því yfir að hann hefði ekki getað ímyndað sér italska „mömmu” bregðast þannig við vandamálum sonar sins, því að með þeim orðum er hann að skil- greina amerisku móðurina sem eitt- hvert sérfyrirbrigði. (Þess má geta að kvennasamtök hér í Los Angeles sem kalla sig „The survivors of incest” hafa gagnrýnt meðferð Bertoluccis á þessu málefni og segja að hún eigi ekkert skylt við blóðskömm eins og hún eigi sér stað í raun og veru. í flestum tilfellum séu slík atvik tengd ofbeldi og í miklum meirihluta séu þau tengd föður og dóttur en ekki móður og syni). Bernardo Bertolucci við leikstjórn stúrmyndarinnar 1900. Hér segir hann leik- konunni Francesca Bertini til. „Allar myndir pólitískar" Þegar ég spurði Bertolucci hvers vegna hann hefði kosið að gera Luna með ensku tali sagði hann helztu ástæðuna vera þessa. Einnig viður- kenndi hann að markaðssjónarmiðið hefði ráðið töluverðu þar um. ,,Nú á tímum er kvikmyndaleik- stjóri ekki annað en maður sem getur komizt yfir fjármagn til að gera kvik- mynd,” sagði hann. Aðspurður um það hvort myndin væri pólitísk sagði Bertolucci svo vera, enda teldi hann allar kvik- Kvik myndir myndir vera pólitískar. Hins vegar væri Luna meira á sálfræðilegu plani en pólitisku. „í Luna sýni ég í fyrsta skipti til- finningar mínar í kvikmynd. Á sjöunda áratugnum voru allir hræddir við að sýna gleði eða láta i Ijósi tilfinnningar. Ég faldi mig bak við existensialisma og pólitísk slagorð. Það hefur tekið mig langan tíma að læra myndmálið,”sagði hann. „í fyrstu voru kvikmyndir mínar einræður eins og ljóð mín. Ég komst fljótlega að því að þetta eru gjörólík listform. Síðan áleit ég að kvikmyndin yrði að vera i ákveðinni fjarlægð frá áhorfendum, persónu- legar tilfinningar væru bannaðar. í fyrri myndum mínum notaði éag „teina-hreyfingu” (tracking-shot) myndavélar, Brechtiskt firringar- tákn, til að undirstrika þá órjúfan- legu fjarlægð sem ríki milli myndar og áhorfanda. í Luna er þessu á annan veg farið. Myndin er full af „teina-skotum” fram og til baka. Filterar hafa verið teknir burtu og fjarlægðin rofnar.” „Myndin er melódrama" Luna er kvikmynd sem erfitt er að átta sig á. Persónurnar koma manni sífellt á óvart og hinar miklu sveiflur milli gleði og sorgar skilja áhorfand- ann eftir i lausu lofti. „Myndin er melódrama,” sagði Bertolucci, „enda er umgjörð hennar ófterur Verdis sem eru melódrama á hæsta stigi. En hún er samt ekki melódrama í venjulegum skilningi þess orðs. Blanda draums og veru- leika gerir hana frábrugðna. í Luna er ég aðgera tilraunir með óvenjulega myndbyggingu og nýjar leiðir til tjáningar innan hins klassiska, dramatíska forms.” Samræðurnar héldu áfram drykk- langa stund. Bertolucci lýsti yfir áhyggjum sínum með stjórnmála- ástandið á Italíu og i Evrópu. Hann lét í Ijósi óánægju sína með italska kommúnistaflokkinn, gerði grín að sjálfum sér og þeim sem hann kallaði rika kommúnista, en gagnrýndi um leið hið kapítalska þjóðskipulag. Hann hafði ávallt svör á reiðum höndum, hvers eðlis sem spurning- arnar voru, og virtist fagna því tæki- færi að geta haft beint samband við áhorfendur. Bernardo Bertolucci er maður sem hefur margt að segja. Þess vegna eru kvikmyndit hans áhugaverðar, hvort sem þær fjalla um draum eða veru- leika, pólitísk eóa sálfræðileg efni. -SS, Los Angeles. Bernardo Bertolucci er einn þeirra þriggja kvikmyndaleikstjóra sem boðið hefur verið á kvikmyndahátíð Listahátíðar í febrúar á næsta ári. Vonir standa til að hann þekkist boðið. BREYTT ÞJÓÐFÉLAG Kosningahátíð A-listans i Háskólabíó laugardag 1. desember kl. 14.00 ÁVÖRP FLYTJA: SKEMMTIATRIÐI: KYNNIR: ALLIR VELKOMN I R JAFNVÆGISSTEFNA - ALÞÝDU FLO KKURIN N fékk 11159 atkv. / Reykjavík / síðustu kosningum EF v/ð höldum okkar hlut verður Jón Baldvin Hannibalsson á Albingi ALÞÝÐUFLOKKINN AFTUR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.