Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979. / - ' ' ~ HVAÐ VARÐ UM ORBGANN? Tryggvi Emilsson: FYRIR SUNNAN Æviminningar. Þriðja bindi MAI og menning 1979.317 bb. Hvað verður um klassískan íslending, öreiga aldanna, þegar nútími tekur við honum? Það er eitt með öðru merkilegt um endurminningar Tryggva Emilssonar hve mikla sögu ævi hans spannar eins og af sjálfu sér og ósjálfrátt. Þetta má auðvitað líka orða svo að það sé jumfram allt episk yfirsýn Tryggva yfir ævi sína og útsjónarsemi um skipan frásagnarefnis af henni sem gefi sögu hans vænghaf sitt. í rauninni kemurTryggvi Emilsson til skjalanna aftur í forneskju. Bernska hans i þurrabúð og koti eins og frá henni var sagt í Fátæku fólki lýsir ævikjörum og aldarfari sem í flestöllum efnisatriðum er óbreytt frá því samfélagi og samfélagsháttum sem staðið hafði um aldir með þjóð- inni. Þar er hinu gamla og rómaða bændasamfélagi lýst að neðan, og Tryggvi gengur raunar í gegnum það og út úr því aftur áður en saga hans berst fram á okkar öld. Sú atburða- rás gerist í Baráttunni um brauðið. Þegar Tryggvi heldur á unglings- aldri með pjönkur sínar úr öxnadal vestur í Skagafjörð í vinnumennsku hjá sínu verðandi tengdafólki í Árnesi er hann að feta sig inn i 19du öldina, þá sjálfbjarga og sjálfbirgu bændastétt sem bar uppi bæði þjóð- sögn og veruleika hinnar fornu bændamenningar. Það er ljóst að þessi æskuár i Árnesi ráða ævi og örlögum hans þaðan í frá, bæði af því sem berum orðum segir og ósagt er látið í ævisögunni. Og það er ekki fyrr en komið er að þriðja bindi sem skilnaðarstund er runnin upp. 1 upphafi frásagnar er sögumaður ,,enn að takast í hendur” við fólkið frá Árnesi. En nú tekur nútími við. Það er ekki út í bláinn sem honum finnst örnefnin á suður- leiðinni þyrlast undan bílhjólunum að baki sér í ,,gap gleymskunnar”. Hvern varðar á flugleiðinni til Akur- eyrar um alla þá sögu sem örnefni geyma á Öxnadalsheiðinni, hver þúfa, lækjardrag og klettur? Engan! í mesta lagi að minning varðveitist um sýslumörkin meðan enn er norðurleið og suðurleið, segir Tryggvi Emilsson. íblóðog merg Þegar suður kemur byrjar lífsbar- áttan upp á nýtt. En minnsta kosti að einu leyti er sköpum skipt: nú er nóga vinnu að hafa og meira en nóga, ef heilsuhreysti og hugrekki leyfa manni að nota sér hana, og því er aldrei lengur hreyft að pólitískar skoðanir Tryggva meini honum atvinnu eins og oft bar við á Akureyrarárum hans: ,,öll sú vinna hlaut að reiknast til hags og hagsældar, og eins þó - slegIn ,,Þið tímið ekki að sjá af sólar- landaferðunum.” Þetta er ásökunin, sem foreldrar Loga fá að heyra frá syni sínum þegar upplausn fjölskyld- unnar blasir við í einþáttungnum Logi og bræður hans, sem frumflutt- ur var í útvarpinu í gærkvöldi. Tveir einþáttungar eftir Jón Dan voru uppistaðan í útvarpsdagskránni í gærkvöldi og voru þeir að mörgu Tryggvi Emilsson Bók menntir hugsjón heimsbyltingar, og hreint ekki neitt í þessu lokabindi þeirra. í verki virðast íslensk þjóðernis- stefna og alþjóðahyggja hins stéttvísa verkamanns, skynsemisstefna sósía- listans og þjóðleg dultrú og örlaga- hyggja hafa fallið i ljúfa löð saman. Því getur hann líka að leiðarlokum sagt um störf sín í sósíalistaflokki og verkalýðshreyfingu að „allt það væri ég fús að vinna á nýrri ævigöngu, svo er mér mikils um vert að hafa borið gæfu til að ganga fram undir merki þeirra samtaka. . . Það er gott til þess að hugsa í lok langrar göngu að hafa átt þess kost að velta völum úr leið þar sem gatan var grýttust og hafa verið þátttakandi í samtökum verka- manna þegar vegir til nýs tíma voru ruddir og björgum bylt.” Þetta eru lokaorð ævisögunnar. Og á þeim stað öðlast þau rétta mei k- ingu sína og þunga sem þeim ber. velgengnin væri aðallega í því fólgin að hafa vinnu og getu til að standa sig, og gætti þar enn um sinn vinnu- hungurs kreppuáranna sem lengi fram eftir árum var þrúgan á þanka svo margra verkamanna, það heyrði þvi undir velgengni að hafa vinnu.” En vinnan, brauðstritið er ekki nema einn þáttur lífsbaráttunnar, annar er félagsstarfið í verkalýðs- félagi og sósíalistaflokki. Félags- hyggja virðist Tryggva Emilssyni svo sem ásköpuð, eins og hin fyrri bindi æviminninganna vitna um, og á það áreiðanlega sammerkt með mörgum íslenskum alþýðumanni bæði fyrr og síðar. Þegar hér er komið sögu eru skyldur félagshyggjumanns honum „löngu runnar í blóð ogmerg.”segir hann, og er af því starfi öllu mikil saga bæði fyrr og síðar. Það kann að þykja kyndug sögu- leg hending að öreiginn úr leitinni verður í krafti félagshyggjunnar bólséviki á mölinni og þar með að minnsta kosti að nafninu til bæði einræðissinni og alþjóðahyggju- maður. En auðvitað er ekkert skrýtið við það, að Tryggva hefur verið sjálf- gefið að skipa sér þar í sveit sem harðast var barist fyrir málstað öreiga vinnulýðs, og þar var á þeim tíma kommúnista og sósíalista að finna og flokkabarátta og kjarabar- átta óleysanlega samtvinnuð. Hann hefur enginn veifiskati verið í skoðunum. En hann segir í minning- unum fátt um vonir og vonbrigði sem kunna að hafa bundist trú hans á Úr Blesugróf Og fyrir sunnan tekur á ný við hin þrotlausa barátta að koma þaki yfir höfuðið á sér og sínum. Tryggvi Emilsson býst fyrst um með fólki sinu í Selásnum í sumarkofaskrifli, en kemst brátt yfir breskan kumbalda frá stríðsárunum í Blesugróf og gerir sér þar íbúðarhús til frambúðar. Einhverjir eftirminnilegustu þætt- irnir í nýja bindi endurminninganna segja frá fólki og lífsháttum í þessari byggð í útjaðri vaxandi borgar, mörkum tvennra tíma i sögunni, og eru þær lýsingar og frásagnir að sjálf- sögðu nátengdar frásögnum hans af störfum og striti verkakarla, sinni eigin vinnu og vinnufélögum á þessum árum. Auk hinnar víðu epísku yfirsýnar um frásagnarefni sitt er Tryggva Emilssyni gefin skáldleg sjóngáfa á það sem næst honum er og hvers- dagslegast virðist. AUar þrjár minningabækurnar eru krökkar af lífi, skáldlega dregnum myndum mannlifs, oft örstuttum frásögnum sem bregða upp hnitmiðuðum dæmum um aldarfar, þjóðlíf og örlög einstaklinga. TU sanninda- merkis mannsmynd úr Blesugróf á árunum eftir stríð: „Einn bóndi uppgefinn kom ofan úr Borgarfirði, mig minnir úr Skorra- dalnum, við hans hús sást aldrei svo mikið sem skóflutetur utan dyra. Hann átti sér dálitinn skúr með torf- veggjum í bland, ég leit inn í skúrinn að hans góða boði, þar var vel um BUNDU leyji athygUsverðir og áttu vel heima á barriaári. Báðir þessir.einþáttungar tengjast á vissan hátt þeirri upplausn fjöl- skyldunnar sem er svó áberandi i is- lenzku þjóðfél agi nú á dögum. Engum getum þarf að því að leiða á hverjum þessi upplausn bitnar harð- ast, nefnilega börnunum. Sá er líka boðskapur þessara einþáttunga, ef ég hef skilið þá rétt. Grunntónninn í a.m.k. siðari ein- þáttungnum virðist mér vera sá að eftirsókn eftir efnalegum gæðum hafi slegið okkur blindu gagnvart ekki siður mikilvægum andlegum gæðum. Þannig varð jafnvel fóstrið t móðurkviði að vikja fyrir sólarlárida- ferðinni. E.t.v. eru þessir einþáttungar eitt gengið, gólfið sópað og glugginn hreinn. Þarna var hann að dunda sér, þó óvinnufær væri, og hagræða sínum gömlu húsmunum. Þarna var reiðingur og söðull sem konan hafði átt á sinni tíð, hnakkur og beisli og silfurbúin svipa, allt hékk þetta á snögum við veggi, nokkur pör af reipum með hornhögldum, snyrtilega upp gerð, jafnvel pokar saman- brotnir í bunka á tunnubotni, það hafði verið sláturtunna og vel við haldið gjörðum. Við tylltum okkur á kistulok að spjalla um veðrið.” Ekki eitt orð meir — enda þarf ekki meir til að leiða í ljós hver áfangastaöur þarna hefur verið á leið þjóðar á milli tímaskeiða og samfélagshátta. Tvennir tímar Það væri eflaust fróðlegt að lesa saman bernskuminningar Tryggva Emilssonar í Fátæku fólki og aðra nýlega uppvaxtarsögu, Undir kal- stjörnu eftir Sigurð A. Magnússon, lýsingar þeirra á örbirgðarsamfélög- um tvennra tima með þjóðinni. Án þess neitt verði farið út í þá sálma hér á blaði blasir einn munur strax við sýn. Tryggvi hvílir í upphafi sínu „í skauti sögunnar”, ef reyna má að taka skáldlega til orða um átakanleg ævikjör. Hann reynir á sjálfum sér í bernsku klassískar raunir smælingja að fornu, ómaga og niðursetuhjóna, eins og minning þeirra geymist i bókmenntunum. Og hann finnur sömu líkn í þraut og bókmenntirnar löngum hafa haldið á loft: samsömun mannsbarns og náttúrunnar á vordag og sumar, sambúðina við skepnurnar og jörðina. Arfur hans úr sveitinni hefur enst Tryggva Emilssyni fram á þennan dag. Enn er ósýnt hvaða veganesti öreigi borgarlífsins, kreppu og hernáms og eftirstríðsára, hefur borið úr sínum býtum. En á sögu- slóðum þeirra í Blesugróf, Sogamýri, Laugarnesi, Pólunum og bragga- hverfunum mætast kynslóðirnar og frásagnarefni þessara beggja ólíku bóka og höfunda i haust. Vegirnir opnast Það er ekki því að leyna, því miður, að frásögn Tryggva Emils- sonar lækkar að sumu leyti flugið í þessu tokabindi minninga hans. Sumpart stafar þetta sjálfsagt af frá- sagnarefninu sjálfu, velgengnistímar með batnandi hag, þegar björgunum loks er rutt úr vegi, leiðir opnast og nýir tímar taka viö, verða víst seint eða aldrei jafntilkomumiklir í frásögnum og dagar örbirgðar og hungurs, hinnar hörðu baráttu um brauðið og fyrir lífinu sjálfu. En hinu er ekki heldur að neita að Tryggva lætur miklu miður að segja frá félagsstörfum sínum í verkalýðsbar- dæmi um að tekið sé að gæta breyt-, inga varðandi afstöðu manna til þessi gildismats þar sem allt er metið í beinhörðum peningum og það sé að ljúkast upp fyrir ýmsum, að slíkt gildismat sé i mörgum tilfellum litið annað en eftirsókn eftir vindi, svo notað sé orðalag Prédikarans. áttu og flokkapólitík en hinu dags- daglega striti, hversdagsleikanum og lífsbaráttunni eins og hann lifir þetta sjálfur og sér og skynjar allt umhverfissig. Þegar þar kemur sögunni, meir að segja þegar dregur til mikilsháttar tíðinda, eins og sögufrægra verkfalla 1952 og 1955, eða átakanna 30. mars 1949, dofnar öll frásögnin og sjón og skynjun slævist, þá er eins og fundarritarinn verði rithöfundinum yfirsterkari, flokkshyggja ofan á félagshyggjunni, hinni sjálfgefnu samhyggju manns með manni sem er uppistaðan í lífsýn og lifskoðunum Tryggva Emilssonar. Tryggvi skrifar ekki laklegar um þessi efni en aðrir sem samið hafa pólitiskar endur- minningar, öðru nær. En hann gerir það ekki betur en þeir. Og hann iskrifar betur um öll önnur efni. Heim til bókmenntanna En misskilningur væri að láta þetta minnka eða spilla fyrir sér verki hans. Fyrir sunnan leiðir vissulega frásögn hans til eðlilegra loka, samkvæmra sögunni i heild. Sjálfur hefur hann líka komið auga á það að sögulokin verða með vissum hætti endaslepp og bætt úr því með bókarauka um „systkinin frá Hamarkoti”. Það er í þvi skyni gert, segir hann, „að varpa enn ljósi, þó í daufara lagi sé, á þá þjóðfélagsmynd sem fram kemur í ævisögubókum mínum.” Og þessir æviþættir systkina hans, sem sverja sig í ætt við þjóðlega fróðleiks — og frásagnahefð eins og svo margt annaö í endurminningum Tryggva lEmilssonar, ítreka með skýru móti imeginefnið í frásögnum hans, leið alþýðumanns til uppreisnar á öldinni, upphaf nútíma i landinu, og í senn margbreytileika mannlífsins, afdrifa og örlaga fólksins á þeirri leið. Hvað varð þá um öreigann? ! stystu máli sagt þá hafnar hann sig í millistéttinni, þar sem lítilsháttar sjálfseign - tryggir öruggan hag. Afrakstur ævistarfsins verður húseign á Teigunum: fullra þrjátíu ára samanskrap varð að ibúð án skulda, segir Tryggvi. Einnig að þessu leyti eru afdrif hans dæmigerð, sagan um leið þjóðarsaga. En ávöxtur ævi hans er sannarlega annar og meiri þótt hvort sé öðru tengt. Þegar Tryggvi Emilsson er sjötugur að aldri brestur heilsan og hann má því til að sleppa hendi af haka og reku. í millistéttinni eiga bókmenntirnar og menningin heima, í hinu nýja samfélagi eins og hinu gamla. í staðinn fyrir að fara á sveitina eins og útslitinn öreigi fyrri daga og aldar býst hann nú um í sinu hlýja húsi og tekur til að semja endurminningar sínar, það mikla verk sem nú er lokið og lengi mun standa. Það var með lítilli tilhlökkun sem ég settist við útvarpstækið í gær- kvöldi. Einþáttungar Jóns Dan sáu, hins vegar til þess að mér leiddist :kki. Unnendur klassískrar tónlistar þurftu ekki heldur að kvarta yfir út- Ivarpsdagskránni. Því miður er ég ekki í þeim hópi. - GAJ c Þjónusta Þjónusta Þjónusta Húságendur - Húsbyggjendur Smlðum eldhúsinnréttíngar, fataskápa, sólbekki o.fl. eftir yöar vali, gerum föst verðtilboð. Hafið samband við sölumann sem veitir allar upplýsingar. Höfum einnig tíl sölu nokkur sófaborð á verksmiðju- verði. Trésmiðaverkstæði Vakfimars Thorarensen, Smiðshöfða 17 (Stórhöfðamegin), sfmi 31730. TT ER GEYMIRINN í ÓLAGI ? HLÖDUM E NDURBYGGJUM GEYMA GÓ6 þjónusta sanngjarnl verð ' Kvbld og helgarþjónusla s 51271 -51030 RAFHIEDSIAN sf BOLSTRUNIN MIIÐSTRÆTI 5 Viðgerðir og klæðningar. Falleg og vönduð ðklæði. 2 06 Sími 21440. heimasími 15507. /V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.